Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 9. janúar 1975. TÍMINN 13 Svar lögreglustjóra: Stöðumælarnir á Grettísgötu LÖGREGLUSTJÓRINN i Reykjavik hefur svarað bréfi Guðlaugar Sveinbjarnardóttur, sem ákvað á dögunum að láta sverfa til stáls i deilum þeim er orðið hafa út af stöðumælunum á Grettisgötu. Lögreglustjóri segir, að stöðu- mælavörðurinn á Grettisgötu starfi á ábyrgð Reykjavikurborg- ar, en stöðumælaverðir hafi bæki- stöð i lögreglustöðvum, og skuli aukaleigugjald til stöðumæla- stjóðs greiðast i skrifstofu lög- reglustjóra, þótt greiðslan renni til Reykjavikurborgar. Auka- leigugjald vegna brota á reglum um notkun stöðumæla hafi verið ákveðið samkvæmt ákvæði i um- ferðarlögum, en auglýsing um hækkun þessa gjalds i fyrravetur, hafi birzt I Lögbirtingablaðinu, og hafi þá ekki verið i gildi lög, sem bönnuðu slika hækkun. Lögreglustjóri vitnar siðan til ýmissa lagaákvæða til skýringar á þeirri meðferð, er mál Guð- laugar hefur fengið hjá lögreglu- stjóraembættinu. Er búið að leggja Flateyrarlæknis- hérað niður? FB-Reykjavik. — Frá þvi var skýrt i útvarpsfréttum á miðviku- dag, og haft eftir iandlækni, að öll iæknishéruð i landinu væru nú skipuð. Er Flateyringar heyröu þessa frétt brá þeim heldur en ekki i brún, þvi þeir vissu ekki til þess, að búið væri að leggja niður Flateyrarlæknishérað. Þar er nú enginn læknir, en hins vegar gegnir Þingeyrarlæknir héraöinu. Á Flateyri er ágætis læknis- bústaður, heilsugæzlustöð og tvær færar hjúkrunarkonur, og ætti að vera eftirsóknarvert fyrir lækni að koma til staöar, þar sem aðstaðan er jafngóð og þar, aö áliti Flateyringa. Þingeyrarlæknir hefur eins og fyrr segir gegnt héraðinu, og er sizt að lasta hans störf. Að vetrar- lagi er þó siöur en svo greiðfært milli þessara tveggja staöa, og hefur varðskip oft orðiö að flytja lækninn á milli. Gerist slikt ekki alltaf á stundinni, og getur þvi liðið nokkur timi þar til læknir fæst I annað hvort héraöið, komi eitthvaö óvænt fyrir og hann er þar ekki staddur. Skuttogararnir tveir eru móttarstólpar atvinnulífsins BH-Reykjavlk. — Atvinnuástand á Siglufirði er mjög gott, aö þvi er Bjarni Þór Jónsson bæjarstjóri tjáði okkur. Þar hafa risið upp á siðustu árum þróttmikil atvinnu- fyrirtæki, sem hafa gjörbreytt at- vinnulifinu, og ber þar sérstak- lega aö nefna útgeröarfyrirtækið Þormóð ramma, sem markað hefur algjör þáttaskil i sögu bæjarins. Sagði Bjarni Þór okkur, að at- vinnuleysið væri meö öllu úr sög- unni á Siglufiröi, miklar fram- kvæmdir væru á döfinni, og mætti auk annars nefna mikið og fullkomið fiskiðjuver á vegum út- gerðarfyrirtækisins Þormóðs ramma. Otgerðarfyrirtækið gerir út tvo togara, Stálvik og Sigluvik, og enda þótt segja megi, að rekstrarafkoma þeirra sé nokkuð erfið, eru þeir engu að siður máttarstólpar atvinnulifsins og hafa stóraukið atvinnuöryggið. Benti Bjarni Þór okkur á, aö enginn kaupstaður á landinu hefði á jafnáþreifanlegan hátt