Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 6. marz 1975 TÍMINN Borgarstjórí vildi ekki samvinnu um lausn á fjárhagsvanda borgarinnar FB—Reykjavik — A fundi borg- arráðs þriðjudaginn 4. marz lögðu Kristján Benediktsson, Sigurjón Pétursson og Björgvin Guðmundsson fram tillögu varð- andi gerð fjárhagsáætlunar borg- arinnar. Tillagan er svohljóðandi: „A undanförnum árum hafa drög að fjárhagsáætlun borg- arinnar verið samin af sparnað- arnefnd i samráði við forstöðu- menn hinna ýmsu borgarstofnana og fyrirtækja. Borgarráð hefur siðan fengið tillögur þessara aðila til umfjöllunar, oftast fullmótað- ar, og þvi átt erfitt með að gera á þeim veigamiklar breytingar. Við yfirstandandi endurskoðun Á fjárhagsáætlun borgarinnar samþykkir borgarráð að marka nú þegar þá meginstefnu, sem fylgt verður við endurskoðunina. 1 þessum tilgangi ákveður borgarráð að halda aukafund, þar sem eingöngu verði rætt um f jár- hagsáætlunina og stefna mörkuð vegna endurskoðunarinnar. Á fundinum liggi fyrir eins ná- kvæmt og tök eru á, hve mikið fé vantar til að endar nái saman, miðað við núgildandi fjárhags- áætlun og óbreyttar framkvæmd- ir. Borgarráð ákveði, hvernig vandanum verði mætt með ein- hverjum eða öllum af eftirtöldum leiðum: 1. Auknum tekjum. 2. Auknum eða breyttum lánum. 3. Sparnaði i rqkstri. 4. Niðurskurði framkvæmda. Drö'g að nýrri fjárhagsáætlun verði siðan samin á grundvelli þeirrar ákvörðunar, sem borgar- ráð tekur." Borgarstjóri bar þá fram breytingartillögu við tillögu þre- menninganna, þar sem lagt var til að gerð f járhagsáætlunar yrði með svipuðum hætti og verið hefur. Var þar með hafnað sam- vinnu við minnihlutann i borgar- stjórn um lausn á fjárhagsvand- ræðum borgarinnar. Rannsókn lokið á orsökum sprengingarinnar á Akureyri þegar húsið ab Löngumýri 20 gjöreyðilagðist gébé-Reykjavik — A miðsvetrar- fundi Sambands islenzkra raf- veitna, sem lauk i gær, voru lagð- ar fram greinagerðir sérfróðra manna, vegna sprengingar, sem varð i húsinu að Löngumýri 20, Akureyri i september sl., en eins og kunnugt er, eyðilagðist húsið gjörsamlega, er næturhitunar- tankur sprakk i þvi. Orsakir sprengingarinnar eru taldar þær, að spólurofi hafi ekki rofið raf- straum að hitatúbum, þar sem snertur hans höfðu hitnað óeðli- lega og segja skoðunarmenn að spólurofinn sé veikasti hlekkur straumrásarinnar og liklegt sé að rofinn hafi brunnið inni. Allar lik- ur benda þvi til að snertur spólu- rofans hafi brunnið saman og þar með hafi fjarstýrisrofi og termó- stöt orðið óvirk og vatnið i tankn- um þvi yfirhitnað. Sprengingin varð i húsinu að morgni 27. september, en þá voru dómkvaddir, af bæjarfógetanum Akureyri, þeir Stefán Stefánsson og Pétur Bjarnason vélaverk- fræðingar, til að framkvæma skoðun á vegsummerkjum og lýsa hugsanlegum orsökum þess, að húsið eyðilagðist i sprengingu. Þegar komið var að húsinu i Löngumýri 20, var það að stórum hluta hrunið, en brak úr þvi og annað lauslegt hafði dreifzt vitt um nágrennið. Athugun leiddi skjótt i ljós, að næturhitunartankur, sem var i kyndiklefa i kjallara hússins var valdur að eyðileggingunni. Hófst hreinsun á rústum hússins þegar sama morgun undir eftirliti lög- reglu og var sérstök aðgát höfð á öllum hlutum er snertu upphitun hússins. Eigandi hússins, Sig- 17 fyrirtæki sýna á kaupstefnunni ísl. fatnaður FB-Reykjavik. Kaupstefnan tslenzkurfatnaður verðurh'aldin i 14. sinn á Loftleiðum dagana 6. til 9. marz. Á kaupstefnunni verður sýnd vor- og sumartizka frá 17 fyrirtækjum. 