Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 13

Tíminn - 08.03.1975, Qupperneq 13
Laugardagur 8. marz 1975 TÍMINN 13 Fulltrúar á Búnaðarþingi teknir tali BYGGÐASTEFNAN VERÐI MEIRA EN FÖGUR ORD Þórarinn Kristjánsson, bóndi I Holti I Þistilfirði. — rætt við Þórarin Kristjdnsson, bónda Holti, Þistilfirði Gsal-Reykjavik — „Þvi miður er alltaf nokkuð um það, að bæir i minni sýslu fara i eyði, sérstak- lega hafa verið dæmi um það á Langanesi. N-Þingeyjarsýsla verður oft illa Uti I harðindaárum og á kalárunum milli 1960-1970 voru t.d. litlar framkvæmdir I sýslunni”. Þórarinn Kristjánsson, bóndi Holti, Þistiifirði mælti svo, er Timinn hitti hann að máli á Bún- aðarþingi. Kvað Þórarinn strjálbýl byggð- arlög oft bera skarðan hlut frá borði hvað ýmsar opinberar framkvæmdir áhrærir. Rafvæð- ing kæmi seint I strjálbýl héruð og þéttbýlar sveitir hefðu þar óum- deilanlegan forgang. — Það er ekki fyrr en hin sið- ustu ár, að rafmagn var leitt um byggöir i N-Þingeyjarsýslu, — og rafmagnsmál eru enn mjög ótrygg i sýslunni. í vetrarhörkum þessa vetrar voru rafmagnsmál vlöa i miklum ólestri, og sveitir eins og Kelduhverfi og Axarf jörð- ur þurftu að búa við langvarandi rafmagnsleysi. Það má auð- sjáanlega litiö bera út af i þessum málum svo hálfgert neyðar- ástand skapist ekki. Kvaö Þórarinn fulla þörf á þvi, að hvert byggðarlag hefði vara- aflstöð, til þess aö firra fólk þeim vandræðum er fylgir I kjölfar raf- magnsskorts. — Það er ekki svo ýkja langt siðan nokkrar umræður urðu um virkjun Sandár i Þistilfirði og kom m.a. fram þingsályktunar- tillaga um virkjunina. Sérfræð- ingum sem kannað höfðu Sandá með fyrirhugaða virkjun I huga, leizt vel á, — og ég tel, að leggja hefði átt út i þær framkvæmdir. Þórarinn nefndi, að búnaðar- samböndin hefðu i samvinnu við Landnám rikis og Framkvæmda- stofnunina unnið að gerð byggða- áætlunar fyrir N-Þingeyjarsýslu. A siöustu misserum heföi verið unnið að áætluninni og kvaðst Þórarinn vonast til þess, að eitt- hvað jákvætt myndi leiða af áætluninni. — 1 þvl sambandi má nefna t.d. stuöning við byggðina á Hólsfjöll- um, svo hún leggistekki I eyði. Byggðin á Fjöllunum hefur mikla þýöingu bæði i búskaparlegu og umferðarlegu tilliti, ef svo mætti segja. Þarna er langur öræfaveg- ur milli byggðarlaga og gífurlegt öryggi fyrir ferðamenn að vita af byggö þar efra. Byggðin á Hóls- fjöllum og stuðningur viö hana, er ekkert einkamál N-Þingeyinga, — hún varðar landsmenn alla. Þórarinn sagði, að komið hefði fram i ályktun frá Alþingi i fyrra, að N-Þingeyjarsýsla byggi yfir miklum möguleikum, þvi þar r Utvegs- bændur mótmæla EFTIRFARANDI ályktun barst Timanum frá útvegsbændafélagi Vestmannaeyja: „Fundur i stjórn og trúnaðar- ráði Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja 5. marz 1975, vill mjög ákveðið mótmæla siðustu verðlagsákvörðun yfirnefndar verölagsráðs á fiski, og þá sérstaklega breytingu á