Tíminn - 19.03.1975, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. marz 1975.
TÍMINN
7
mmim
i
j
Otgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur í
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur í Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusfmi 12323 —
auglýsingasfmi 19523.
Verð i lausasölu kr. 35.00.
Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
'x—:---:_______— _____________________:______^
Tvísýn staða á
hafréttarráðstefnunni
Islendingar munu tvimælalaust fylgjast með
athygli með þriðja fundi hafréttarráðstefnunnar,
sem hófst i Genf siðastl.mánudag, en eitt aðalmál
hennar er að fjalla um rétt strandrikis til allt að
200 milna efnahagslögsögu. Það mun ekki draga
úr þessari athygli, að staðan i þessu máli ertvisýn.
Siðan undirbúningsnefnd hafréttar-
ráðstefnunnar hóf að fjalla um þetta efni veturinn
1971, hefur orðið mikil breyting á viðhorfi margra
rikja til þess. Stórveldin, með Bandarikin og
Sovétrikin i fararbroddi, beittu sér þá eindregið
gegn 200 milna efnahagslögsögu og reyndu að
túlka hana sem merki um óhæfilegan yfirgang
strandrikja. Þegar stórveldin fundu, að þessi
áróður bar ekki tilætlaðan árangur, var snúið við
blaðinu. Nú Iýsa þau sig fylgjandi 200 milna efna-
hagslögsögu, en reyna að koma fram ýmiss
konar undanþágum, sem gera efnahags-
lögsöguna meiri i orði en á borði. Stórveldin telja
sig nú bera hungraðar þjóðir mjög fyrir brjósti
og þvi verði að forðast jafnmikið vannýtingu fisk-
stofnanna og ofnýtingu þeirra. Þetta sjónarmið
á vissulega nokkurn rétt á sér. í framhaldi af
þessu er þvi haldið fram, að geti strandrikið ei
hagnýtt fiskstofnana innan 200 milna markanna
af eigin rammleik, sé það skyldugt til að leyfa
öðrum að veiða afganginn. Það er hins vegar
látið ósagt hvaða aðili eigi endanlega að ákveða
hámark veiðanna innan efnahagslögsögu
viðkomandi rikis eða eigi að meta það, hvort
viðkomandi riki geti náð þessu hámarki af eigin
rammleik, og beri þvi að láta öðrum eftir ein-
hvern afgang eða ekki. Bak við tjöldin er svo
stefnt markvíst að þvi, að risi ágreiningur milli
rikja um þetta efni, verði endanlegt úrskurðar-
vald i höndum þriðja aðila, sem yrði þá einhvers
konar gerðardómur.
Baráttan varðandi efnahagslögsöguna snýst
þannig ekki orðið lengur um það, hvar mörkin
eiga að vera. Samkomulag er nokkurn veginn
fengið um 200 milna mörkin. Það, sem deilan
snýst um nú, eru undanþágurnar, sem reynt er að
koma fram til þess að gera efnahagslögsöguna
meiri i orði, en á borði, a.m.k. hvað fiskveiðarnar
varðar. Baráttan um þetta getur orðið mjög
tvisýn, þvi að mörg riki hafa ekki sérstakra hags-
muna að gæta i þessum efnum og óvist er þvi enn
um endanlega afstöðu þeirra. í ýmsum tilfellum
verður hún ef vil till ekki ráðin fyrr en á siðustu
stundu. Það sýndi sig á hafréttarráðstefnunum
1958 og 1960, að stórveldin geta verið drjúg á loka-
sprettinum, þegar þau snúa sér beint til viðkom-
andi rikisstjórna.
Hafréttarráðstefnan fjallar um mörg fleiri
ágreiningsefni en undanþágur i sambandi við
200 m. efnahagslögsöguna. Þess vegna er vafa-
samt, að henni nægi fundurinn i Genf til að ljúka
störfum, en sennilega verður ljósara eftir hann
en áður,hvort von er um ný alþjóðleg hafréttarlög
i náinni framtið. En hver, sem niðurstaðan
verður, mun það ekki breyta þeirri ákvörðun Is-
lendinga að færa efnahagslögsöguna út i 200
milur á þessu ári. Á fundi hafréttarráðstefnunnar
i Genf verður það aðalerindi íslendinga að
berjast fyrir óskoruðum , rétti strandrikisins til
að ráða þvi, hvaða undanþágur eru veittar innan
efnahagslögsögunnar. Fáist það ekki fram, getur
það verið íslendingum sársaukalaust, þótt
ráðstefnan misheppnist, þvi að strandrikin munu
þá nota einhliða útfærslurétt sinn. þ þ
ERLENT YFIRLIT
Verður Efnahags-
bandalagið sósíalískt?
