Tíminn - 19.03.1975, Page 3
Miðvikudagur 19. marz 1975.
3
Geymsluþol kartaflna
minna en áður var
— almennur fundur um málið f Þykkvabæ
i ljds hefur komið, sérstaklega
hin siðari ár, að geymsiuþol og al-
mennt heilbrigði kartaflna hefur
farið mjög dvinandi. Hvort hér er
um aðkenna rangri áburðarnotk-
un, vöntun á snefilefnum I jarð-
veginum, stórvirkri vélvæðingu
við upptökustörf og fl. eða annað
þviumiikt, er ekki gott að fullyrða
neitt um. Hins vegar er ljóst, aö
eitthvað róttækt verður að aðhaf-
ast I þessu efni til að finna viöun-
andi lausn á þessum vandamál-
um I náinni framtlð.
A síðasta búnaðarþingi, og enn
fremur 1973, var samþykkt álykt-
un þess efnis að stórauka
Allar gjald-
eyristekjur
skilaskyldar
Vegna hinnar óhagstæðu þró-
unar gjaideyrismála hefur við-
skiptaráðuneytinu þótt rétt að
vekja athygliá giidandi ákvæðum
laga og reglugerða um gjald-
eyrismeðferð, þar á meöal um
gjaldeyrisskil. Er þetta gert I sér-
Jóhannes
Elíasson
bankastjóri
lótinn
Jóhannes Ellasson.
SJ—Reykjavlk. Jóhannes
Ellasson bankastjóri viö <Jt-
vegsbankann lézt I Reykja-
vlk á mánudagskvöld 54 ára
að aldri. Jóhannes fæddist að
Hrauni I öxnadal 19. mai
1920. Hann stundaði nám við
Menntaskólann á Akureyri
og lauk laganámi frá
Háskóla tslands 1947. Jó-
hannes starfaði fyrst I for-
sætis- og menntamálaráðu-
neytinu og stundaði jafn-
framt málflutningsstörf.
Hann varð bankastjóri
tJtvegsbankans 1957. Jó-
hannes starfaði mikið að
félags- og stjórnmálum.
Hann var mörgum sinnum
skipaður I nefndir af Alþingi
til að vinna að ýmsum mál-
um. Jóhannes sat um skeið
allsherjarþing Sameinuðu
þjóöanna.
Formaður Sambands
ungra framsóknarmanna
var Jóhannesá árunum 1944-
’48 og átti þá sæti I miðstjórn
flokksins. Hann gegndi ýms-
um trúnaðarstörfum fyrir
Framsóknarflokkinn og átti
sæti I miðstjórn og fram-
kvæmdastjórn er sviplegt lát
hans bar að höndum.
stakri auglýsingu, sem ráðuneyt-
ið hefur gefið út.
1 auglýsingunni er lögð áherzla
á það, að hvers konar gjaldeyris-
tekjur og andvirði gjaldeyris-
eignar séu skilaskyld til innlends
gjaldeyrisbanka innan 20 daga
frá því gjaldeyririnn komst I
hendur eiganda. Þá er fjallað um
fjárfestingar erlendis. Þar segir,
að aðilum búsettum hér á landi sé
óheimilt að kaupa fasteignir
erlendis eða erlend verðbréf,
nema að fenginni heimild gjald-
eyrisdeildar bankanna. Siðan
segir: „Aðili búsettur hér á landi,
sem nú á fasteign erlendis eða verð
bréf, skal tilkynna það skriflega
gjaldeyriseftirliti Seðlabankans
til skráningar ekki síðar en 1.
ágúst n.k.”
Auk framangreindra atriða er I
auglýsingunni fjallað um erlend-
ar lántökur, erlenda innstæðu-
reikninga og inn- og útflutning
skuldaskjala, seðla- og skipti-
myntar.
Sjálfvirk
símstöð á
Fáskrúðs-
firði
Miðvikudaginn 19. marz 1975 kl.
16.30 verður opnuð sjálfvirk slm-
stöð á Fáskrúðsfirði. Svæðisnúm-
er er 97, notendanúmer 5100-5299.
Stöðin er gerð fyrir 200 nr., en
fjöldi notenda er 136. Fjöldi
sveitallna er 21 á 3 llnum. Fjöldi
valllna til hnútstöðvarinnar á
Reyðarfirði eru 7.
tilraunastarfsemi og rannsóknir
innan kartöfluræktunarinnar.
Föstudaginn 2. þ.m. kl. 2 e.h.
verður almennur fundur kartöflu
ræktarbænda haldinn I þinghúsi
Þykkbæinga til þess að ræða frek-
ar þessi mál, og þar með að
undirbúa að nokkru nánari að-
gerðir til verndar uppskerunni á
komandi árum.
Kartöfluuppskeran var sem
kunnugt er með langmesta móti
sl. haust og enn meiri en hún var
haustið 1971, sem var algjört met-
ár þá, eða um 130 þúsund tunnur.
