Tíminn - 19.03.1975, Page 12

Tíminn - 19.03.1975, Page 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 19. marz 1975. tefja hann — horföi aðeins á hann með aðdáun og virðingu. Hann virtist miklu unglegri en endranær, þegar hann skálmaði um með úfið hárið og kinnarnar rjóðar af ákafanum. Á kvöldin sat hann heima og las ,,Álandstíðindin". Telpan, sem var nýfarin aðganga, hljópofttil hans, og tók í buxnaskálmarnar, gægðist undir blaðið og skríkti framan í hann. Þá dró hann fæturnar að sér og lyfti blaðinu hærra, en Katrín flýtti sér að taka barnið. Hún óttaðist, að óvitinn væri honum til ama, og sú gremja, sem hún hélt, að hann byggi enn yfir í leynum hugans vegna tilveru þessa barns, kynni að brjótast fram. En svo bar það við sunnudag nokkurn, að Katrín brá sér eitt- hvaðfrá stutta stund. Þegar hún kom aftur, sá hún sjón, sem gladdi hana stórlega og eyddi öllum slíkum áhyggjum, Hún kom inn, án þess að Einar yrði hennar var. Hann stóð á miðju gólf i og lyfti telpunni hátt á loft og sagði „Ó,-hó, ó-hó". Hún hló og skríkti og greip andann á lofti í hvert skipti sem hann lyfti henni upp, en þegar hann lét hana síga niður á gólfið, kallaði hún: „AAeia, meia". Katrín hopaði þegjandi út og reikaði kringum húsið og gerði sér erindi út í garðinn sinn. Hvers vegna dylur hann alltaf állar blíðar tilf inningar, eins og það sé skömm að láta þær í Ijós? hugsaði hún. En henni var léttar í skapi en henni hafði verið langan tíma. „Heyrðu Einar", sagði hún ofur varlega einn vor- daginn. „Viltu ekki bjóða kunningjunum að drekka með þér kaff ibolla, áður en þú lætur úr höfn? Það má kallast, að þú sért húsbóndinn hér,og í rauninni ber þér að bjóða þeim heim á afmælisdaginn þinn, þó að við höfum nú raunar aldrei gert það". ~ Það vottaði snöggvast fyrir óþolinmæðinni gömlu í augnaráði hans, en svo tók hann sig á og sagði: „Jú; ef þig langar til þess'. Þetta var meiri tilhliðrunarsemi en Katrín hafði þorað að gera sér vonir um. Hún tók nú til óspilltra málanna að baka kökur og kaffibrauð og undirbúa boðið, sem hún vissi, að myndi auka stórum álit og tiltrú sonar hennar í byggðarlaginu. Þau urðu að skipta fólkinu í tvo hópa — bjóða þorpsbúum fyrri daginn en þeim, sem bjuggu uppi á ásunum, þann seinni. Það var svo litill húsakostur á Klif inu, að f leiri komust þar ekki inn í einu. Þegar Katrín stóð við baksturinn, kom Einar og rétti henni tíu mörk. Hún varð svo undrandi að henni varð orðfall. Hún stóð bara andspænis syni sínum með deigið á höndunum og kom sér ekki einu sinni að því að taka við þessum stóra seðli. Þá lagði hann hann á borðið og gekk út. Ein dóttir Lydíu var fengin til þess að hlaupa hús úr húsi og bjóða fólki til veizlunnar. Einar kom snemma heim, rakaði sig og hafði fataskipti og fór síðan niður í þorpið að fá lánaða bekki handa gestunum að sitja á. Katrín varð glaðari en orð frá lýst, þegar hún sá, að hann tók að sér húsbóndaskyldurnar af fullri röggsemi — beið gestanna fyrir dyrum úti, bauð þeim inn og leiddi þá til sætis. Hann hafði meira að segja keypt sígarettur, sem hann hélt óspart að mönnum. Að unga fólkinu gaf hann sig lítið þótt það væri jaf naldra honum — hann sat hjá þeim, sem rosknir voru og ráðsettir, og Katrin veitti því athygli, að þeir hlustuðu vel eftir öllu, sem hann sagði. Hún botnaði ekkert í umræðuefni þeirra, enda snerist það allt um skip af ýmsum gerðum, burðarmagn og rúmlestir, ganghraða og f lutningsgjöld. En hún sá sér til ánægju, að Einar var vel heima i þessu öllu. Viku síðar lét Einar kapteinn úr höfn í fyrsta skipti. Um sumarið kom Saga AAalm heim úr hinni löngu brúðkaupsferðsinni og settist að í nýja húsinu. Hún hafði farið af skipinu einhvers staðar í Svíþjóð og kom ein heim um miðjan sláttinn. Katrín var á leið niður að Bát- víkinni og