Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 22. janúar 1975. Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) bað er rétt eins og sumir samningar gangi bet- ur, þegar farið er að llða á daginn eða siðla kvölds. Einhverjar umræður um helgarsam- kvæmi gætu átt sér stað, og þaö er ekki vist, nema þú gerir rétt I þvl að beita þínum áhrifum til, að þar verði rétt fólk. Fiskarnir (19. febr.—20. mai Þú skalt gera þér grein fyrir því, að lífið verður smám saman rólegra, en engu að siður skaltu hafa glögga yfirsýn yfir heimilisástæðurnar og vinnuna, og það, sem unnt er að laga, skaltu færa til betri vegar. Ahrifafólk reynist þér vel. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það eru einhver verkefni, sem þú átt eftir að ljúka. Þú skalt eyða deginum I að flnpússa þau, þvi að þau skipta meiru máli en þú hyggur. Þú ert að nálgast hápunkt orku þinnar, og þú mátt búast við þvi, að komandi dagar verði þér skemmtilegir. Nautið (20. april—20. mai) Þú skalt búa þig undir það, að sköpunargáfan fái útrás I dag, og það gefist tækifæri til að gefa öðr- um þátt I að njóta hennar með þér, á hvern hátt sem það svo verður. Þú skalt fylgjast með ósk- um og þörfum unga fólksins I dag. Annriki verð- ur mikið. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Það er aldrei að vita, nema þeir, sem leggja þér lið eða rétta þér hjálparhönd, kæri sig ekkert um þaö að nöfnum þeirra sé flikað, svo að þú skalt láta að vilja þeirra.Fjölskyldumálin blómstra og taka æ meiri tima frá öðru. Krabbinn (21. júní—22. júli) Þú skalt reyna að fara þér hægar. Það er alls ekki hollt að ana áfram, svo að maður sjái ekki skóginn fyrir trjám. Það þarf nefnilega að hyggja að fleiru en virðist i upphafi. Þú skalt leita að fegurð lifsins eins og þú getur. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Það er reynsla þin, sem máli skiptir. An hennar værirðu i afskaplega miklum vndræðum, sér- staklega á ákveðnum sviðum. Það munu liklega vera fjármálin, sem þú þarft að huga að af sér- stakri gaumgæfni, og þú þarft viðurkenningu fyrir unnin störf. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Það verður tekið alveg sérstaklega eftir þvi, hvernig þú gengur frá málum i dag, sérstaklega þvi, sem þú hefur trassað alltof lengi. Þú skalt taka það til athugunar, hvort það sé ekki ráðlegt að hóa I góða vini I kvöld. Vogin (23. sept.—22. okt.) Fjármálin geta hæglega þróazt þér f hag, en þú gerir afskaplega rangt i þvi að vera að flika þeim um of, hvorki stöðu eða leiðum. Einhverjar gamlar skuldir vefjast fyrir þér. Þú skalt borga þær, áður en þú ferð að stofna til nýrra. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Það eru þó talsverðar likur til þess að i dag kynnist þú einhverjum, sem verða þér hliðhollir i viðskiptum_ eða við leit að starfi. Þú skalt leggja það ’,J,á þig að gera fulla grein fyrir af- stöðu þinni til þess að komast að samkomulagi innan fjölskyldunnar. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þessi dagur er svolítið undarlegur, en það er þó engan veginn vist, að þú gerir þér grein fyrir þvi fyrr en undir kvöldið, — og það getur verið um seinan að bæta fyrir misgjörðir. Þess vegna ætt- irðu aðfara þér hægt i dag — i einu og öllu. Steingeitin (22. des.-19. jan) bú skalt ganga að vinnu þinni i dag, án þess að vera að eyða tlmanum i bollaleggingar og heila- brot um framtiðina. Það er ekki rétti tíminn til þess þessa dagana að dvelja uppi I skýjunum, bjartari dagar framundan, en ekki komnir enn. Verkamannafélagið Hlif Hafnarfirði Orðsending Þeir Hlifarfélagar sem sótt hafa um störf, eða sækja um störf, i Áliðjuverinu i Straumsvik eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Hlifar Strandgötu 11. Stjórn Hlifar. Orð í belg um strætisvagna Kópavogs AÐ UNDANFÖRNU hefur mikið verið rætt um hið nýja leiðakerfi strætisvagnanna i Kópavogi, og sýnist þar sitt hverjum, eins og oft vill verða. Ég held, að ég verði að leggja fáein orð i þann belg, þvi að gott mun ráðamönnum þykja að heyra sem flest dæmi um það, hvernig hið nýja skipulag hent- ar þeim, sem þess eiga að