stærðar- mörkum ýsu og verðflokkun, sem sannanlega mismunar útgerðar- aðilum, og þá einkum þeim, er byggja afkomu sina á botnvörpu- veiðum. Þessi verðákvörðun gerir það að verkum, að afkoma báta, sem botnvörpuveiðar stunda, er með öllu vonlaus við þær aðstæður, sem nú eru i þjóðfélaginu. væri viöáttumikið land, bæði ræktanlegt og gott til beitar. Þvi þyrfti aö kappkosta að nýta þetta land og stöðva flótta úr sveitun- um. — Siðustu þrjú ár hefði veriö ofurlitið meira um framkvæmdir i sýslunni en á árunum þar á undan, — og ef þannig heldur áfram er ástæða fyrir N-Þingey- inga að vera bjartsýna. Ég bind mikiar vonir við, að byggðastefn- an verði virkilega að raunveru- leika, — að raunhæf byggðastefna verði meira en fallegt orð á örk. Við inntum Þórarin eftir hans skoðunum um sérhæfð bú og blönduð. — Ég geri ráð fyrir þvi, að með sérhæföum búskap, sé hægt að fá meira út úr vinnunni, þótt ég telji að blandaður búskapur hafi vissulega margt til sins ágætis. Hóflegt vinnuálagá bóndann er i mörgum tilfellum ekki til, vegna þess að þaö tekur bændur langan tima að byggja upp góðan véla- og tækjakost, sem gæti minnkað vinnuálagið. Vegna umræðna um kaup Bún- aðarþingsfulltrúa, sagði Þórar- inn, að ekki væri hægt að ætlast til, að þeir gætu farið frá búum sinum þetta langan tima, án þess að einhver greiðsla kæmi fyrir. Taldi hann að Búnaðarþing hefði stóru hlutverki að gegna fyrir bændastéttina og landbúnaðinn i. heild. — Búnaðarþing er tengiliður milli hins almenna bónda og lög- gjafans, sem hefur yfirstjórn landbúnaðarmála með höndum. Það eru engir kunnari landbúnað- inum en einmitt bændur og fulltrúar þeirra, — og þvi er gildi Búnaðarþings mikið, sagði Þór- arinn i Holti að lokum. Tapaður foli vetur gamall glórauður, blesóttur með sokk á vinstra afturfæti. Kom ekki fram i haust á Eyrarbakka. Fyrir hönd stóðhestastöðvar Þorkell Bjarnason. Kaupmenn! — Kaupfélagsstjórar! FRÁ CERES getum við boðið: Undirkjóla — Dömu- náttkjóla — Dömu- og barna náttföt — Undirpils Mjög fjölbreytt úrval — Afgreiðsla nú þegar og næstu vikur. EINKAUMBOÐSMENN: EDDA H.F. Sundaborg 42 — Ileykjavik — Simi 8-61-66. Bókamarkaðurinn í HÚSI IÐNAÐARINS VIÐ INGÓLFSSTRÆTI Þér getið sparað rúm 40 ÞÚSUND VIllKiW VERKTAKADEILD Simar 1-58-30 8. 8-54-66 Pósthússtræti 13 ef þér látið okkur útbúa frysti- eða kælihólf i f jölbýlishúsi yðar— þar sem frystikistan verður þá óþörf, en 385 I frystikista kostar nú um 80 þúsund krónur, en viðgerum yður fast verðtil- boð — þar sem allt er innifalið — I gerð 450-500 I hólfa á kr. 35-40 þúsund. Auk þess er rekstrarkostnaður hverf- andi og húsrými sparast, svo og Ir- lendur gjaldeyrir, og skattarnir lækka, þar sem afskrifa má frystihólf in. Kynnið yður þessi kostakjör. Hringið i sima 1-58-30 eða 8-54-66 og talið við Einar Þorsteinsson, sem velt- ir allar nánari upplýsingar. qTq Auglýslcf i Támanum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.