Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.01.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. janúar 1975. TÍMINN 11 VERÐBÓLGA VELFERÐ Verið er að bera út skatt- framtalseyðublöð til skatt- greiðenda hér á landi. Seinni hluti janúarmánaðar er að öllu jöfnu sá timi, þegar vinnufærir einstaklingar fara rækilega yfir bókhald sitt frá nýliðnu ári, athuga útgjöld sin og tekjur. Á verðbólgutimum eins og þeim, sem hér hafa verið, blöskrar mörgum skattfram- teljendum sihækkandi krónu- tala framtala sinna. Sihækk- andi krónutala útgjalda, og tekna raunar einnig, gera það að verkum, að „gamla” krón- an er i meira lagi léttvæg orð- in. Verðbólgan kemur við ein- staklingana sem og riki og rikjasambönd. Velferðin kost- ar sifellt fleiri krónur. Hvers vegna verð- bólga? Á árum rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar tókst ekki að halda verðbólgunni i skefjum hér á landi, þrátt fyrir ýms- ar tilraunir i þá átt. Ríkis- stjórnin þurfti að bæta kjör launamanna i landinu þegar i upphafi ferils, 1971. Þetta var gert i desembersamningunum það ár. Jafnframt var at- vinnulifið byggt upp þannig, að atvinnuleysi siðustu „við- reisnaráranna” hvarf sem dögg fyrir sólu. Við þetta tvennt, betri launakjör og uppbyggingu at- vinnuveganna, skapaðist meiri spenna i efnahagskerfi þjóðarinnar. Auknar launa- tekjur og aukinn kaupmáttur, sérstaklega á svo skömmum tima, eru alltaf miklir verð- bólguhvatar. Eftirspurn eftir vöru og þjónustu vex þá skyndilega og hvort tveggja hækkar i verði. Onnur ástæða verðbólgunn- ar hér á landi er hin alþjóðlega verðbólga, sem hefur herjað á markaðshagkerfin frá upphafi þessa áratugs. Verðlag er- lendis, samkvæmt O.E.C.D.-skýrslum, var stöð- ugt árin 1960-1971. Þá var meðaltalshækkun á vörum og hráefnum aðeins um 3% á ári i flestum löndum heimsins. A íslandi voru þetta hinsvegar rúm 11% á ári á þessu timabili. Ástæða er til að minna á, að engin þjóð er jafnháð erlend- um viðskiptum sem við Is- lendingar. Við flytjum inn margbreytilegar vörutegund- ir, en flytjum einhæft út vegna einhæfra náttúrugæða, sem eru fyrst og fremst fiskimiðin i kringum landið. Siðustu þrjú árin hafa verið sannkölluð verðbólguár hér heima, sem og erlendis. Verð- lagsþróunin erlendis á þeim vörutegundum ýmsum, sem við þurfum að flytja inn, hefur verið mjög óhagstæð. Margar nauðsynjavörur hafa marg- faldazt i verði. Sem betur fer hafa útflutningsvörur okkar einnig hækkað til skamms tima, þótt ekki sé hægt að segja það lengur, og allar söluhorfur okkar á fiskafurð- um eru litt uppörvandi. Erlendar gengisbreytingar undanfarin 3 ár hafa og verið verðbólguhvetjandi á fslandi. Við létum lengst af gengi okk- ar fylgja hinum bandariska dal. Hann hefur lækkað i verði. Gengi Evrópulanda, svo og Japans hefur þvi hækkað gagnvart islenzku krónunni og vörur frá þessum löndum hækkað, en þær kaupum við einmitt mikið. Einn verðbólguhvatinn enn, sem hér mætti nefna, er visi- tölukerfið okkar , sem tekið var upp 1968. Það er að ýmsu leyti óvenjulegt. Samkvæmt þvi eru t.d. verðbætur reikn- aðar út fjórum sinnum á ári, en það er einsdæmi i hagkerf- um heimsins. fslenzkir laun- þegar hafa þvi fengið mun betur og oftar bætur fyrir hækkanir á verðlagi en laun- þegar annarra rikja. En óneitanlega er þetta verð- bólguhvetjandi. Þar er um að ræða hina margumtöluðu „vixlverkun kaupgjalds og verðlags”. Nú hefur visitöl- unni verið „kippt úr sam- bandi”, eins og það er kallað. Þeir, sem lægst hafa launin, hafa þó fengið láglaunabætur upp i-þær hækkanir, sem orðið hafa. Hér mætti og nefna verð- bólguhvata náttúruhamfar- anna i Vestmannaeyjum. Mikilvægi hvers og eins Við fslendingar erum ein allra smæsta þjóð veraldar. A þá staðreynd erum við minnt óþyrmilega, er við missum dugmikið fólk i slysum, eins og gerzt hefur i vetur. Hver einstaklingur vegur mun meira hér en t.d. i stóru rikj- imum i kringum okkur. Þrátt fyrir smæðina, hefur okkur tekizt að koma hér upp „vel- ferðarriki”. Sú „velferð” hófst á fjórða áratugnum, er Framsóknarflokkurinn mót- aði fsland