Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 5
) Fimmtudagur 9. janúar 1975. riVIINN FUNDUR FISKVEIÐINEFNDAR í BJÖRGVIN Á MÁNUDAGINNN NTB-Osló. — Fiskveiði- fundar i Björgvin á nefndin, sem kennd er mánudaginn, og verður við Norðaustur-Atlants- þar leitað torsóttra haf, kemur saman til samninga um skiptingu þeirra átta hundruð þúsund lesta af þorski, sem Norðmenn og Sovétmenn hafa orðið Hafnar svartolían öll í sjónum að lokum? BG—Neskaupstað. — Hreinsun eftir snjóflóðin gengur vel, ef frá er talin hreinsunin á svartoiiunni. (Jr rústum slldarverksmiðjunnar er lokið við að fjarlægja allt mjöl, og háfa náðst um 350 tonn af litið skemmdu mjöli. Þá er stöðugt unnið við að grafa upp úr snjón- um verksmiðjuhúsið sjáift. A ytra snjóflóðasvæðinu er unn- ið við að fjarlægja brak úr fjör- unni, og einnig er verið að fjar- lægia brak úr Mánahúsinu. Litið raunhæft hefur verið unnið við hreinsun á svartoliunni. Flot- girðingin, sem flutt var hingað austur með miklum hávaða, hef- ur ekkert gagn gert. Ekki hefur náðst einn einasti litri af oliu úr henni, og liggur hún nú öll rifin i oliubrákinni i sjónum. Um siðustu helgi var farið að moka snjónum sem olian hafði lent i á bila. Þeim snjó, sem allra mest er af oliu i er mokað i tank, og er hugmyndin að reyna siðar að hita tankinn upp og ná þannig oliunni úr. Þeim snjó, sem taliö er að minna sé af oliu i, er aftur á móti ekið i sjóinn. Oliubrák er nú út um allan fjörð, og fyrir framan verksmiðjuhúsið er sjórinn svart- ur af oliu. Fuglar eru einnig atað- ir i oliu, og án efa er mikið um fugladauða, en hins vegar hefur veður verið þannig, að það fennir yfir hræin jafnóðum, og þess vegna sjást ekki eins glögglega merki um oliudauðann meðal fuglanna. Staðreyndin mun vera sú, að meiri hluti þeirrar svartoliu, sem var i tankinum, sem lenti i snjó- flóðinu, mun að lokum hafna i sjónum. Virðist þeim mönnum, sem hafa með þessi mál að gera, að auðveldasta lausn málanna sé, — að lengi taki sjórinn við. Stanzlaust er unnið að þvi að byggja upp og lagfæra það, sem eyöilagðist i snjóflóðinu. 1 frysti- húsinu er unnið alla daga við aö byggja upp, og eru þar margir menn við störf, bæöi iðnaðar- menn og Fundur um olíumengunina d Neskaupstað: AAeiri olía á landi en talið var? t GÆR var haldinn fundur i Nes- kaupstaö til þess að ræða með hverjum hætti helzt verði komiö I veg fyrir skaöa af oliumengun þar. Fundinn sátu Hjálmar R. Báröarson og Stefán Bjarnason frá Siglingamálstofnun rlkisins, Svan Friðgeirsson frá Ollu- verzlun íslands og Björn Bjarna- son, Böðvar Bragason, Hjörleifur Guttormsson, Logi Kristjánsson, Ólafur Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson frá Neskaupsstað. Margt bendir til þess, að meiri olia sé á landi en talið var fyrst I stað, og er hún dreifð um allstórt svæði, en vitanlega blönduð snjó og Is. Alitið er, að þegar hlánar, muni olian dreifast enn meira, og er þá hætt við að hún leiti til sjávar. Þeir tveir geymar Sidar- vinnslunnar, sem heilir eru, hafa verið notaðir til þess að hreinsa snjóinn og er það þannig gert, að oliumengaður snjór er látinn i annan geyminn, og snjór og olia skiliö að með upphitun. Siðan hefur ollunni verið dælt i hinn geyminn. Akveðið hefur verið að flytja oliumengaðan snjó i smábátakvi sem er inn af nýju höfninni. Kvinni verður lokað með marg- faldri flotgirðinginu og sett niöur stauragirðing utan við hana til enn frekara öryggis. Táifð er aí þannig verði hægt ao naui" sjávarmengun i lágmarki. Væntanlega verða fengnar sér- stakar skúffur frá Vestmanna- eyjum til þess að setja á vörubílana sem flytja munu snjó- inn, til þess að hann dreifist ekki um götur á leiðinni. Þá munu verða flutt austur tæki frá Siglingamálastofnuninni og Vita og hafnamálaskrifstofunni. Starfsmenn Oliuverzlunar Islands munu stjórna verkinu. Loks minnti fundurinn á þá mengun, sem menn og farartæki valda, og skora á menn að gæta ýtrasta hreinlætis og forðast óþarfa umferð um svæðið. Loðnutorfur austur af Langanesi FB—Reykjavik — Leitarskipiö Arni Friðriksson er komiö á miö- in austur af landinu, og loönuleit er hafin þar. Jakob Jakobsson fiskifræöingur