Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16, janúar 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsingp- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusími 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Undir fannafeldi Við höfum búið við mikinn veðraham undan- farnar vikur og orðið að horfast i augu við dapur- legar afleiðingar þess, auk þeirra óþæginda, trufl- ana á daglegu lifi og kostnaðarauka, er snjóalög og óveður hafa haft i för með sér fyrir fólk i mörgum landshlutum. Og enn er veturinn ekki nema rétt hálfnaður. Fari þessu liku fram, getur þessa vetr- ar siðar orðið minnzt sem snjóavetrarins mikla. Land okkar er þar á hnettinum, sem á ýmsu getur oltið um veðurfarið. Þvi verðum við að taka, rétt eins og við njótum kosta þess, og fáum þar engu um þokað, hvort norðanbálið hylur allt þykk- um fannafeldi eða suðrið sæla andar vindum hlýj- um. 1 okkar valdi stendur aftur á móti að læra af sambúðinni við hina striðu þætti náttúrufarsins að búa sem heppilegast um okkur og láta ekki blekkj- ast af þvi, þótt langir kaflar komi, er heita má ár- sæld, sem litið bregður út af. Við, sem hreiðrum um okkur við hitaveituofna i þéttbýli, eigum kannski ekki auðvelt með að gera okkur i hugarlund, hvaða erfiðleikar steðja i hinu versta tiðarfari að þeim, er öðrum skilyrðum verða að lúta. Við vitum að visu, að það er kaf- ófærð, svo að fólk kemst jafnvel ekki út úr hibýlum sinum nema um glugga, heyrum að ófært sé að kalla milli húsa i þorpum og bæjum og vegir allir að sjálfsögðu lokaðir nema friður fáist til þess að ryðja þá með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Okkur er kunnugt um rafmagnsskort og rafmagnsbilan- ir, sem sifellt þjaka Norðlendinga og Austfirðinga, við fréttum af simabilunum og sambandsleysi i öllum áttum, og við vitum, að sjónvarps og út- varps nýtur ekki norðan lands og austan nema með höppum og glöppum, þótt rafmagn hafi ekki brugðizt. En við gerum okkur trúlega aðeins tak- markaða grein fyrir þvi, hvað það er i reynd, að eiga við þetta að búa. Við sumum þessara annmarka, sem veðurlagið hefur i för með sér, verður seint spornað. Eigi að siður er það sá lærdómur, sem við verðum að draga af áföllum af þessu tagi, að gera þau mann- virki, sem eru meginstoðir tæknivædds þjóðfélags, svo traustlega úr garði, að þau þoli það álag, er gera má ráð fyrir, að geti mest orðið. Atburðimir i vetur bera okkur lika vitni um það, að stór orkuver eru ekki einhlit, heldur þarf einnig smærri stöðv- ar, dreifðar um landshlutana, til þess að bjarga málum við, þegar meginlinur rofna. Loks höfum við fengið hörkulega áminningu um það, að mjög mikla gát er skylt að viðhafa, þegar byggð og verkstöðvum er ákvarðað vaxtarrými, á þeim stöðum landsins, þar sem snjóflóðahætta er, og er það jafnvel ekki einhlitt, þótt aldrei hafi til válegra tiðinda dregið um langan aldur, ef staðhættir geta hugsanlega verið viðsjárverðir, hvað þá þar sem dæmin hafa áður sannað, að ekki er allt öruggt. Vitaskuld verður þvi, sem má betur gera og traustlegar um búa, ekki kippt i lag i einni svipan, En vitneskju um það, hvað til bóta stendur, má safna og hagnýta eftir föngum. Þannig þreifum við okkur áfram til meira öryggis og betra lifs, jafnvel þótt þeir vetur