Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.02.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 22. febrúar 1975. Ræft við fulltrúa á þingi Norðurlandardðs — Gaf kost á mér til þingmennsku vegna áhuga á byggða- og félags- málum, en hafn- aði auðvitað í menningarmálum! Rætt við Per Olof Sundman, rithöfund og þingmann Miðflokksins sænska Per Olof Sundman ræöir viö Jón Heigason alþingismann og Per Borten, fyrrum forsætisráöherra Noregs. Sslrái' V' \Sl % nQi 51 '• ■ a| i 1» ÍBil., U I PER Olof Sundman er þekktur sænskur rithöfundur, sem gefiö hefur út skáldsögur og smá- sagnasöfn, og aö auki ritað hand- rit bæöi fyrir sjónvarp og kvik- myndir. Sundman hlaut bók- menntaverðlaun Noröurlanda- ráðs árið 1968. Sundman hefur átt sæti á þingi um sex ára skeið fyrir Miðflokk- inn. — Per Olof Sundman. Er ekki sjaldgæft, að rithöfundar sitji á þingi f Svíþjóö? — Jú, ég er nánast sá eini, sem á sæti á þingi sem stendur. Stell- an Arvidson (S), sem er kunnur rithöfundur, átti lengi sæti á þingi, en er nýhættur þingmennsku. — Lfturðu á þig öðru fremur sem fulltrúa rithöfunda og ann- arra listamanna á þingi? — Satt að segja gaf ég kost á mér til þingmennsku vegna áhuga á byggðamálum og félagsmálum. Reyndin hefur hins vegar orðið sú — að likindum vegna ritstarfa minna — að ég hef gefið mig hvað mest að menning- armálum. Siðast en ekki sizt hef ég svo haft sérstakan áhuga á öllu, er litur að norrænni sam- vinnu. (Þess má geta, að Sundman er mikill Islandsvinur og hefur oftsinnis gist Island.) — Aö undanförnu hefur Miö- flokkurinn sænski veriö f mikilli sókn. Hverjar eru orsakir þessar- ar fylgisaukningar flokksins? — Það er rétt — flokkurinn hefur bætt við sig fylgi — einkum þó i tveim siðustu þingkosning- um. Orsakirnar? Arið 1962 hóf Miðflokkurinn mikla baráttu inn- an þings sem utan, fyrir nýrri stefnu i sænskum stjórnmálum — stefnu, er byggðist einkum á öflugri byggðastefnu samfara valddreifingu á sem flestum sviðum þjóðfélagsins. Fyrst i staö mætti þessi stefna mikilli andstöðu, en að fimm — sex árum liðnum haföi hún þó 'haft þau áhrif, að sænska stjórnin tók undir hluta aö stefnuatriðunum. Enn rikir samt sem áður djúp- stæður ágreiningur milli okkar miðflokksmanna og jafnaöar- manna, t.d. i byggða-, umhverfis- og félagsmálum, aö ógleymdri afstööunni til þess, hvar valdið eigi aö liggja. Viö leggjum áherzlu á valddreifingu, en jafnaöarmenn eru tregir til og hallast fremur að sterkri miðstjórn. Þaö er enginn vafi á þvi, að stefna okkar hefur fallið i góðan jarðveg, bæði hjá eldri kjós- endum og ekki siður hjá þeimyngri. Stefna okkar i umhverfismálum ræður ekki sizt afstöðu yngri kjósenda. — Hvaöa þjóöfélagshópar fylgja Miöflokknum aö málum? — Bændur hafa um áraraðir fylgt flokknum, svo og aðrir þeir, er búa úti á landi. A siðari árum hefur fylgi flokksins einkum auk- izt i þéttbýlinu, og það er alls kyns fólk, sem gengið hefur til liðs við hann — t.d. smáatvinnurekendur, iðnverkamenn o.s.frv. Ég get upplýst lesendur Timans um það, að rannsóknir, er geröar voru nýlega á kjósendum hinna ein- stöku flokka, leiddu i ljós, að kjós- endur Miöflokksins hafa að jafnaði lægstar tekjur af kjós- endum fjögurra stærstu stjórn- málaflokkanna i Sviþjóð — kjós- endur Kommúnistaflokksins eins (sem er sá fimmti i röðinni) höfðu lægri meðaltekjur, en þess ber aö geta, að meðal þeirra er tiltölu- ega margt námsfólk, er hefur litlar