Flokkspólitískar kosningar á þinginu í Strassborg
STOFNANIR Efnahags,
bandalags Evrópu, sem mestu
ráBa um störf þess, eru þrjár,
‘e&a stjórnarnefndin, ráð-
herranefndin og þingiö. Til
þessa hefur vafalitið stjórnar-
nefndin ráðið mestu, þvi að
hiin annast bæði undirbúning
ákvarðana og sérum daglegar
framkvæmdir. Ráðherra-
nefndin, þar sem situr einn
ráðherra frá hverju þátttöku-
riki, hefur meira vald, en oft-
ast fer hún eftir tillögum
stjórnarnefndarinnar, nema
þegar um sérstök ágreinings-
mál er að ræða. Þá er stund-
um vikið frá tillögum
stjómarnefndarinnar til sam-
komulags. Þriðja stofnunin er
svo þingið, en á þvi hefur bor-
ið einna minnst til þessa, enda
fer það aðeins með ráðgjafar-
vald. Margt bendir til þess, að
það ætli sér stærri hlut i fram-
tiðinni. Andstæðingar aðildar
Bretlands að Efnahagsbanda-
laginu hampa þvi t.d. i vax-
andi mæli, að litið verði úr
sjálfsforræði Breta, þegar
þing Efnahagsbandalagsins
ræður oröið mestu um löggjöf
og stjórnarstefnu bandalags-
rikjanna.
Þing Efnahagsbandalags-
ins, sem heldur fundi sina i
Strassborg, er skipað þing-
mönnum frá þátttökurikjun-
um, sem valdir eru af viðkom-
andi þjóðþingum með hliðsjón
af flokkaskipun þar. Sú tillaga
virðist eiga vaxandi fylgi, að
þingmenn, sem eiga sæti á
þingi bandalagsins, verði
kosnir beinni kosningu af
kjósendum. Sú skipan þykir
likleg til að styrkja áhrif og
álit þingsins.
Þótt minna hafi borið á
störfum þingsins en stjórnar-
nefndarinnar og ráðherra-
nefndarinnar, hefur það vafa-
litið haft ýmis áhrif á þróun
Efnahagsbandalagsins, en
sennilega eru þau áhrif meira
óbein en bein. Þingið hefur •
fjallað um ýmis málefni
bandalagsins og bent á leiðir
tillausnar, jafnframt þvi, sem
það hefur gagnrýnt ýmis
framkvæmdaatriði. Þannig
hefur það haft meiri og minni
óbein áhrif.
ÞAÐ hefur vakið sérstaka
athygli á þinginu, að þar hefur
myndazt eins konar flokka-
skipan, sem fer ekki eftir
landamærum. Jafnaðarmenn
eöa sósialdemókratar hafa
myndað eins konar flokk.
Kommúnistar og bandamenn
þeirra annan, kristilegir
flokkar þann þriðja og frjáls-
lyndir flokkar og miðflokkar
þann fjórða. Brezkir Ihalds-
menn hafa hafnað utan við,
þvi aö þeir vilja ekki mynda
fylkingu með kristilegu flokk-
unum á meginlandinu, eða
miöflokkunum.
A fundum þingsins, sem
hafa staðið yfir undanfarið,
hefur þessi flokkaskipting
komið vel í ljós i sambandi við
kosningu á forseta þess, en
hann er kjörinn til tveggja ára
i senn. Frambjóðendur voru
ekki færri en fimm eða George
Spenale frá Frakklandi, er
sósialdemókratar buðu fram,
Alfred Bertrand frá Belgiu,
sem kristilegir demókratar
buðu fram, Michael Yeats frá
trlandi (Fianna Fail), sem
framfarasinnaðir demókratar
buðu fram, en hér var aðal-
lega um frjálslynda flokka og
miöflokka að ræða, Lenonilde
Iotti frá ítaliu, sem
kommúnistar og bandamenn
þeirra buðu fram, og loks Pet-
Giscard d’Estaing er nú oftast talinn sá maður, sem mestu geti
ráöið um framtfð Efnahagsbandalagsins næstu árin.
er Kirk, sem var frambjóð-
andi brezkra Ihaldsmanna.
