Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 31
SUNNUDAGUR 30. janúar 2005 19 Lágmúla 4 • 585 4000 585 4117 (peter@uu.is) 585 4116 (signhild@uu.is) Fax: 585 4120 ATH!! Nær allar golfferðir okkar eru uppseldar en nú höfum við fengið nokkur aukasæti um páskana, 17.-29. og 19.-31. mars. Í boði eru fjórir frábærir staðir á Spáni á mjög hagstæðu verði og ótakmarkað golf innifalið í öllum ferðum. • Matalascanas • Islantilla • El Rompido • Valle Del Este Matalascanas: 139.800kr. á mann í tvíbýli. (17.-29. mars) Golfdeildin flytur á aðalskrifstofu Úrvals-Útsýnar að Lágmúla 4 mánudaginn 31. janúar. Skoðið og bókið strax á www.urvalutsyn.is Innifalið: Flug, akstur milli flugvallar og hótels erlendis, gisting með sjávarsýn á 4 stjörnu Tierra Mar-hóteli í 12 nætur, morgun- og kvöldverðarhlaðborð, ótakmarkað golf alla daga nema komu- og brottfarardag, fararstjórn og flugvallarskattur. Ótakma rkað go lf í Spána rferðum ! ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 71 88 0 1/ 20 05 Boðað var til blaðamannafundar þar sem sagt frá stofnun SÁÁ. Fundarboðendur voru flestir þjóðþekktir menn sem með þessu stigu fram og sögðu frá mikilli baráttu sinni við ofdrykkju. Sá þeirra sem leiddi hópinn var Hilmar heitinn Helgason. Sagan segir að forvígismennirnir hafi tekið vel á móti blaðamönnunum, boðið þeim sæti og auk þess að til- kynna stofnun SÁÁ sögðu þeim frá reynslu sinni. Tveir blaða- menn voru á hvern fundarboð- anda. Þeir blaðamenn sem settust niður með Hilmari göptu af undr- un þegar hann sagði frá baráttu sinni við Bakkus, sem oftast tap- aðist. Hann sagði frá mistökum, vonbrigðum og aðstæðum sem lít- ið reynt fólk á eflaust ekki svo gott með að skilja. Annar blaða- mannanna var ung kona, hófsöm í flestu og þar á meðal í drykkju. Af svip hennar mátti ráða að hún átti í vandræðum með að meðtaka boðskap Hilmars, varð greinilega um og ó. Hann lauk orðum sínum með því að segja að í áraraðir hafi hann drukkið hvern dag, sagan segir í átján ár, og unga konan sem vissulega hafði vaknað illa fyrirkölluð eftir rauðvínsdrykkju varð undrandi við þessi orð, drukkið daglega í átján ár, augun galopnuðust og munnurinn. Loks náði hún að bera fram fyrstu og einu spurninguna: „Varstu ekki timbraður?“ Saga af... blaðamanni SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR með Sigurjóni Ofvöxtur Venjulegur vöxtur í líkamsvef felur í sér tvennt, annars veg- ar fjölgun frumna sem vefur- inn er gerður úr og hins vegar stækkun þessara frumna. Þeg- ar vöðvar stækka við þjálfun á sér ekki stað venjulegur vöxt- ur eins og þegar við stækkum, heldur er í raun um ofvöxt (e. hypertrophy) að ræða þar sem rúmmál vöðvans eykst fyrst og fremst vegna frumustækk- unar en ekki frumufjölgunar. Aukin taugaörvun Það sem gerist þegar vöðvi er þjálfaður er flókið ferli. Fyrstu mælanlegu áhrifin eru þau að hann fær meiri tauga- örvun, það er taugaboð til hans aukast, sem leiðir til meiri samdráttar vöðvans. Eftir að- eins fárra daga þjálfun getur óþjálfaður einstaklingur orðið var við aukinn kraft vegna þess að hann er að „læra“ að nota vöðvann. Myndun vöðvaprótína Þegar gerðar eru meiri kröfur til vöðvans eru nýmyndunar- ferli hans stillt á ný. Nýmynd- unarferlin eru þau ferli efna- skipta í frumunum sem fela í sér myndun nýrra efna, í þessu tilfelli vöðvaprótína. Þegar talað er um að stilla á ný er átt við að virkja þau gen sem geyma upplýsingar eða „uppskrift“ um myndun efn- anna en „slökkva“ ef til vill á einhverjum öðrum genum sem geyma uppskriftir að efnum sem ekki er þörf