Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. febrúar 1975. TÍMINN 3 Strætisvagnastjórar neituðu að aka — mikil hálka á götum borgarinnar og fjöldi fólks beið árangurslaust eftir strætisvagni gébé Reykjavik — Feröir strætis- vagna i Reykjavik á miöviku- dagskvöld voru óreglulegar, svo ekki sé meira sagt, og féllu alveg niöur á timabili. Orsökin var sú, aö vagnstjórar neituöu aö aka vegna mikillar hálku á götum borgarinnar. Ekki þótti rétt aö dreifa salti á göturnar þá um kvöldiö vegna snjóélja, sem gengu þá yfir. Á miövikudaginn var þrjátiu tonnum af salti dreift á göturnar, en slikt kostar ,,aö- eins” litlar þrjú hundruö þúsund krónur. Skúli Halldórsson, skrifstofu- stjóri hjá Strætisvögnum Reykja- vikur sagöi i samtali viö Timann, að þetta væri mikiö vandamál, er. þaö kæmi til allrar hamingju sjaldan fyrir, að svo hált yrði á götum borgarinnar, aö strætis- vagnarnir kæmust ekki leiöar sinnar. Mikill fjöldi fólks beiö á hinum ýmsu biðstöðvum um alla borg- ina, og var það að vonum mjög ó- hresst yfir að komast ekki leiðar sinnar. — Það má segja að það séu okkar mistök I sambandi við þetta mál, sagði Skúli, að við hefðum átt að setja tilkynningar bæði i útvarp og sjónvarp, svo og á biöstöðvarnar, að vagnarnir gengju ekki á timabili og að ferðir yrðu mun færri, þegar liða tæki á kvöldið. Skúli sagði einnig, að vagn- stjórarnir gætu neitað að aka, þegar þeir teldu göturnar ófærar eða of hálar, eins og i þessu til- felli, og að þeir teldu sig ekki hafa vagnana nægilega vel útbúna fyrir slikan akstur, en vagnarnir eru allir á snjódekkjum. — Það er vagnstjórinn sem er ábyrgur, ef slys ber að höndum, og það er annað en auðvelt að aka tólf metra löngum vagni, fullum af farþegum, i færð eins og var á miðvikudaginn. Eins og áður sagði, gekk fólki mjög erfiðlega að komast leiðar sinnar á miðvikudagskvöldið, og þeir sem gáfust upp á að biða eftir strætó, reyndu þá að fá sér leigu- bila, en á leigubilastöðvunum vóru annir svo miklar, að biðtimi eftir leigubil var stundum tuttugu minútur. Vegna ummæla i einu dagblað- anna I gær sendi gatnamálastjóri frá sér tilkynningu þess efnis, að honum hefði ekki borizt beiðni um saltdreifingu fyrr en klukkan tiu umrætt kvöld, og þar sem það tekur 1—2 klukkutima að kalla út starfslið og dreifa saltinu, þótti ekki taka þvi, þvi að flestir .strætisvagnanna hætta akstri um miðnætti. Var þá ákveðið að hef ja saltdreifinguna klukkan fjögur á fimmtudagsmorgun, og var það gert. Það er geysilega dýrt að dreifa salti á götur borgarinnar, og segir I tilkynningu gatnamálastjóra, að á miðvikudaginn hefði þrjátiu tonnum af salti verið dreift, og væri kostnaður við það þrjú hundruð þúsund krónur. Ef af saltdreifingu hefði orðið á mið- vikudagskvöld, hefði slikt haft I för með sér óhemju aukakostnaö, og hefði ekki komið að neinu gagni daginn eftir, vegna snjó- élja, sem voru á miðvikudags- kvöidið. Þá kom það einnig fram i til- kynningu gatnamálastjóra, að saltbirgðir eru takmarkaðar, þannig að ekki er salt fyrir hendi nema I 3—4 útköll, en nýtt salt kostar átta þúsund krónur tonnið, þannig aö vega þarf og meta hversu brýn þörfin er fyrir salt- burð hverju sinni. Margvíslegar verð- hækkanir í vikunni UMTALSVERÐAR hækkanir hafa orðið á nokkrum vöruteg- undum undanfarna daga. Bensin- litrinn hefur hækkaö úr 51 krónu i 57 krónur vegna nýafstaðinnar gengislækkunar. Gasolia hækkaöi úr kr. 19.80 i kr. 24.00. Kaffikiló hefur hækkaö úrkr. 358.00 hvert kiló i kr. 420.00. t vikunni hækkaöi einnig verö á áfengi og tóbaki. Viski, vodka og brennivin hækkaði