A fundinum I Þykkvabæ, sem
haldinn er að tilhlutan Búnaðar-
félags Djúpárhrepps og yfirmats-
manns garðávaxta, Eðvalds B.
Malmquist, verða erindi flutt af
ráöunautunum Óla Val Hanssyni,
Agnari Guðnasyni, Kristni Jóns-
syni, tilraunastjóra á Sámsstöð-
um, og fl. frá leiðbeiningaþjón-
ustu Búnaðarfélags Islands. Þá
kemur á fundinn til viðræðna for-
stjóri Grænmetisverzlunar land-
búnaðarins, Jóhann Jónasson.
Mun þetta vera I fyrsta skipti,
sem boðað er til sérstaks fundar á
Suðurlandi varðandi þessa bú-
grein, enda virðist áhugi rikjandi
meðal kartöfluframleiðenda um
aö fjölmenna og kynna sér þessi
vandamál frekar, um leið og þeir
fá tækifæri til að bera saman
bækur sínar og ræktunarreynslu
slðustu ára, hver frá sinu
byggðarlagi.
Óþarft er að taka fram, að allir,
er rækta eða hafa með kartöflu-
framleiðsluna að gera á einn eða
annan hátt, eru velkomnir á
þennan fund I Þykkvabænum,
sem hefst stundvlslega kl. 2 e.h.,
sem áður getur.
n
U
I
Stórkostlegur
sparnaður
Orkumálin hafa verið mjög
ofarlega á baugi I umræðum á
Alþingi undanfarnar vikur og
mánuði. A fundi I sameinuðu
þingi I gær upplýsti Gunnar
Thoroddsen orku- og iönaðar-
ráðherra, I tilefni fyrirspurnar
um hitaveituframkvæmdir I
nágrenni Reykjavlkur, þ.e.
Kópavogi, Garðahreppi og
Hafnarfirði, að áætluð ollu-
notkun til húshitunar á þessu
svæði væri 52 milljónir litra á
ári. Fyrir þá oliu þyrfti að
greiða 1050 milljónir króna.
Vatnsnotkun á öllu svæðinu
væri hins vegar áætluð 6,7
milljónir tonna, og fyrir það
þyrfti einungis að greiða 264
milljónir króna. M.ö.o. myndu
sparast 800 milljónir króna á
ári, ef hitaveita væri komin á
allt svæðið.
Samsvarandi sparnaður
fyrir Reykjavlk, er talinn
nema nærri 3000 milljónum
króna á ári. Þaö þarf þvi eng-
um að koma á óvart, þótt
orkumálin taki mikinn tlma I
störfum Alþingis.
Styttist í hitaveitu
á Suðurnesjum
1 þessum sömu umræðum
upplýsti orkumálaráöherra,
að unnið væri að undirbúningi
Hitaveitu Suðurnesja, en sem
kunnugt er, var frumvarp um
hana samþykkt á Alþingi
skömmu fyrir áramót. Sagði
ráðherrann, aö stefnt væri að
þvi að ljúka framkvæmdum
við hitaveitu á Suðurnesjum
árið 1978, og nú lægi fyrir til-
laga um áfangaskiptingu
verksins, svohljóðandi:
ARIÐ 1975
Lokið verði við virkjun,
aðalæð og allt að 50% af dreifi-
kerfi fyrir Grindavík. auk þess
sem unniö verði aö hönnun
varmaskiptistöðvar og að-
færsluæðar.
ARIÐ 1976
Unniö verði áfram viö dreifi
kerfi i Grindavlk, en jafn-
framt verðihafin vinna við að-
færsluæðar og dreifikerfi fyrir
Njarðvik og Keflavlk, og stór
hluti þess tekinn i notkun.
ARIÐ 1977
Framkvæmdum verði lokið
1 Grindavik, Keflavlk og i
Njarðvlkum, ásamt nauðsyn-
legri virkjun við Svartsengi.
ARIÐ 1978
Lokið verði við aðfærsluæð-
ar og dreifikerfi fyrir Sand-
gerði, Gerðar og Voga.
Þetta eru ánægjuleg tíðindi.
Stjórnarandstaðan hefur
gagnrýnt núverandi rlkis-
stjórn fyrir aðgerðarleysi i
orkumálum, en sú gagnrýni á
ekki við rök að styðjast.
Framundan eru miklar fram-
kvæmdir I raforku- og hita-
veituframkvæmdum.
-a.þ.
Gæzlufangelsi
og geðrannsókn
BH-Reykjavik. Atján ára piltur,
Sæmundur G. Jónsson, hefur ver-
ið úrskurðaður i 60 daga gæzlu-
varðhald. Hér er um að ræða pilt-
inn, sem uppvis hefur orðiö að þvi
undanfarnar vikur að ráðast að
mönnum með hnif á lofti og veita
þeim áverka. Alls munu árásar-
mál hans vera sjö talsins á tveim
siðustu árum, og mun hann nú
sæta geðrannsókn.
