Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 9
8
Fimmtudagur 9. janúar 1975.
Fimmtudagur 9. janúar 1975.
Hér er Ingrid Bengtsson geislandi af lifskrafti og gleöi.
HÚN SEGIR VIÐ HINA SJÚKU:
GEFIZT EKKI UPP
LÆKNARNIR HÖFÐU SAGT HENNI,
AÐ HÚN ÆTTI AÐEINS NOKKRA
AAÁNUÐI ÓLIFAÐA, HÚN VÆRI
AAEÐ KRABBAAAEIN, OG ÞAÐ
ÞÝDDI EKKI AÐ SKERA HANA UPP
ÞA AKVAÐ INGRID BENGTSSON
AÐ FASTA OG NEYTA AUK ÞESS
NÁTTÚRUFÆÐU — DREKKA
HRÁSAFTIR OG ANNAÐ
ÞVÍ UAA LÍKT
HÚN VARÐ HEILBRIGÐ OG
HEFUR VERIÐ ÞAÐ
í FIAAAATÁN ÁR. HENNI HEFUR
ALDREI LIÐIÐ EINS VEL,
OG HENNI LÍÐUR í DAG
Fyrir þremur árum
skrifaði sænskt vikublað
um Ingrid Bengtsson i
Borlange i Sviþjóð, og
þá var hún kölluð
„merkilegasta krabba-
meinstilfelli Sviþjóð-
ar.” Hún ris fullkomlega
undir þvi viðurnefni enn
i dag, en nú er hún 47 ára
og fasteignasali.
Frá læknisfræðilegu sjónarmiði
ætti hún að vera dáin fyrir
fimmtán árum. Hún er samt nú
við beztu heilsu.
Læknar sögðu henni fyrir
fimmtán árum, að hún ætti ekki
langt eftir ólifað, og reiknað var
með að hún lifði ekki langt fram á
árið 1959. Það var ekkert hægt að
gera þvi að krabbameinið i lik-
ama hennar hafði náð að breiðast
það mikið út. Hún gat sjálf fundið
fyriræxlunum, ef hún fór höndum
um likama sinn.
En hún gat ekki sætt sig við
tilhugsunina um að deyja. Hún
fann hvernig hún sjálf neitaði að
viðurkenna það, sem framundan
var.
Lifsvilji hennar var geysilegur,
og litlu dæturnar hennar tvær
drógu heldur ekki úr lönguninni
til þess að fá að lifa. Úr sjúkra-
rúminu gat Ingrid séð grenitré og
við það stóðu tvær smávaxnar
bjarkir.... þetta var nokkurs kon-
ar tákn fyrir hana sjálfa og elsku
litlu dæturnar hennar tvær, Ritu
og Onnu Sofie, sem kölluð er
Sofia. Þegar hún leit i spegilinn sá
hún andlit sjálfrar sin, öskugrátt.
Hún hafði engu að tapa, allt að
vinna, og þegar kona nokkur
sagði henni frá náttúrulækninga-
heilsuhæli i Dölunum fannst
henni rétt að reyna það. Þetta
heilsuhæli er ekki starfrækt þar
lengur.
Á þetta heimili fékk hún sig
flutta. I þrjátiu daga fastaði hún,
nema hvaö hún nærðist á hrásöft-
um úr grænmeti og á grænmetis-
soði. Hún drakk um þrjá litra af
vökva á hverjum degi. Mest
drakk hún af rauðrófusaft, sem er
mjög blóöaukandi og verkar
stöðvandi á krabbamein. Einnig
drakk hún hrásaftir úr gulrótum
og vinberjum.
A tuttugasta degi föstunnar
kom breytingin. Hún fann að hún
var að byrja að hressast.
Dauðinn sleppti takinu á
fórnardýri sinu.
Ingrid Bengtsson varð heil-
brigð. Auk þess hætti hún að
finna til gigtarverkjanna, sem
hun hafði þjáðst af öðru hverju
allt frá þvi hún var sautján ára1
gömul.
Þegar sænski blaðamaðurinn
hitti hana nú I haust á náttúru-
lækningaheimili i smábænum
Strand við Vikasjö var hún heil-
brigð, og hefur verið það nema
hvað hún hefur nokkrum sinnum
fengið kvef, frá því hún yfirvann
krabbameinið. Hún likist helzt
velþjálfuðum iþróttamanni, hvar
sem á hana er litið.