Við fyrstu atkvæðagreiðslu
urðu úrslit þessi: Bertrand 50
atkvæöi, Yeats 46, Spenale 45,
Kirk 18 og Iotti 12. Þar sem
enginn fékk hreinan meiri-
hluta, eins og áskilið er, varð
aö kjósa aftur og urðu úrslit
nokkuð svipuð. Við þriðju at-
kvæðagreiðsluna drógu þau
Kirk og Iotti sig i hlé og urðu
þá úrslit þessi Spenale 59,
Bertrand 55 og Yeats 54.
Kommúnistar höfðu greitt
Spenale atkvæði, en brezkir
Ihaldsmenn höfðu skipzt milli
þeirra Bertrands og Yeats. Að
lokum var kosið milli þeirra
tveggja, sem fengu flest at-
kvæði i þriðju umferð. Spenale
náði þá kosningu með 86 at-
kvæðum, en Bertrand fékk 72.
Það verður þvi sósialdemó-
krati, sem mun stjórna fund-
um þingsins næstu tvö árin, og
vera aðalfulltrúi þess út á við.
Spenale hefur átt sæti á
þingi bandalagsins i meira en
áratug eða siðan 1964 og látið
allmikið bera á sér. Hann hóf
starfsferil sinn i þjónustu
frönsku nýlendustjórnarinnar
og náði m.a. svo langt að vera
landstjóri Frakka i Togo á
árunum 1957-1960. Hann hefur
átt sæti á þingi siðan 1962 og
hefur unnið sér þar gott álit.
KJOR Spenale sem forseta
þingsins, er talið merki um að
það muni herða baráttuna
fyrir þvf að fá aukin völd, en
Spenale hefur verið mjög
eindreginn talsmaður þess.
Einkum hefur hann lagt
áherzlu á, að þingið fengi auk-
ið fjárlagavald, en hann hefur
átt sæti I þeirri nefnd þingsins,
sem hefur fjallað um fjárlög
bandalagsins.
Flokkaskipting sú, sem kom
nú svo greinilega fram við for-
setakjörið, hefur aukið spár
um það, að framvegis kunni
átök innan bandalagsins að
geta orðið alveg eins mikið
milli flokka og milli rikja.
Bræðraflokkar i bandalags-
löndunum muni halda áfram
að styrkja samheldni sina og
reyna að hafa þannig beint og
óbeint áhrif á þróun banda-
lagsins. Þessar flokkadeilur
kunni í framtiöinni að setja
meginsvip á störf þingsins og
stefnumótun þess. Af hálfu
ýmissa sósialista og sósial-
demókrata á meginlandinu er
þvi haldið fram, að það gæti
oröið áhrifamesta og fljótvirk-
asta leiðin til að koma á
sósialisma i Evrópu að ná tök-
um á stofnunum Efnahags-
bandalagsins. t Bretlandi
beita hins vegar ýmsir róttæk-
ir menn þeim áróðri gegn að-
ild Bretlands að Efnahags-
bandalaginu, að ihaldsöflin á
meginlandinu eigi eftir að
taka forustuna innan banda-
lagsins og nota þá aðstöðu til
að treysta áhrif sin og yfirráð.
Þess vegna eigi Bretar ekki
heima I bandalaginu.
Allt eru þetta meiri og minni
ágizkanir á þessu stigi. Mörg-
um kunna að þykja þær óraun-
verulegar og óliklegar, en iðu-
lega hefur það lika gerzt, að
framvindan hefur orðið önn-
ur en menn hafa talið trúleg-
ast aö hún myndi verða. Hvort
tveggja getur gerzt, að Efna-
hagsbandalagið verði vigi
Ihaldsafla eða flýti fyrir
sósialskri þróun i Evrópu,
Þ.Þ.