Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 7
vorönn 2005 Ná ms kei ð Gott að vita Öll námskeiðin eru haldin á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Skráning og nánari upplýsingar: SFR Sími: 525 8340 Netfang: johanna@sfr.bsrb.is Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Sími: 525 8330 Netfang: jakobina@strv.bsrb.is Námskeið og fyrirlestrar á vegum SFR og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar SFR og St.Rv. bjóða sameiginlega upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsmenn nú á haustönn. Fræðslunefndir félaganna hafa sett niður dagskrá haustsins og var stefnan sett á að bjóða fjölbreytt námskeið, bæði stutt og löng, á mismunandi tíma svo flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Lágmarksþátttakendafjöldi inn á hvert námskeið er 12 manns en hámarksfjöldi getur verið mismunandi eftir því um hvers konar námskeið er að ræða. Því er öruggast fyrir áhugasama að skrá sig sem fyrst. Ljósmyndun Tími: a) Þri. 1. og þri. 8. feb. kl. 17–20. b) Þri. 1. og þri. 8. mars kl. 17–20. Lengd: 8 kest. Leiðbeinandi: Pálmi Guðmundsson. Þátttökugjald 1.000 kr. Með allt á hreinu? Tími: Mið. 2. feb. kl. 16.30–19.30. Lengd: 4 kest. Leiðbeinandi: Sverrir Jónsson hagfræðingur. Ekkert þátttökugjald. Tjáning í töluðu máli Tími: 7., 10., 17., 21., 24. og 28. feb. (mán. og fim.) kl. 19.45–22.15. Lengd: 20 kest. (6x). Leiðbeinandi: Kristín Á. Ólafsdóttir leikari. Þátttökugjald 1.000 kr. Er lesblinda náðargjöf? Tími: Þri. 15. feb. kl. 17–18. Lengd: 1 kest. Leiðbeinandi: Hólmfríður E. Guðmundsdóttir, kennari og Davis-leiðbeinandi, ráðgjafi hjá Mími-símenntun. Ekkert þátttökugjald. Undirbúningur funda, fundarstjórn og fundargerðir Tími: Fim. 3. mars kl. 16.30–19.30. Lengd: 4 kest. Leiðbeinandi: Kristín Á. Ólafsdóttir leikari. Ekkert þátttökugjald. Vídeóupptökur Tími: Mán. 7. og mið. 9. mars kl. 19.30–22.30. Lengd: 8 kest. Leiðbeinandi: Marteinn Sigurgeirsson kennsluráðgjafi. Þátttökugjald 1.000 kr. Að sækja um starf Tími: Fim. 10. og fim. 17. mars kl. 17–19. Lengd: 6 kest. Leiðbeinandi: Hrafnhildur Tómasdóttir náms- og starfsráðgjafi. Þátttökugjald 1.000 kr. Breytingar sem tækifæri Tími: Mán. 14. mars kl. 16.30–19.30. Lengd: 4 kest. Staður: Grettisgötu 89, 4. hæð. Leiðbeinandi: Vilborg Einarsdóttir, MSc í stjórnun og stefnumótun. Ekkert þátttökugjald. Skattaframtal Tími: Þri. 15. mars kl. 16.30–19.00. Lengd: 3 kest. Leiðbeinandi: Júlíus Hafsteinsson, deildarstjóri hjá skattstjóranum í Reykjavík. Ekkert þátttökugjald. Hvort ég get? Ekki málið Tími: Þri. 5., fim. 7. og þri. 12. apríl kl.16.00–20.00. Lengd: 12 kest. Leiðbeinandi: Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur. Þátttökugjald 1.000 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.