Tíminn - 19.03.1975, Síða 2

Tíminn - 19.03.1975, Síða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 19. marz 1975. AAiðvikudagur 19. marz 1975 m Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Þaö viröist ekki vera auövelt aö ná sambandi viö þig i dag, en þú skalt samt foröast aö loka þig inni i skel, reyna aö hrista af þér sleniö, hversu erfitt sem þér finnst þaö og lita bjartari augum á lifiö og tilveruna. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þessi dagur á sennilega eftir aö veröa þér minnisstæöur. Þú færö einhverjar fréttir, sem sennilega eiga eftir aö vefjast fyrir þér, en það rætist fljótlega úr þvi. Svo fær dagurinn óvæntan endi i kvöld. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það litur út fyrir, aö samvizkan sé ekki sem allra bezt i dag, og þetta er nokkuð, sem þú verö- ur að gera upp við þig. Þetta er samt ákaflega hagstæöur dagur, og þá sérstaklega til að undir- skrifa samninga og skuidbindingar. Nautið (20. april—20. mai) Þetta er góður dagur, og þaö er eitthvaö sam- eiginlegt átak, þar sem þú átt hlut aö máli, sem gefur sérlega góöa raun og verður sérstaklega þér ánægjulegt. Eldra fólk, liklega hjón, kynnu að æskja upplýsinga hjá þér. Tviburarnir (21. mai—20. júni) Þetta er afskaplega rólegur dagur, hreppilegur til andlegra umþenkinga eöa samskipta viö hugs andi fólk. Það færir þér lika þá ró, sem þú hefur gott af. Kvöldið er heppilegast i fámenni, helzt út af fyrir þig. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þú ættir helzt ekki að taka þér fyrir hendur i dag annað en það allra bráðnauðsynlegasta. Þú skalt ekki hafa hátt um einhverjar áætlanir, sem þú hefur á prjónunum, þvi að það er hætt við þvi, aö einhver bregöist trúnaöi þinum. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þú skalt treysta öörum i dag, sérstaklega skalt þú ekki draga i efa heíöarleika annars fólks. Hugsanlegt, að heilsufarsvandamál láti .á sér bæra, og nú skaltu láta verða af þvi aö le.ita þér lækninga og það varanlegra. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Þetta er heppilegur dagur til þess að fara á mannamót og blanda geði viö annað fólk. Þér er alveg bráðnauðsynlegt að hrista af þér slenið og sletta úr klaufunum einstaka sinnum. Varaöu þig á einhverjum, sem vill þér illt. Vogin (23. sept.—22. okt.) Snöggur á fætur i dag og notaðu hann vel til aö breyta eitthvaö til. Feröalög eöa útúrdúr i ann- ari mynd — eitthvað, sem á ekkert skylt við gráma hversdagsleikans, verður þér til góös og sérstakrar ánægju i dag. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Komdu ekki nálægt fjármunum, sem þér hefur veriö trúað fyrir — alls ekki i dag! Foröist þú þetta verður dagurinn afskaplega ánægjulegur fyrir þig, og alls ekki útilokað aö þú hagnist á viöskiptum i einhverri mynd. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Þaö getur vel verið, aö þér finnist þú hafa heppnina meö þér — en það er samt sem áður fráleitt af þér aö vera aö þvinga i gegn eitthvað sem allir aðrir eru á móti. Þú skalt hugsa máliö, þú veröur annarrar skoðunar siöar. Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þetta er þinn dagur, og hann ósvikinn. Þér mun meira aö segja finnast allir óvenju samvinnu- fúsir og liprir i dag, — og þá skaltu lika sýna þin- ar betri hliðar, en vikja neikvæöu og kröfuhörðu eöli þinu til hliöar. Bændur - Bændaefni Eignarjörð min Múlastekkur i Skriðdal er til sölu nú þegar ef viðunandi tilboð fæst. Semja ber við eiganda jarðarinnar Krist- björgu Sigurðardóttur, Selási 3, Egils- stöðum. Simi 1199. Áður en ýtt er á flot I dag vill Landfari Itreka það, hversu kærkomin honum eru stutt og gagnorð bréf, og allra helzt, ef menn vildu lika leggja þar viö nöfn sin, fremur en að nota aö- eins skirnarnafn, upphafsstafi eöa þá dulnefni. Oft er fólk meö einhvern hálfgildis feluleik, þótt ekki sé nokkur ástæöa til annars en að nota fullt nafn. Þaö er sjaldnast nokkur ástæöa til þess að dyljast, þótt fólk segi skoöun sina afdráttarlaust. óboðleg fjáröflunarleið Fyrsta bréfið er samt þvi miöur ekki með fullu nafni. Sá, sem það skrifar nefnir sig Borg- firöing: „Mér þykir stjórn Frjáls- iþróttasambands Islands hafa gripið til óheillaráös, Iþrótta- hreyfingunni til fjárhagslegs framdráttar, meö þessari siga- rettupakkasöfnun, og ég vil byrja á þvi, að þakka kunningj- um