Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.02.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 21. febrdar 1975. TÍMINN 5 Sýningar á Suðurnesjum BH-Reykjavik. — Föstudaginn 21. febrúar kl. 20.30 mun frú Unnur Svavarsdóttir opna málverkasýningu á vegum JC á Suöurnesjum i húsi félagsins aö Kirkjuvegi 29 i Keflavfk, en þetta er liöur I þeirri starfsemi JC aö kynna hreyfinguna. Hefur félagiö i þessu skyni dreift „Fánabók- inni” svokölluöu tii allra 10 ára barna, búsettra sunnan Hafnarfjaröar, en ibókinni er fjallað um islenzka fánann og notkun hans. Þá hefur Leikfélag Selfoss veriö fengiö i heimsókn til Suöurnesja, en það mun sýna leikritiö „Sjö stelpur” I Félagsheimilinu Stapa sunnu- dagnn 23. febrúar kl. 21.00. Handbók bænda 1975 ÚTER kominn hjá Búnaöarfélagi tslands 25. árgangur Handbókar bænda. Aö þessu sinni eru greinar eftir 20 höfunda I bókinni. Þær eru um margvislegt efni. Arni Jóns- son landnámsstjóri birtir yfirlit um lánareglur Stofnlánadeildar landbúnaöarins, eins og þær voru i lok siöasta árs. Þá er grein eftir Jóhann Ólafsson, fulltrúa á Bú- reikningastofunni, um helztu niöurstööur búreikninga fyrir áriö 1973. Sveinn Einarsson veiöistjóri skrifar um skotvopn og veiöar og um villimink. t Handbókinni 1974 var upphaf aö yfirliti um markverða þætti i búnaöarsögunni. Afram er haldið nú, og yfirlit þetta hefur Guð- mundur Jónsson, fyrrv. skóla- stjóri, tekið saman. Kafli er I bók- inni, sem ber heitiö „Spjallað við bændur”. Þar eru birtar spumingar og svör, sem áöur hafa verið tekin fyrir i sam- nefndum útvarpsþætti. 1 jarða- ræktarkaflanum eru leiðbeining- ar um áburðarskammta á mis- munandi gróöur. Þar er ritaö um betri nýtingu búfjáráburöar og hvernig skuli bregöast við hækk- uðu áburðarverði. Skýrt er frá nokkrum tilraunaniðurstöðum. Einnig leitað álits bænda um árangur ræktunar vetrarhafra og risarepju. Þá eru itarlegar leið- beiningar um ræktun kartaflna og gulróta. Þeir, sem hafa lagt efni af mörkum i þennan þátt, auk rit- stjórans, eru Árni Jónasson, Grimur B. Jónsson, Óli Valur Hansson, Óttar Geirsson, Magnús óskarsson, Matthias Eggertsson, Bjarni Guöleifsson, Kristinn Jónsson og Guömundur Sigurðs- son. Arni G. Pétursson ritar grein, sem ber heitið Fjár- mennska og fóðrun. Jón Viðar Jónmundsson skrifar um val og uppeldi ásetningskvigna. í kafl- anum Byggingar og bútækni tek- ur Magnús Sigsteinsson bútækni- ráöunautur fyrir kraftfóðursiló og áburöargeymslur og grindargólf i fjárhúsum. Auk þess eru leið- beiningar um hirðingu og still- ingu á fjárklippum i sama kafla og grein um vatnsveitur. Þá eru ábendingar til þeirra, sem vilja rækta ribs- og sólber. Óli Valur Hansson og Axel Magnússon eru með leiðbeiningar ætlaðar garðyrkjubændum. Auk þess, sem hér hefur veriö talið, er fjöldinn allur af öðrum greinum og stuttum ábendingum. I bókinni eru birtar aö þessu sinni 44 hestavisur, sem Guðmundur Jósafatsson frá Brandsstöðum hefur safnað. Handbókin er 456 bls. og kostar kr. 600. Ritstjóri er Agnar Guðna- son. Bókin var prentuð i Guten- berg. Fjármálaráðuneytið, 13. feb. 1975 Tilkynning til