Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 22. febrúar 1975. Caroline vill vera hversdagsleg Caroline af Mónakó gerir allt sem hún getur til þess aö stinga ekki i stúf viö félaga sina. Þaö siöasta, sem hún hefur tekiö upp á i þessum tilgangi, er aö hjóla um alla Parisarborg I stað þess aö þjóta um I dýrum og finum bil. Þetta fellur Grace móöur hennar ekki sem bezt, en dóttir- in gerir eins og hún sjálf vill, og lætur skoðanir móðurinnar sig engu skipta. Fjölmargir ungir menn fylgjast af áhuga með Caroline. Flestir þeirra eru bara hversdagslegir stúdentar i stórborginni, og hvaö myndi mamma gera, ef hún vissi það? Hér er Caroline á hjólinu sinu, og hjá henni stendur einn skóla- bróðir hennar, sem mun ekki vera af neinni sérstakri ætt. Aukin skógrækt Skógræktardeild landbúnaöar- akademiunnar I Moskvu hefur sett sér þaö markmið að fimm- falda ársframleiösluna af timbri úr um 2.5 milljónum rúmmetra á hektara I um 12.5 milljónir rúmmetra. Meö aöstoð töíva er veriö aö gera „model” af hagkvæmustu aöferðum viö skógrækt og trjáplöntum, og veriö er að gera kort, sem sýnir samsetningu jarövegarins á skógarsvæöum framtiöarinnar, regnmagn, hitastig o.s.frv. í grennd viö Moskvu er veriö aö gera þjóögarö sem veröur 500 ferkilómetrar aö stærö, og á öðrum staö i héraöinu umhverf- is Moskvu á aö græöa skóg á 650 ferkilómetra svæöi. 2000 óra fornleifafundur Hópur listfræðinga, sem vinnur viö uppgröft á Dalversin-Tepa- svæöinu, hefur fundiö kamb úr filabeini. Kamburinn er af ind- verskum uppruna og mynd- skreyttur. Hann mun vera um 2000 ára gamall. Aðeins fótleggirnir þess virði að horfa á þó Nú er Josephine Baker orðin 70 ára, og hún er enn ofarlega á vinsældalistanum og á fjölda- marga aðdáendur. Það kom m.a. vel I ljós, þegar hún kom nýverið fram i Kaupmannahöfn með gerviaugnahár og i net- sokkum. Á meðan hún var þar i borg, sagði hún blaðamönnum, að hana langaði alltaf mest til Sviþjóðar. Kannski gefst henni tækifæri á að sýna Sviunum fall- egu fótleggina sina, en þeir eru að verða það eina, sem fallegt ku vera við hana, eftir þvl sem kunnugir segja. * r Astin er mér það mikilvægasta Nú er Omar Sharif orðinn 42 ára gamall, og enn dreymir hann um að ástin mikla eigi eftir að verða á vegi hans. — Ég vil verða ástfanginn, jafnástfang- inn og ég var, þegar ég var tvi- tugur. Enn dreymir mig um að hitta konuna, sem ég get búið með það sem eftir er af lifinu. Og hvernig á hún svo að vera? Hún þarf ekki að vera fögur, en hún verður að vera vel gefin. Ég lifi einsamall núna, en mér leið- ist að hafa ekki neinn hjá mér, sem ég get rætt framtiðina við, og látið mig dreyma dag- drauma með. Ég vil hafa ein- hvern hjá mér, sem ég get leyst með krossgátur og spilað við bridge. Þetta sagði maðurinn, sem svo ósköp margar konur vilja gjarna fá að eyða lifinu með, en engin hefur orðið fyrir valinu ennþá. DENNI DÆMALAUSI Þú ert eins og eldflaug, en ég dett strax niöur aftur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.