Fréttablaðið - 22.01.2005, Qupperneq 57
LAUGARDAGUR 22. janúar 2005
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 23 24
Fimmtudagur
JANÚAR
■ LEIKSÝNING
■ ■ TÓNLEIKAR
23.00 Vitamin X, Drep og Sólstafir
á Grandrokk.
23.00 Kvartett Kára Árnasonar
leikur þekktar djassperlur á Póst-
barnum. Kvartettinn er skipaður
þeim Kára Árnasyni á trommur, Sig-
urði Flosasyni á saxafón, Agnari Má
Magnússyni á Hammond orgel og
Ómar Guðjónssyni á gítar.
■ ■ LEIKLIST
20.00 Leikritið Ég er ekki hommi
eftir Daniel Guyton verður frumsýnt
í Loftkastalanum í leikstjórn Guð-
mundar Inga Þorvaldssonar.
■ ■ LISTOPNANIR
15.00 Sýning á verkum norsku
listakonunnar Tonje Strøm verður
opnuð í Norræna húsinu.
16.00 Gústav Geir Bollason opnar
sýningu í Gallerí + á Akureyri.
17.00 Kristín Gunnlaugsdóttir
opnar einkasýningu í Listasafni
Reykjanesbæjar.
■ ■ SKEMMTANIR
22.00 Hljómsveitin Úlfarnir
skemmta í Vélsmiðjunni á Akureyri.
23.00 Breakbeat.is heldur árslista-
kvöld sitt í Leikhúskjallaranum með
heiðursgestinum Klute ásamt fasta-
snúðum Breakbeat, þeim Kalla,
Lella og Gunna Ewok.
Papar mæta á sviðið í Sjallanum á
Akureyri. Leibbi dj stjórnar gleðinni í
Dátanum.
Hljómsveitin Tilþrif skemmtir á
Kringlukránni.
Hermann Ingi jr. spilar á þorradans-
leik á Café Catalinu í Kópavogi.
Hljómsveitin Smack á neðri hæð
Gauksins. Í efra spilar ítalski snúður-
inn Lubin.
Þungarokksveitin Fjandakornið
rokkar fram í rauðan dauðann á
Amsterdam.
Atli skemmtanalögga og Áki Pain
ráða ríkjum á Pravda.
Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á
Ara í Ögri.
Hljómsveitin Sex volt skemmtir í
Klúbbnum við Gullinbrú.
Hljómsveitin Fimm á Richter heldur
uppi fjörinu á Classic Rock, Ármúla
5.
■ ■ FYRIRLESTRAR
17.00 Sigrún Olsen flytur erindi í
Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur um
áhrif hugleiðslu á heilsu. Gunnar
Kvaran leikur á selló.
■ ■ FUNDIR
13.00 „Langisjór - Verðmæt nátt-
úruperla og hugsanlegur virkjunar-
kostur“ er yfirskrift ráðstefnu Land-
verndar í Norræna húsinu.
Málþing um Davíð Stefánsson verð-
ur haldið í Ketilhúsinu á Akureyri.
Fyrirlesarar verða þau Bjarki Svein-
björnsson, Guðmundur Andri
Thorsson, Gunnar Stefánsson,
Hjörtur Pálsson, Sigríður Alberts-
dóttir og Soffía Auður Birgisdóttir.
■ ■ SAMKOMUR
12.00 Tilfinningatorgið verður á
Hressó til klukkan 18. Þar gefst fólki
kostur á því að bera tilfinningar sínar
á torg og hlusta á aðra.
18.00 Þekktir norskir rithöfundar,
dansarar og tónlistarmenn koma
saman í sal Norræna hússins og
halda klukkustundarlanga dagskrá í
tengslum við opnun sýningar Tonje
Strøm. Rithöfundarnir Jan Erik Vold,
Torild Wardenær og Ingvild Burkey
lesa úr verkum sínum. Nils Øklund
spilar á fiðlu og Harðangursfiðlu og
dansararnir Vilde Halle Ekeland og
Mathias Stoltenberg sýna atriði úr
verkum eftir Jorunn Kirkenær.
■ ■ FÉLAGSLÍF
10.00 Félagið Menn Með Mark-
mið heldur morgunverðarfund í Ís-
lensku Kristskirkjunni, Fossaleyni 14,
Gravarvogi.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Leikritið Birdy, sem Leikfélag
Hafnarfjarðar frumsýndi fyrir jól,
hefur notið mikillar aðsóknar og
fengið góða dóma bæði hjá áhorf-
endum og gagnrýnend-
um.
Af þeim sökum var
ákveðið að halda sex
aukasýningar, og eru nú
fimm sýningar eftir á
leikritinu. Næsta sýning
verður annað kvöld og
hefst klukkan 20.
Það er samróma álit
þeirra sem um sýninguna
hafa fjallað að mikill metnaður liggi
að baki og hæfileikaríkur hópur
komi að henni.
Leikarinn Jón Stefán Sigurðsson
leysir Tryggva Rafnsson af í hlut-
verki Renaldi þar sem Tryggvi er
erlendis um þessar mundir. Í öðrum
hlutverkum eru Snorri Engilberts-
son sem Al Columbato eldri, Stefán
B. Vilhelmsson sem
Birdy eldri, Hera Guð-
brandsdóttir og Kristín
Arna Sigurðardóttir sem
Birdy yngri og Al
Columbato yngri og síð-
ast en ekki síst Halldór
Magnússon sem Weiss
læknir.
Leikfélagið hefur nú
þegar hafið æfingar á
Dýragarðssögunni eftir Edward Al-
bee í nýrri þýðingu Þórunnar Grétu
Sigurðardóttur. Leikstjóri er Hall-
dór Magnússon og frumsýning er
áætluð í lok febrúar. ■
Birdy flýgur áfram
ÚR LEIKRITINU BIRDY
Sex aukasýningum var
bætt við.
56-57 (44-45) slanga 21.1.2005 18.25 Page 3