Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.03.1975, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. marz 1975 15 © Týr komi upp eldur. Að sjálfsögðu læsast þær ekki, heldur hallast aftur, og koma þannig i veg fyrir siig, sem er hættulegastur í elds- voðum um borð i skipum, sagði Guðmundur. — Af öllum þeim tækninýjung- um hér um borð, er ég hvað hrifnastur af hinu fullkomna Asdiki. Það auðveldar okkur alla eftirgrennslan neðarsjávar, sagði Guðmundur og kimdi. — Okkur er ekkert óviðkomandi. Með tilliti til björgunarstarfa skipsins má benda á hið rúmgóða þyrluþilfar, sem gefur okkur kost á aö hafa stærri þyrlur um borð, en við höfum haft til þessa. Að ööru leyti er björgunarútbúnaöurinn byggð- ur á gamalli reynslu okkar, og hefur ekki tekið neinum breyting- um við tilkomu þessa skips. Segja má að hann byggist nær eingöngu á gúmmibj örgunarbátum, sagði Guðmundur ennfremur. — Varðskip eru venjulega lengi úti I hvert sinn og þvl er mikil- vægt aö vel sé búið aö áhöfninni, sem er 23 menn. Hefur veriö vandað sérlega mikið til I þvl sambandi og Ibúöir eru mjög vel úr garði gerðar. Sérstaka athygli vakti, hvað skipið er bjart og rúmgott. Setustofa er búin þægindum á viö slika I landi, ef ekki betur, og þar getur áhöfnin látið fara vel um sig. Þar verður komið fyrir fyrsta myndsegulbandinu, sem sett veröur I íslenzkt skip, auk þess sem hægt verður að útvarpa léttri tónlist og öðru skemmtiefni um hátalarakerfi skipsins frá kass- ettu-segulbandi I loftskeytastöð skipsins. Svona myndsegulbönd eru algeng hér á Norðurlöndum og má nefna, að Norðmenn senda kasettur með efni um allan heim til skipa sinna. Þó sjónvarp sé einnig um borð hjá okkur, sézt það nú ekki alltaf, og á sárafáum stöðum, kringum Vestmannaeyj- ar og út af Suðvesturlandi, auk bess sem við sjáum sjónvarp fyrir austan, að visu úti á hafi, ekki inni á fjörðum, sagði Guð- mundur. Aö endingu sagðist Guðmundur vonast til þess, að skipið yrði full- frágengið innan skamms, en var þó heldur svartsýnn, vegna frek- ari verkfalla I Danmörku, sem þó hafa ekki seinkað skipinu til þessa. — En nú erum við komnir meö fjögur stór skip, og þá er náttúrlega meiri möguleiki á því, að eitt skip geti fallið út, til viðhalds og viðgerða. Ekki er gott að segja um, hvort einhver meiri endurnýjun verði á flotanum, þetta er svo óþekkt stærð, þessar 200 mflur, og ekki að vita hvernig gæzla þeirra verður I fram- kvæmd. Fjögur skip ná auðvitað aldrei að verja það svæði, ef sútt er I það, en komi einhver friðsam- leg lausn, þá er þetta ekkert vandamál. ísinn og hafdýpið gæta stórs hluta og siðan má geta þess, að einhver endurskoðun verður á flugflota gæzlunnar, og hann auk- inn. Vörnin verður þó alltaf skipanna, sagði Guðmundur Kjæmested. Forstjóri Arhus flydedokk, Duer, upplýsti, að fullbúið kostaði skipið 30 milljónir danskra króna, og er það fast verð, samkvæmt samningum, sem gerðir voru 1973. Til gamans má geta þess, að sama daginn og forsætisráðherra var hér að undirrita samninga var gengið hækkað á Islandi. Hvort það hefur verið út af þessum kaupum veit ég ekki, enda skilst mér, að