Hún hefur einmitt verið að
fasta I enn eitt skiptið. I þetta
skipti fastar 24 ára gömul dóttir
hennar með henni. Hún er eftir-
sótt ljósmyndafyrirsæta. Allt frá
þvi Ingrid Bengtsson læknaðist
hefur hún fastað reglubundið,
tvisvar sinnum á ári, undir eftir-
liti þeirra, sem þekkingu hafa á
þessum málum. Hún fastar haust
og vor 10-14 daga i senn. Auk þess
fastar hún dag og dag I hverjum
einasta mánuði, stundum allt upp
I heila viku.
— Ég fasta ekki nú orðið til
þess að ná neinu sérstöku tak-
marki, segir Ingrid Bengtsson. —
Heldur bara til þess að viðhalda
þvi, sem ég náði fyrir langa
löngu. Hins vegar finn ég greini-
lega, að mér er nauðsynlegt að
fasta, svo mér takist að halda
góðriheilsu,finnars fer mér strax
að fara aftur. Fyrst eftir að ég
læknaðistvar ég lika alltaf dálitið
hrædd við að krabbameinið gæti
enn leynzt einhvers staðar i
likama minum. Ég er alls ekki
hrædd um það lengur, þetta er
allt fyrir það löngu umliðið. Mér
finnst ég lika vera svo óendanlega
hraust, lifið er allt eins og stór-
kostleg náðargjöf.. Ég er bæði
þakklát og hamingjusöm.
Ingrid varð sannur náttúru-
lækningamaður og heilsuræktar-
fræðisunnandi strax eftir að hún
hafði fastað i fyrsta sinn fyrir
fimmtán árum þegar það bjarg-
aði lifi hennar að þvi að hún segir.
Það er hún enn þann dag i dag,
þótt fyrir komi, að hún „syndgi”
einstöku sinnum og fái sér
smávegis kjöt eða fisk, og það
viðurkennir hún lika fúslega. Það
getur verið algjörlega ómögulegt
fyrir hana að ætla sér að halda
sér eingöngu við kjarnfæðið og
náttúrulækningamatinn, þegar
hún af og til þarf að borða úti með
fólki I sambandi við vinnu sina.
— En ég er með óskaplega
slæma samvizku, eftir að hafa
borðað annað, en það sem ég tel
vera rétt! Það er rétt eins og þeg-
ar maður var litill og gerði eitt-
hvað, sem maður mátti ekki gera.
Ingrid hætti. algjörlega að
reykja, þegar hún barðist fyrir
lifi slnu — hún var farin að reykja
um þrjátiu sigarettur á dag, áður
en hún hætti, en siðan hefur hún
ekki reykt eina einustu sigarettu.
Óskiljanlegt
Löngu eftir að Ingrid hafði
komizt yfir krabbameinið fór hún
reglulega i læknisskoðanir. Bæði
læknar og hjúkrunarkonur voru
furðu lostin, ofurlitið óftaslegin
og á verði gagnvart þessari
undarlegu lækningu. Fólkiö trúði
varla slnum eigin augum.
Sumir sögðu meira að segja
með efasemd i rómnum:
— Sjúkdómsgreiningin hlýtur
að hafa verið röng i upphafi.
En sjúkdómsgreiningin var
rétt. Þar kom fram, að um mjög
slæmt krabbameinstilfelli var að
ræða. Röntgenmyndir, prufur og
aðrar athuganir sýndu það svo
greinilega, en Ingrid hafði verið i
meðferð á Akademiska sjúkra-
húsinu i Uppsölum.
Það „ómögulega” hafði gerzt.
Þetta var óútskýranlegt eins og
svo margt annað.
Ingrid Bengtsson fer nú ekki
lengur jafnoft i læknisskoðanir.
Hún er alveg orðin örugg um
lækninguna. Það er ekki hægt að
finna minnsta vott af krabba-
meini i henni, og nú hefur hún
alltaf nóg blóð, en áður mældist
það venjulega um 39 prósent, en
er nú um eitt hundrað.
