Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Laugardagur 22. febrúar 1975 Laugardagur 22. febrúar 1975 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þaö er mikiö i húfi i dag. Þú skalt vera viö öllu búinn, þvi aö á miklu veltur, hvernig þú bregzt viö, og þaö er ekki gott aö segja, hversu oft reynir á þetta á þessum eina degi. En allt fer vonandi vel aö lokum — bæði heima fyrir og á vinnustaðnum. Fiskarnir (19. febr.—20. marz) Þú ert i finu formi i dag, likamlega og andlega, og þaö skaltu einmitt notfæra þér til þess aö bæta aöstöðu þina i hvivetna. Þú skalt búast við kveðju, jafnvel i bréfsformi, og það verður þér til ánægjuauka, ef þú leggur réttan skilning i oröin. Hrúturinn (21. marz—j-19. april) Það er gott aö taka ákvörðunina i dag, sem um skeiö hefur verið að brjótast um i þér. Þú ert viss um, aö þetta sé orðrétt, en ef þú dregur þetta enn á langinn, er ekki að vita, nema ekkert veröi af þessu, og þú getur liöið fyrir þaö. Nautið (20. april—20. mai) Þú ert eitthvað ruglaöur i riminu i dag og heldur, að þú getir komið i framkvæmd hlutum, sem eru algerlega óraunhæfir. Þú skalt þess vegna ekki einu sinni eyða frekari tima i að brjóta heilann um þá, og frekar hvilast i dag en brambolta út i bláinn. Tviburar (21. mai—20. júni) Þér gengur harla erfiðlega að fá aðra til að fá áhuga á hugmyndum þinum. En þú skalt ekki láta hugfallast. Ef þú sjálfur trúir á þær, skaltu framkvæma þær, þrátt fyrir skilningsleysi ann- arra. Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Krabbinn (21. júni—22. júli) Eldri kynslóðin erharla svartsýn, en það er ekki nokkur ástæða til þess, og sannleikurinn sá, að þessi svartsýni bitnar eingöngu á þvi sjálfu. Rómantikin er nefnilega i loftinu hjá unga fólk- inu.og það má ekki vera að þvi að sinna öðru. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú hefur væntanlega fullan hug á að bæta hag þinn eða aðstööu,og nú er einmitt rétti dagurinn til slikra hluta. Kipptu þér ekki upp við, þótt þú fáir fréttir, sem þér falla ekki sem bezt. Það er engin alvara á bak við þær. Jómfrúin (23. ágúst— 22. sept.) Þú skalt gera þér ljóst, að það er ekkert nema starf og meira starf, sem getur bætt ástandið hjá þér. Gerðu þennan dag að timamótum i lifi þinu með þetta i huga. Það má alltaf bæta á sig smá- starfi, ekki sizt þegar svona er komið. Vogin (23. sept.—22. okt.) Þú skalt vera varfærinn i peningamálum i dag, enda þótt það sé svo sem engin sérstök ástæða til ótta i þeim efnum, þvi að yfirleitt er þetta bezti dagur fyrir þig. Þú mátt búast við góöum frétt- um annað hvort frá eða af góöum vini. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þú skalt gera þér ljóst, að þú verður að finna nýjar leiðir i ýmsum málum, sem þú hefur verið að velta fyrir þér. Gömlu leiðirnar eru orðnar úreltar, og það hjálpar ekkert að eyða tima i frekari heilabrot. Þú hefur samband við ætt- ingja. Bogmaðurinn (22. nóv—21. des.) Þú ættir að kappkosta að reyna að komast i kynni við nýtt fólk. Það gæti orðið til þess að styrkja aðstöðu þina. Þú ættir ekki að taka neina áhættu i peningum i fjármálum i dag. Þetta er ekki rétti dagurinn fyrir skuldbindingar eða samninga. Steingeitin (22. des.