og Siglu- fjörður fengið að kenna á þvi, hversu sveiflukennt atvinnulifið getur verið, og þvi væru skut- togararnir öllum bæjarbúum fagnaöarefni, sem menn geröu sér ljóst, að yröi að standa vel að. Fornt lyf og nútímatækni — til lækningar á psoriasis-útbrotum Þegar jólaleyfi hófust I barnaskólum, efndi Umferðarnefnd og lögreglan i Reykjavik og lögreglan I Hafnarfirði og Kjósarsýslu, til getraunar fyrir skólabörn, sem nefndist ,,í jólaumferðinni”. Var get- raunaseðlum dreift til skólabarna á aldrinum 7-12 ára. Sendir voru út um 14000 getraunaseðlar. 1 Reykjavik voru vinningar 150 bækur. t Hafnarfirði og Kjósarsýslu voru vinningar 100 bækur. t Reykja- vik var dregið úr réttum lausnum á miðnætti á Þorláksmessu og gerðu það skólastjórarnir Jón Árnason og Kristján Sigtryggsson að viðstöddum lögreglustjóranum i Reykjavik Sigurjóni Sigurðssyni. A aðfangadag heimsóttu einkennisklæddir lögreglumenn börnin, sem hlotiö höfðu vinning og afhentu þeim bækurnar. nordÍíIende sjónvarpstækin eru með SMÁRUM Það er þess vegna sem þau endast BETUR en þau tæki sem eru með lömpum Normende sjónvarpstæki eru fyrirliggjandi í stærðunum 12" 14" 17" 20" og 24" — Einnig lit-sjónvarpstæki 26" — Hagstætt verð og greiðsluskilmólar LÆKNAR I rikisspitalanum I Boston tilkynntu i siðustu viku, að þeir og austurriskir samstarfs- menn þeirra hefðu samhæft fornt lyf nútímatækni, og teldu að með þessu væri loks I sjónmáli raun- veruleg lækning á psoriasis, sem veldur fjölda fólks i öllum löndum miklum þjáningum. Er sagt, að þetta lyf gæti ekki aðeins eytt psoriasis-útbrotum, heidur haldið sjúkdómnum varanlega niðri. — Fréttatilkynningu um þetta hefur stjórn samtaka islenzkra sjúklinga, sem haldnir eru þessum kvilla, sent blaðinu. Forn-Egyptar og Indverjar beittu þeirri aðferð gegn sumum húðsjúkdómum, að þeir létu sjúklingana neyta dufts úr jurt, sem óx i löndum þeirra, og fara siöan I sólbað. Það er þessi aðferð, sem húðsjúkdómalæknar i Boston og Vin hafa endurnýjað. Hin nýja læknismeðferð er fólgin I notkun lyfs, sem nefnt er methoxsalem og pressað er úr egypzkri jurt, hinni sömu og notuð var I fornöld, og óvenjulega sterkri geislun með útfjólubláu ljósi. Læknarnir láta sjúklinga fyrst taka inn methoxsalem-töflur, en siöan eru þeir látnir I klefa á. stærö við simaklefa, en veggir hans eru þaktir sérstökum út- fjólubláum geislapipum, fjörutiu og átta að tölu. Þarna inni dvelst sjúklingurinn i átta til þrjátiu minútur. Þar sem þessi lækningaaðferð krefst bæði nákvæmni og sérstaks tækjabúnaöar, er ekki búizt við þvi að henni verði unnt að beita að ráði fyrr en að ári liðnu. En þær vonir, sem eru tengdar þessari aðferð, eru byggöar á þvi, að fimmtlu sjúklingar I Boston og þrjátiu og fimm i Vin losnuðu viö sjúkdómseinkenni eftir aö hafa veriðmeöhöndlaðir á þennan hátt i tólf skipti. nordíHende full af tækninýiungum Skipholti 19 — Sími 23-800

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.