— Það, sem ef til vill hefur
glatt mig mest, segir hún, — er
bréfið sem ég fékk frá hinum frá-
bæra lækni, sem fyrst og fremst
hugsaði um mig, þegar ég var á
sjúkrahúsinu i Uppsölum. Hann
skrifaði mér og sagðist vera svo
glaðuryfir bata minum... skrifaði
og sagði, að ég mætti koma
hvenær sem ég vildi til eftirlits, ef
mér fyndist ég þarfnast þess.
Hann hvatti mig eindregið til þess
að koma til sjúkrahússins og
heilsa upp á starfsliðið, ef ég ætti
einhvern tima leið hjá. Þetta
hlýjar manni svo sannarlega um
hjartaræturnar! Hann er einhver
albezti maður, sem ég hef kynnzt.
Afstaða fólks til heilsuræktar-
fæðis hefur breytzt mikið á þeim
langa tima, sem liðinn er siðan
Ingrid Bengtsson lagði út i
baráttuna við krabbameinið.
— Þegar ég snéri mér að
náttúrufæðunni og föstunni þótti
mörgum það bæði skýrtið og ó-
eðlilegt. Margir hristu höfuðið
yfir þessu. Fannst þetta allt vera
bjánalegt — I skugga dauðans.
Ég var hrædd
Nú er fólk farið að lita á
náttúrufæðuna með meiri alvöru.
Það er liður I heilsuræktarhug-
sjóninni, sem hefur gengið yfir
Vesturlönd. Fólk hugsar nú orðið
meira og meira um samspil
næringarefnafræðinnar og
sjúkdómanna.
— Auðvitað var ég full óvissu,
þegar ég gerði mina tilraun, segir
Ingrid Bengtsson. Ef til vill var
ég hreint og beint hrædd. Ég var
aðeins venjuleg manneskja —
hvernig gat ég sett mig upp á
móti venjulegum læknisfræðilega
útreiknuðum aðferðum, sem beitt
var við meðferð krabbameins-
sjúklingsins?
Stundum hefur hún fyllzt efa-
samdum eftir að hún læknaðist
Ef til vill var hún aðeins einhver
undantekning. Hún spurði sjálfa
sig þessarar spurningar oft og
mörgum sinnum.
Nú er hún algjörlega hætt að ef-
ast. Hún hefur eignazt miklu
meiri llfsreynslu finnst henni
sjálfri. Á Strandgarden heilsu-
hælinu, þar sem hún fastar, og á
öðrum álika heilsuhælum, hefur
hún séð allt of mikið af margvls-
legum sjúkdómum, sem fólk hef-
ur fengið lækningu við, til þess að
hún geti verið I vafa lengur Fólk
hefur náð heilsunni með þvi að
taka upp breytt mataræði, eins og
það, sem hún heldur sig við núna,
og oftast samfara föstum.
, Þetta hlýtur þvi að vera rétt.
Ég er engin undantekning. Ég hef
hittfyrir hvern gigtarsjúklinginn,
ofnæmissjúklinginn, eksem-
sjúklinginn á fætur öðrum,
sem hefur gripið þetta sem sið-
asta hálmstráið, til bjargar.
Þetta hefur verið fólk, sem hef-
ur grátið af sársauka, og hefur
fundizt að það ætti ekki nokkra
von, þegar það hefur komið. Slð-
an hefur breytingin átt sér stað og
dyrnar að nýrri heilbrigðri
tilveru hafa lokizt upp fyrir þvi.
— Ég get sjálf vitnað um það,
að veikur likami breytist ekki
fyrr en aftur er horfið til þess
upprunalega og lifshrynjandinn
kemur aftur. Fólk verður ekki
heilbrigt af meðulum. Með þvi að
neyta heilsufæðisins fékk ég tvö-
falt llf... er hægt að vera annað en
yfirmáta hamingjusamur eftir
það.
Annars heldur Ingrid Bengts-
son þvi fram, að fólk eigi ekki að
byrja að neyta heilsuræktarfæð-
isins og hefja föstu, þegar
sjúkdómarnir eru farnir að herja
á. Það á að gera það á meðan fólk
er enn fullfrlskt og heilbrigt á all-
an hátt, og nota þetta tvennt til
þess að fyrirbyggja veikindi.
