Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 22. janúar 1975. TÍMINN 7 I j (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðsluslmi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Magnús rdðherra Magnús Kjartansson skrifar i gær fyrstu for- ustugreinina i Þjóðviljann eftir að hann lét af ráðherradómi. Þar birtist þvi miður allt annar Magnús en sá, sem sat i ráðherrastóli fyrir nokkrum mánuðum. Magnús ráðherra hvatti til varfærni i kaupgjaldsmálum, því að ella væri hætta á þvi, að atvinnuvegirnir drægjust saman og ekki yrði unnt að halda uppi þeirri framfara- sókn, sem vinstri stjórnin beitti sér fyrir. Magnús ráðherra lagði mikla áherzlu á að tryggja at- vinnuöryggið, þvi að enginn bölvaldur væri verri en atvinnuleysið. Auðvelt er að benda á glögg dæmi um þessa af- stöðu Magnúsar ráðherra. Haustið 1972 voru horfur þær, að útflutningsframleiðslan gæti ekki risið undir þeim byrðum, sem á hana höfðu verið lagðar. Nefnd sérfræðinga var þá falið að kynna sér efnahagsástandið og gera tillögur til úr- lausnar. Hún benti á þrjár leiðir til að tryggja rekstur útflutningsframleiðslunnar. Ein þeirra var gengislækkun, en önnur niðurfærsla á kaupi. Alþýðubandalagið kaus niðurfærsluleiðina og átti þar samleið með Framsóknarflokknum. Björn Jónsson og flokkur hans vildu heldur fara gengis- lækkunarleiðina og knúðu það fram. En svona mikilsvert töldu forráðamenn Alþýðubanda- lagsins þá að tryggja rekstur utflutningsfram- leiðslunnar, að þeir voru tilbúnir til að lækka kaupgjaldið til að ná þvi marki. Sá þeirra, sem var einna ákveðnastur i þessum efnum, var Magnús ráðherra. Annað dæmi má nefna frá siðastl. vori. Það var ljóst eftir kaupsamningana á siðastl. vetri, að at- • vinnuveg ir nir gætu ekki risið undir hinni miklu grunnkaupshækkun, ef jafnframt yrði haldið full- um verðlagsbótum. Stöðvun atvinnuveganna var fyrirsjáanleg, ef ekki yrði gripið til sérstakra ráðstafana til að hamla gegn of miklum kauphækkunum. Atvinnuöryggið var i voða. Vinstri stjórnin, þar sem Magnús ráðherra var einn helzti áhrifamaðurinn, lagði þá fram frum- varp um að binda kaupgjaldsvisitöluna i sjö mánuði og fresta jafnframt öllum grunnkaups- hækkunum samkvæmt hinum nýju kjara- samningum, sem væru meiri en 20%. Láglauna- fólk skyldi þó vera undantekning. Þegar þetta fékkst ekki fram, rauf vinstri stjórnin þingið og setti bráðabirgðalög um bindingu kaupgjalds- visitölunnar. Þetta var þá talið nauðsynlegt af vinstri stjórninni til að tryggja i senn rekstur atvinnu- veganna, næga atvinnu og áframhaldandi fram- farir. Hér réði sama afstaða hjá vinstri stjórninni og haustið 1972, þegar gengið var lækkað, eftir að niðurfærsluleiðin hafði ekki fengizt fram. Um það verður ekki deilt, að bæði haustið 1972 og vorið 1974 voru efnahagshorfur hvergi nærri eins iskyggilegar og þær eru nú. Samt var þetta talið nauðsynlegt þá til að tryggja atvinnuöryggið. Það er eðlilegt áframhald af framangreindri stefnu vinstri stjórnarinnar, að nú sé varað við öllum almennum kauphækkunum, ef tryggja á atvinnuöryggið og áframhaldandi framfarir. Lægstlaunuðu stéttirnar eru þó