komi, að ofan gefi snjó á snjó lang- timum saman. En svo mun að sjálfsögðu verða annað veifið, likt og verið hefur frá upphafi íslands byggðar. Charles W. Yost, The Christian Science Monitor: Aðildarþjóðir SÞ verða að gæta hófs og sótta Snauðir og fjáðir verða að ástunda samstöðu en ekki hefnigirni 1 BYRJUN desember var deilt á allsherjarþinginu um ^ „hlutverk Sameinuöu þjóö- anna.” Langvinn gremja full- trúa iönþróuðu rikjanna brauzt þá út i hverjum reiði- lestrinum á fætur öðrum. Fulltrúar Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands, Vestur-Þýzkalands, ttaliu, Danmerkur, Svíþjóðar og Belgiu fordæmdu allir ,,of- beldi meirihlutans”, sem þeir nefndu svo. Þeir vöruðu við þvi, að ef meirihlutinn héldi uppteknum hætti að troða á minnihlutanum með gnægt- imar, kynni svo að fara, að al- menningsálitið I þróuðu rikj- unum yrði svo andvigt sam- tökunum, að aðstoðar þaðan yrði ekki framan að vænta. Kurrs af þessum toga hefir þegar orðið vart i fulltrúadeild Bandarikjaþings. Flestar framkvæmdir Sameinuðu þjóðanna velta á framlögum iðnþróuðu og auðugu rikjanna. TVÆR samþykktir meirihlut- ans á þessu allsherjarþingi voru höfuðtilefni óánægju- raddanna, sem lýst er hér á undan. Onnur samþykktin snerist um Palestinu, hin um Suður-Afriku. Ekki var látið nægja að leyfa leiðtoga Frelsishreyf- ingar Palestinuaraba að á- varpa allsherjárþingið, en það hefir enginn einstaklingur fengiö að gera annar en páf- inn, nema þá sem fulltrúi aðildarrikis. En leiðtoga Frelsishreyfingarinnar var gert jafnhátt undir höfði og þjóðarleiðtoga. ísrael varö ennfremur fyrir allmiklu að- kasti I umræðunum, sem spunnust út af ræðu leiðtog- ans, en fulltrúa ísraels var ekki leyft að tala eins oft og hann fór fram á. (UNESCO á að vera ópólitisk stofnun, en mismunaði Israelsmönnum greinilega eigi að siður, og það var ef til vill enn óafsakan- legra.) Tillaga um að vikja Suður- Afriku úr samtökunum með löglegum hætti strandaði á at- kvæðum Bandarikjamanna, Breta og Frakka i öryggisráð- inu. Fulltrúa Suður-Afriku var eigi að siður bönnuð sefa á allsherjarþinginu með vafa- sömum aðferðum. EN reiðilegstur fulltrúa þró- uðu þjóðanna I byrjun desem- ber var einnig afleiðing upp- safnaðrar gremju út af öðrum málum. Fulltrúar vanþróuðu rikjanna hafa að undanförnu sýnt nokkra hneigð til að knýja fram um alþjóðleg efna- hagsmál ýmsar samþykktir, sem sýna þróuðu þjóðunum verulega áreitni, enda þótt samvinna þeirra þurfi óhjá- kvæmilega að koma til, ef af framkvæmdum á að verða. Allt virðist þetta sýna ýtni og ábyrgðarleysi, fljótt á litið. En eigi að sýna meirihluta vanþróuöu rikjanna fulla sanngirni, verður að vega málin og meta i viðara sam- hengi. I FYRSTA lagi verður að viðurkenna, að allsherjar- þingiö er ekki löggjafastofnun. Þegar frá eru talin þingsköp og fjárhagsáætlun samtak- anna, eru allar samþykktir allsherjarþingsins aðeins meðmæli og ábendingar en ekki bindandi fyrir neina aðildarþjóð. Gildi þeirra er fyrst og fremst fólgið i þvi að sýna skoðanir meirihluta þjóða, og oft og einatt meiri- hluta mannkyns. I öðru lagi mega Bandarikj- amenn ekki gleyma þvi, að vestrænar þjóðir höfðu meö aðstoð Suður-Amerikuþjóð- anna yfirgnæfandi meirihluta fyrstu fimmtán ár samtak- anna, og hikuðu ekki