atvinnubifreiðastjóra Meö heimild I reglugerö nr. 264/1974 sbr. reglugerö nr. 74/1970, um innheimtu þungaskatts samkvæmt öku- mælum af bifreiðum, sem eru 5 tonn eöa meira aö eigin þyngd, hefur fjármálaráöuneytiö ákveöiö eftirfarandi: Að afturkalla frá og með 1. april n.k. heimild til notkunar ökurita I stýrishúsi til þungasksttsákvörðun- ar, nema fram hafi farið sérstök skoöun á ökuritunum og viðgerð, þar sem þurfa þykir. Umráðamönnum þeirra bifreiöa er hér um ræðir ber þvi aö færa þær til skoðunarmanns fyrir 1. april n.k. Komi I ljós viö álestur, aö mælisskoðunin hafi ekki ver- iö framkvæmd ber eftirlitsmanni að tilkynna inn- heimtumanni það án tafar. Þungaskattur veröur þá áætlaður á sama hátt og ef komiö heföi i ljós að mælir væri ekki I bifreiöinni. Jafnframt ber bifreiðaeftirlits- manni að stöðva notkun bifreiðarinnar nema umrædd mælisskoðun hafi farið fram. Skoðun ökuritanna samkvæmt framansögöu fer fram hjá VDO verkstæöinu Suðurlandsbraut 16 til 1. april. 1 ráði er aö eftirlitsmaður verði sendur á nokkra staði utan Reykjavikur I ofangreindum tilgangi. Munu við- komustaðir verða auglýstir siöar. Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt KOSTA KJÖR Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild Skoðið húsgagnaúrvalið - það er hvergi meira - og verðið"er við allra hæfi. Við bjóðum staðgreiðslu afslátt eða JL-kaupsamninga. Aðeins 1/4 hluti sem útborgun og eftirstöðvarnar eigið þér kost á að fá lánaðar til allt að 18 mánaða. Fjallað um alþýðufræðslu í Norræna húsinu NÁMSKEIÐ fyrir leiðbeinendur I námsflokkastarfsemi og fullorö- insfræðslu veröur haldið I Nor- ræna húsinu dagana 21.-23. febrú- ar n.k. Starf námshópa og fræðsluhringa hefur um langt skeið verið einn gildasti þáttur fullorðinsfræöslu og alþýðu- menntunar á Norðurlöndum, og nú er þessi námsaögerö I vaxandi mæli að komast á hér á landi. Kennarar og leiðbeinendur og aðrir áhugamenn á þessu sviði hafa þó litt átt þess kost að fá fræöilega og verklega þjálfun i þessum mikilvæga þætti alþýðufræðslu. Þvi hefur Nor- ræna húsið i samráði við ýmsar stofnanir og samtök, sem leggja stund á fullorðinsfræðslu, viljað stuðla að slikri þjálfunmeðþvi að efna til ofangreinds námskeiðs. Tveir sænskir sérfræðingar verða til leiðbeiningar, Karl Högemark, rektor viö lýðháskólann i Vara, og Kjell Gustafsson, svæðisstjóri i Stokkhólmi. Námskeiðið hefst með fyrir- lestri fyrir almenning, sem Karl Högemark heldur i fundarsal Norræna hússins föstudagskvöld- ið 21. febrúar kl. 20:30, og talar hann þá um alþyðumenntun og inntak og markmið alþýðu- fræðslu. Laugardag og sunnudag verður hins vegar samfelld kennsludagskrá fyrir sjálfa þátt- takendur i námskeiðinu. Grænar baunir Ora heil dós kr. 108 Grænar baunir Ora hólf dós kr. 68 Libby's tómatsósa kr. 111 Maggy súpur kr. 59 Ritz kex kr. 71 Jakob's tekex kr. 64 Sani Wc pappír 25 rúllur kr. 918 Eldhúsrúllur fró kr. 126 C-1 1 10 kg. kr. 141 Oxan 3 kg. kr. 498 Vex 3kg. kr. 498 Vörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1A, SÍMI 86t12. REYKJAVIK Auglýsið i Tímanum ^

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.