undantekning og verður að athuga mál þeirra sérstaklega. Ef Magnús væri áfram ráðherra og eins eindreginn framfaramaður og hann var, þegar hann sat i vinstri stjórninni, myndi hann nú heilshugar styðja þetta sjónarmið. Vafalitið er lika, að innst inni er hann þvi fylgjandi, þótt hann skrifi nú annað i Þjóðviljann. ERLENT YFIRLIT Verður Teng hlut- skarpari en Chang? Þeir keppa nú um sæti Chou-En-lais NÝLEGA er lokið tveimur mikilvægum fundum i Peking. Fyrst var haldinn fundur i miðstjórn Kommúnistaflokks- ins, sem stóð i þrjá daga, eða frá 8.-10. janúar. Þar var sam- þykkt ný stjórnarskrá og ákveðin endurskipan rikis- stjórnarinnar. Stjórnarskráin og ráðherralistinn voru siðan lögð fyrir þjóðþing Kina til formlegrar samþykktar, en þaðsat á fundi frá 13.-17. þ.m., eða I fimm daga. Báðir þessir fundir voru haldnir leynilega og ekkert tilkynnt um þá fyrr en að báðum loknum. Þjóð- þingið, sem virðist hrein málamyndarsamkoma, lagði blessun sina yfir það, sem miðstjórnin hafði gert. Þjóð- þingið hefur ekki komið sam- an til fundar, nema fjórum sinnum siðan kinverska al- þýðulýðveldið var stofnað, en að nafni til er það æðsta lög- gjafarsamkoma Kina. Það kom fyrst saman 1954, þegar það samþykkti nýja stjórnar- skrá og kaus Mao forseta rikisins. 1 annað sinn kom það saman 1959, en þá hafði Mao sagt af sér forsetaembættinu, og var Liu Shao-chi þá kosinn forseti. Þriðji fundur þess var svo haldinn um áramótin 1964- 1965, en slðan hefur það ekki komiðsamanfyrr en nú. Siðan Liu var hrakinn frá sem for- seti f sambandi við menn- ingarbyltinguna 1967, hefur Kina ekki haft neinn forseta. Samkvæmt nýju stjórnar- skránni hefur forsetaembættið verið endanlega lagt niður. Þvi fylgdu litil völd, en valda- mestu menn Kina eru formað- ur Kommúnistaflokksins, en það embætti hefur Mao skipað frá upphafi, og forsætisráð- herrann, en það embætti hefur Chou-En-lai einnig skipað frá stofnun alþýðulýðveldisins. Þjóðþingið virðist hafa verið kvatt saman nú til þess að samþykkja formlega hina nýju stjórnarskrá, en hún hef- ur verið lengi I undirbúningi. EINS OG jafnan áður, þegar slikir fundir eru haldnir, reyna fréttamenn að draga af þeim ályktanir um hvers vænta megi um stjórn Kina eftir að Mao, sem er 81 árs, og Chou, sem er 76 ára, falla frá. Einkum er reynt að leita svara við þvi, hvort þá taki heldur við hinn róttækari arm- ur flokksins, sem talinn er njóta stuðnings Maos, eða hinn hófsamari og varfærnari, sem er talinn undir stjórn Chous. Ýmsir fréttamenn hafa dregið þá ályktun af fundun- um nú, að fylgismenn Chous hafi frekar styrkt aðstöðu sina. Þá hafa sumir frétta- menn vakiö athygli á þvi, að Mao sat hvorugan fundinn. Það er hins vegar ekki óvenju- legt, að Mao sæki ekki slika fundi. Hann hefur jafnan kunnað þvi vel að stjórna að tjaldabaki og koma litiö fram opinberlega. Hann mun nú dvelja utan Peking, en virðist þó siður en svo hafa dregið sig i hlé. Meðan miðstjórnin sat á fundi, átti hann viðræður við Mintoff forsætisráðherra Möltu, og meöan þjóðþingið hélt fundi sina, átti hann fund með Franz Josef Strauss, sem hefur verið tekið með slikum kostum og