við að notfæra sér hann til sam- þykkta, sem oft komu vanþró- uðu rikjunum afar illa. Þá kvörtuðu fulltrúar Sovétrikj- anna og hlutlausra rikja oft yfir „ofbeldi meirihlutans”. Nú kreppir skórinn á hinum fætinum, það er allt og sumt. 1 þriðja lagi stafar hin „ábyrgarðlausa” framkoma meirihlutans á allsherjarþing- inu núna af gremju, sem langa lengi hefir safnazt fyrir, og siðan hefur soðið upp úr, þegar rækifæri gafst. MIKILL meirihluti heimsbúa litur svo á, að Palestinumenn hafi sætt ósanngjarnri með- ferð i tuttugu og fimm ár. Þeim beri sjálfsákvöröunar- réttur og réttur til að flytja mál sitt, jafnvel þó að röddin sé hrjúf og flutningurinn ó- mjúkur. Breytir hér engu um, hvort Bandarikjamenn vilja á þetta fallast eða ekki. Allsherjarþing Sameinuóu þjóöanna hefir á ferli sinum samþykkt með stuðningi Bandarikjamanna óteljandi á- lyktanir, þar sem aðskilnað- arstefnan var fordæmd og skorað á stjórn Suður-Afriku aö hverfa frá henni. En hvorki hefir gengið né rekiö. Burt- rekstri var synjað með neitun- arvaldi, en útilokunin, sem nú hefir verið samþykkt, ber vott um gremju, sem búin er að magnast lengi. Einhliða samþykktir i efna- hagsmálum kunna að vera óraunhæfar, en þær eiga sinar eðlilegu orsakir. Þær eru svar fátæku þjóðanna við minnk- andi þróunaraðstoð hinna auð- ugu, langvarandi vanrækslu á lagfæringu viðskiptakjara, og sýna jafnframt djúpstæðan ótta um arðrán fjölþjóðlegra fyrirtækja. HVERNIG ber þá að bregöast við þessari pólitisku flugelda- sýningu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna? Eiga vestrænu þjóðirnar að draga enn úr aðstoð sinni, sem naumast getur talizt innt af hendi nema með hálfum huga eins og komið er? Að minu viti væri stefnt I öfuga átt með þvi. Virðist vera i aösigi kalt strið með gagnkvæmu niður- rifi milli norðurs og suðurs, milli vanþróaðra þjóða og þró- aöra, eru Sameinuðu þjóöirn- ar hinn rétti vettvangur til aö fást við það. Þar eiga allar þjóöir fulltrúa, og þar ber að grafast fyrir ræturnar og sigr- ast á sambúðarerfiðleikunum. Þetta viðfangsefni krefst auðvitaö þolinmæði, hófsemi og skynsemi af hálfu fulltrúa þriðja heimsins, eins og full- trúa Vesturveldanna. Sumar athafnir fulltrúa þriðja heims- ins á þessu allsherjarþingi verða að teljast fávislegar og til óþurftar, jafnvel frá þeirra eigin sjónarhóli séð. Samein- uðu þjóðirnar geta ekki sýnt árangur, nema þar sé leitað samræmis og samstööu. Sigurgöngur og mikillæti eiga þangað ekkert erindi. SAMEINUÐU þjóðunum hefir orðið mikið ágengt undan- gengið ár, þegar á allt er litið. Þær hafa á ný fært sönnur á friðargæzluhæfni sina meö til- komu nýrra friöargæzlusveita I löndunum fyrir botni Miö- jarðarhafsins og eflingu sveit- anna á Kýpur. Þær hafa haldið jákvæðar ráðstefnur um mikilvægustu vandamál mannkyns, matinn, mannfjölgunina og hafréttinn, enda þótt fjarri fari, að þessar ráðstefnur hafi leitt til endan- legrar niðurstöðu. A þessum sviðum er tilvera og nærvera Sameinuöu þjóö- anna hvað þörfust. Þessi mál snerta hagsmuni nálega hvers einasta msnns, og engin von er til að leysa þau með farsælum hætti annars staðar en þar, sem nálega allir eiga fulltrúa og leita i einlægni aö sam- stöðu, unz hún finnst. — JH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.