um 20%, og kostar nú flaskan af brennivini 1670 kr. og ákavitiö 1870 kr. Pólskt Nýtt loðnuverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi i gær eftirfarandi lágmarksverð á loðnu til bræðslu eftirgreind timabil á loðnuvertíð 1975: Frá 16. febrúar til 22. febrúar, hvert kg kr. 2.45 Frá 23. febrúar til 1. marz, hvert kg kr. 2.10 Frá 2. marz til 8. marz, hvertkg kr. 1.75 Frá 9. marz til 15. marz, hvertkg kr. 1.65 Frá 16. marz til loka loðnu- vertiöar, hvert kg kr. 1.60 Verð á úrgangsloðnu frá frysti- húsum skal vera 10% lægra en ofangreint verð. Auk framangreinds verös greiði kaupendur kr. 0.10 fyrir hvert kg frá 16. febrúar til 8. marz I loðnuflutningasjóð. Eftir þann Hvalir og hvalveiðar — fyrirlestur hjá Náttúrufræði- tima er ekki greitt framlag i loðnuflutningasjóð. Fulltrúum i Verðlagsráði er heimilt að segja verðinu upp frá og með 23. marz og hvenær sem er siöan, með viku fyrirvara. Verðið var ákveðið af odda- manni og fulltrúum loðnuseljenda gegn atkvæðum fulltrúa loðnu- kaupenda i nefndinni, en i henni áttu sæti: Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sem var oddamaður nefndarinnar, Guðmundur Jörundsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda og Guðmundur Kr. Jóns- son og Jón Reynir Magnússon af hálfu kaupenda. félag inu FRÆÐSLUFUNDIR Hins is- lenzka náttúrufræðifélags verða hér eftir haldnir i stofu 201, Arna- garði. Fundirnir eru opnir öllum áhugamönnum um náttúrufræði. Næsti fundur veröur haldinn mánudaginn 24. febrúar kl. 20.30. Þá heldur Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, fyrirlestur: Um hvali og hval- veiöar, einkum viö tsland. Kandidötum af- hent skírteini KANDIDÖTUM frá Háskóla ts- lands verða afhent prófskirteini sin laugardaginn 22. febrúar. At- höfnin fer fram i hátiðasal skól- ans og hefst kl. 14. Guölaugur Þorvaldsson rektor mun ávarpa kandidatana og deildarforsetar afhenda siðan prófskirteini. Þá syngur Háskóla- kórinn nokkur lög. Stjórnandi kórsins er Ruth Magnússon. Konan fundin 1 GÆR lýsti rannsóknarlögreglan eftir konu, sem horfið hafði frá heimili sinu á þriðjudag og ekki oröið vart siðan. Kona þessi hafði átt við sjúkleika að striða og átti að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki liöu nema fáeinar klukkustundir frá þvi, að lýst var eftir konunni i útvarpi, þar til tekizt hafði að hafa upp á henni, þvi að hún fannst um fjögurleytið i gærdag. vodka kostar nú 2350 kr. og rúss- neskt 2460 kr. Visklflaskan, sem áöur kostaði 2150 kr., kostar nú 2600 kr. Koniak, kampavin og II- kjörar hækkuðu um 25%, en léttu vinin hækkuöu minnst, eða um 17%. Verð á tóbaki hækkaöi um 15%. Mest seldu tegundirnar, sem áður kostuðu 127 kr., kosta nú 146 kr. hver pakki. Búast má viö að fleiri hækkanir fylgi i kjölfar gengisbreytingar- innar, svo sem á fargjöidum, og liggja fyrir rnargar beiönir um hækkanir á vöru og þjónustu hjá verðlagsnefnd. Furðufrétt í Mbl. t Mbl. i gær gat að lesa svo- hljóöandi frétt: „Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaöiö hefur aflað sér, eru nú til umræöu hjá bankastjórum Seölabankans og viðskiptabankanna mjög róttækar aðgerðir I peninga- málum. Aögerðir þessar eru enn á umræöustigi og hafa engar ákvarðanir veriö teknar um hvort þær koma til fram- kværnda eða ekki. Þær aðgerðir i peningamál- um, sem um er rætt, eru aðal- lega þessar: Hækkun vaxta og hefur þá verið rætt um að útláns- vextir fari upp i 21%. Aukin innlánabinding. Mjög veruleg takmörkun i útlánaaukningu bankanna. Verði af þessum ráöstöfun- um öllum eöa einhverjum þeirra er hugmyndin aö þær verði timabundnar og standi jafnvel aöeins I þrjá mánuði. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaöið hefur, voru hugmyndir þessar settar fram og ræddar á fundi bankastjóra Seölabankans og viðskiptabankanna, sem haid- inn var I fyrradag. í dag munu bankastjórar viöskiptabank- anna koma saman til fundar og ræða þessar hugmyndir og væntanlega mun bankaráð a.m.k. einhverra bankanna ræða þessi mál á föstudag, en siöan mun nýr sameiginlegur fundur bankastjóra Seðla- bankans og viöskiptabank- anna veröa haldinn á þriðju- dag i næstu viku. Jafnframt mun rikisstjórnin væntanlega ræða þessar hugsanlegu ráö- stafanir i peningamálum næstu daga". Hlutverk Seðla- bankans 1 tilefni af þessari frétt I Mbl. þykir rétt aö rifja hér upp upphaf 3. greinar laganna um Seölabanka islands. Það hljóðar á þessa leiö: „Hlutverk Seölabankans er: 1. aö annast seölaútgáfu og vinna aö þvi, aö peningamagn I umferð og framboö iánsfjár sé hæfilegt miöaö við það, aö verðlag haldist stööugt og framleiðslugeta atvinnuveg- anna sé hagnýtt á sem fyllsta og hagkvæmastan hátt”. Það liggur I augum uppi, aö eftir tvær gengisfellingar og stóraukin útgjöld atvinnuveg- anna af fleiri ástæöum, veröur óhjákvæmilegt aö auka rekstrarlán til þeirra, ef full- nægja á þvi markmiði Seöla- bankans, aö vinna að þvi, aö „framleiðslugeta atvinnuveg- anna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt”. Að öðrunt kosti hlýtur aö skapast atvinnuieysi, eins og varö af- leiðing pcningastefnunnar á árunum 1968—1970. Umræddu markmiði sínu, þ.e. að full- nægja þörfum atvinnuveg- anna fyrir rekstrarfé, á Seðla- bankinn m.a. að ná meö seöla- útgáfu innan þeirra marka, aö hún leiöi ekki til ofþenslu og ó- stööugs verölags af þeirri á- stæðu. Kenning, sem stóðst ekki Áður en núverandi kreppuá- stand i heiminum kom tii sög- unnar, var það trú margra hagfræöinga, að hægt væri aö verjast verðbólgu með háum vöxtum og lánsfjárhöftum. Þessi kenning má nú heita hrunin til grunna. Veröbólgan hefur haldið áfram aö magn- azt, þótt vextirnir hafi fariö hækkandi, en af vaxtahækk- unum og iánsfjárhöftum hefur viða leitt stórfellt atvinnu- leysi. Reynslan hefur sýnt, að jafnhliöa þvi, sem hávaxta- stefnan veldur atvinnuleysi, leiðir hún einnig til aukinnar verðbólgu. Háu vextirnir leiöa til veröhækkana, verðhækkan- ir til kauphækkana, kaup- hækkanir aftur til verðhækk- ana og þannig margfaldast veröbólguáhrif vaxtahækkun- arinnar á tiltölulega stuttum tima. Þetta sýnir jafnframt, aö sparifjáreigcndur græöa oft- ast ekki á vaxtahækkun, þegar til lengdar lætur, þvi aö aukn- ar vaxtatekjur þeirra eyöast fljótt vegna veröbólguáhrifa vaxtahækkunarinnar. Sökum oftrúar margra hag- fræöinga á áðurnefndar kenn- ingar, sem nú mega hrundar til grunna, eru þeir óviöbúnir aö mæta nýjum aðstæöum, eins og gleggst sést I Banda- rikjunum um þessar mundir. Þ.Þ. KABARETTSYNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA NÆSTKOMANDI laugardag kl. 2 verður frumsýndur I Háskóiabiói kabarettinn „Paradisarhjóliö”. Þetta er skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna meö dansi, söng og grini. Fyrri helmingur skemmtunar- innar er i anda aldamótanna sið- ustu og fram til 1945. Kallast sá þáttur sýningarinnar „Litið um öxl”. Þar rikir gleöi og fjör hinna góðu, gömlu daga, þegar villta vestrið var upp á sitt bezta, rómantikin i algleymingi, og ljómi Hollywoodstjarnanna blindaði allt umhverfi sitt. Framhald á 7. siðu. Atriði úr kabarettsýningunni i Háskólabiói á laugardaginn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.