—rl9. jan.) Þaö getur vel verið, aö það verði vandasamt að velja úr þá, sem þú leitar tilumaðstoð, en hjá þvi verður samt naumast komist. Þú ættir að skoða hug þinn vandlega og ekki rasa um ráð fram i þeim efnum, þvi að nú er talsvert i húfi. Verzlunarmenn ókyrrast FULLSKIPUD stjórn Landssam- bands islenzkra verzlunarmanna hefur gert samþykkt, þar sem mótmælt er „siendurteknum að- gerðum rlkisvaldsins, sem leitt hafa til þess, að kjarabætur þær, sem samið var um I febrúar 1974, eru að engu orðnar”. Segir siðan, að kaupmáttur launa hafi á siðustu tólf mánuðum minnkað svo mikiö, aö óbærilegt séfyrir þá, sem hafa lágar tekjur, og hafi siöustu aögeröir I efna- hagsmálum ekki auðveldað lausn þess vandamáls. Siðan er skir- skotað til þess, að launþegar hafi sýnt stjórnarvöldum mikið um- burðarlyndi, en nú verði ekki lengur við unað, og „þvi er hætta á, að til vandræða geti dregið, ef stjórnvöld bera ekki gæfu til að gera fljótt og skýrt grein fyrir þvi, hvernig þau ætli að bæta tekjulægri hópum þjóðarinnar þá miklu kjaraskeröingu, sem þeir hafa orðið fyrir”. BRÉFIN liggja á skrifborði Landfara, og nú er að velja i - dálka hans i dag. Efst eru bréf um sjónvarpið, gulrófurnar og alvizkuna, svo að viða er drepið niður og að mörgu hugað eins og vera ber. Villuráfandi þáttur Höfundur fyrsta bréfsins er P. Run. Hann segir: „Svei mér þá, ef skemmti- þátturinn á þriðjudagskvöldið hefur ekki verið i einhvers kon- ar hafvillum. Mig grunar sterk- lega, að hann hafi átt heima i bamatimanum, en villzt inn i kvölddagskrána. Handa full- orðnu fólki hefur tæpast veriö. Þetta var dæmigerður stutt- buxnaþáttur af þvi tagi, sem missir alveg marks, þegar fólk er komið af vissu aldursskeiði. Með þvi er ekki veriö að litils- virða þá, sem enn eru nógu ungir að árum til þess að hafa gaman að svona nokkru — það er sjálfsagt þvert á móti sönn guðs gjöf að vera bernskur i lund og hafa skemmtun af litlu”. Gulrófnafrúin H.Kr.beinir orðum sinum til frúar einnar fyrir austan, „fall- egrar konu og grannrar”, en dá- litið reikullar i meðferð talna: „Þegar svo er komið, að t.d. gulrófur, teknar upp úr is- lenzkri mold, eru seldar hér á sama verði og suðrænir ávextir, sem fluttir eru til landsins yfir óraviddir heimshafanna á dýr- um skipum . . .” Þessi orð standa i Mbl. sunnu- daginn 16. febrúar 1975. Höfundur þeirra er Herdis Her- móðsdóttir, falleg kona og grönn, samkvæmt mynd, sem með er birt. Frúin fullyrðir, að hún fari rétt með tölur. Það er hennar aðalsmark i málflutningi. Hún fullyröir lika að almenningur viti, aö hún nefnir réttar tölur. I tilvitnuðum orðum trúarinn- ar um verð á gulrófum og ávöxtum eru að visu engar tölur nefndar. Þar er ekki farið með neinar tölur. Þó er þar að min- um skilningi afdráttarlaus full- yrðing, að islenzkar gulrófur séu seldar á sama verði og suð- rænir ávextir. Þegar ég haföi lesið þetta, hringdi ég i nokkrar verzlanir og spurði um verð. Samkvæmt þvi er þetta söluverð i dag: Rúsinur...............352 kr. kg. Appelsinur.........130kr.kg. Bananar...............159 kr. kg. Gulrófur............65—78 kr. kg. Ég held að frúnni hafi ekki veriö alls kostar sjálfrátt þegar hún samdi ritgerð sina eins og mér þykir þó andlitið laglegt. Æ, — af hverju fór nú Mbl. að birta þetta?!” Hlutverk lækna „Hálf-sjötugur” rekur svo lestina. Hann greinir á við Rauðsokkahreyfinguna, sem honum þykir ekki nýtizkuleg i öllu. Orð hans eru á þessa leið: ,,í bréfi, sem Rauðsokka- hreyfingin sendi alþingis- mönnum var að þvi fundið að lagt sé til i frumvarpi til laga, aö fræösla i skólum um kynferðis- mál skuli heyra undir skóla- yfirlækni. Þetta er kallað að taka úr höndum skólayfirvalda og þykir benda til þess að kynlif sé talið sjúkdómur. í fyrsta lagi hélt ég nú aö skólayfirlæknir mætti teljast til skólayfirvalda, svo að þau mál sem hann sæi um,væru alls ekki komin úr höndum skólayfir- valda. Tilefni þessa bréfs er þó eink- um afturhaldið og forneksjan i hinu aöhalda að störf lækna eigi aðeins að vera bundin við sjúkdóma. Þetta er afturhalds- rödd frá horfinni öld. Þeir, sem tilheyra tuttugustu öldinni i