Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.01.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 16. janúar 1975. vestri, án þess að hann yrði nokkurs vísari. Loks sneri hann heim á leið, þreyttur og svangur. Janni í búðinni kom út í búðardyrnar í sama mund og hann gekk þar framhjá og kallaði á hann. Norðkvist kapteinn og fleiri menn voru þar staddir. ,, Voru foreldrar þinir á bátnum hans Sef fers?" spurði Norðkvist. „Já", svaraði Eiríkur. ,,Þá kemur það heim, — já, ó-já. Báturinn var eins blár einsog kænan hans Seffers", sagði einn mannanna, sem Eiríkur þóttist þekkja að vera mundi fiskimaður frá einum suðurhólmanna. „Hvaða bátur?" spurði hann og bar ótt á. „Þeir fundu bláan bát, sem hafði rekið við Kráku- skerið", sagði Norðkvist. — „En það eiga nú fleiri bláa báta heldur en Seffer", bætti hann við. Eiríkur sneri sér f rá mönnunum og rýndi á svartmálað búðarborðið. „Það hefur auðvitað verið báturinn þeirra", sagði hann óskýrt. Mennirnir litu hluttekningaraugum á lotið bak drengs- ins og slitna treyjuna hans. „Hertu upp hugann, drengur minn. Við mönnum báta og förum að leita", sagði Norðkvist. „Já-já", sögðu hinir og lögðu siggbarðar hendur hug- hreystandi á rýrar axlir drengsins, svo að höfuð hans seig enn lengra niður á bringuna. „Við skulum fara, og sannaðu til, að við komum með þau. Ætli þau sitji ekki innlyksa á einhverjum hólmanum og éti títuber, ef þau eru ekki hjá góðkunningjum einhvers staðar suður í skerjagarðinum og gæða sér á sveskjugraut". En það var ekki svo auðvelt að telja kjark í drenginn. Hann hafði þegar vitað sjónum færðra svo marga fórn- ina, — séð svo mörg lík borin stirðnuð og sundurtætt á land, og þó voru þeir enn fleiri, sem aldrei höfðu komið til baka. Auk þess var hann glorsvangur og lémagna eftir margra daga eirðarleysi og kvíða. Brátt gat hann ekki lengur varizt gráti. Hann hneig á grúfu fram á búðarborðið og snökti hátt. Norðkvibt tók í öxlina á drengnum og reisti hann upp. „Svona, svona, barn. Þú skalt ekki gefa upp alla von, áður en þú veizt, hvað hefur gerzt. Komdu inn og fáðu eitthvað i svanginn og hvildu þig svo. Þá hressistu. Mamma þín verður komin heim, áður en þú veizt af". En sjálfur lagði Norðkvist lítinn trúnað á hug- hreystingarorð sín. Leitarmenn komu aftur seint um nóttina, og för þeirra hafði ekki borið annan árangur en þann, að nú var sannað, að hinn fundni bátur var kæna Seffers, sú hin sama og hann lánaði hjónunum á Klif inu. Og nú hugsuðu allir hið sama, þótt menn kæmu sér ekki að því að segja það skýrum stöf um. Eiríkur lá þessa nótt í flatsæng á eldhúsgólfinu hjá Norðkvist. Hefði hann ekki verið jafn örvæntingarfullur og bugaður og hann var, myndi hann hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hefði aldrei á ævi sinni hvílt á eins mjúkum beði sem þessa nótt. En hann varð þess ekki var. Hann skynjaði ekkert nema biksvart, hyldjúpt myrkrið, sem hann fálmaði árangurslaust út i eftir móður sinni. A laugardagsmorgun kvaddi Norðkvist til menn frá öllum bændabýlunum. Þeir lögðu af stað á mörgum bát- um, þrír eða f jórir menn í hverjum, og höfðu meðferðis vörpur til þessaðslæða líkin upp. Eiríkur hafði heimtað að fá að fara með, og það var honum leyft, því að Norð- kvist sá, að það myndi vera skárra fyrir hann að hafa eitthvað f yrir staf ni, heldur en bíða einn og aðgerðalaus heima. Það var leitað um voga og sund og vörpur og krókar dregnir fram og aftur um sjávarbotninn, en það kom ekki annað upp á yf irborðið en pokar sem kettling- um hafði verið drekkt i, gamlar netadruslur og vatnsósa trjágreinar, er sokkið höfðu til botns. Það var blíðviðri og sólskin þenna dag og glampaði á sjóinn eins og spegil. Það var eins og þyngsta al- vörusvipnum létti af mönnunum, er þeir höfðu leitað svo lengi, að meir var haldið áfram til málamynda en í von um árangur. Þeir gerðust háværari og margmálli, og senn fóru þeir að bjóða hver öðrum í nefið, og það fjörgaði aftur samræðurnar. Stöku sinnum