Tíminn - 08.03.1975, Page 1

Tíminn - 08.03.1975, Page 1
mm vélarhitarinn í frosti og kulda IBSfl HFHORÐUR 6UNNARSS0N SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 57. tbl. — Laugardagur 8. marz 1975—59. árgangur ÆNGIRr Áætlunarstaðir: Blönduós — Sigluf jörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudalur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 t? Engar hafís- líkur HAFÍSBRÚNIN er nú um sjötiu sjómiður norður af Kögri og alllangt vestan við Jan Mayen, og vottar ekki fyrir istungu að landinu þar á milli. Innstrcymi hlýs At- lantssjávar norður fyrir landið og ástand sjávar á grunnslóð fyrir Norðurlandi er i meðallagi. Frá þessu er skýrt I frétta- tilkynningu frá Hafrann- sóknastofnuninni að lokinni rannsóknarför Bjarna Sæ- mundssonar í leiðangri, sem Svend-Aage Malmberg haf- fræðingur stjórnaði. Þar segir enn fremur, að Atlantssjór hafi náð að Skagagrunni, og hafi hitastig á vestan verðu svæðinu verið 4stig,en2stig austast. Kald- ur heimskautssjór, sem er neðan við frostmark, var 70-90 milur undan Norður- landi og að venju nokkru nær Norðausturlandi, þar sem Austur-Islandsstraumurinn er. Hitastig i þeim straumi var sambærilegt við það,' sem verið hefur á undan- förnum árum, og jafnvel með hlýjasta móti. Selta i Austur-íslands- straumnum reyndist tiltölu- lega mikil, og bendir það til þess, að hafis muni ekki ber- ast með þeim straumi eða myndast i honum i vetur eða vor. Háfishætta við Norður- land er þvi litil eins og verið hefur siðan 1970. Átta manns um borð í Hvassafelli á strandstað: Talið nær vonlaust að bjarga skipinu — Kemur okkur einum við hvernig strandið atvikaðist, segir skipstjórinn Gsal-Reykjavík — Átta manns eru núna um borð í vöruf lutningaskipinu Hvassafelli á strandstað við Flatey á Skjálfanda. Ellefu skipverjum var um miðjan dag í gær bjargað frá borði og tókst björgun- in giftusamlega. Þeir skip- Hvassafell er nýlegt skip, smíðað árið 1971. Kristján Benediktsson: Er ek ki nú al fa Ætlar íhaldið að þrjózkast við að leysa fjórhagsvanda borgarinnar eftir eðlilegum leiðum? BH-Reykjavik. — Viðumræðuri borgarstjórn sl. fimmtudag benti Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, á þá staðreynd, að Reykjavikurborg hefði alls ekki nýtt alla sina tekjustofna við gerð fjárhagsáætlunar þessa árs. Þetta atriði kæmi vel til greina nú, þegar fjárhagsörðug- leikar borgarinnar væru aug- Ijósir, og áður en farið yrði að fresta brýnum framkvæmdum. t uinræðunum, er fram fóru um gerð fjárhagsáætlunarinnar i desembér sl., benti Kristján Benediktsson á þá staðreynd að einn tekjustofn borgarinnar væri ekki nýttur, þ.e.a.s. að- stöðugjöldin. Mætti þó ætla, að þar væri að hafa drjúgar tekjur fyrir borgarsjóð, og nefndi Kristján tölur i þvi sambandi, allt að 90 milljónum króna. A þetta máttu ihaldsfulltrú- arnir ekki heyra minnzt og lýstu vanþóknun sinni á slikum hug- renningum, hvað þá tillögu- flutningi i þá átt. t hneykslunar- fullri bókun Alberts Guðmunds- sonar og ólafs B. Thors er að- stöðugjaldið kallaö „óréttlátur skattur”, þar sem hann er lagð- ur á fyrirtæki án tillits til af- komu þeirra og stefna beri að þvi aö leggja hann niður (!) Ér þess að vænta, að hugur ihaldsins sé sá sami, og enn sem fyrr verði skólabyggingar og nauðþurftarstofnanir látnar sitja á hakanum, áöur en farið verður að hrófla við fyrirtækja- gróða ihaldsins. Þetta kom fram f umræðunum um tillögu, er fulltrúar minni- hlutaflokkanna báru fram varð- andi lausn hins mikla efnahags- vanda, er steðjar að borginni. Vildi ihaldið ekki þiggja neina aðstoð eða ráð minnihluta- fulltrúanna og sló á framrétta hönd þeirra af miklum þjósti. Frá tillögunni hefur verið sagt hér í blaðinu, og hún birt I heild s.l. fimmtudag. 1 ræðu sinni sagöi Kristján Benediktsson, að tillagan fæli i sér, að tekin yrðu upp önnur vinnubrögð við gerð fjárhags- áætlunarinnar en tiðkazt hefðu. Það færi ekki á milli mála, að Reykjavikurborg væri mikill vandi á höndum, og hann minnt- ist þess ekki, að fjárhagsáætlun hefði verið tekin til endurskoö- unar svo snemma árs. Hitt væri ljóst að meirihlutinn vildi ekki skilja, að hér þyrfti að fara nýj- ar leiðir. 