nútimans ásamt Alþýðuflokknum, sem þá var sannur jafnaðarmannaflokk- ur. „Velferðin’ felst i nægri vinnu handa þeim, sem geta unnið, en segja má, að atvinnuástand hér sé nú eitt hið bezta i heim- inum. Velferðin felst einnig I viðunandi viðurværi fyrir þá, sem ekki geta unnið af ein- hverjum orsökum. Almanna- tryggingar eru þvi, eitt helzta „velferðareinkennið”. Til heilbrigðis- og tryggingamála renna töluvert yfir 30% tekna islenzka rikisins, og ef mennta-, menningar- og kirkjumálum er bætt við, sést að til félagsmála almennt renna milli 50-60% rikistekn- anna. Það er sjálfsögð krafa skattgreiðenda, að t.d. trygg- ingamálin séu I stöðugri endurskoðun og að mikið eftir- lit sé haft með þvi, að ekki sé illa farið með þá miklu fjár- muni, sem þar renna i gegn. Sú staðreynd, að velferðin hefur komið á mjög skömm- um tima og að verðbólga hefur ávallt fylgt okkur frá striðinu, gerir það að verkum, að hér á landi er ekki sú hræðsla við verðbólguna, sem viðast erlendis. En nú er mál að linni. Öseldir bilar fyrir tvo milljarða (söluverð) ryðga nú á hafnarbakkanum i Reykja- vik og eru ljóst dæmi um verð- bólguhugsunarháttinn. Þeir voru fluttir inn eftir að aðrar þjóðir voru löngu farnar að draga mikið úr slikum inn- flutningi vegna oliuhækkunar. Við verðum nú að leggja „verðbólguhugmyndafræð- ina” til hliðar og horfast i augu við þá staðreynd, að út- litið er ekki mjög uppörvandi. 1 þvi sambandi komum við að skattamálunum aftur. Allir verða undanbragðalaust að greiða sinn réttláta hluta til Framhald á bls. 10 SKIPTING RÍKISÚTGJALDA 1973 EFTIR MÁLEFNAFLOKKUM FELAGSMAL 55,6% 38 6% I-1 VELFERÐAR- OG HEIL - L_J BRIGÐISMÁL 17 0% NV| MENNTA-. MENNINGAR- 0G t-l-íl KIRKJUMAL 10,0% rT~l ALMENN STJÓRN OG LÖG L-1—1 GÆZLA 11,9% [ ] SAMGÖNGUR 9.5% [22 NIOURGREIÐSLUR 14.1% B ANNAÐ Atvinnuöryggi í fyrirrúmi Eitt megineinkennið á hag- þróun slðasta árs var hversu mjög dró úr þeim öra hag- vexti, sem einkennt hafði næstu árin áður. Samtimis skall á landinu mikil verðbólgualda af erlendum völdum og verðsprenging varð á öllum oliuvörum. Innanlands gerðist það á sama tíma að almennir kjara- samningar hlupu úr öllum böndum, engin samstaða náðist á Alþingi um tillögur þáverandi forsætisráðherra, ólafs . Jóhannessonar, um varnaraðgerðir vegna flokks- pólitiskra tilbragða þáverandi stjórnarandstæðinga, og af- leiðingin varð óhjákvæmilega sú, að óðaverðbólgan varð al- gerlega óviðráðanleg, viðskiptakjörin hríðversnuðu og framtiðarhorfur i efna- hagsmálum urðu vægast sagt iskyggilegar. Við aðstæður sem þessar er það alveg ljóst, að draga verður úr eftirspurnarþenslu innan lands eða með öðrum orðum: Það verður að færa fé úr almennri neyslu til at- vinnurekstrar og framleiðslu. ! frjálsu hagkerfi, þar sem samningsréttur um kaup og kjör er viðurkenndur, getur verið örðugt að koma þessu við. Það skal játað að sósialistisku rlkin hafa öllu fljótvirkari hátt á þessum málum en þar er kaupið ein- faldlega lækkað með valdboði þegar stjórnarvöldum sýnist án þess að opinberar umræður fari fram. Það er hins vegar aðeins hótfyndni að halda þvi fram að skálkar einir valdi þeim aðgerðum sem nauðsyn- legt hefur þótt að gripa til á Islandi nú að undanförnu. Fátt um röksemdir Stjórnarandstæðingar bera ýmsu við, þegar þeir andmæla þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til i efnahagsmál- um siðan núverandi rikis- stjórn tók við völdum. Það hefur verið margendurtekið hér I Timanum að um margar þessara aðgerðá hafði þegar náðst samkomulag meðal vinstriflokkanna á siðastliðnu sumri. Sú ástæða önnur sem stjórnarandstæðingar bera fyrir sig er ekki svara verð, nefnilega að þessu ráði illt innræti eitt saman, en segja má að fátt sé um röksemdir þegar sliku er veifað opinber- lega. Við verðum að gera okkur ljóst, að það er ekki þáttur i stéttabaráttu að standa á móti óhjákvæmilegum aðgerðum gegn vanda- sem steðjar að allri þjóðinni. Sannleikurinn er og sá að verkalýðs- hreyfingin er að ýmsu leyti raunsæ og hófsöm i þeim kröf- um eða óskum sem lagðar hafa verið fram af hennar hálfu