Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 16
Laugardagur 22. febrúar 1975. BHITER haugsugan er einnig traust eldvarnatæki Guðb|örn Guöjónsson SÍS-lOIHJlt fyriryóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖO SAMBANDSINS ■- Þungir dómar í Watergate-málinu Samkvæmt þeim verða Ehrlichman Haldeman og Mitchell að dúsa tvö og hálft ár í fangelsi Reuter—Washington. — John Sir- ica, dómari i svonefndu Water- gate-máli, kvaö i gær upp dóma yfir sakborningum í málinu — þeim John Mitchell, fyrrum dómsmálaráöherra, John Ehr- lichman, fyrrum ráOgjafa Richard Nixons, þá Bandarikja- forseta, i innanrikismálum, Robert Haldeman, fyrrum starfs- mannastjóra Hvita hússins i for- setatiö Nixons, og Robert Mardian, er var i forsvari fyrir kosninganefnd Nixons i forseta- kosningunum áriö 1972. Þessir fjórir hlutu allir fang- elsisdóma fyrir hlut sinn I Water- gate-málinu, og voru dómarnir þyngri en búizt var við fyrirfram. Þeir fengu allt aö fimm ára fangelsis refsingu fyrir samsæri og tilraun til aö hindra framgang réttvisinnar, og að auki allt að þriggja ára fangelsi fyrir rangan framburð fyrir dómi og önnur brot á réttarfarsreglum. Þetta þýðir, að þeir Mitchell, Ehrlich- man og Haldeman þurfa að sitja minnst tvö og hálft ár i fangelsi. Fjórmenningarnir sýndu litil svipbrigði, er Sirica kvað upp dómana yfir þeim — þó sagði Mit- chell brosandi við fréttamenn að lokinni dómsuppkvaðningu: — Hann hefði getað dæmt mig til að sæta ævilangri sambúð með Mörtu! (Marta Mitchell var gift dómsmálaráðherranum fyrrver- andi, en skildi við hann.) Þeir sakfelldu hafa tíu daga til að áfrýja dómunum til áfrýjunar- dómstóls, sem er annað dómstig af þremur innan alrikis dóm- stólakerfisins i Bandarikjunum. Élll^SHORNA %'ÁIVIILLI Ný stjórn í Thailandi Reuter—Bankok — Ráöherra- listi hinnar nýju mínnihluta- stjórnar i Thailandi var birtur i gærkvöldi, en stjórnin tekur formlega viö völdum I næstu viku. i stjórninni á sæti fjöldi stjórnmálamanna, er veriö hefur á öndveröum meiöi viö fyrri stjórn landsins. Það var forsætisráðherra hinnar nýju stjórnar — Seni Pramoj, sem er kominn fast aö sjötugu og er leiðtogi Lýö- ræöisflokksins — er tilkynnti skipan stjórnarinnar, en áður hafði Bhumibol konungur samþykkt ráðherralistann fyrir sitt leyti. Stjórnin stendur ekki vel að vigi, þar eð hún nýtur aðeins stuðnings91 þingmanns af 269, er sæti eiga á þingi landsins. Til að geta stjórnað, þarf hún, að sögn Reuter-fréttastofunn- ar, að hafa stöðugt samráð við tuttugu ólika hagsmunahópa. Prófsteinn á fylgi stjórnarinn- ar veröur stuðningsyfirlýsing við hana, er kemur til atkvæða i þinginu innan tiu daga. Stjórn Seni veröur fyrsta stjórnin i Thailandi, sem mynduð er eftir þingræðisleg- um leiðum frá þvi her- foringjastjórn þeirri, er um árabil fór með völd i landinu, var steypt af stóli i október árið 1973. Seni Pramoj Ný sókn Eþíópíuhers í Eritreu Reuter—Addis Ababa — Harö- ir bardagar geisuöu I gær I Eritreu. Eþiópiuher, sem hef- ur yfirburöi i vopnastyrk — bæöi i lofti og eins á landi — réðst i gær á nokkrar stöövar skæruliöa Þjóðfrelsis- hreyfingar Eritreu (ELF) i einu. Takmark stjórnarhers- ins er aö þurrka hersveitir skæruliöa út, svo aö borgara- styrjöldin dragist ekki á lang- inn — meö ófyrirsjáanlegum afleiöingum. Barizt var a.m.k. á þrem stöðum I Eritreu i gær, en fréttir bárust ekki af neinum umtalsveröum sigri Eþiópiu- hers á skæruliðum. Reuter- fréttastofan sagði i gær, aö til þessa hefðu hinar miklu loft- árásir, samfara stórskotahrið á landi, ekki kostað mikið mannfall i liði skæruliða, sem er mjög hreyfanlegt — aftur á móti færi ekki hjá þvi, að árásirnar hefðu niðurdrepandi sálræn áhrif á skæruliðana. Allt umhverfis Admara, höfuðborg Eritreu, geisuðu bardagar, svo að drungi færð- ist á ný yfir borgina: Götur voru mannlausar og sölubúðir lokaðar. Þá var barizt i ná- grenni hafnarborgarinnar Massawa, en þjóðvegurinn milli hennar og Asmara hefur verið á valdi skæruliöa næst- um allt frá þvi bardagar mögnuðust i Eritreu i siðasta