Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 1
ÆNGIR? Áætlunarstaöir: Blönduós — Sigiufjörður Búðardalur — Reykhólar Flateyri — Bíldudaiur Gjögur — Hólmavík Hvammstangi — Stykkis- hólmur — Rif Sjúkra- og leiguflug um allt land Símar: 2-60-60 & 2-60-66 £3 Efnahagsrdðstafanirnar á næstu grösum: SKATTALÆKKUN, MOTS VIÐ OSKIR SEM KEMUR LAUNÞEGA Samdróttur opinberra framkvæmda, ráðstafanir vegna útgerðarinnar og væntanlega skyldusparnaður Ungur sjómaður drukknaði 19 ÁRA gamall háseti á neta- bátnum Jóni Þórðarsyni frá Patreksfirði féll fyrir borð að morgni mánudags s.l. og drukknaði. Maðurinn hét Gústaf Smári Sigurðsson. Er slysið varð, var bátur- inn að veiðum á Breiðafirði. Þegar nýbúið var að draga inn netatrossu um kl. 11.30 varGústaf Smári á leið aftur eftir skipinu. Þá skall alda á þvi og haliaðist það mikið og féll maðurinn útbyrðis. Leitað var að Gústafi Smára i háifa þriðju klukku- stund, en hann sást ekki, eftir að hann féll útbyrðis. Gústaf Smári Sigurðsson var búsettur á Patreksfirði. Hann lætur eftir sig unnustu og eitt barn. TÍMINN hefur fregnað, að nú sé I prentun frumvarp um breytta skattheimtu, og er ekki ótrúlegt, að það verði lagt fram á morgun. Þar sem hér er um að ræða skattalækkun, fylgir samdráttur opinberra framkvæmda I kjölfar- ið. Einnig er i burðarliðnum frumvarp um ráðstafanir varð- andi sjávarútveg, ráðstöfun gengishagnaður og einföldun millifærslu- og sjóðakerfis þess, sem uppi hefur verið haldið. Fleiri ráðstafanir eru til athugun- ar, og verða þær væntanlega gerðar heyrinkunnar áður en langt um liður, þar á meðál skyldusparnaður i einu eða öðru formi. A hann að taka tii þeirra, sem hafa ailhá eða há iaun. Ákvörðun um láglaunabætur mun frestast enn um sinn, þar eð þau mál eru til umræðu við samn- ingatilraunir verklýðsfélaga og atvinnurekenda. 1 frumvarpi því, sem nú er i prentun, er gert ráð fyrir skatta- lækkun, sem á að koma mjög til móts við það, er fulltrúar laun- þegasamtakanna i landinu hafa leitað eftir, og er gert ráð fyrir lækkun bæði beinna og óbeinna skatta. Svigrúm mun veitt til þess, að lækkun óbeinna skatta geti tekið til, hvort heldur vill, söluskatts eða tolla. Fjölskyldu- bætur verða tengdar skattkerfinu á þann veg, að þeir, sem eiga rétt á þeim, en ber þó að greiða skatt, fá skattfrádrátt hækkaðan i stað útborgaðra bóta. Verður skatta- lækkun þessara aðila þeim mun meiri sem nemur bótunum. Ekki er að þessu sinni gert ráð fyrir neinum sérstökum breyting- um á skattheimtu af tekjum kvenna, sem vinna utan heimilis. Eins og kunnugt er eiga stjórn- málaumræður frá alþingi að fara fram annað kvöld, og verða þessi mál væntanlega lögð þar fyrir. Fyrsti fundur útvarpsráðs Hið nýkjörna útvarpsráö kom saman til fyrsta fundar sins Igær og þá var þessi mynd tekin. A henni eru taiið frá vinstri: Leó Löve, Stefán JúIIusson, Ellert Schram, sem kjörinn var varaformaður ráðsins, Þórarinn Þórarinsson, sem kjörinn var formaður þess, ólafur R. Einarsson, Friðrik Sófusson, Auður Auðuns, semkjörin var ritari og Pétur Guöfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarpsins. — Tlmamynd: Róbert. Grófleg misnotkun íhaldsins: Afhendir Heimdalli einhverjar beztu byggingalóðir borgarinnar vilyrði