sem engar tekjur. Þessar niðurstöður eru að minu mati mjög athyglisverðar. — Þú hefur aö undanförnu starfað I menningarmálanefnd Noröurlandaráös. A vegum nefndarinnar hefur fariö fram ft- arleg könnun á samstarfi nor- rænna sjónvarpsstööva. Er von til þess, aö viö islendingar getum haft eitthvert gang af þessu sam- starfi I náinni framtiö? — Það liggur i augum uppi, að staða íslendinga er önnur aö þessu leyti en annarra Norður- landaþjóða, meðan ekki er hægt að taka á móti beinum útsending- um frá öðrum löndum með hjálp gervihnatta. Fram að þeim tima, að þetta vandamál hefur verið leyst, er hægt aö hugsa sér, að íslendingar taki þátt i þessu samstarfi með ýmsum hætti. T.d. mætti senda hingaö samnorrænar dagskrár með flugi og sýna þær svo stuttu seinna i islenzku sjónvarpi. Og fleiri leiðir eru eflaust til. — Fyrir nokkru var samþykkt I Noröurlandaráöi tillaga um aö setja á stofn þýöingamiöstöö fyrir Noröurlönd. Hvernig liöur fram- kvæmd þeirrar samþykktar? — Gert er ráð fyrir, að þýðinga- miðstöðin taki til starfa i ár. Þegar hefur verið skipuö stjórn- arnefnd hennar, og kemur hún væntanlega saman i næsta mánuöi. Tilkoma þessarar þýöingamið- stöðvar er mjög mikilvæg fyrir rithöfunda, bókaútgefendur — og vonandi lesendur. Aftur á móti er ég þeirrar skoöunar, aö fátt eitt verði nýtt af bókum, meðan aðeins fást 5000 d ,kr. til að styrkja þýðingu bókar yfir á annaö nor- rænt mál. Upphæðin er að minum dómi of lág, sé um meiri háttar skáldverk að ræða — og þvi þarf nauðsynlega að hækka hana. — ET. Ályktanir aðalfundar ^Nl HLUTI Bandalags kvenna í Reykjavík Uppeldis- og skólamálanefnd Aöalfundur Bandalags kvenna i Reykjavik haldinn dagana 6. og 7. nóvember 1974 ályktar eftirfar- andi: 1. Aðalfundurinn skorar á borg- arráð og fræðsluráð Reykja- vikurborgar aö hraða sem auð- ið er framkvæmdum til úrbóta á þvi vandræðaástandi sem nú rikir I mataræði barna og ungl inga á grunnskólastigi og vill I þvi sambandi benda á eftirfar- andi: 1) Komið verði á mjókursölu tii ungmenna i öllum skólum á grunnskólastigi. 2) Komiö verði á sölu á brauð- samlokum með hollu áleggi i öllum skólumá grunnskólastigi og hætt sölu á sætabrauði. 3) Athugun verði látin fara fram á þvi, hvort ekki geti verið heppilegt að nota I þessu skyni til bráðabirgða færanlegt húsnæði þar sem húsnæði er ekki þegar fyrir hendi. 2. Aðalfundurinn Itrekar fyrri áskorun sina til hæstvirts Alþingis og rikisstjórnar að beita sér fyrir þvi, að allír iðn- skólar landsins verði gerðir að rikisskólum með fulkominni verknámskennslu. Jafnframt beinir fundurinn þvi til sömu aöila, að þeir hlutist til um þaö, að verknámsmenntun verði gerð jafn eftirsóknarverö og aðrar menntabrautir. 3. Aðalfundurinn itrekar enn áskorun sina frá fyrri fundum til Barnaverndarnefndar Reykjavikur, að hún láti birta stuttar, gagnyrtar áminningar um löglegan útivistartima ung- menna i fjölmiðlum, aðallega sjónvarpi og útvarpi. (Dæmi: Foreldri, veiztu hvar barniö þitt er núna, klukkan er.?) Jafnframt fer bandalagið þess á leit viö barnaverndarnefnd, að hún hlutisttil um það, að sett verði upp i Strætisvagna Reykjavikur spjöld með áminningum um útivistartima ungmenna svo og ýmis hegöunarmál. 4. Aöalfundurinn vill enn á ný á- minna forráðamenn barna um þá miklu hættu, sem börnum stafar af hinni sivaxandi umferð. Jafnframt skorar fundurinn á forráðamenn barna og lögreglustjóra að heröa á eftirliti með Utivist barna og hvetur dómsvaldið til róttækra aðgerða i þessum efn- um, t.d. með þvi að beita sekt- um ef þurfa þykir, sbr. 44. gr. reglugerðar um vernd barna og ungmenna. 