Ingrid Bengtsson hefur aldrei
gert neitt til þess að hafa áhrif á
dætur sinar til þess að þær tylgi I
hennar fótspor varðandi fæðið og
föstuna. Hún er þeirrar skoðunar,
aö hver og einn eigi að ráða sér
sjálfur.... það á ekki að þvinga
fólk til þess, sem það vill ekki af
fúsum og frjálsum vilja gera
sjálft.
Ástæðan fyrir því að hin 24 ára
gamla dóttir hennar fastar nú i
annað sinn (I fyrsta skipti gerði
hún það af forvitni með vinkonu
sinni) er sú að henni finnst hún
svo taugaspenntogvildilosna við
sigarettulöngunina, en hún var
farin að reykja 15 til 25 sigarettur
á dag. Starfi ljósmyndafyrirsæt-
unnar fylgir alltaf mikil spenna
og órói.
— Ég losnaði við spennuna...
en veit ekki hvernig fer með
reykingarnar segir dóttirin.
Ingrid Bengtsson:
— Ég fékk lifið aftur, þrátt
fyrir það að ég hafði verið dauða-
dæmd Ég vil nú segja við aðra,
sem eins er ástatt um, að þeir
mega aldrei gefast upp. Berjist
fyrir þvi að lifa með öllum tiltæk-
um ráðum.
(ÞýttFB)
TÍMINN
9
--------------------------
Á HEIAASINS HÁLA SVELLI
Úlfar Þormóösson:
ÁKÆRAN
Skóknarnefndin gegn
séra Páli 157 bls.
Skuggsjá 1974.
SÓKNARNEFND i þorpi kær-
ir prest sinn fyrir ósæmilegt at-
hæfi. Bréfið er sent biskupi,
biskup kallar prestinn fyrir sig
og setur yfir honum nokkurs
konar rétt, spyr hann spjörun-
um úr um ákæruatriðin i bréfi
sóknarbarna hans, lætur tvo
skrifara skrá það, sem þeim fer
á milli, biskupi og presti, og
kveðst slðan muni leggja málið
fyrir prestastefnu. — Þetta er
meginuppistaðan i bók tJlfars
Þormóðssonar, Ákæran. Mestur
hluti bókarinnar fer i yfir-
heyrslur biskupsins yfir sóknar-
prestinum.
En hvað er það þá, sem séra
Páli Tryggvasyni er borið á
brýn? Það er ærið margt, en
fernt ber þó einna hæst: kosn-
ingasvik, drykkjuskapur, fram-
hjáhald og rökstuddur grunur
um að hann hafi haft eiturlyf
undir höndum og neytt þeirra.
Fleira kemur til, og eru sumt af
þvi að visu ekki neinar smá-
syndir, en fer þó nokkuð eftir
þvi, hvernig á er litið. Þannig er
til dæmis um ákæruna um guð-
last. Gildi hennar fer I fyrsta
lagi eftir þvl, hvað menn kalla
guðlast, yfirleitt, svo og,
hvernig menn skilja þau orð,
sem þeir heyra sögð af pré-
dikunarstóli eða annars staðar.
Nú, og hvort maður, sem fær
lánaðar bækur hjá náunga sln-
um og gleymir að skila þeim, er
beinlinis þjófur, — það kynni
lika að vera álitamál. En að
visu er trassaskapur á svo háu
stigi slæmur galli.
Eins o ’ lesendur geta séö af
framansógðu, þá er efnið i þess-
ari bók Úlfars Þormóðssonar
ekki á neinn hátt frumlegt. Bæði
bókmenntirnar og lifið sjálft
kunna likar sögur að segja. í
sögunni Ofurefli eftir Einar H.
Kvaran er dómkirkjusöfnuði i
Reykjavik látið takast að hrekja
frá sér ungan og efnilegan prest
(sjálfan dómkirkjuprestinn i
Reykjavik), aðeins vegna
ómerkilegs slúðurs og grun-
semda um óskirlifi, sem
presturinn átti að hafa framið.
Var þó sá grunur ósannaður óg
reyndar ósannanlegur, enda
bendir ekkert annað I sögunni til
þess að hann hafi haft við nein
rök að styðjast.
Likt er þessu farið með lifið
sjálft. Veruleikinn er ekki alltaf
neitt betri en efnið i bók úlfars
Þormóðssonar. Allir vita, að
margir prestar, sýslumenn og
aðrir fyrirmenn fyrri tíðar voru
harla ölkærir, þótt verkefni
þeirraætti að veraað gæta laga
og velsæmis. Og enn eiga flestar
eða allar stéttir sina óreglu-
menn, (blaðamenn og rit-
höfundar ekki undan skildir!).