njóta (eða gjalda). Bið, sem jafngildir ferð á leiðarenda Ég á heima lengst út á Kárs- nesi, nánar tiltekið neðst i Holtagerðinu. A meðan gamla skipulagið gilti, gat ég tekið vagn I Lækjargötu og komizt með honum heim til min á fimmtán minútum eða rösklega það, eftir þvi á hvaða tima dags það var og hversu margir far- þegar voru með. Nú verð ég að taka Reykja- vikurvagn neðan til á Hverfis- götu (næstum gengt Þjóðleik- húsinu). Með honum kemst ég inn á Hlemmtorg. Þar hef ég enn sem komið er aldrei þurft að biða skemmri tima en I tiu til tólf minútur, eftir þvi, hve Reykjavikurvagninn er snemma á ferö. Frá Hlemmtorgi kemst ég suður á Kópavogsháls, skipti þar um vagn og tek bil sem er að fara vesturá nesið. Hann leggur aldrei á stað fyrr en fimm til sjö minútum eftir að ég er seztur inn I hann, og er þá biðin inni I vögnum orðin stundarfjórðung- ur, frá þvi að ég sté upp I Reykjavíkurvagninn á Hverfis- götunni, eða nákvæmlega jafn langur timi og það tók dður að komast með einum vagni úr Lækjargötu, yfir Kópavogsháls, niður alla Kópavogsbraut og lengzt út á Kársnes. Verður ekki þolað til langframa Og nú vil ég spyrja þá, sem þessum málum ráða: Er ykkur virkilega ekki ljóst, hvilik fjar- stæða þetta er? Hvernig haldið þið að það sé fyrir konur sem þurfa að hafa börn sin með sér, þegar þær fara verzlunarferðir til Reykjavikur, að þurfa að flækjast á milli þriggja vagna með börnin og þar að auki ber- andi þann varning, sem þær hafa keypt? Dettur ykkur i hug, að fólkið úti á nesinu og uppi á hálsinum muni taka þessu með þögn og þolinmæði? — Ég veit ekki hvað þið hugsið, en ef þið haldið það, þá reiknið þið dæmið skakkt, það munuð þið eiga eftir að sanna. Það skal tekið fram, til skýringar á þeim tima, sem það tekur mig að komast heim úr vinnu, að ég vinn alla daga til kl. hálfátta á kvöldin, en þarf að hlaupa út úr dyrum vinnustaðar mins um kl. 19.25, ef ég á að ná Kópavogsvagninum, sem fer af Helmmtorgi kl. 19.40, annars verð ég að biða til kl. 20.00 (þvi að þá eru orðnar tuttugu minút- ur á milli vagna). Leiðréttið þessa vitleysu Margar fleiri hliðar eru á þessu máli, en þær verða ekki ræddar að sinni. Það er til dæmis ljóst, að þetta nýja leiða- kerfi býður heim stóraukinni notkun einkabila I Kópavogi, þveröfugt við það, sem mun hafa verið ætlunin, og eðlilegt hefði að minnsta kosti verið að gera ráð fyrir. Það hefði einhvern tima þótt litil búmennska að breyta áætlanakerfi strætisvagna á þann hátt, að þrjá vagna þurfi til þess að inna af höndum þá þjónustu, sem einn vagn sinnti áður með prýði, og að biðtimi inni i kyrrstæðum vögnum gæti iðulega orðið lengri en sá timi, sem það tók áður að komast alla leiðina I einum vagni. Um þetta væri hægt að nota stór orð, en vonandi verður búið að leiörétta þessa vitleysu, áður en til þeirra verður gripið. Valgeir Sigurðsson, blaðamaður á dagbl Timanum, Reykjavik. Söluaukning hjá búvörudeild Sambandsins Mikil söluaukning varð hjá bú- vörudeild Sambands Isl. sam- vinnufélaga á nýliðnu ári frá ár- inu 19^3. Siðustu sölutölur deild- arinnar, sem liggja fyrir, eru frá 30. nóvember, en þá nam útflutn- ingur hennar frá áramótum 1.438,5 millj. kr. á móti 1.022,3 millj. fyrstu 11 mánuði ársins 1973, eða hafði aukizt um 40,5%. Innanlandssalan var hinn 30. nóv. orðin 1.297 millj. á móti 909 millj. sama timabil árið 1973 og hafði aukiztum 42%. Þá nam sala Kjöt- iðnaðarstöðvarinnar 168,6 millj. fyrstu ellefu mánuðina á móti 112,4 millj. sama timabil árið á undan og hafði aukizt um 50%. Samanlögð sala deildarinnar var þvi orðin 2.904 millj. á móti 2.043,7 millj. sama tima árið 1973 eða hafði i heild aukizt um 42,4%. BORGARHÚSGÖGN Klæðum húsgögn Við bjóðum viðskiptavinum vorum fullkomna þjónustu við viðgerðir á bólstruðum húsgögnum. Flestar gerðir af áklæði i fjölbreyttu úr- vali fyrirliggjandi i verzluninni. Kynnið ykkur kjörin. DORGAR 133 HÚ5GÖGN hf; Grensásvegi 18 SÍMI 8-59-44 Snjó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÓLNINGU Sendum i póstkröfu 8ÓUNXNOHE! Nýbýlaveg 4 • Simi 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.