Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 06.03.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Fimmtudagur 6. marz 1975 Kýrin, sem þykist vera hestur 0 1 hestamannafélagi I Bushey I Hertfordshire i Englandi er tveggja ára kviga af Jersey- kyni, sem hefur alizt þar upp. Félagar i reiðkhibbi þessum eignuðust hana er hún var litill kálfur og kölluðu hana Bambi — og var hún nokkurs konar happadýr félagsins. í keppni fyrir nýtamda fola, sem haldin var þarna nýlega, þá datt ein- hverjum i hug, aö láta.hana keppa. HUn tók þátt i göngu, þar sem hún var teymd af Susan Hudson, en „knapinn" var Colette Hawkins, og báðar frægar hestakonur og þótti Bambi hin ' virðulegasta f göngulagi. Siðan var hún látin taka þátt i að sýna ýmsan gang (hesta) og þar á meðal stökk. Einnig tók Bambi þátt I „hindrunarhlaupi", þ.e.a.s. hún var látin stökkva yfir smá- hindrun, eins og sést hér á annarri myndinni, en á hinni myndinni viröist hUn vera að kynna sig fyrir stórum og stæði- legum hesti. Bambi fékk 84 stig i keppninini. Þjálfari Bambi segir svo um hana: — Hún sef- ur, borðar og drekkur með hest- unum, og ég er alveg fullviss um að henni finnst hún vera ein af þeim i raun og veru! Hann hefur bjargað lífi Liz NU er Elizabeth Taylor orðin næstum þvi viss um, að hún sé ástfangin af Henry Wynberg, eftir að hann hefur bjargað lifi hennar. Þetta gerðist á þann hátt, aö Liz hafði tekið Henry með sér á sjó. Þau fóru á lysti- snekkju Liz, sem heitir Kalizma Slðan sigldu þau meðfram Spánarströnd i ágætisveöri. Liz var i góðu skapi, og allt i einu datt henni i hug, að hiín ætti að setja svolitla leiksýningu á svið fyrir vin sinn. Hún fór i falleg föt og i háhælaða skó, allt of háhæl- aða. Siöan þóttist hUn vera sýningarstUlka og sveif um á þilfarinu. En allt i einu heyrðist hrópað á hjálp. Elizabeth Taylor fór að renna, og áður en við var litiö var hUn dottin i sjó- inn. HUn "reyndi að ná af sér skónum, þvi að þeir gerðu henni erfitt fyrir á sundinu. En svo sá hUn svolitið, sem varð til þess að blóöið i æðum hennar næstum þvl fraus, og þið megið vita, að hver blóðdropi i Liz er milljón króna virði. — Ég hef aldrei séð neitt eins skelfilegt, segir hUn eftir á. Það var hakarl, já ekki aðeins einn hákarl, heldur voru þeir þrir saman. NU gat Liz ekki hreyft sig lengur, svo skelfingu lostin var hUn. HUn fór að sökkva, en þá stökk Henry Wyn- berg fyrir borö, og af mikilli snilld tókst honum að bjarga frUnni. — Henry bjargaði lifi minu, og hætti þar með slnu eig- in lifi, segir Liz, og það er við- kvæmni I röddinni. ???DaDDaaaaDDaaaaaaaaaaDDDaDDaaa DENNI DÆAAALAUSI „Ef ég reyni aldrei neitt nýtt, hvernig á ég þá aö vita hvað ég má og hvað ekki?"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.