Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. janúar 1975. TÍMINN 3 ÚTLENDUM FERÐA- MÖNNUM FÆKKAR NÝLEGA hefur komiö út hjá Útlendingaeftirlitinu f Reykjavik yfirlit yfir komu farþega til ts- iands á árinu 1974. Er þá bæöi reiknað með farþegum sem komu með skipum og flugvéium. Heildartala farþega til landsins var 123.417, eða 54.941 Islendingar og 68.476 útlendingar. Árið 1973 var heildartalan aftur á móti 121.680, eða 47.661 Islendingur og 74.019 útlendingar. Má á þessu sjá, að mun færri útlendingar hafa komið til lands- ins 1974 heldur en árið á undan, en aftur á móti hefur ferðalögum íslendinga fjölgað til muna. 1 desember mánuði 1973 komu til landsins 2.073 útlendingar en 3.192 Islendingar, en árið 1974 komu 2.081 útlendingar og 3.304 Islendingar. Eru þvi desember-tölurnar bæði árin mjög svipaðar, aðeins 120 fleiri ferðuðust i desember 1974 en árið áður. Fleiri mótmæla veiðileyfi danska loðnuskipsins TÍMINN greindi frá þvi i gær, að sjávarútvegsráðherra hefðu borizt mótmæli frá fundi Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins öldunnar, vegna þeirrar ákvörðunar Alþingis að veita sjávarútvegsráðherra heimild til að leyfa danska skipinu tsafold veiðar i islenzkri landhelgi á komandi loðnuvertið. Fleiri hafa nú bætzt i hóp þeirra, sem mót- mæla áðurnefndi ákvörðun, og hefur fjölmennur fundur aðildar- félaga Farmanna- og fiski- mannasambands tslands sent ráðherranum ályktun sina. 1 ályktuninni segir, að fundurinn skori á háttvirtan sjávarútvegsráðherra að hann notfæri sér ekki heimild þá, er Alþingi veitti fyrir veiðum m/s Isafoldar frá Hirtshals i Dan- mörku i islenzkri landhelgi. Fundur yfirmanna á fiski- skipum hefur enn fremur sent ráðherra ályktanir af fundi sinum um verðlagningu og fleira. Segir i ályktunum m.a., að fundurinn átelji. harðlega þann drátt, sem þegar er orðinn á allri verðlagn- ingu sjávarafurða. Þá segir, að fundurinn skori eindregið á við- komandi yfirvöld að draga ekki lengur að verða viö þeirri kröfu samtaka yfirmanna, að loðna og annar fiskur, sem veiddur er til bræðslu, verði verðlagður eftir' fitu- og þurrefnismagni hráefnis- ins. „Fundurinn vill enn fremur minna á mikilvægi loðnuflutn- ingasjóðs og telur eðlilegt, að á móti þvi framlagi i sjóðinn, sem ákveðið er við verðlagningu, komi sérstakt framlag frá verk- smiðjum, þeim, sem flutt er til. Fundurinn fordæmir harðlega þær aðgerðir stjórnvalda, sem lögfestar hafa verið og fela i sér stórfellda röskun á samnings- bundnum kjörum sjómanna. Skorar fundurinn á stjórnvöld að taka nú þegar til endurskoðunar fyrri ákvarðanir um lausn vandamála útvegsins og eftir öðrum leiöum en þeim að skerða hlut sjómanna”. Gisli Alfreðsson og Sigrlður Þorvíldsdóttir I hlutverkum sinum I hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar, Herbergi 213. Kjör sjómanna i Mbl. I fyrradag er rætt um kjör sjómanna. Mbl. segir m.a.: ,,Að þvi er kjör sjómanna varðar er á það að iita, að iaun þeirra hækkuðu með fisk- verðshækkun i ársbyrjun 1974, skömmu áður en almennir kjarasamningar voru gerðir. i mai mánuði sl. bannaði vinstri stjórnin hækkun á fiskverði með bráðabirgðalögum og kom þannig I veg fyrir frekari kjarabætur til sjómanna. Það var eitt af fyrstu verkum nú- verandi rikisstjórnar að breyta þessum lagaákvæðum vinstri stjórnarinnar og ákveða 11% hækkun á fisk- verði og laun sjómanna hækk- uðu vitaskuld i réttu hlutfaili eða um 11%. Gengisfeilingin bætti einnig kjör sjóinanna. Taka má sem dæmi skip, er seil di eriendis fyrir 10 milLjón- ir