Er við ræddumvið rannsóknar-
lögregluna I Reykjavlk i gær, var
þess sérstaklega getið, að piltur-
inn hefði jafnan verið undir áhrif-
um áfengis, er árásirnar voru
framdar, en það væri vitnisburð-
ur þeirra, er til þekktu, að hann
væri hinn dagfarsprúðasti, en
mætti ekki áfengi bragða, svo að
ekki rynni á hann æði það, er
hann fremdi árásirnar I.
Annars var ekki margt I frétt-
um hjá lögreglunni I gær, utan
hvað blaðið var beðið að skora á
almenning að gæta eigna sinna
sérstaklega vel fyrir hjúunum,
sem illræmd eru orðin af hnupli
sinu, og eru sannarlega ekki við
eina fjölina felld i þeim efnum,
þvi að þau gripa yfirleitt hvað-
eina, sem hægt er að hafa á brott
með sér, og eru fatnaður og mat-
væli þar sizt undanskilin.
Loðnan í
Faxaflóa
BH-Reykjavlk. — Loðnan veidd-
ist aðallega i norðanverðum
Faxaflóa á þriðjudag. en ekki var
kunnugt um afla hjá bátum, þeg-
ar viö höfðum samband við loðnu-
löndunarnefnd. Hins vegar mátti
á mönnum heyra, að afli væri
góður á þessum slóðum. Loðnan
er ekki veidd annars staðar um
þessar mundir.
DEILUAÐILAR
OG BAKNEFNDIR
Á STÖÐUGUM
FUNDUM
SATTASEMJARI ríkisins hélt á
þriðjudag fundi með deiluaðilum
kjarasamninganna. Hófst fyrri
fundurinn kl. 14 og stóð fram til
kl. 18. Þá var fundi slitið til að
samninganefndirnar gætu haft
samband við svokallaðar bak-
nefndir og var aftur boðað til
sáttafundar kl. 21.
Baknefnd ASI var kölluð á fund
meö samninganefndinni s.l.
mánudag og voru þeir baknefnd-
armanna, sem eru utan af landi,
beðnir að vera til taks I Reykjavik
næstu daga til skrafs og ráða-
gerða. Bendir það til þess að ein-
hverjar ákvarðanir séu á döfinni
varðandi kjarasamningana.
AFMÆLiSFAGNAÐUR
AAÍR Á HÓTEL BORG
SOVÉZKU listamennirnir, sem
dvcljast hér á landi þessa dagana
á vegum MtR, koma fram á
kvöldfagnaði félagsins að Hótel
Borg á fimmtudagskvöld, 20.
marz, þar sem öllum er heimill
aðgangur.
Listamennirnir eru: Bassa-
söngvarinn Vltall Gromadski,
balalækasnillingurinn Boris
Feoktistof, Svetlana Zvonaréva
planóleikari og þjóðdansaparið
Gaílna Sjein og Vladimir Víbor-
nof.
Þetta fólk skemmti á 25 ára af-
mælissamkomu MIR, Menning-
artengsla Islands og Ráðstjórn-
arrlkjanna, I sal Menntaskólans
við Hamrhlið á sunnudaginn var
16. marz, og var frábærlega vel
fagnað af áheyrendum og áhorf-
endum, sem voru eins margir og
húsrúm frekast leyfði. A sam-
komu þessari söng einnig Karla-
kórinn Fóstbræður undir stjórn
Jóns Asgeirssonar tónskálds, og
ávörp fluttu Vilhjálmur Hjálm-
arsson menntamálaráöherra,
Sergei • Stúdenetski, aöstoðar-
fiskimálaráðherra Sovétrikjanna
og formaður félagsins Sovétríkin
— Island, og Margrét Guðnadóttir
prófessor.
Iðnnemar andsnúnir
málmblendiverksmiðju
Mjög er þessa dagana rætt um
fyrirhugaða málmblendiverk-
smiðju I Hvalfirði, og sýnist sitt
hverjum. Um þetta mál var fjall-
aö á fundi sambandsstjórnar Iðn-
nemasambands tslands um helg-
ina, og hefur blaðinu borizt svo-
látandi sámþykkt frá INSt:
„Sambandsstjórnarfundur Iðn-
nemasambands Islands, haldinn
15.-16. marz s.l., lýsir yfir algerri
andstöðu6inni gegn fyrirhugaðri
byggingu málmblendiverksmiðju
Union Carbide á Grundartanga I
Hvalfirði, og skorar á alþingis-
menn að stöðva nú þegar alla
samninga við auðhringinn Union
Carbide. Einnig vill sambands-
stjðrn vara viö ásælni erlendra
auðhringa I Islenzkar orkulindir.”