nú nýlega. Það sýnir jafnframt hver vandinn er, sem við er að glima að allir aðiljar gera sér ljóst að hætta er á stöðvun atvinnurekstrar og atvinnuleysi ef eitthvað ber út af á næstu mánuðum, og þvi ber að fagna hve almennt samkomulag er um að fyrst og fremstverði að komast hjá þvi. í málgögnum stjórnarand- stæðinga er nú mjög hampað að fé hafi verið tekið af „al- menningi” og þvi stungið i vasa „atvinnurekenda og burgeisa”. Vitaskuld eru þetta aðeins áróðursorð sem harla erfitt getur reynst að gefa raunverulegt innihald. Það sem hefur gerst er á hinn bóginn það.að fé hefur verið tekið af almennri neyslu og það fært til atvinnu- rekstrarins, fyrirtækjanna. Það samþykkja allir að kjara- samningarnir á siðasta ári hafi flutt mikið fé frá fyrir- tækjunum til launþeganna, og það var meðal annars áíit margra verkalýðs- leiðtoga að boginn hefði verið hefði verið spenntur mjög hátt, að ekki sé minnst á þá röskun, sem varð i tekju- skiptingunni. Þegar skyndi- lega skipast veður I lofti og aðstaða þjóðarbúsins i heild verður öll örðugri verður ekk- ert viðþvi gert þótt fyrirtækin kalli á fé aftur til að verjast skakkaföllum og jafnvel stöðvun. Þeir sem neita þessu eru annaðhvort blindir á staðreyndir efnahagslifsins eða óvenjulega óvifnir. Það þýðir ekki að fresta nauðsynlegum aðgerðum jafnvel þótt þær verði óvinsælar. Þannig hafa ýmsir vixlar verið að falla á al- menning nú að undanförnu, og fáir munu halda þvi fram að einhverjir „burgeisar eða auðmenn” stingi i vasa sinn þvi fé sem varið hefur verið til ýmissa opinberra stofnana upp á siðkastið. Rafveitur, hitaveita, o.s.frv. eru nú einu sinni i opinberri eigu. Sama gildir um það fé sem verðhækkanir hafa flutt til fjölmargra fyrirtækja, sem rekin eru á vegum bæjar- og sveitarfélaga viða um land. Á nákvæmlega sama hátt er það furðuleg blinda að halda þvi fram að tekjur samvinnu- félaganna streymi til ein- hverra „atvinnurekenda”. Og þannig má lengi telja, enda vita menn það fullvel að veru- legur hluti islenskra fyrir- tækja er I félagslegri eigu á einn eða annan hátt. Óhlutvandir menn virðast mjög gangast upp i þvi að halda þvl að fólki, að skatta- eftirlit og bókhaldsreglur á Is- landi séu með ódæmum ófull- komin og „vanþróuð”, og vist er um það, að á þessu sviði stendur margt til bóta og van- kantur er margur. Hitt er þó öllum ljóst sem til þekkja, að eigendur hlutafjár geta ekki dregið fjármagn inn á einka- reikninga sina i fyrirtækjun- um án þess að slikt komi fram við endurskoðun eða framtal. Isl. fyrirtæki eru meira eða minna undir eftirliti að þessu leyti, samanber þá könnun sem nýlega var hafin á stöðu útgerðarinnar og sjávarút- vegarins yfirleitt. Þótt málum sé eðlilega á annan veg farið i einkafyrirtækjum fer það ekki fram lijá þeim sem fylgjast með þessum málum af opin- berri hálfu, hvort fé rennur fremur til eigin þarfa eigand- ans eða til fjárfestingar og framleiðslu. Lyfta þarf Grettistaki Það er rétt að það er misjafn sauður i mörgú fé, og það á raunar við um allar stéttir auðvitað, en það getur ekki talist annað en innihaldslaust gaspur að tala um það, að ver- ið sé að „hafa fé af alþýðunni” og iáta „braskarana hirða það”, þegar þjóðin bregst til varnar gegn óvenjulega mikl- um vanda i efnahagsmálum og ekkert má út af bera ef tryggja skal atvinnuöryggi i landinu og búa svo i haginn að llfskjörin verði tryggð eftir föngum og bætt I framtíðinni. Núverandi rikisstjórn var beinlinis til þess mynduð að snúast til varnar. Það verður um margt erfið barátta en stjórnin á að vera vel fær um að marka sér einarða stefnu ef félagslegt réttlæti, þjóðarhag- ur og góð samstaða fylgjast að. Þegar allt kemur til alls er stjórninni á höndum að vinna óhemjumikið starf ef vel á aö farnast, og nægir i þvi efni að vísa til þess sem blöðin hafa þegar birt úr nýkominni skýrslu Efnahags- og fram- farastofnunarinnar. Og þegar þess er minnst hvernig að- stæður eru i útveginum nú við upphaf loðnuvertiðar er sist ofmælt að lvfta þurfi Grettis- taki. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.