Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 30.01.2005, Blaðsíða 22
4 ATVINNA Starfsmenn í Frístunda- sel í Mosfellsbæ. Frístundasel Mosfellsbæjar óskar eftir að ráða starfsmann í Frístundasel. Laus er staða 50% stuðningsfulltrúa í Frístundaseli við Lágafellsskóla. Frístundaselin bjóða upp á ýmsa þjónustu fyrir nemendur í 1. – 4. bekk grunnskóla eftir að hefð- bundnum skóladegi lýkur. Starfsmenn í hlutastörfum Hæfniskröfur: - Uppeldismenntun og/eða, reynsla af starfi með börnum. - Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í samskiptum. Umsóknum má skila inn í Þjónustuver Mosfellsbæj- ar, 1.hæð. Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig er hægt að senda inn umsóknir á heimasíðu Mosfellsbæjar www.mos.is Allar nánari upplýsingar veita Kolbrún forstöðumaður í Frístundaseli v/ Lágafellsskóla í s: 863-0701 Tölvupóstur: fristundlagafell@mos.is Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar. Heimaþjónusta Félags – og þjónustumiðstöðin, Bólstaðarhlíð 43 óskar eftir starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu í Laugardalshverfi. Um er að ræða fastar stöður. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Einnig óskum við eftir starfsmanni til starfa við félagslega heimaþjónustu á Kjarlar- nesi. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Margvísleg reynsla kemur að notum. Við leitum að góðu fólki. Hringdu og fáðu nánari upplýsing- ar. Hlökkum til að heyra frá þér. Allar nánari upplýsingar veita Guðbjörg Vignisdótt- ir, forstöðumaðurm, netfang: gudbjorg.vignisdottir@reykjavik.is og Kristín Arnardóttir, deildarstjóri, netfang: kristin.arnardottir@reykjavik.is í síma 535 2760. Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnr í Reykjavík á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is Foldaskóli Skólaliði Laust er 50-70% starf skóla- liða nú þegar. Unnið er frá því um eða upp úr hádegi við ræstingar, aðstoð við nemendur, fylgd nemenda í íþróttahús og sundlaug og margt fl. Nánari upplýsingar gefur umsjónarmaður skóla, Jón Gunnar Harðarson í síma 664 8182. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar við Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum DS Hjúkrunardeildarstjóri, aðstoðardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk í aðhlynningu. Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlévangur Reykjanesbæ Lausar eru stöður hjúkrunardeildarstjóra, aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar, og 3 stöður sjúkraliða, frá 01.mars 2005 eða síðar. Hjúkrunarheimilið Garðvangur Garði Lausar eru 2 stöður hjúkrunarfræðinga 70% hvor og einnig óskast sjúkraliðar til starfa, bæði til afleysinga og framtíðar. Starfsfólk vantar einnig í aðhlynningarstörf núna á Garðvang og til afleysinga í sumar, bæði á Garðvang og Hlévang. Dvalarheimili aldraðra Suðurnesjum D.S. rekur Hjúkrunarheimilið Garðvang, Garði og Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlévang Reykjanesbæ. Sú breyting verður nú tímabundið að Hlévangur verður hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir 31 heimilismann og vantar liðsauka fagfólks á stað- inn. Þetta er upphafið að endurnýjaðri stefnumótun á öldrunarsviði á Suðurnesjum. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna, í öllum tilvikum , með blönduðum vinnutíma. Einnig þarf bakvaktir hjúkrunarfræðinga. Í hönd fer tími uppbyggingar á öldrunarsviði / öldrunarhjúkrunar í heildrænni mynd, sem spennandi er að taka þátt í og móta. Einnig er búið að leggja drög að frekari fjölgun leguplássa hér á Suðurnesjum með væntanlegri uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis í Reykjanesbæ eins og þegar hefur verið kynnt. Allar upplýsingar um fyrrgreind störf veitir Aðalheiður Val- geirsdóttir, hjúkrunarforstjóri S. 422-7400 og heida@ds.is. Áhugasamir vinsamlega sendið umsókn á áðurtiltekið netfang, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf Umsóknir má einnig senda á Hjúkrunarheimilið Garðvang, Garðbraut 85, Garði, merkt Aðalheiði Valgeirsdóttur hjúkrunarforstjóra fyrir 20. febrúar. 2005. Þroskaþjálfari og leikskólakennarar Óskum eftir að ráða þroskaþjálfa, leikskólakenn- ara og leiðbeinendur í 50% – 100% störf við einkaleikskólann Korpukot í Grafarvogi. Um er að ræða framtíðarstörf. Skemmtileg vinnuaðstaða í vel búnum leikskóla þar sem unnið er með mikilvægasta fólki í heimi. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 586-1400. Óskum eftir vönum mönnum með þekkingu á glussakerfum og tækjarafmagni. Upplýsingar fast í síma 555-6770. Vélrás – Bifreiða og vélaverkstæði. Óskum eftir vönum mönnum til viðgerðar á þungavinnuvélum og vörubílum. Upplýsingar fast í síma 555-6770. Vélrás – Bifreiða og vélaverkstæði. Rafvirki Óska eftir að ráða rafvirkja sem fyrst, þarf að geta unnið sjálfstætt. Umsóknir sendist á rafleid@hradpostur.is Uppl. í síma 8959012. Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðar- innar og staðsetningar í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Störf í grunnskólum Víðistaðaskóli (s. 565 7246/664 5890) Skólaliða vantar sem fyrst. Allar upplýsingar gefur Sigurður Björgvinsson, skólastjóri. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Vanur og áhugasamur kranamaður óskast á Liebherr 15-ECH tum- krana, með 6 tonna lyftigetu. ÞG-Verk leggur metnað sinn í fyrsta flokks vinnuað- stæður og búnað. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfs- mannafélag og góður starfsandi ríkir. Allar umsóknir berist skriflega á skrifstofu ÞG-Verks, Fossaleysi 16, 112 Rvk, á heimasíðu félagsins www.tgverk.is, eins er hægt að fá upplýsingar í síma 534 8400 á skrifstofutíma. Kranamaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.