hugsun og skoðunum, vita það vel, að starf lækna er fyrst og fremst heilsuvernd og heilsugæzla — að vernda heilbrigt lif með hollum ráðum og lifsreglum. Er það fjarri lagi að telja umrædda fræðslu falla undir það? Hvernig stendur á svona þursaskap og afturhaldi hjá nýjum hrey f ingum ? ? ” Alvitur og alvizkan „Stopull lesandi” skrifar: „Alvitur situr fyrir svörum i Heimilis-TImanum, og meðal þeirra, sem svara leita er „kunningjakona Alvitur”. Helzt virðist brestur I alvizkuna, þegar kemur að .beygingar- fræöinni, og er „kunningjakona Alvitur” kom til sögunnar, hrökk þetta upp úr mér: Alvitur mun aldrei beygjast Alvitur ég lesið hefi. Alvitur frá skal ekkert segjast. Alvitur hefur bein i nefi.” VORKAUPSTEFNAN í LEIPZIG HEFST 9. MARZ Viðskipti okkar við A-Þjóðverja jukust stórlega órið 1974 útflutningurinn til A-Þýzkalands 13 faldaðist SJ-Reykjavik Vörukaupstefnan i Leipzig verður haldin 9,—16. marz næstkomandi, en þessi alþjóðlega kaupstefna hefur veriö haldin vor og haust i meira en átta hundruð ár. Aö þessu sinni eru sýnendur yfir 9000 frá 60 þjóð- löndum, en sýningarsvæðið er 350.000 fermetrar. A kaupstefn- unni verður mikið úrval tækni- og neyzluvara, auk vefnaðarvöru og fatnaðar, bóka, heimilistækja, leirmuna og glervarnings. Þróunarlöndin skipa veglegan sess meðal sýnenda. Indverjar taka þátt i kaupstefnunni i Leip- zig I tuttugasta sinn, og er hlutur þeirra á sýningunni mestur er- lendra þátttakenda. Um hundrað fyrirlestrar verða fluttir á meðan kaupstefnan stendur yfir, og eru fyrirlesarar sérfræðingar frá 13 löndum. Alltaf sækja einhverjir íslend- ingar kapstefnuna i Leipzig, en Kaupstefnan—Reykjavikt Hafnarstræti 5, veitir upplýsingar og afhendir kaupstefnuskirteini. Að sögn Alfreðs Muhlmanns, verzlunarfuIltrúaAlþýðulýðveldis- ins Þýzkalands hér á landi, hafa utanrikisviðskipti lands hans Opinberir há- skólafyrirlestrar HJÓNIN Eva og Odd Nordland, dósentar við Oslóarháskóla, flytja opinbera fyrirlestra i boði Heimspekideildar Háskóla ís- lands. Fyrirlestur dr. phil. Evu Nord- land verður þriðjudaginn 25. febr. og nefnist: Aktivitetsniva og kromosomforskning. Ett bidrag til psykö-genetikken'. Fyrirlestur dr. phil. Odd Nord- land verður miðvikudaginn 26. febr. og nefist: Islandsk syn pa norsk rikshistorie för Snorre. Báðir fyrirlestrarnir verða i stofu 201, Arnagarði, og hefjast kl. 17,15 stundvislega. ölium er heimiil sðgangur. u.þ.b. 20 faldazt frá þvi árið áður en Alþýðulýðveldið var stofnað, þ.e. 1949. A sama tima hafa þjóð- artekjur A-Þjóðverja sexfaldazt, og nú tekur þá um sex vikur að framleiða sama magn iðnaðar- vara og þeir framleiddu á heilu áriö 1949. Utanrikisviðskipti A-Þjóöverja við sósialistarikin jukust um yfir 11% frá árinu 1973 til 1974, og viö- skiptin við önnur lönd um 8%. Árið 1974 keyptu A-Þjóðverjar vörur af Islendingum fyrir 308,7 milljónir króna, eða 13 sinnum hærri upphæð en árið áður, aðal- lega fiskimjöl, söltuð ufsaflök og kaviar. Auk þess keyptu þeir kisilgúr fyrir 60 milljónir, en þau viðskipti fóru fram I gegnum millilið. Við fluttum hinsvegar inn kali, bila, sykur, vefnaðarvör- ur og hljóðfæri frá A-Þýzkalandi fyrir 129,4 milljónir isl. kr., sem er tvöföld sú upphæð sem inn- flutningurinn frá A-Þýzkalandi nam árið 1973 Um 75% utanrikisviðskipta A- Þjóðverja eru við önnur sósialisk rlki, en 25% við önnur lönd. Helztu viðskiptaþjóðir þeirra utan sósialistarikjanna eru ítalir, Frakkar, Hollendingar, Sviar og V-Þjóðverjar. Sextiu þjóöir taka þátt I vorkaupstefnunni I Leipzig aö þessu sinni, en hana sækja kaupsýslumenn og sérfræðingar frá meira en 90 löndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.