er um borö I Arna, og náði Timinn sambandi viö hann um sjöleytið i gærkvöidi. Jakob sagði þá, aö vart heföi orö- iö við loönu sólarhringinn næstan á undan. — Við höfum orðið varir við strjálar torfur á stóru svæði norö- austur og austur af Langanesi, sagði Jakob. Þetta er dálitið langt frá landi ennþá, en sennilega eru þær á göngu suður með Aust- fjörðum. Aðfaranótt miðviku- dagsins voru þarna allgóöar torf- ur á misjöfnu dýpi, en ein og ein torfa dálitið ofarlega, og hefði jafnvel verið hægt að kasta á þær sumar. — Veður hefur verið ágætt, sagði Jakob, en hann bjóst þó við, að veður yrði vont aðfaranótt fimmtudagsins, þar sem mikið var fariö að hvessa I gærkvöldi. Arni Friðriksson var staddur um 70 milur austur af Langanesi, þegar við ræddum við Jakob, og sagði hann, að ætlunin væri að fylgjast með þessu næstu daga, eftir þvi sem veður og aörar aðstæður leyfðu. verkamenn. Starfið Frh. á bls. 15 ásáttir um, að óhætt sé að veiða. Norski fiski- málastjórinn, Knut Vardal, býst við, að Bretar og fleiri fiskveiðiþjóðir geti einnig fallizt á heildar- veiðimagnið. Fram til ársins 1974 veiddu Norðmenn, Sovétmenn og Bretar að minnsta kosti 95% alls þorsk- afla á þessum slóðum, en siðustu misseri hafa Frakkar, Portúgalar, Spánverjar og Vestur-Þjóðverjar aukið mjög veiðar sinar, og mun afli þeirra árið 1974 hafa numið yfir tvö hundruð þúsund lestum saman- lagt. Engin þessara þjóða veiddi yfir tiu þúsund lestir i Norö- austur-Atlantshafi fram til ársins 1973, og Portúgalar og Spán- verjar höfðu yfirleitt ekki komið á þessar slóðir fyrr en i fyrra. Sovétmenn hafa fallizt á þá friðun hafsvæða, sem Noregs- stjórn hefur hugsað sér, en öðru máli gegnir um forráðamenn Vestur-Evrópuþjóða — Breta, Vestur-Þjóðverja og Frakka, er komið hafa með margar mót- bárur. TILKYNNING UM INNLAUSN VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FRÁ 1964 OG VÆNTANLEGAN NÝJAN FLOKK SPARISKÍRTEINA Lokagjalddagi verðtryggðra spari- skírteina ríkissjóðs 1964 er hinn 10. þ.m. Frá þeim degi bera þau hvorki vexti né bæta við sig verðbótum. Fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, hefur á grundvelli laga nr. 59 frá 20. október 1964, sbr. lög nr. 23 frá 4. maí 1965, svo og f járlaga fyrir 1975, ákveð- ið að gefa út nýjan flokk spariskír- teina í 1. fl. spariskírteina fyrir árið 1975 og er reiknað með að flokkurinn verði tilbúinn um miðjan febrúarmán- uðen hann verður formlega tilkynntur ekki seinna en 10. febrúar n.k. Er athygli handhafa spariskírteina frá 1964 vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á hinum nýju skírtein- um með andvirði skírteinanna frá 1964. Handhöfum spariskírteina frá 1964, sem vilja skipta þannig á skírteinum sínum, er bent á að af henda þau f rá og með 10. janúar n.k. til Seðlabankans, Hafnarstræti 10, Reykjavík, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og staðfestir rétttil að fá ný skírteini, þegar þau eru tilbúin, fyrir innlausn- arandvirði hinna eldri skírteina. Bankar og sparisjóðir úti á landi geta haft milligöngu um þessi skipti en til bráðabirgða eru sett þau mörk, að Seðlabankanum verða að berast hin eldri skírteini fyrir 10. febrúar n.k. ásamt beiðni um skiptin. Aðrir kaupendur hinna nýju skír-’ teina geta látið skrifa sig fyrir þeim hjá venjulegum umboðsaðilum og Seðlabankanum á tímabilinu frá 10. janúar til 10. febrúar n.k., gegn inn- borgun á kaupverði þeirra. Er f yrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr væntanlegri útboðsf járhæð. Hin nýju spariskírteini verða að verðgildi 5, 10 og 50 þúsund krónur. Kjör þeirra verða þau sömu og voru í skírteinum, er ríkissjóður gaf út á s.l. ári, nema að meðaltalsvextir lækka um sem næst 1% á ári í um 4% árs- vexti. Þau verða skatt- og framtals- frjáls á sama hátt og verið hefur í undanförnum útgáfum, útgefin lengst til 18 ára og bundin til 5 ára f rá útgáf u. Þau bera vexti frá 10. janúar 1975. Bréf in verða með f ullri verðtryggingu miðað við hækkun byggingarvísitölu frá vísitölu þeirri, er tekur gildi 1. mars n.k. Reykjavík, 8. janúar 1975. SEÐLABANKI ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.