Úfar Þormóðsson uppfyllir þá
sanngirniskröfu lesandans að
skýra, hvers vegna séra Páll
hrekst út á það svell, þar sem
honum reynist um megn að fóta
sig. Sú skilgreining er svo
merkileg, að sjálfsagt þykir að
tiunda hana hér.
Þegar ógæfan dynur yfir, er
séra Páll kvæntur maöur, og
kona hans, Signý að nafni, er
sannarlega ekki af verri endan-
um. Hún er glæsileg útlits, há og
tiguleg, en auk þess ágæt hús-
móðir. „Signý var mér ákaflega
góð kona. Hún hugsaði vel um
mig og heimilið, svo vel, að
hvorki að mér né heimilinu
hefði verið hægt að finna útlits-
lega. Hún var mikil húsmóðir,
góð matargerðarkona, þrifin og
tiltektarsöm.” (Bls. 12). En
enginn er alfullkominn, og
Signý ekki heldur. Hún er haldin
kyndeyfð á svo háu stigi, að
samlifið við bónda hennar veitir
henni aldrei neina gleöi, hvað þá
fullnægingu. Og má þá fara
nærri um hamingju hans sjálfs.
Ekki veit ég, hvort höfundur-
inn færir fram þessa ástæðu fyr-
ir óhamingjunni af stráksskap
eða innsæi, en hvort sem heldur
er, þá tekst honum þarna að
hitta naglann á höfuðið. Það er
fornt mál, að hjónaband, sem er
verulega gott að næturlagi, sé
mjög sjaldan slæmt að degin-
um. En hins vegar er ekki mikill
vandi að gizka á, hvernig fara
muni, þegar öðrum aðilanum
finnst hann alltaf vera að valda
hinum óþægindum á þeim
stundum, sem þeim báðum ættu
að vera einna dýrmætastar. Og
var þá nema von að séra Páli
skrikaði fótur, þegar freistingin
kom beina leið upp i fangið á
honum i líki konu, sem kunni að
elska?
Það er þannig ekki hægt að
segja, að efni þessarar bókar sé
verra eða ljótara en margt ann-
að, sem fyrir augu og eyru ber i
lifinu sjálfu. Hitt er annað mál,
hvort höfundinum hefur tekizt
að skapa listaverk úr þessum
■efniviði. Úlfar Þormóðsson er
blaöamaður og kann þann stil,
sem þar er iðkaður. Þó væri
ranglátt að segja, að þessi bók
sé skrifuð I blaðamennskustil.
Still hennar minnir á annál
fremur en sögu, og ljóðrænn er
hann ekki. I heild finnst mér
bókin ekki nærri nógu vel unnin,
efnið er blóðhrátt og bert, þvi
hefði þurft að skýla með skjól-
flikum listar, svo að það stæöist
betur kuldagjóst veraldarinnar.
Samt eru góðar setningar innan
um og saman við. Ég tilfæri hér
eina: „öll orð hafa verið sögð,
en þó er eftir að segja þau öll þvi
hugur vor fyllist aldrei af
merkingu þeirra.” (Bls. 122).
Vlst er þetta ekki ný speki, og
þessu likt hefur maður áöur
heyrt, en vel fer á þvi, þar sem
það er i bók Úlfars.
Sér Páll Tryggvason lýkur við
að skrifa minningar sinar (þvi
að sjálfur er hann sögumaður-
inn), áður en að hann hefur
fengið að vita hvort hann verður
dæmdur frá kjóli og kalli eða
ekki. Honum hefur að visu bor-
izt bréf frá biskupsstofu „i gær-
morgun,” en hann hefur enn
ekki haft kjark i sér til þess að
opna það. Hann getur að visu al-
veg eins búizt við að presta-
stefnan hafi dæmt af honum
hempuna, en málinu þarf ekki
að vera lokið fyrir þvi, þvi að
hann á þó alltaf þann möguleika
eftir að áfrýja til kirkjumála-
ráðuneytis eða kirkjumálaráð-
herra sjálfs, og að mörgu leyti
stendur hann vel að vigi, þvi að
þær sakir, sem á hann eru born-
ar, eru margra ára gamlar.