mánuði. Landsbyggðin sækir ó í Noregi NTB—Osló. — Norska hag- stofan hefur birt tölur um fólksfjölgun i Noregi á siöasta ári. i ljós kemur, að fólki hefur fjölgaö I öllum fylkjum lands- ins á árinu — nema höfuöborg- inni Osló. Norðmenn eru nú tæpar 4 milljónir að tölu (nánar tiltek- ið 3.990.000) og fjölgaði alls um 25 þúsund á siðasta ári. Ehrlichman Haldeman Mitchell • • Oryggismólaróðstefna Evrópu: Lýkur rdðstefnunni í Helsinki í sumar? Vonir um samkomulag í Genf glæðast Reuter—Genf — A öryggismála- ráöstefnu Evrópu, er 35 riki sitja, hefur fulltrúum fjögurra hlut- lausra rikja veriö faliö aö undir- búa þriöja og siðasta fund ráö- stefnunnar, sem ætlað er aö ganga endanlega frá yfirlýsingu um öryggi i Evrópu. Sovétrikin, sem áttu hugmynd- ina að öryggismálaráðstefnunni, hafa hvatt til, að þessi lokafundur ráöstefnunnar verði fundur æðstu manna viðkomandi rikja og hald- inn i Helsinki sem fyrst. Onnur riki, þ.á.m. Bandarikin, hafa ljáð máls á þessu, svo framarlega sem viðunandi árangur náist á fundinum i Genf. Möguleikar á samkomulagi i Genf jukust til muna fyrr i vikunni, er fulltrúar Rúmeniu féllust á málamiðlun, en þeir hafa lengi neitað að samþykkja drög að yfirlýsingu, er legið hafa frammi að undan- förnu. Rúmensku fulltrúarnir hafa fram að þessu krafizt þess, að i yfirlýsingunni sé tekið fram, að erlendar hersveitir megi ekki vera staðsettar innan landamæra rikis, nema með samþykki viðkomandi rikisstjórnar. Krafa þessi er augljóslega sprottin af innrás sovézka hersins i Tékkóslóvakíu árið 1968. í mála- miðlunardrögunum er ekki minnzt á þetta atriði — hins vegar hefur fyrir tilstuðlan rúmensku fulltrúanna verið tekið inn i drög- in ákvæði um bann við beitingu valds i viðskiptum rikja. Samvinnunefndin á öryggis- málaráðstefnunni — sem i raun og veru er valdamesta stofnun ráðstefnunnar — hefur farið þess á leit við fulltrúa Austur-rikis, Finnlands, Sviss og Sviþjóðar, að þeir byrji þegar að koma saman dagskrá lokafundar ráðstefnunn- ar, svo og hefji jafnframt undir- búning að öðrum þáttum fundar- ins. Ljóst er að mikil vinna biður enn ráðstefnufulltrúa. Enn eru t.d. óleyst deilumál á borð við óheft ferðafrelsi, frjálsar út- varpssendingar og skyldu til að tilkynna fyrirhugaðar heræfing- ar. Sáínt sem áður telja fjölmarg- ir fulltrúa á ráðstefnunni ekki úti- lokað, að hægt verði að halda þriðja og siðasta fund ráðstefn- unnar i júli n.k. i Helsinki. A myndinni eru taliö frá vinstri ráöherrarnir: Valde Nevalainen, Finniand. Anna-Greta Leijon, Sviþjóö, Gunnar Thoroddsen, island. Ingemund Bengtson, Sviþjóö. Leif Aune, Noregi. Norðurlandaróðherrar: Ræddu samvinnu á sviði vinnumála Mánudaginn 17. þ.m. komu ráð- herrar Norðurlanda, sem annast vinnumál, saman til fundar i Reykjavik undir forsæti dr. Gunnars Thoroddsen félagsmála- ráðherra. Fundinn sátu: Valde Nevalainen, vinnumála- ráðherra Finnlands, dr. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- og félags- málaráðherra lslands, Leif Aune, samgöngu- og vinnumálaráð- herra Noregs, Ingemund Bengt- son, vinnumálaráðherra Sviþjóð- ar, og Anna-Greta Leijon, ráð- herra án stjórnardeildar I Svi- þjóö. Enn fremur sátu fundinn embættismenn hlutaðeigandi ráðuneyta og fulltrúar frá nor- rænu raðherranefndinni. Danski vinnumálaráðherrann, Erling Dinesen, gat ekki sótt fundinn. A þessum fundi var fjallað um ýmis mál, sem siðan skyldu rædd á sameiginlegum fundi ráðherr- anna og félagsmálanefndar Norðurlandaráðs, en sá fundur var haldinn i Alþingishúsinu 18. þ.m., og stjórnaði honum formað- ur nefndarinnar, norski þingmað- urinn Asbjörn Haugstvedt. A fundi þessum voru rædd ýmis atriði varðandi samvinnu Norðurlanda á sviði vinnumála, en eins og kunnugt er hefur um margra ára skeið verið i gildi samningur milli Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóðar um sameiginlegan vinnumarkað. Meðal annars var rætt um það, hvaða áhrif oliulindir Noregs kunni að hafa á vinnumarkaðinn i Noregi og á öðrum Norðurlönd- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.