1 gær var verið að koma tizkuvörunum fyrir, og tók þá ljósmyndari blaðsins, Róbert, þessa mynd. Fyrirtækin, sem að þessu sinni taka þátt i kaupstefnunni, eru Álafoss, Anna Þórðardóttir hf. prjónastofa, Artemis sf. nærfata- gerð, Bláfeldur sf., Bót hf fata- gerð, Elgur hf Fatagerð JMJ hf., Fataverksmiðjan Hekla, Klæði hf., Lady hf., Lexa — hálsbinda- gerð, Papey sokkaverksmiðja, Prjónastofan Iðunn hf., Skógerðin Iðunn, Sjóklæðagerðin hf., verk- smiðjan Max hf., Verksmiðjan Dúkur hf. og Vinnufatagerð Is- lands hf. Unnið að þvl að koma fyrir sýningarvörum á kaupstefnunni I gær. Myndin er af sýningarbás JMJ á Akureyri. Timamynd Róbert. mundur Björnsson hafði verið fjarverandi nokkurn tima, og hafði hann áður slökkt á upphitun næturhitunartanks, með þvi að slökkva á handstýrðum ljósarofa. Að kvöldi dags 25. september kveikti sonur húseiganda aftur á sama rofa i þeim tilgangi að hita upp miðstöðvarvatn i tanknum. Samkvæmt þvi kom straumur á raftúbur kl. 21:30, þegar fjar- stýribúnaður i aðalspennistöð, sló inn straumi á næturhitun I hverf- inu og upphitun tanks hófst að nýju. Að öllu eðlilegu, var straumur á raftúbum i 9 klst. fram til kl. 6:30 að morgni næsta dags,en þá skyldi fjarstýribúnað- ur i aðalspennistöð rjúfa straum á næturhitun i hverfinu fram til kl. 21:30 um kvöldið. Af atvikum er ljóst, að upphitun tanksins hefur ekki farið fram á eðlilegan hátt og stýring upphit- unarinnar brugðizt. Nærtækt væri að álita að termóstöt hefðu bilað, en það skýrir ekki þá miklu upp- hitun er varð i tanknum, þvi hefði önnur bilun ekki komið til, gat hitastig I tank mest orðið 90-110 gráður C miðað við 18 tima upp- hitun. Bilun i termóstötum verður þvi ekki hér um kennt. Ljóst er að varmaflutningur til kerfisins hefur verið til muna meiri og er ekki hægt að rekja það til annars en bilunar i spólurofa. Allar likur benda til, að snertur spólurofans hafi brunnið saman og þar með hafi fjarstýrirofi og termóstöt orðið óvirk. Ályktun bessa drógu verkfræðingarnir af eftirfarandi atriðum: 1. Yfirhit-, un miðstöðvarvatns verður rakin til bilunar i spólurofa. 2. Útlit hans bendir mjög til þess að hann hafi brunnið fastur. 3. Rofinn vann undir mun hærra álagi um lengri tima, en hann var gerður fyrir og þvi ekki óeðlilegt, að hann ofhitnaði. 4. Þess eru dæmi að snertur i spólurofum hafi brunnið saman og valdið yfirhit- un miðstöðvarvatns. Það verður þvi að teljast ljóst, að spólurof inn hafi brunnið fastur strax aðfaranótt 26. september og fjarstýrirofi þvi ekki getað komið i veg fyrir að straumur væri á raftúbum og ekki heldur termó- stötin siðar, þegar hitastig i tank hafði náð innstilltu hitastigi þeirra. Rafstraumur hefur þvi verið inn á raftúbur allt frá kl. 21:30 25. sept. og fram til morg- uns hinn 27. sept. þá er sprenging- in varð, eða I 34,5 tima. Virkjunarrann- sóknir á Norður- landi vestra Hin fyrirhugaða Kröflu- virkjun á að geta tekið til starfa á árunum 1976 eða 1977. Samkvæmt orkuspá, sem gerð hefur verið fyrir Norðurland, verður orkan frá Kröflustöð- inni fullnýtt árið 1982, og þá verður aftur orkuþurrð norð- anlands, ef ekki kemur til meiri orka. Sjö ár eru þvi til stefnu. Talað hefur verið um virkj- un Blöndu eða jökulsánna i Skagafirði, en undirbúnings- rannsóknir eru skammt á veg komnar. Látið hefur verið uppi,'að þær athuganir, sem gerðar hafa verið á hag- kvæmni Blönduvirkjunar, bendi til þess, að hún sé álit- leg. i viðtali við Timann á laugardaginn var sagði Hauk- ur Tómasson jarðfræðingur, að þrjátiu milijónum króna þyrfti að verja til borana vegna Blönduvirkjunar á þessu ári, og viðlika mikiu á næsta ári, ef unnt ætti að vera að bjóða verkið út að þeim tima liðnum. Til þessara bor- ana væru á hinn bóginn aðeins ætlaðar fimm milljónir króna á þessu ári og litið fé til arin- arra rannsókna, og með svip- uðu áframhaldi væri vonlaust, að unnt yrði að hef ja virkjun- arframkvæmdir fyrr en að tólf til fimmtán árum liðnum. Fjárframlög og loforð Svo til á sömu stundu og þessi viðvörunarorð Hauks Tómassonar runnu i gegn um prentsmiðjuvélarnar, lýsti iðnaðarráðherra yfir þvi á fundi á Sauðárkróki, að sögn Morgunblaðsins, að fyrir lok þessa árs yrði tekin endanleg ákvörðun um það, hvaða vatnsfall i Norðurlandskjör- dæmi vestra skyldi virkjað. Haukur Tómasson sagði i tilvitnuðu viðtali, að varla tæki þvi að hreyfa borinn, sem nota á við