Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 30. janúar 2005 17 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 E N N E M M / S ÍA / N M 14 6 6 4 - í gó›um málum Opið í dag sunnudag 12-16 Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Opið í dag sunnudag Útsala 50% Áður Nú Ullarkápur 29.900 15.000 Mokkakápur 25.900 13.500 Ullarjakkar 9.900 4.900 Úlpur 12.900 5.900 Úlpakápur 22.900 11.500 Dúnúlpur 12.900 6.500 Mörg góð tilboð hvað sem menn segja, að þetta hafi verið rétt ákvörðun í þeirri erfiðu stöðu sem kom upp. Flokk- urinn gat ekki skilið Ingibjörgu Sólrúnu eftir á berangri. Ég er ósammála þeim sem segja að þetta hafi verið rangt – á þessum tíma,“ segir Össur. Þegar hann er spurður hvort hann telji ekki að þetta fyrir- komulag hafi skaðað flokkinn í kosningunum, svarar hann: „Flokksmenn lögðust allir á eitt og við náðum sögulegum árangri, árangri sem flokkurinn hefur haldið fram á þennan dag sam- kvæmt skoðanakönnunum.“ Samfylkinguna í ríkisstjórn Össur segir að verkefni hreyfing- arinnar sé að leiða flokkinn til meiri áhrifa í landsmálum og mynda nýja ríkisstjórn með áherslum jafnaðar og nýrrar sóknar í menntamálum og efna- hagsmálum. „Við Íslendingar getum átt bjarta framtíð fyrir höndum. Það er spurning hvort við séum ekki komin of langt í stóriðjustefnu og eitt af stóru málum framtíðarinn- ar eru umhverfismál. Við þurfum til dæmis að taka frá ósnortin víð- erni og leggja undir þjóðgarða þó að þar séu virkjunarmöguleikar. Seigustu dráttarklárar atvinnu- lífsins eru hins vegar litlu fyrir- tækin, smáfyrirtækin og ein- yrkjarnir og við í Samfylkingunni erum stolt af því að við lítum á okkur sem stuðningsflokk þeirra bæði til sóknar og varnar. Þetta verður burðarvirkið í atvinnu- stefnu nýrrar ríkisstjórnar sem Samfylkingin leiðir,“ segir hann. Össur bendir á að þetta tengist jafnframt áherslum og fjárfest- ingum í menntakerfinu. „Heimur- inn er að breytast þannig að þeir sem ekki hafa tækifæri á að öðlast nýja færni og þjálfun munu í tekjulegu tilliti færast út á jaðar samfélagsins. Hið flókna sam- félag sem við erum að sigla inn í krefst símenntunar. Menntakerfið verður jöfnunartæki framtíðar- innar. Það eru fimmtíu þúsund manns sem hafa grunnskólapróf eða minna og bíða tækifæris til frekari menntunar. Og þjóðfélag- ið þarfnast þessa fólks til starfa,“ segir hann. Opið samfélag og lýðræði Spurður hvað hafi mótað stjórn- málasannfæringu hans segir Öss- ur að bakgrunnur hans sem stjórn- málamanns standi föstum fótum í lýðræðisbyltingu 68-kynslóðarinn- ar. „Ég var leiðtogi í stúdentapóli- tíkinni sem byggðist á því að auka lýðræðisleg áhrif. Það varð líka hlutskipti okkar í A-flokkunum að vinna að lýðræðismálum og að uppstokkun flokkakerfisins, með- al annars að sameina vinstri flokk- ana í einn stóran. Og það tókst,“ bendir hann á. „Það sem hefur einkennt þetta ferli og Samfylkinguna er lýðræði og möguleikar einstaklinganna. Þróunin úr stúdentapólitíkinni lá til dæmis í gegnum lýðræðiskyn- slóðina í Alþýðubandalaginu sem ég var partur af. Lýðræðisáhersl- ur Vilmundar Gylfasonar í Banda- lagi jafnaðarmanna ófust saman við gamlar hugmyndir í Alþýðu- flokknum frá fyrstu tíð hans, frá tímum Héðins Valdimarssonar og Jóns Baldvinssonar sem lögðu mikla áherslu á jafnan atkvæðis- rétt. Þetta speglast í því að þessi kynslóð sem býr til Samfylking- una hefur lagt langmesta áherslu á opið samfélag og lýðræði,“ segir Össur. Hann segir hins vegar dapur- legt að sjá hvernig lýðræðinu hef- ur hnignað. „Það hefur gerst und- ir forystu eins flokks, því Sjálf- stæðisflokkurinn hefur auðvitað öll tök Framsóknar í hendi sér. Úr því hefur þróast svokallað ráð- herraræði, en ekki þingræði, þar sem örfáir menn geta þröngvað vilja sínum í gegnum þingið. Það er okkar erindi í pólitík, að verja rétt þeirra sem lakar eru settir og auka möguleika einstaklingsins og koma á auknu frelsi,“ segir Össur. Hann bendir á að hægrimenn hafi fengið að stela frá jafnaðar- mönnum hugtakinu „frelsi“ í sinn áróður. „Það hugtak fer jafnaðar- mönnum betur sem bjuggu það til í tengslum við rétt einstaklings- ins. Við eigum að hefja aftur til vegs frelsi einstaklingsins, ekki bara til þess að búa til verðmæti með frelsi í viðskiptalífinu, held- ur ekki síður frelsi til þess að lifa með reisn hver sem efnahagsleg staða manns er. Það er erindi okk- ar í pólitík,“ segir hann. Vill spreyta sig við landstjórn Össur er sannfærður um það að Samfylkingin sé komin á það stig að hún þurfi að spreyta sig við landstjórn. „Hún er fullþroskuð til þess að mynda ríkisstjórn og það er meginhlutverk okkar í dag. Þjóðin ákveður það í næstu kosn- ingum og hvort Samfylkingin fær nægilegt fylgi til þess að leiða landstjórnina. Sú ríkisstjórn mun hafa að leiðarljósi okkar gullna þríhyrning, að ýta undir öflugt, frjálst atvinnulíf til þess að skapa verðmæti sem standa undir skyn- samlegu velferðarkerfi. Hvorugt verður að veruleika nema okkur takist að búa til öflugt menntakerfi og fjárfesta í því. Þjóðin hefur beðið lengi eftir ríkisstjórn jafnaðarmanna, okkar tími mun koma,“ segir Össur. ■ ÞEKKTUR FYRIR ÁHUGA SINN Á SKÁK „Samfylkingin er orðin ein heildstæð hreyfing með sameiginlegu átaki mjög margra víðsvegar um landið, með stofnun nýrra félaga og innri uppbygg- ingu. Það sem við erum stoltust af er að hafa tekist að eyða öllum flokka- dráttum milli karla og kvenna sem koma úr mismun- andi flokkum. Þetta er mikill árangur.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.