til handa starfsmönnum stjórnarrdðsins svikið HHJ-Rvik — Borgarráð samþykkti með þremur atkvæðum ihaldsfulltrú- anna á fundi sinum i gær að úthluta fjölbýlishúsa- lóðunum við Hagamel 51, 53 og 55 til Heimdall- ar, félags ungra sjálf- stæðismanna i Reykja- vik, Tillaga um að Byggingarsamvinnufé- lag starfsmanna stjórn- arráðsins fengi þessar lóðir hlaut atkvæði borg- arráðsmannanna Kristjáns Benediktsson- ar og Sigurjóns Péturs- sonar. Þessi lóðaúthlutun á sér all- langan aðdraganda. Byggingar- samvinnufélag starfsmanna stjórnarráðsins var lengi búið að falast eftir þessum lóðum, og hafði reyndar fengið vilyrði fyrir þeim s.l. vor. S.l. sumar gerðist það hins vegar, að Heimdallur stofnaði byggingarfélag og krafð- ist þess fljótlega af flokksbræðr- unum I borgarráði, að svikið yrði vilyrðið, sem hafði verið gefið starfsmönnum stjórnarráðsins, og lóöirnar yrðu afhentar „BYGGUNG”, en svo nefnist byggingarfélag Heimdallar. Ein- hverjum af ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins mun hins vegar hafa fundizt slik meðferð málsins ankannaleg, og þess vegna dróst ákvörðun á langinn. Umræddar lóðir eru á mjög góðum og eftirsóttum stað i borg- inni, enda mun nokkuð á fjórða hundrað manns hafa gengið i Heimdall, gegn loforði um úr- valsbyggingarlóð á bezta stað i borginni. Eftir atkvæðagreiðslu um þetta mál i borgarráði gerði Kristján Benediktsson grein fyrir bókun þeirri, sem hér fer á eftir, en að henni stóðu, ásamt Kristjáni, þeir Sigurjón Pétursson og Björgvin Guðmundsson. Bókunin er svolátandi: ,,Sú ákvörðun meirihluta borg- arráðs að láta „Byggingarfélag ungs fólks” fá tii ráðstöfunar fjöl- býlishúsalóðirnar nr. 51, 53 og 55 við Hagamel, er að okkar dómi mjög úmælisverð. Hér er um að ræða tiltölulega nýstofnað félag, scm þar að auki setur þá skilmála fyrir félagsað- ild, að viökomandi sé jafnframt I Heimdalii eða eitthverju öðru fé- lagi ungra Sjálfstæðismanna. Um framangreindar lóðir sóttu fjölmargir aðilar, m.a. nokkur byggingarsamvinnufélög, sem skipuð eru ungu fólki, eru öll- um opin og starfa samkvæmt sér- stökum lögum. Við teljum það hreint siðlcysi hjá borgarráðsmönnum Sjálf- stæðisflokksins að sniðganga þessa aðila með öllu, en afhenda eitthvert bezta, og jafnframt eftirsóttasta by ggingarsvæði, sem völ er á I borginni, til bygg- ingaféiags, sem setur félags- mönnum sinum þá skilmála, að þeir skuli jafnframt ganga I Heimdall. Hér er farið inn á var- hugaverða ■ braut, þar sem beinllnis er verið að nota aðstöðu. sem borgararnir allir eiga jafnan rétt á, til framdráttar pólitlsku félagi Sjálfstæðisflokksins”. Til þess að sýna, hvers eðlis byggingarfélágið „BYGGUNG” er, skal hér að lokum birtur kafli úr viðtali, sem Morgunblaðið átti viö formann þess, Þorvald nokk- urn Mawby, og birt var i Morgun- blaðinu 10. september 1974. Blaðamaður Mbl. spyr, hvort Byggung starfi eingöngu I Frh. á bls. 15 Byggingarlöðirnar eru á einhverjum bezta stað I Reykjavlk, rétt norðan viö Sundlaug Vesturbæjar. Bygg'ngarsamvinnufélagi starfsmanna stjórnarráösins hafði verið veitt vilyrði fyrir lóðunum, en það var svikið, þegar Heimdellingar fóru á stúfana og heimtuðu lóðirnar. — Tlmamynd: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.