Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 21. febrúar 1975. Margrét og Tony skilin d konunglega vísu Þetta þykir einstaklega góð og falleg fjölskyldumynd, en hins vegar er hún ekki eins sönn og hún er falleg. Það er Elisabet drottning, sem er sögð hafa fyrirskipað þessa uppstillingu, en Margrét og Tony búa ekki lengur saman, og Linley og Sarah sjá svo að segja aldrei foreldra sina. Sannleikurinn um fjölskylduhætti Margrétar mega þó ekki komast i hámæli, að þvi er Ellsabet telur. Eng- lendingar brostu ánægjulega, þegar Margrét og Tony giftu sig 6. mai 1960, þrátt fyrir það, að litil gleði væri viö brúðkaupið sjálft. Nú er langt siðan öll ham- ingja hvarf, og Margrét er oröin bitur og feitlagin 44 ára gömul kona, með óánægjuhrukkur á andlitinu. Hún sést aldrei við hlið manns sins, nema það sé al- gjörlega nauðsynlegt vegna opinberra skyldna. Þau eru skilin á konunglega visu. Það þýöir i beinum orðum, að þau búa ekki lengur saman, þótt þau dveljist reyndar undir sama þaki i Kensingtonhöll. 1 vetur hefur Margrét mestmegnið dvalizt hjá vinum sinum á Vest- ur-lndium. Opinberlega hefur verið látið i veðri vaka, að á- stæðan fyrir þessari dvöl henn- ar stafi af þvi, að henni sé holl- ara að halda sig frá raka loftinu og kuldanum i Englandi. Þaö er reyndar rétt, að hún þjáist stöð- ugt af kvefi, og má við mjög litl- um veðurbreytingum, svo hún fái ekki kvefpestir. Hin raun- verulega ástæða er hins vegar sú, að hún vill umfram allt losna við að vera i návist Tonys. Tony Armstrong-Jones sjálfur er nefnilega ekkert að dylja það lengur, að hann umgengst gjarna aðrar konur i London, og velur þær ekki af lakara taginu, hvað útlitið snertir. Þetta er mjög óskemmtilegt fyrir börn þeirra hjóna, Linley 13 ára og hina tiu ára gömlu systur hans. Þau sjá mjög sjaldan foreldra sina, og barnfóstrur sjá algjör- lega um uppeldi þeirra. Annars reynir Elisabet drottning að lita til með börnunum eftir þvi sem timi gei'st til, en hann er ekki alltof mikil, það er drottningin sjálf, sem hefur bannað Mar- gréti og Tony að skilja opinber- lega. Slikt gerist ekki i brezku konungsfjölskyldunni. En til þess að allt megi fara fram, eins og ætlazt er til, hefur sérstakur maður það starf með höndum að ná sambandi við Margréti og Tony, ef þau þurfa að koma ein- hvers staðar fram opinberlega. Þau talast tæpast við, nema brýna nauðsyn beri til. Kon- ungsskilnaðir svipaðir þessum tiðkuðust gjarna hér áður fyrr, og gera það reyndar enn meðal sumra konungsfjölskyldnanna i Evrópu. Nú er aðeins spurning- in, hversu lengi þetta verður látið ganga svo til, þvi allir vita jú, hvernig málum er háttað, og hvorki Margrét né maður hennar gera neitt sjálf til þess að dylja ástandið. Caroline Kennedy vill verða flugmaður Caroline Kennedy er nú 16 ára og á ekki aðra ósk heitari en að verða flugmaður. Hún hefur meira að segja gengið svo langt aö fara að læra flug, og veldur það móður hennar, Jackie Onassis, miklu hugarangri, vegna þess að henni er enn i fersku mínni, þegar Joseph ★ Kennedy, bróðir John F. Kennedys, fórst i flugslysi i striðinu, og einnig dó systir hans, Cathleen, i flugslysi i Frakklandi árið 1947. Fortölur móðurinnar hafa þó ekki borið árangur enn, og Caroline heldur áfram að sækja flugtimana sina. * Athyglisverðar tilraunird býflugum Býflugnaræktarstofnunin i Rjas- an hefur hafið tilraunir, er miða að þvi að þýöa ,,mál” byflugn- anna. 1 bykúpunum veröur kom- iö fyrir hljóönemum, sem ná jafnvel ógreinilegustu afbrigð- um þeirra hljóða, sem býflugurnar gefa frá sér. Reikna visindamennirnir með, að á þennan hátt geti þeir fundið samnefniö milli hinna breyti- legu hljóöa og þeirrar starf- semi, sem fram fer i býkúpunni. ★ Jarðskjdlftakort af Sovétríkjunum Sovéskir visindamenn eru nú að vinna að gerð nýs korts, er skipti Sovétrikjunum I jarð- skjálftasvæði, tiu að tölu. At- hyglisvert er, að á fjórum af þessum svæðum, sem liggja austast i Sovétrlkjunum, verður meira en helmingur þeirra jarö- skjálfta, sem skráðir eru i öllu landinu. Ráðgert er að ljúka vinnu viö gerð kortsins á þessu ári. Kortiö mun veröa til mikill- ar hjálpar fyrir þá, sem hanna og reisa byggingar, sem þurfa að standast jarðskjálfta af hin- um ýmsu stærðargráðum. DENNI DÆMALAUSI Það er bezt, að ég hringi I hr. Wilson til þess að athuga, hvort allt sé I lagi meö hann. Það eru allar dyr og allir gluggar læstir, og dyrabjallan er ekki i sam- bandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.