króna áður en gengiö var fellt. Þá nam skiptaverð af slikri sölu 4,9 millj. króna. Eftir gengisfellinguna nam skiptaverðið hins vegar 5,4 millj. króna og hækkaði þvi um 10,3%. Ef litið er á fiskibát sem seldi erlendis fyrir 5 mill- jónir króna áður en gengið féil nam viðskiptaverðmæti 2,6 milljónum króna. Eftir gengisfellingu nam skipta- verðmætið hins vegar 2,9 mill- jónum króna og hafði þvi hækkað um 11,1%.” Launin og þjóðartekjurnar Mbl. segir ennfremur I sinni grein: „Það er þvf engum blöðum um það að fletta, að iaunakjör sjómanna hafa verið bætt, eft- ir að núverandi rikisstjórn tók við völdum. Hins vegar hafa sjómenn vitaskuld eins og allir aðrir landsmenn orðið fyrir barðinu á dýrtiðarflóðinu og þvi orðið fyrir kjaraskerðingu til jafns við aðra. Menn verða einfaldlega að gera sér grein fyrir þvi, að aðstæöur eru ekki meö þeim hætti að unnt sé að bæta lifskjörin. Það er hægt að hækka kaupið i krónum talið, en meðan þjóðartekjurnar halda áfram að minnka og verölag á sjá varafurðum erlendis fer lækkandi, er aðeins um falska kauphækkun að ræða. Þessar staðreyndir er nauð- synlegt að hafa i huga nú um þessar mundir. Það er ekki unnt að skipta þvi upp, sem ekki er til. Þess vegna verður að leggja rika áherzlu á, að menn fari með gát i þessum efnum. Það er öllum fyrir beztu að fara hægt i sakirnar ef menn vilja i raun og veru vinna gegn verðbólgunni og efnahagserfiðleikunum.”- Athyglisverðar staðreyndir Sighvatur Björgvinsson rifj- ar eftirfarandi upp i Alþýðu- blaðinu I gær: ,,t áramótagrein sinni I Al- þýðublaðinu benti Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, m.a. á þá staðreynd, að Alþýðubanda- lagið er ekki hæf.t til stjórnar- þátttöku. Þrivegis hafa kommúnistar tekið þátt i sam- steypustjórnum á tslandi — I nýsköpunarstjórninni eftir siðari heimsstyrjöldina, i vinstri stjórn Hermanns Jónassonar og i rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar. i öii þessi skipti var svipað ástatt um efnahagsmál þjóðarinnar þegar stjórnirnar voru stofnaðar — þ.e.a.s. efnahag- urinn stóð i blóma og þvi til- tölulega vandalaust að stjórna. En ávallt fór á sama veg. Stjórn efnahagsmálanna fór úr böndunum og þegar bú- ið var að eyða og sóa gáfust kommúnistar upp og hlupust undan ábyrgðinni. Þegar raunverulega á það reyndi að leysa þyrfti vandamál þannig, að hagsmunir láglaunastétt- anna i landinu yrðu ekki fyrir borð bornir, þá var aldrei hægt að treysta á kommún- ista. Þeir lögðu einfaldlega ár- ar i bát, hlupust undan ábyrgðinni og létu öðrum all- an vandann eftir. Hér er ekki um að ræða neinar fullyrðingar, heldur sögulegar staðreyndir. Kommúnistar á islandi, hvort heldursem þeir hafa gengið undir nafninu „Sameiningar- flokkur alþýöu — sósialista- flokkurinn” eða „Alþýðu- bandalagið” hafa ekki reynst hæfir til stjórnarþátttöku nema um skamma hrið i góðæri. Þcir hafa þolað við á mcðan hagur landsins stóð enn i bióma og hægt var að ausa úr sjóðum á báða bóga. En um leið og harðna tók á dalnuin gáfust kommúnist- arnirávallt upp. Þegar mest á reið fyrir alþýðu manna var cngan styrk að hafa frá kommúnistum.” — Þ.