mlnum i Stafholtstungum fyrir að ljósta þessari ráðagerö upp og taka afdráttarlausa af- stöðu gegn henni. Að minum dómi geta Iþrótta- hreyfingin og ungmennafélags- hreyfingin ekki verið þekktar fyrir svona fjáröflunarleiö. Það er illa fariö, ef þeir eru margir, sem finnst sjálfsagt aö taka viö peningum, hvernig sem þeir eru fengnir. Þaö ber I sér ógæfu og ruglar siöferðisvitund fólks. Sem betur fer hef ég orðið þess greinilega var, aö margir eru sömu skoðunar og ég um þetta, og ég vona, aö iþróttahreyfingin sé ekki svo heillum horfin, að þessi fjáröflunaraöferð hafi framgang. Sígarettureykingar og Iþróttalif á ekki neina sam- leið. Einhvers staöar sá ég þvi kastað fram, að ungmenna- félögum færist ekki aö amast viö þessari sigarettupakkasöfn- un, þvi að sum þeirra fengu mest af peningum sinum af fylliriisböllum I félagsheimil- um. Ég tek undir þaö, að ekki er nándarnærri nógu vel aö þvi gætt, hvers konar samkomur eru haldnar í fjáraflaskyni I félagsheimilunum af ýmsum aðilum. En ég hafna lika alger- lega þeirri röksemdafærslu að ein misgerð geri aöra eitthvaö skárri. Fylliriissamkomur I félagsheimilum I hagnaðar- skyni og sigarettupakkasöfnun- in er tveir ávextir af sama trénu, og hvorugur þeirra er boðlegur æskulýöshreyfingu, sem metur sig nokkurs. Þetta eru óvönduð meðöl og annaö verður ekki notað hinu til af- sökunar. Það væri jafnlágkúru- legt og siðlitið og þegar stjórn- málamaöur afsakar sinar gerö- ir eöa sinna manna með mis- brestum andstæðinga sinna, þegar einn dómur ætti yfir hvort tveggja að ganga. í fyrri daga var ýmsu til leiðar komið meö frjálsum framlögum, sjálfboðavinnu og gjafavinnu ýmiss konar. Meö þvi vannst það tvennt, að mál- efnum var þokaö áleiöis og menn uxu af framlagi sinu og urðu betri og nýtari menn og þegnar. Þaö lögmál hefur ekki neitt breytzt. En hugarfariö viröist hafa mengazt eins og nú er komizt að oröi. Þaö þyrfti aö hreinsa sorann úr sálinni, svo aö enginn léti sér til hugar koma svona fjáröflun I nafni menn- ingarlegrar hreyfingar”. Hugsun og orðafar H. Kr.skrifar örstutt bréf um málfar á slðum Timans og finnst sem gerr mætti hugsa og betur gera: ,,í Timanum 7. marz var talað um stóran bor, sem kominn væri til landsins, en siðan er sagt, að tiltekið skip hafi náö i hann til Texas. Ef borinn er hingað kominn, hefur honum þó verið náð frá Texas — sóttur þangaö. — Eöa hvað? Svo er talaö um dagvistunar- heimili. Hvaða munur er á vist og vistun? Eöa er hann enginn? Ég hélt, að vist væri dvöl — vistun væri ráðstöfun I vist. Dagvistarheimili væri stofnun, sem tæki til vistar að deginum. Vistunarstofnun væri t.d. ráðn- ingarskrifstofa.” Skuggi og glæta S.E. skrifar: „Um langt skeið hafa Banda- rikjamenn háð og siðan stutt að hryllilegum styrjöldum I Asiu, haldið þar við völd hinum verstu mönnum, að manni sýnist, og beðið við það mikinn álits- hnekki. Enn virðast hinir valda- mestu menn I Bandarikjunum við það heygarðshornið að draga 'þetta ógeð á langinn. Þeir vilja ekki láta sér segjast við þann skugga, sem þessar styrja.ldir i Asíu hafa varpað á land þeirrá og þjóð. En i þessu myrkri er það ljósbjarmi, að verulegur hluti bandarisku þjóðarinnar hefur fyrir löngu fengið ógeð á þess- um styrjöldum, sem ofan á ann- að hafa verið tilgangslausar, og nú er von til þess, að Banda- rikjaþing láti ekki þvæla sér til þess að leggja fram nýjar fjár- fúlgur til styrjaldarreksturs, sem aðeins getur haft I för með sér auknar þjáningar og meiri tortimingu. Þetta gleður.” Auglýsið í TÍMANUM ^KNvrn^v MUNIÐ i íbúðarhappdrætti H.S.Í. 2ja herb. ibúð að | verðmæti kr. 3.500.000.- ^ Verðmiðakr. 250. r i '&Vtðct I BEKKIR * ! OG SVEFNSÓFAR I I vandaðir og ódýrir — til sölu aö öldugötu 33. Upplýsingar I sima 1-94-07. J ÁLFNAÐ ER VÉRK ÞÁ HAFIÐ ER ^SAMVINNUBANKINN Auglýsið i Tímanum *** ^ ^ ^ > Ég vil vera með í hinum nýja Bókaklúbbi AB. Vinsamlega skrdið nafn mitt ó félagskró Bókaklúbbs AB og sendið mér jafnframt Fréttabréf AB og aðrar upplýsingar um bækur d Bókaklúbbsverði. nafn nafnnúmer heimiliifang Nú er rétti tíminn til að láta yfirfara og stilla GM-bifreiðina i hinni nýju og glæsilegu þjón- ustumiðstöð okkar að Höfðabakka 9. Pantið tíma hjá verkstjóra i síma SAMBANDIÐ VÉLADEILD ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ HÖFÐABAKKA 9. Símar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.