leiddi Gretu litlu við hond sér, er hún sá hana koma á móti sér. Hún blygðaðist sín fyrir barnið og svipaðist um, eins og til þess að vita, hvort nokkur tök væru á að komast hjá að mæta Sögu. En svo beit hún á jaxlinn, tók þéttar utan um hönd barnsins og gekk hnarreist á móti henni. Saga horfði niður fyrir tærnar á sér og birtist ekki síður miður sín. En samt nam hún staðar, rétti Katrínu höndina og reyndi að láta eins og ekkert væri. „Komdu sæl, Katrín. Hvernig líður þér?" „Þolanlega", svaraði Katrín þurrlega. Hún horfði hvasst á þessa ungu konu, sem nú var farin að gæla við Gretu. Hún var búin að hætti sumargesta; í Ijósum þunnum kjól, með hvíta skó á fótum, Ijósrauða sólhlíf í hendinni og handklæði á handleggnum. Systir hennar, barn að aldri, sem átti að vera henni til skemmtunar í einverunni í nýja húsinu, var með henni. Þrátt fyrir nýja skrúðann fannst Katrínu einhvern veginn, að Saga hefði glatað nokkru af fegurð sinni. Hún var mögur og líkaminn, sem áður var mjúkur og ávalur, var nú orðinn beinaber og hörundið strengt og iitlaust. Óeðlilegt lát- bragð hennar bar órækt vitni um taugaveikl- un. K I K U B B U R ' Hæ, Haddi, þvi ferðu ekki á verk- stæði og lætur rétta MIÐVIKUDAGUR 19. marz 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veröurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Him- inn og jörð” eftir Carlo Coccioli. Séra Jón Bjarman les þýöingu sina (23). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Ctvarpssaga barnanna: „Vala eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. Sigrún Guðjóns- dóttir les (5). 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svarað. Svala Valdimarsdóttir leitar svara við spurningum hlust- enda. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Jón Sigurbjörnsson syngur islenzk lög. ólafur Vignir Albertsson leikur á pianó. b. Siðustu klerkarnir i Klausturhólum. Séra Gisli Brynjólfsson flytur fyrsta erindi sitt. c. Visur og kvæði eftir Pálinu Jóhannesdótt- ur.Valborg Bentsdóttir les. d. , Sýslumaðurinn sálugi. Pétur Sumarliðason flytur frásöguþátt eftir Skúla Guð- jónsson á Ljótunnarstöðum. e. Huldufólkssaga. Guðmundur Bernharðsson frá Ingjaldssandi segir frá f. Um isienzka þjóðhætti. Ámi Björnsson cand. mag flytur þáttinn. g. Kórsöngur. Kammerkórinn syngur. Söngstjóri: Rut L. Magnús- son. 21.30 Ctvarpssagan: „Köttur og mús” eftir Gunter Grass. Þórhallur Sigurðsson leikari les ( 5). 22.00 Fréttir. Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (45). 22.25 Bókmenntaþáttur i um- sjá Þorleifs Haukssonar. 22.55 tslandsmótið I hand- knattleik, fyrsta deild. Jón Asgeirsson lýsir i Laugar- dalshöll. 23.15 Djassþáttur. Jón Múli Ámason kynnir. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 19. marz 18.00 Iiöfuðpaurinn Banda- riskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Fólk á færibandi Sólun framhaldsmynd. Dverg- svinið. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.45 Gluggar Bresk fræðslu- myndasyrpa. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 19.10 Illé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og visindi Fólk á færibandi Sóli hjólbarða Hvitvoðungs- kvaðri Einingahúsgögn Föt Umsjónarmaður Ornólfur Thorlacius. 21.00 Vargurinn Sovésk bió- mynd frá árinu 1973. Þýðandi Hallveig Thorlac- ius. Myndin greinir frá litlum dreng, sem elst upp hjá frænda sinum og ömmu í fjallabyggð i Kasakstan. Eitt sinn tekur frændinn hann með sér i sauðaleit og finna þeir úlfsgreni. Þeir drepa alla ylfingana, nema einn,sem drengurinn fær að taka heim með sér til fósturs. Seinna verða deilur miklar og skærur i hér- aðinu, frændi drengsins lendir i útistöðum við héraðshöfðingjann, og einnig kemur úlfurinn tamdi mikið við sögu. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.