Þ. GESTIR ÞJÓÐLEIKHÚSSINS FLEIRI EN NOKKRU SINNI 3 ný verk í æfingu SÝNINGAR Þjóðleikhússins hafa verið með afbrigðum vel sóttar i haust, og er fjöldi leikhúsgesta meiri en nokkru sinni fyrr I sögu leikhússins. Aður hafa leikhús- gestir til áramóta orðið flestir 31.600 en i haust urðu þeir ekki færri en 43.621. Talsverð skýring á þessu felst i þvi, að leikhúsið hefur mjög aukið starfsemi sina að undanförnu og leitað nýrra leiða til að ná til áhorfenda. Litla sviðið i Leikhús- kjallaranum hefur nú verið starf- rækt i eitt ár og þegar unnið sér vinsældir meðal áhorfenda, eins og sést af þvi, að þar hefur sætanýting i haust verið um 95%, en gestir þar samtals 3.561. Þá hefur Eskimóaþátturinn Inuk verið sýndur i skólum i höfuð- borginni og skólum og félags- heimilum á Suðurlandsundirlend- inu, 13, sinnum, en samtals hefur leikurinn verið sýndur 31 sinni. Fjöldi áhorfenda að þessari farandsýningu i haust var 2866. Gestir á sýningum á aðalsviði hafa svo verið i haust 37.194, sem er met frá þvi að leikhúsið tók til starfa. Eftirtalin verk hafa verið sýndjiar i haust: Klukkustrengir, Þrymskviða, Hvað varstu að gera i nótt? Ég vil auðga mitt land og Kardemommubærinn. Sýningar á þrem hinum siðast nefndu eru i fullum gangi, svo og á Kaupmanni i L’enyjum, sem frumsýndur var á annan i jólum. A litla sviðinu eru hafnar sýningar á hinu nýja leikriti Jökuls Jakobssonar, Herbergi 213 eða Pétur mandólin, sem frumsýnt var um áramótin við mikinn fögnuð. Loks hefjast sýningar á Inuk aftur um miðjan mánuðinn, en eins og áður er hægt að panta þá sýningu i leikhúsinu. Þrjú ný verk eru i æfingu i Þjóðleikhúsinu. Sænska leikritið Hvernig er heilsan? verður frumsýnt seinni partinn i janúar, og i lok febrúar kemur svo ballettinn Coppelia. Og á litla sviðinu eru hafnar æfingar á nýju leikriti eftir Guðmund Steinsson, og nefnist það Lúkas. Samtals varð 131 sýning á vegum leikhússins i haust, og hafa þær aldrei orðið jafnmargar á sama tima. ASHKENAZY OG CRISTINA ORTIZ MEÐ SINFÓNÍUNNI Á TÓNLEIKUM i KVÖLD 7. REGLULEGU tónleikar Sinfóniuhljómsveitar tslands á þessu starfsári, og hinir næst síðustu á fyrra misseri, verða haldnir i Iláskólahiói fimmtu- daginn 9. janúar og hefjast kl. 20.30. Stjórnandi verður Vladimir Ashkenazy og einleikari Cristina Ortiz pianóleikari frá Brasiliu. Fluttur verður forleikur að óperunni Khovanshchina eftir Mussorgski, Paganini tilbrgiði op. 43 eftir Rachmaninoff og sinfónia no. 8 eftir Sjostakovitsj. Einleikarinn Cristina Ortiz fæddist i Brasiliu og byrjaði að leika á pianó aðeins fjögurra ára gömul. Átta ára að aldri innrit- aðist hún i Tónlistarháskóla Brasiliu, og kom siðan fram sem einleikari með Sinfóniuhljóm- sveit Brasiliu aðeins tólf ára gömul. Hún vann fyrstu verðlaun i sjöttu alþjóðlegu pianókeppn- inni, sem haldin var i Rio de Janeiro, þegar hún var fimmtán ára, og hlaut styrk til framhalds- náms hjá Mögdu Tagliaferro i Paris. Árið 1967 vann hún fyrstu verðlaun i alþjóðlegri pianó- keppni i Paris. Þegar hún vann fyrstu verðlaunin i van Cliburn- keppninni árið 1969, stóðu henni allar dyr opnar til frægðar og frama. Siðan hefur hún haldið tónleika i flestum borgum Evrópu, Norður- og Suður Ameriku við framúrskarandi góða dóma. Hún hefur einnig leikið inn á hljómplötur m.a. með Sinfóniuhljómsveit Lundúna, og hafa þær vakið mikla athygli. Hún er tengd tslandi á rómantiskan hátt, þvi að hún gifti sig i Reykjavik á Listahátið i júni siðastliðnum. Segulbandsspóla til sönnunar viðtalinu EINS og sagt var frá I Timanum, kannast holienzki „sjáandinn" Croiset ekki við að hafa rætt við blaðamenn um Geirfinnsmáiið s.k. Morgunblaðsmenn hafa hins vcgar i höndunum gögn, sem sanna, að þar fer „sjáandinn” ekki með rétt mál, þvi að samtal hans og blaðamanns Morgun- blaðsins var tekið upp á segulband. „Sjáandanum" virðist þvi skjöplast um fleira en það, hvar Geirfinn sé að finna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.