700-900 milljón króna halli væri stórt og vandasamt verkefni og þess vegna hefði til- lagan veriö flutt. Þaö hlyti að liggja nákvæmlega fyrir á næstu dögum hversu stórt bilið væri, sem brúa þyrfti, og það væri hlutverk borgarráðs að marka þegar i stað höfuðlinurn- ar, hve mikið þyrfti að brúa, hvort taka þyrfti lán, eða hvort auka yrði tekjur. Þá benti Kristján á það, að Reykjavikurborg hefði alls ekki nýtt alla tekjustofna sina, og það atriði kæmi einmitt til skoð- unar nú, áður en farið yrði að fresta brýnum framkvæmdum. Þegar það lægi ljóst fyrir, mætti athuga, hvað skera mætti niður af framkvæmdum. Þaö væri ekki hlutverk hinna einstöku dreifðu stofnana borgarinnar aö finna þetta út, heldur kjör- inna fulltrúa i borgarræaði og borgarstjórn. Kvaðst Kristján harma þessa málsmeðferð og skilningsleysi borgarfulltrúa meirihlutans. Mjög I sama streng tóku þeir Sigurjón Pétursson, borgar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, og Björgvin Guðmundsson, borg- arfulltrúi Alþýðuflokksins, i ræðum sinum, en borgarstjóri, Birgir tsleifur Gunnarsson og Markús Orn Antonsson, borgar- fulltrúi ihaldsins, voru mjög sama sinnis og i borgarr«áði, er málið var rætt þar, og með öllu ófáanlegir til aö breyta áratuga gömlum vinnubrögðum við gerð fjárhagsáætlunarinnar. verjar komu til Húsavíkur með Jóni Sör ÞH-220 í gær- kvöldi um kl. 9. Björgunar- sveit SVF í á Húsavík bíður átekta á eynni, en í gær- kvöldi var spáð versnandi veðri á þessum slóðum. Talið er nær vonlaust, að unnt verði að bjarga Hvassafelli. Timinn hafði i gærkvöldi tal af Jóni Kristinssyni, skipstjóra á Hvassafelli, þar sem hann var um borð i skipinu. Sagði hann, að öll- um sem um borð væru liði vel og ljós og hiti væri i skipinu. Kvað hann þau ætla að vera um borð i skipinu a.m.k. i nótt. — Það kemur okkur einum viö, sagði Jón, þegar hann var spurð- ur um það, hvernig óhappið heföi atvikast. Sagði Jón, að vitlaust veður hefði verið þegar skipið strand- aði, en skipverjum hefði aldrei verið nein hætta búin þar sem skipið hefði strax komizt inn fyrir brimgarðinn. Taldi Jón, að skipið væri aðeins 20-30 metra frá landi i gærkvöldi. Sextán manna áhöfn var á Hvassafelli er þaö strandaði, en auk þess voru þrjár konur um borð, eiginkonur þriggja skip- verja og höföu þær komiö um borð á Akureyri. Eiginkona skip- stjórans er enn um borð, auk stýrimanna, vélstjóra og báts- manna. Augljóst er aö Hvassafelliö hef- ur þegar skemmst gífurlega. Eft- ir strandið komst sjór fljótlega i alla botntanka, og auk þess er kominn mikill sjór i vélarrúm og forlest. Mjög stórgrýtt er á strandstað og 2-300 metra grynn- ingar út. Hvassafellið strandaði eins og menn rekur eflaust minni til fyrir utan hafnarborgina Kotka i Finn- landi um siðustu áramót. Eftir viku bráðabirgöarviðgerð i Finnlandi var skipinu siglt til Þýzkalands þar sem fullnaðar- viðgerð fór fram. Kostaði sú viö- gerð um 40 millj. isl. kr. Ferð sú, sem skipið var i núna var fyrsta ferðin eftir viðgerðina og var skipið með áburðarfarm. Hvassafell hafði landað áburði á Austfjarðar- og Eyjafjarðar- höfnum, en farið fram hjá Húsa- vik vegna veðurs eftir aö hafa landað á Reyðarfiröi. Skipiö var á leið til Húsavikur frá Akureyri, þegarþaðsigldii strand á Flatey. I skipinu voru 1200 lestir af áburði, en búið var aö fanda milli sjö og átta hundruð lestum, þegar óhappið varð Það var um kl. 5 i gærmorgun, sem M/S Hvassafell strandaöi við Flatéy á Skjálfanda. Sigldi skipið i strand á vestanverðri eyjunni i hriðarveöri og norð-austan hvassviðri. Þegar skipverjum varð ljóst, hvernig komiö var fyr- ir þeim, var reynt i rúman klukkutima að ná sambandi við strandstöð Landsimans á Siglu- firði, en skipverjar gátu aöeins Framhald á 5. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.