nokkrar gengisfellingar hafi orðið siðan, sagði Duer. 20% skipsverðsins hafa Is- lendingar nú þegar greitt, en afganginn lánar Danmarks, Skibscredit fönd, til 8 ára á 7 1/2% vöxtum. Þær seinkanir, sem orðið hafa á afgreiðslu skipsins eru tvlþættar, sagði Duer. í fyrsta íagi seinkaði vélunum frá Man, og I öðru lagi, þótt undarlegt megi virðast, á þessum tímum at- vinnuleysis hér í Danmörku hefur vantað faglærða skipasmiði. Vonum við aö úr þeim málum rætist innan skamms, þvl við erum rétt hálfnaðir með smíði 8 dráttarbáta, sem fara eiga til Klna. Hið nýja varðskip, sem verður auðvitað flaggskip gæzluflotans, verður svo vopnað fallbyssu, sem er af stærðinni 57 mm, pkv 44. Það er dönsk heiðursskota fall- byssa frá 1925 afturhlaðin. Ólafur Jóhannesson Einar Agústsson Sveinn Jónsson FUF í Reykjavík boðar til almenns stjórnmálaf undar: Hvað er framundan í efnahagsmálum? FUFI Reykjavik heldur almennan stjórnmálafund að Hótel Esju miðvikudaginn 5. marz n.k. klukkan 20. Fundarefni: Hvað er framundan I efnahagsmálum? Stuttar framsöguræður flytja ráðherrarnir ólafur Jóhannesson og Einar Ágústsson, sem siðan munu svara spurningum fundarmanna. Fundarstjóri Sveinn Jónsson, formaður FUF I Reykjavlk. Selfoss Framsóknarfélag Selfoss heldur fund I kvöld þriðjudaginn 4. marz kl. 20,30. Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður ræðir um efnahagsmál og málefni kjördæmisins. Félagsmenn eru hvattir ^ til að mæta. Stjórnin. Skaftfellingar Þórarinn Sigurjónsson alþingismaður verður til viðtals laugar- daginn 8. marz I félagsheimilinu Leirskálum, Vlk i Mýrdal, kl.14 til 16. 0 Búnaðarþing rækt, og ég verð að segja að mér hefur llkað það bærilega. Það væri t.d. frá minum bæjardyrum séð, mjög erfitt að vera með sér- hæfðan sauðfjárbúskap i jafn snjóþungu héraði, og S-Þingeyj- arsýsla er og það væri litt fram- kvæmanlegt nema með aðkeyptu vinnuafli yfir aðalannatimana, — og það er staðreynd, að erfitt er að fá fólk t.d. um sauðburðinn. Ég hef ekki trú á, að þetta sé nein algild regla, og að þetta fari talsvert mikið eftir héruðum. Vinnuálagstopparnir eru meiri I sauðfjárbúskap heldur en I naut- gripabúskap, en I þeim siðar- nefnda er hins vegar miklu jafn- ari vinna og stöðug, — og það eiga margir erfitt með að sætta sig við jafnt vinnuálag. Teitur kvað stærsta vandamál bændastéttarinnar það, hvernig bændur gætu keypt þær rekstrar- vörur sem nauðsynlegar eru, eftir þær gifurlegu hækkanir á áburði og fóðurbæti. Sagðist hann ekki sjá, hvernig bændur ættu að geta keypt nauðþurftir, þegar fram hefur komið að lánastofnarnir ætluðu að minnka mjög útlán sin. — Við þurfum fjármagn til að halda búskapnum gangandi og þegar svelta á atvinnuvegina sé ég ekki, hvernig bændur geta t.d. keypt rekstrarvörur. Ég tel, að það sé ráð að setja innflutnings- hömlur á vissar vörutegundir, þvl ég tel, að frjálsræði undanfarinna ára I þeim efnum, hafi ekki leitt gott af sér, sagði Teitur Björns- son á Brún að lokum. Lögfræði- fyrirlestur Lögfræðingafélag Islands og lagadeild Háskóla íslands boða til almenns félagsfundar þriðjudag- inn 4. marz n.k., þar sem dr. Henry J. Abraham prófessor ræð- ir efnið „court reform.” Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Fundurinn veröur haldinn i stofu 101 á 1. hæð i Lögbergi, húsi lagadeildar Háskólans, og hefst kl. 20.30 á þriðjudagskvöld. Dráttarvél óskast Farmall DLD 2, 14 hestafla, eða D 217, 17 hestafla. Einnig kemur 19 hestafla Far- mall til greina. Þurfa ekki að vera gang- færar. Upplýsingar gefur óskar Guðlaugsson, Nesi. Simi um Djúpavog, Suður-Múla- sýslu. Menntamálaráðuneytið 28. febrúar 1975. Laus staða — .li/nff1 Jf Staða skjala varðar I Þjóðskjalasafni tslands er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins- Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi I sagn- fræði eða skyldum greinum. Umsóknir um starf þetta með upplýsingum um nám og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 25. mars næstkomandi. Félagsmálaskóli Framsóknarflokksins Marz-námskeið i fundarsköpum og ræðumennsku og stjórnmálum. 1. Laugardaginn 8. marz kl. 1.30. Setning. erindi: Fundarreglur og félagsstörf leiðbein- andi. kl. 4.30erindi: Atvinnuvegirnir og efnahags- lifið. Tómas Arnason alþingismaður. 2. Sunnudaginn 9. marz kl. 1.30 erindi: Fiokksstarfið og skipulag Framsókn- arflokksins. Þráinn Valdimarsson fram- kvæmdastj. kl. 4.30 erindi: Ræðumennska og málflutn- ingur leiðbeinandi, málfundaræfing. 3. Þriðjudaginn 11. marz kl. 8.00 málfundaræfing. 4. Miðvikudaginn 12. marz kl. 8.00 erindi: Almenningur og skrifstofubáknið. Vilhjálmur Hjálmarsson ráðherra. 5. Fimmtudaginn 13. marz kl. 8.00 málfundaræfing. 6. Laugardaginn 15. marz kl. 1.30 erindi: Þingflokkurinn og þingstörf. bórar- inn Þórarinsson alþingismaður kl. 4.30 erindi: Framsóknarstefnan leiðbein- andi. 7. Sunnudaginn 16. marz kl. 1.30 hringborðsumræður: Stjórnarsamstarfið og stjórnmálaviðhorfin. Fyrir svörum verða: Ólafur Jóhannessen Einar Agústsson Halldór E. Sigurðsson, Steingrimur Hermannsson. Eftir hvert erindi verða frjálsar umræður og fyrirspurnir. Leiðneinandi verður Jón Sigurðsson. Námskeiðið verður haldið I húsa- kynnum Framsóknarflokksins að Rauðarár- stig 18 Reykjavik. Frekari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu flokksins þar, simi: 24480. Austur- Skaftafellssýsla Árshátið Framsóknarfélags Austur-Skaftfellinga verður haldin að Hótel Höfn Hornafirði, laugardaginn 8. marz. Avörp flytja • Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra og Halldór Asgrimsson alþingismaður. Nánar auglýst siðar Félag framsóknar kvenna í Reykjavík Fundur verður að Hallveigarstöðum fimmtudaginn 6. marz n.k. Fundarefni: Sigríður Thorlacius form. Kvenfélagasambands Is- lands flytur erindi: Hugleiðingar i tilefni af kvennaárinu og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir bæjarfulltrúi í Hafnarfirði segir frá Alþingi. Freyjukonur og Hörpukonur eru velkomnar á fund- inn. St-jórnin. Borgarnes og nógrenni Framsóknarvist verður spiluð I samkomuhúsi Borgarness föstu- dagskvöldið 7. marz kl. 9 siðd. Siðasta kvöld þriggja kvölda keppni. Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélagið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.