heyrðist hlátur, og stundum var kallazt á milli bátanna, ef þeir komu í kallfæri. Enginn gaf drengnum, sem húkti hljóður og sorgbitinn i staf ninum á bát Norðkvists, neinn gaum. Hann skimaði örvona um hólmana og skerin og rýndi þess á milli niður í tæran sjóinn. Augu hans þöndust út, þegar krókarnir voru dregnir upp, og biðu þess full ógnþrunginni eftir- væntingu, að vaðurinn væri allur dreginn. Loks gáraðist yf irborð vatnsins, og það, sem á krókinn hafði festst á sjávarbotninum, kom upp í vatnsskorpuna. Ö, hvílík þensla á hverri taug, hvílíkur óratimi, unz þetta svarta f lykki kom loks upp á yf irborðið og hann sá, að það var ekki lík með bláhvítt og sollið andlit, starandi, lífvana augu og langt og druslulegt hár, sem flaut ofan á sjónum, — að það var ekki móðir hans, sterk, hlý, og úr- ræðasöm, orðin að þungu, köldu og óþekkjanlegu líki, Á meöán, fyrir utan ströndinaf. 'Radarinn okkar sýnir aö Egon er á þessari eyju. Viönáum þeim þar!^^. IIIIMIIIII III Fimmtudagur 16. janúar 7.00 Morgundtvarp Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi ki. 7.15 og 9.05. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finnborg örnólfsdóttir lessöguna „Maggi, Mari og Matthias” eftir Hans Petterson (13). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög milli liöa. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefánsson talar aftur viö Sigurjón Ingvars- son skipstjóra i Nes- kaupstað. Popp kl. 11.00: Gísli Loftsson sér um þáttinn. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frlvaktinni Margrét Guömundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Dauöasyndir menningarinnar Vilborg Auöur Isleifsdóttir les þýð- ingu sína á útvarpsfyrir- lestrum eftir Konrad Lorenz. Fjórði og siöasti kaflinn fjallar um innrætingu. 15.15 Miðdegistónleikar Jean Pirre Rampal, Robert Gendre, Rodger Lepauw og Robert Bex leika Strengja- kvartett nr. 2 I c-moll eftir Viotti og Strengjakvartett i G-dúr op. 16 nr. 5 eftir Devienne. Rita Streich og Dómkórinn i Regensburg syngja vögguvisur og þjóð- lög. 16.00 Fr'éttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tón- leikar 16.40 Barnatiminn: Gunnar Valdimarsson stjórnar 1 timanum er fjallað um hesta I ljóöum og lögum. Kvæðið „Stjörnufákur” eft- ir Jóhannes úr Kötlum er flutt af höfundi og fleiri lesurum þ.á.m. Guðrúnu Birnu Hannesdóttur og Svanhildi óskarsdóttur. As- geir Höskuldsson les „Glæfraför” frásögn eftir Böðvar Magnússon. Gunn- vör Braga Sigurðardóttir gerir grein fyrir teikni- og málverkasamkeppni barna. 17.30 Framburðarkennsla I ensku 17.45 Tónleikar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Mælt mál Bjarni Einarsson flytur þáttinn. 19.40 Gestir I útvarpssal Jorma Hynninen tenór- söngvari og Ralf Gothoni píanóleikari, flytja laga- flokkinn „Astir skáldsins” eftir Robert Schumann. 20.10 Nýtt framhaldsleikrit: „Húsið” eftir Guðmund Danlelsson gert eftir sam- nefndri sögu. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Fyrsti þáttur af tólf nefnist: Mar- bendill. Persónur og leik- endur auk hlutverks sögu- manns, sem höfundur gegn- ir. Tryggvi Bólstað (Marbendill) Guðmundur Magnússon, Hús-Teitur Bessi Bjarnason, Jón I Klöpp Árni Tryggvason, Jóna Geirs Kristbjörg Kjeld, Fröken Þóra Guð- björg Þorbjarnardóttir, Ásdis Geirlaug Þorvalds- dóttir, GIsli i Dverg Valur Gíslason, 21.05 Píanókonsert nr. 5 I Es- dúr op. 73 eftir Beethoven Daniel Barenboim og Nýja filharmóniusveitin i Lundúnum leika: Otto Klemperer stjórnar. 21.45 Ljóð eftir örn Arnarson Erlingur Gislason leikari les. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: „1 verum”, sjálfsævisaga Theódórs Friörikssonar Gils Guð- mundsson les (19). 22.35 Frá þjóðlagakvöldi út- varpsins I Frankfurt Flytj- endur: Wolftones frá Ir- landi, Tom Kannmacher frá Þýskalandi Claire Hamill frá Englandi, Paco Pena frá Spáni og Amalia Rodrigues frá Portúgal. 23.35 Fréttir i stuttu máli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.