kynjum i Kina, að vestur-þýzka stjórnin hefur talið það næstum móðgandi fyrir sig. Af þessum viðræðum Teng Hsiao-ping Chang Chun-chiao Yeh Chien-ying má ráða, að Mao tekur þátt i stjórnarstörfum á sama hátt og áður og virðist siður en svo vera að draga sig i hlé. TVENNT er einkum nefnt sem ábending þess, að fylgis- menn Chous hafi styrkt stöðu sina. Annað er það, að Teng Hsiao-ping var kosinn vara- formaður flokksins til viðbót- ar þeim fimm varaformönn- um, sem voru fyrir, og jafn- framt var honum raðað efst- um, þegar talin voru upp nöfn hinna tólf varaforsætisráð- herra. Af þvi mætti ráða að Teng komi nú til greina bæöi sem eftirmaður Maos eða Chous, ef annar hvor forfall- ast. Hitt var það, að Yeh Chien-ying, marskálkur var skipaöur varnarmálaráö- herra, en enginn hefur gegnt þvi embætti formlega siðan Lin Piao fórst i flugslysi 1971, en hann mun þá hafa verið að flýja til Sovétrikjanna. Bæði Teng og Yeh eru nánir sam- herjar Chous. Yeh og Chou hafa verið félagar siðan á námsárum sinum, og dvöldu m.a. samtimis i Paris, þar sem Yeh lagði þá stund á leik- list. Yeh hefur undanfarið ver- ið einn af varaformönnum flokksins, Teng var um skeið einn af valdamestum mönnum flokksins, en féll i ónáð i menningarbyltingunni, en var skyndilega tekinn i sátt fyrir hálfu öðru ári og skipaður varaforsætisráðherra nokkru siðar. Hann hefur seinustu mánuðina verið eins konar staðgengill Chous, sem hefur verið a.m.k. öðru hverju á sjúkrahúsi. Það gildir hins vegar um þá báða Teng og Yeh, að þeir eru háaldraðir, Teng74 ára og Yeh 75 ára. Þvi verða þeir ekki taldir lfklegir sem eftirmenn Maos og Chous, a.m.k. ekki nema i stuttan tima. 1 SAMBANDI við nýskipan stjórnarinnar hefur það ekki sizt vakið athygli ýmissa fréttamanna, að helzti for- ustumaður kommúnista i Shanghai, Chang Chunchiao, hefur verið skipaður varafor- sætisráðherra og fékk jafn- framt það hlutverk að mæla fyrstur fyrir stjórnarskrár- frumvarpinu á þjóðþinginu. Chang, sem er 63 ára, hefur oft verið talinn lærimeistari Wang-Hung-wen, sem er frá Shanghai, en Wang var kosinn einn af varaformönnum flokksins á flokksþinginu 1973, og vakti það sérstaka athygli, þvi að nann er ekki nema 38 ára og þvi langyngstur af leið- togum Kommúnistaflokksins. Ýmsir töldu þá, að Mao hefði ákveðiö hann sem eftirmann sinn, en einkum var þó Chiang Ching, kona Maos, talin hafa mætur á honum, en hún er tal- in leiðtogi róttæka armsins, ásamt Wang og Yao Wen- yuan, þekktum blaðamanni i Shanghai. Róttæki armurinn hefur oft verið kenndur við Shanghai, en þar hefur Chang verið aðalleiðtogi flokksins um alllangt skeið. Það hefur vakið athygli, að hann kom næstur Teng, þegar varafor- sætisráðherrarnir voru taldir upp. Það þarf þvi ekki að koma á óvart, þótt hann yrði forsætisráðherra Kina áður en langur timi liður, þar sem hann er meira en áratug yngri en þeir Chou og Teng. A þjóðþinginu flutti Chou aðalræðuna af hálfu flokksins og var þungorður i garð bæði Sovétríkjanna og Bandarikj- anna og hélt þvi m.a. fram, að styrjöld milli þeirra væri óhjákvæmileg. Þ.Þ. -Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.