rannsóknir vegna Blönduvirkjunar, ef aðeins fimm milljónir króna yrðu til ráðstöfunar I ár. Hæpið er þvi, hverju menn verða nær um forsendur til ákvöröunar i haust, og þaðan af siður hefur slik ákvörðun 'raunhæft gildi, ef fjárveitingar eru svo við nögl skornar, að undirbún- ingsathuganir við Blöndu treinast i tólf til fimmtán ár, og hver veit hvað við jökulárn- ar skagfirzku. Hér virðist ekki allt koma heim og saman. Gjaldheimta og óknyttir Reykjavik er á heljarþröm fjárhagslega, og rafmagns- veita bæjarins fer fram á gifurlega hækkun á gjaldtaxta til þess að jafna metin hjá sér. Samtimis eru sagðar af þvi út- varpsfréttir, að i sumum hverfum Reykjavikur séu unnin skemmdarverk á götu- lýsingu og öðru sliku i þeim mæli, að nemur hundruðum þúsunda á skömmum tíma. "Xður hefur verið skýrt frá miklum skemmdarverkum á strætisvögnum bæjarins. Skemmdarverk af þessu tagi eru svo sem ekki bundin við Reykjavik eina — fjarri þvi. Þau eru til dæmis unnin á umferðarmerkjum víða um land. En þeim mun viðar sem slikir óknyttir eru framdir, þess meiri þörf er á þvl, að tekið verði i taumana á þann hátt, áð þeir finni fyrir þvi, er sekir eru. Svona ónáttúru á ekki að þola, og skattþegnarn- ir, hvort heldur eru sveitarfé- laga eða rikis, ættu að fara að verða nokkuð langþreyttir á þvi að láta peninga af hendi rakna til þess að bæta spell- virki óknyttamanna, ungra eða fullorðinna. Erekki kominn timi til þess að skera upp herör gegn svona lýð og láta hann bera ábyrgð gerða sinna? —JH Allar þrær fullar — skip bíða losunar á flestum höfnum gébé—Reykjavik — Um kl. 18:30 i gærkvöldi höfðu tuttugu og eitt skip tilkynnt loðnunefnd um veiði frá miðnætti á þriðjudag sem nam samtals 4.780 tonnum. Veður var tekið að lægja, er leið á dag- inn I gær, og var orðið ágætt veiðiveður út af Garðsskaga. Guðmundur RE var aflahæsta skipið í gær með 500 tonn, en flest skipin voru með fullfermi. Loðnuveiðiskip biða nú á flestum höfnum eftir að geta landað, en allar þrær eru fullar á löndunarstöðunum. Nordglobal tekur á móti loðnu i Hvalfirði frá og með fimmtudegi að telja, og er þegar fullpantað þann dag, og einnig á föstudaginn, allt pláss i skipinu. Mikil loðna er nú á Vest- mannaeyjasvæðinu, að sögn íoðnunefndar, og er þar iloti skipa. Frá miðnætti á mánudag og fram á miðnætti á þriðjudag tilkynr.tu fjörutiu skip um afla, samtals 11.195 tonn. Friðrik vann FRIÐRIK ÓLAFSSYNI gengur mjög vel á skákmótinu i Tallin, en hann á nú þrjár umferðir eftir, á móti þeim Bronstein, Hernandez og Gipslis. ÚRSLIT I biðskák hans við Nei urðu þau, að Friðrik vann eins og við var búizt, enda átti hann betri stöðu i skákinni. Jafntefli eitt hefði þó dugað Friðriki til þess að komast i 2.-3. sæti ásamt Bron- stein. Keres er i fyrsta sæti, en hann átti ólokið biðskák við Taimanov. Friðrik er þvl með átta og hálfan vinning að lokinni biðskákinni og Bronstein með átta vinninga. Skákmótinu I Tall- inn lýkur 9. niarz. DREGIÐ HJA SIBS I GÆR var dregið i happdrætti SÍBS, og komu eftirtalin númer upp með hæstu vinninga: 18050 — 500 þúsund krónur, 59064 — 200 þúsund krónur, 67967 — 200 þUsund krónur. Á þessi númer komu 100 þúsund króna vinning- ar: 25773 — 30000 — 35202 — 47017 — 68668. Fimmtiu þúsund krónur komu á þessi- númer: 4522 — 6401 — 36106 — 40042 — 57165 — 61517. Vinningaskráin verður birt i blaðinu siðar. (Birtán ábyrgðar) Athugasemd Vegna framkominnar fréttar i dagblaði fimmtudaginn 27. febrú- ar sl., um samkomulag það, sem væntanlegt var á milli sjávarút- vegsmálaráðuneytisins og út- gerðar Nökkva frá Blönduósi vegna rækjuveiðanna i Húnaflóa þá viljum við undirritaðir oddvit- ar lýsa yfir að við erum ekki aðil- ar að þvi samkomulagi, sem gert hefur verið við útgerð Nökkva enda hefur ekki verið til okkar leitað við lausn þessa máls. Oddvitar Kaldrananesshrepps, Hólmavikurhrepps, Hvamms- tangahrepps og Höfðahrepps.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.