Tíminn - 09.01.1975, Blaðsíða 4
4
TÍMINN
Fimmtudagur 9. janúar 1975.
Vinirnir skildir
að skiptum
Meðan á upptöku sjónvarps-
þáttanna um Vesturfarana stóð
tókst jafngóð vinátta með þeim
Eddie Axberg og Pierre Lind-
stedt og er með þeim Robert og
Arvid á sjónvarpsskerminum.
En ntl er slitnað upp úr þeirri
vináttu, og þeir hafa ekki sézt
siðan kvikmyndatökunni lauk.
Nú er Eddie Axberg hljóðtækni-
maður hjá Svensk Filmindustri
og hefur lagt allan leikaraskap
á hilluna, en Pierre Lindstedt,
þ.e. sá sem leikur feita durginn,
fer á kostum i hlutverki Jeppa á
Fjalli, sem Rikisleikhúsið sýnir
viðsvegar um Sviþjóð um þess-
ar mundir.
Eddie segir, að leikara-
skapur eigi ekki við sig, en þó
hafi sér þótt skemmtilegt að
fara með hlutverkið i Vesturför-
unum. Hann lék sem barn i
kvikmyndum, en kærir sig
ekkert um að halda áfram i
þeirri starfsgrein. Hann hefur
ávallt haft áhuga á tækni og er
nú hljóðupptökumaður I kvik-
myndaveri og segist aldrei hafa
séð eftir að hafa valið þá at-
vinnu, enda sé það miklu
skemmtilegra en að sprella
frammi fyrir kvikmyndavélun-
um. Eddie er 26 ára gamall,
kvæntur og á tvö börn. Konan
hanskærir sig heldur ekkert um
að hann haldi áfram á leikara-
brautinni. Hún er sannfærð um
að þvi fylgi kvenhylli eigin-
mannsins og losarabragur á
hjónabandinu. Pierre er aftur á
móti fæddur leikari og vill helzt
ekkert annað starfa. Þeir urðu
mjög góðir vinir f einkalifinu,
þegar verið var aö kvikmynda
Vesturfarana, og máttu varla
hvor af öðrum sjá, milli þess
sem upptökur fóru fram. Sér-
staklega tengdust þeir sterkum
vináttuböndum i þær sex vikur,
sem kvikmyndafólkið dvaldi i
Bandarikjunum. En
einkavinátta þeirra var meö
öðrum blæ en vinátta þeirra i
hlutverkum Roberts og Arvids.
I kvikmyndinni er það Róbert,
sem hefur allt frumkvæði og
stjórnar Arvid, en þvi er öfugt
farið hjá þeim Eddie og Pierré.
Síöan þeir skildu að skiptum
hafa þeir stundum ætlað að hitt-
ast og endurnýja vinskapinn, en
þegar til kastanna kemur, er
einsog hvorugur þeirra kæri sig
um það. Pierre er 31 árs gamall,
kvæntur og á fjögur börn. Hann
ákvað snemma að gerast leik-
ari,en átti erfitt með aö fá
hlutverk, þar til hann „sló I
gegn” f Vesturförunum. Milli
strjálla og litilla hlutverka
starfaði hann sem bilstjóri,
vinnumaður og byggingaverka-
maður til að sjá sér og
fjölskyldu sinni farborða. Nú er
hann fastráðinn hjá Rikisleik-
húsinu og leikur Jeppa á Fjalli,
eins og fyrr er sagt. Á myndinni
þar sem hann er með hárkoll-
una og nýtur lystisemda llfsins,
er hann i þvi hlutverki. A hinum
myndunum er Eddie við klippi-
boröið og meö börnum sinum.
Enn hvað það er slæmt loft hérna
inni. Hvernig geturðu sofið hér?
DENNI
DÆMALAUSI
„Þetta er biti af brúðkaupstert-
unni minni. ,,Nú veit ég hvers
vegna þú hefur ekki klárað hana
alla.