fyrir á þeirri stundu. Í sameindaerfðafræði er í þessu sambandi talað um að kveikja á tjáningu (e. ex- pression) tiltekinna gena en slökkva á tjáningu annarra. Örvun gena Ekki er vitað nákvæmlega hvernig skrefin eru í þessu ferli en ljóst er að stilling virð- ist hefjast á kerfi seinni boð- bera (e. second messengers) frumnanna (þar með talið fos- fólípasa, prótínkinasa C, týrósínkínasa og fleiri efna) sem í kjölfarið örva gen sem virðast stýra myndun sam- dráttarprótína. Seinni eða ann- ar boðberi er efni sem tekur við skilaboðum frá fyrsta boð- bera sem er taugaboðefni, hormón eða annað boðefni og kemur þeim til skila til mark- frumnanna en það eru þær frumur sem boðefni hafa áhrif á. Með skilaboðum er í raun átt við að fyrsti boðberi binst viðtaka á eða í markfrumu en sú tenging kemur af stað keðjuverkun sem endar með myndun eða virkjun annars boðbera. Viðbótarprótín innlimuð í vöðvatrefjar Boðin komast síðan áleiðis þannig að prótínmyndun í vöðvanum breytist. Allt að tveir mánuðir geta liðið áður en eiginlegur ofvöxtur hefst. Viðbótarsamdráttarprótínin sem myndast eru innlimuð í vöðvatrefjarnar. Takmörk virðast þó vera fyrir því hversu stórar þær geta orðið og þá kemur að því að þær klofna eftir endilöngu. Þetta gerist innan hvers vöðvaþráð- ar og veldur því að rúmmál vöðvans eykst. Vöðvastækk- unin er því fyrst og fremst af- leiðing vaxtar hverrar vöðva- frumu en ekki frumufjölgun- ar. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á ofvexti vöðva. Meðal þess sem hefur komið í ljós er að hann eykst með þungalyftingum. Þar koma togviðbrögð vöðvans við sögu. Eins og teygja sem er strekkt verður krafturinn í samdrætti vöðvans meiri eftir því sem álagið er meira. Sjálfstýrandi vöxtur vöðvans Ennfremur hefur komið í ljós að þessi vöðvastækkun er óháð ýmsum hormónum sem eru nauðsynleg fyrir venjuleg- an vöxt, það er vaxtarhormóni frá heiladingli, insúlíni og skjaldkirtilshormóni. Svo virðist sem vöðvinn sem er þjálfaður myndi sjálfstýrandi (e. autocrine) vaxtarþætti sem hafa áhrif á innri stoðgrind vöðvafrumnanna sjálfra. Þetta styðst við þá staðreynd að við þjálfun verður eingöngu þjálf- aði vöðvinn fyrir ofvexti, ekki allir vöðvarnir til dæmis í út- limnum sem þjálfaði vöðvinn er í. Upphitun er mikilvæg Þeir sem vilja stækka vöðva sína með þjálfun verða að fara varlega og átta sig á því að alltaf er hætta á slysum. Mik- ilvægt er að hita ætíð vel upp áður en átök hefjast og fara eftir æfingaáætlun frá aðila með þekkingu á þessu sviði. Einnig er mikilvægt að nota skynsemina og taka alltaf tillit til meiðsla og verkja ef slíkt er fyrir hendi. Þuríður Þorbjarnardóttir, líffræðingur VÖÐVABÚNT Leikarinn og ríkisstjórinn Arnold Schwarzenegger er sennilega eitt þekktasta vöðvabúnt heims. Hvernig stækka vöðvar? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðva- trefjum. Vísindavefur Háskóla Íslands er orðinn fimm ára. Á síðasta ári voru gestir tæplega 500.000 og flettu síðum vefsins rúmlega tveimur og hálfri milljón sinnum. Til samanburðar má nefna að árið 2002 flettu um 150.000 not- endur einni og hálfri milljón síðna. 78% notenda vefsins á síðasta ári komu frá tölvum á Íslandi, um 5% kom frá Bandaríkjunum og síðan fylgja á eftir: Danmörk, Spánn, Þýskaland, Bretland, Holland, Kanada, Frakkland og Sví- þjóð, með um 1% notenda. Á fimm ára afmælinu ætlar Vísindavefurinn að færa út kvíarnar og hefja birtingu á svörum á ensku um íslensk efni. Slóð vefsins er www.visindavefur.hi.is. VÍSINDAVEFUR HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.