Hann hefur um langt árabil ver-
ið heiðarlegur og reglusamur
maður, sem starfar I bindindis-
hreyfingu af þvi að hann þekkir
bölið af eigin raun og veit
hvernig það er. (Það er satt að
segja undarlegt, enda óútskýrt i
bókinni, hvers vegna I ósköpun-
um sóknarbörnin taka upp á þvi
að kæra hann fyrir gamlar yfir-
sjónir, einmitt eftir að hann hef-
ur tekið sig á).
Það er ýmislegt llkt með séra
Páli og bókinni um hann. Þau
hafa bæði umtalsverða kosti, en
lika verulega ókosti. Af bókinni
veröur ekkert um það sagt,
hvort höfundur hennar er skáld
eða efni I skáld. Og um hugsan-
legt langlifi Akærunnar gildir
hið fornkveðna, að fæst orð hafa
minnsta ábyrgð. Þegar við höf-
um lokað bókinni, virðist okkur,
sem framtið hennar sé næsta
óviss, rétt eins og framtið séra
Páls, þegar hann leggur frá sér
pennann og hættir að skrá
endurminningar sinar.
—VS.
FYRSTI SAMINN, SEM FÆR
HEIÐURSLAUN NORSKA
MENNINGA RRÁÐSINS
í FYRSTA SKIPTI i sögu norska
menningarráðsins hefur Sami
hlotið æðstu heiðurslaun, er það
veitir. Maðurinn, sem heiðurs-
launin hlaut, heitir Hans Jónas
Henriksen. Þetta þykja allmikil
tiðindi, þar sem Samar hafa löng-
um verið vanræktur minnihluta-
hópur á Norðurlöndum og stöðugt
verið að þeim þrengt.
Hans Jónas Henriksen var upp-
haflega fiskimaður, veiðimaður
og vinnumaður hjá norskum
bændum, og hann var kominn á
fullorðinsaldur, er hann lærði
norsku til hlitar. í framhaldi af
þvl lagði hann sig mjög eftir mál-
vísindum, og fékkst jafnhliða við
félagsmál og skipulagsstörf.
Þetta leiddi til þess, að hann varð
samstarfsmaður Konráðs Niel-
sens prófessors, er þá var að
semja stóra orðabók á Samamáli.
A þessu skeiði var hann fimmtán
ár næturvörður i fangelsi I Osló,
en helgaði dagana málvisindum
og þjóðfræðum. Þá hvildi á hon-
um undirbúningsvinna vegna
margra verka, sem mörkuðu
tlmamót, án þess að nafn hans
væri svo mikið sem nefnt á titil-
siðum þeirra. Hann var þá bara
hinn nafnlausi Sami, sem lær-
dómsmennirnir gátu ekki komizt
hjá að nota sér til framdráttar.
Síðan hefur margt gerzt. Hans
Jónas Henriksen hefur þýtt ljóð á
Samamál, endurskoðað sálma-
bók Sama, samið sögur og rit-
gerðir, verið fréttaritari i Stór-
þinginu og samið frumvörp. Þýð-
ingar hans og bókmenntaverk
hafa mjög stuðlað að þvl að gera
mál Sama að þjálu bókmennta-
máli.
Ekki hvað sízt hefur hann átt
mikinn þáttl að auka reisn Sama-
menningar, bæði meðal Sama i
Noregi og annars staðar innan
norrænna landamæra. Hann var
sjálfur meðal stofnenda norður-
norska menningarráðsins. Hann
hefur verið framkvæmdastjóri
Samaráðsins á Finnmörku og
norska Samaráðsins, fyrsti rit-
stjóri Samablaðs og ráðunautur i
samfélagsmálum.
Hann leit málefni Sama öðrum
augum en þeir höfðu áður gert, er
til forystu höfðu valizt. Framan
af árum stóð um hann mikill styr,
og honum var borið á brýn, að
hann spillti friðsamlegri sam-
vinnu. En smám saman jókst
honum fylgi, unz hann bar sigur
úr býtum, virtur og viður-
kenndur.
Björn Aarseth, varaformaður norska menningarráösins, og ásamt honum Edei Hætta Eriksen og
verðlaunahafinn, Hans J. Henriksen.