5. Aðalfundurinn itrekar fyrri áskorun sina til lögreglustjór- ans I Reykjavik að breyta gild- andi reglum um ökuskírteini þannig, að þau veröi að endur- nýja árlega frá 17 ára aldri til tvitugs og verði þá hverju sinni veitt með sömu skilmálum og eins árs skirteini eru veitt nú. 6. Aðalfundurinn skorar á for- ráöamenn sjónvarps að hefja sem fyrst tilraunir með skóla- sjónvarp og taka aftur upp tungumálakennslu, þar sem vitaö er aö mikill áhugi er fyrir tungumálakennslu i sjónvarpi. 7. Aöalfundurinn skorar á fræðsluyfirvöld að auka fræðslu um skaðsemi tóbaks- reykinga (t.d. með mynda- sýningum) og sjá um að þessi fræðsla verði stöðugt I gangi. Jafnframt beinir fundurinn þvi til sömu aðila að vera vel á verði gagnvart neyzlu fikni- efna. 8. Aðalfundurinm beinir þeirri áskorun til hæstvirts Alþingis og rikisstjórnar að hrða sem auðið er afgreiðslu „frumvarps til laga um heimilisfræða- skóla”, sem legið hefur fyrir Alþingi siðan 1973. VII. Verðlags- og yerzlunarmálanefnd Aðalfundur Bandalags kvenna I Reykjavik, haldinn dagana 6. og J. nóvember 1974, ályktar eftir- arandi: 1. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til hæstvirts Alþingis og rikisstjórnar að láta tafar- laust fara fram athugun á þvi, hvernig hægt sé að verðtryggja sparilán manna (sérstaklega sparifé aldraöra), þar sem sffelldar gengisfellingar og mikil verðbólga gerir það að verkum, aö sparaður eyrir verður einskis virði. 2. Aöalfundurinn skorar á borgarráö og borgarstjórn að hraða byggingu á leiguhúsnæði fyrir aldraða (svipað og Norðurbrún 1). Jafnframt beinir fundurinn þeirri áákorun til borgarstjórnar að hafizt veröi sem fyrst handa um aö koma upp fámennum vist- heimilum fyrir aldrað fólk, sem þarf á aðstoð og hjúkrun að halda. 3. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til verðlagsstjóra, að hann hlutist til um það, að birt verði mánaöarlega I dagblöð- unum meðalverð á helztu nauö- synjum til þess að neytendur eigi hægar með að fylgjast með verölagi á hverjum tima. 4. Aðalfundurinn beinir þeirri áskorun til forráðamanna sjón- varps að þeir hlutist til um, að komið veröi á föstum neyt- endaþætti I sjónvarpinu, þar sem fjallað verði m.a. um manneldi og neytendahag- fræði. 5. Þar sem kartöfluuppskeran virðist vera fremur léleg i ár, þrátt fyrir gott árferði, itrekar aöalfundurinn fyrri áskoranir sinar til Grænmetisverzlunar rikisins um, að hún vinni markvisst, að þvi aö bæta kartöfluframleiðsluna, t.d. með upplýsingaþjónustu og að- haldi við framleiðendur. Þá vill fundurinn beina þvi til sömu aðila að vanda vel til geymslu- húsnæöis og allrar meðferðar á kartöflum, þar sem kartöflur eru holl fæða, sem þarf aö vera daglegur þáttur i mataræðinu. 6. Aðalfundurinn Itrekar fyrri ályktanir sfnar um nauðsyn þess að koma fisksölumálum I borginni I betra horf og beinir þeirri eindregnu áskorun til borgarráðs og borgarstjórnar að setja sem fyrst ákvæði um öflun og dreifingu fisks til verzlana á borgarsvæðinu. Greinargerð: Þar sem dreif- ing á fiski til fisksala virðist vera að mestu skipulagslaus og verð á fiski hefur margfaldazt á undanförnum árum, telur fundurinn brýna nauðsyn á þvi, Framhald á bls. 10.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.