Tíminn - 19.03.1975, Side 13
Miðvikudagur 19. marz 1975.
TÍMINN
13
Umsjón: Hjálmar W. Hannesson
Jón Sigurðsson
Þjóðnýting innflutningsverzlunar?
I ljósi efnahagsþróunarinnar
nii að undanförnu herðir
Alþýðubandalagið áróðurinn
fyrir allsherjarþjóðnýtingu inn-
flutningsverzlunarinnar. Að
vísu er hér um að ræða gamal-
gróið stefnumál sósíalista sem
ekki er lengur full vissa fyrir að
allir forystumenn Alþýðu-
bandalagsins fylgi af heilind-
um, en því er ekki að leyna að
þetta slagorð hljómar betur
þegar erfiðleikar steðja að,
enda er svo yfirleitt um allar
róttækar hugmyndir um um-
byltingar frá rfkjandi skipan
þjóðmála.
A það skal bent þegar að fyrir
þvi er engin vissa að þjóðin hafi
endanlega fundið hina beztu
lausn i þvi skipulagi sem nií er á
innflutningi til landsins. Þegar
gjaldeyrisvarasjóðurinn er svo
til tómur og tvær gengisfelling-
ar hafa riðið á þjóðina á hálfu
ári, þá er engin furða að menn
spyrji: Er eitthvað að sem að-
eins róttækar breytingar geta
ráðið bót á? En það er einmitt
fyrst og fremst hlutverk hóf-
samra umbótamanna að stuðla
að lagfæringum og framförum
án þess að binda sig í, hvort sem
er, byltingaróðagot eða fast-
heldnisblindni.
Innantóm orð
1 sem stytztu máli má segja,
að um sé að velja þrjá kosti
varðandi skipulag innflutnings-
verzlunarinnar: í fyrsta lagi
opinbert eftirlit með verzlunar-
frelsi og almenn hagstjórn
rlkisvaldsins.
Fyrsti kosturinn, algert frelsi,
er raunar aðeins fögur orð en
innantóm. Reynslan kennir okk-
ur að umfram allt höfum við
engin efni á sliku stjórnleysi.
Þjóðin á einfaldlega ekki nægan
gjaldeyri til að heimila slikt
enda hefur t.d. verið eftirlit og
stjórnun á gjaldeyrismálum
hérlendis alla tið, þótt frelsi hafi
rikt um vöruval og magn
o.s.frv. Þessi kostur verður sið-
an enn óraunhæfari ef tillit er
tekið til nauðsynlegrar toll-
vemdar á ýmsum sviðum enda
þótt efnahagssamvinna Is-
lendinga við aðrar þjóðir geri
ráð fyrir að dregið verði úr
henni. A svipaðan hátt getum
við auðvitað ekki komizt hjá þvi
að gjaldeyrisöflunin i út-
flutningsatvinnuvegunum hafi
bein áhrif á skipulag og aðstöðu
innflutningsins, og fleira mætti
telja, tekjuskiptinguna i land-
inu, hagsveiflustjórn o.fl.
Ómengað afturhald
Annar kosturinn er sá sem
Alþýðubandalagsmenn veifa nú
svo mjög. A þvi leikur tæplega
vafi að gallar einokunar- og
haftakerfisins eru miklu meiri
og alvarlegri en allir þeir kostir
sem menn hafa tint til að fegra
þennan valkost. Þessir gallar
valda þvf að einokunarkerfið
yrði umsvifalaust óþolandi i
samfélagi sem vill kenna sig við
frelsi fólksins. Þessir gallar eru
einkum sem hér segir:
1. Vegna þess hve rekstrarein-
ingin yrði stórvaxin, mun
skriffinnsku- og annar, -
kostnaður aukast mjög, jafn-
vel þótt sparnaðar yrði gætt.
Það er margföld reynsla að
stór rekstrareining leiðir af
sér mikla og dýra yfirbygg-
ingu, en af þessu leiðir
sérstaka verðlagshækkun.
2. Slik innflutningsstofnun yrði
þegar i stað notuð sem tekju-
lind fyrir rikið i fjáröflun
þess, en vöntun valkosta og
heilbrigðrar samkeppni mun
kalla fram gamalkunnar
einokunaraðferðir I verðlagn-
ingu.
3. Einhæfni, stirðni og tregða
kæmi I stað fjölbreytni og
framtaks. Breytingar á varn-
ingi og smekk verða aldrei
séðar fyrir, og er þvi fyrir
miklu að sem flestir láti málið
til sin taka, standi á eigin fót-
um og taki sjálfir áhættu.
Þegar valdinu er þjappað
saman á eina hönd verður
hreinlega enginn hvati til að
bregðast við breyttum að-
stæðum, möguleikum eða
óskum og smekk fólksins.
4. Af þessu öllu leiðir að magn
og gæði þjónustu mundi
minnka hrapallega.
5. Núverandi skipan hvilir á
mjög flóknum samleik inn-
flytjenda og neytenda, þar
sem innflytjendur taka á sig
áhættu við að reyna að svara
óskum og þörfum fólksins.
Hafa verður t.d. hugfast að
það kemur fyrir litið að flytja
inn vörur ef enginn vill eða
getur keypt þær. Einokunar-
kerfið byggist hins vegar á
valdboði, á þvi að rikið reynir
að fyriskipa fólkinu þarfir og
smekk.
6. Gifurleg samþjöppun valds
ætti sér stað á hendur fárra
embættismanna sem verða,
eins og aðrir slikir, i reynd
óháðir vilja fólksins i landinu.
7. Rikiseinokunar- og haftakerf-
ið er bein andstaða við þá al-
mennu meginreglu i efna-
hagsmálum að valdið til
ákvörðunar á að vera þar sem
áhættan af rekstrinum er, og
þar sem óskirnar birtast frá
fólkinu, neytendum eða kaup-
endum.
Timabundin höft gegn
goðgá
Þetta ófullkomna yfirlit sýnir
að þjóðnýting innflutnings-
verzlunar er ómengað afturhald
og yrði engum til hagsbóta,
nema þeim embættismönnum
sem fengju góða stóla til að sofa
I, auk rikissjóðs sem fyndi
þama enn eina matarholuna til
að fara I vasa fólksins.
Það er annað mál að athuga
ber gaumgægilega allar leiðir
til að bæta og laga núverandi
skipan betur að ríkjandi ástandi
hverju sinni. Það er t.d. engin
goðgá að gripið sé til timabund-
inna hafta á nokkrum sviðum
þegar þjóðarbúinu er hætt og
ráðrúm þarf til að rétta það við.
Það er hin mesta skammsýni i
islenzkum stjórnmálum að
halda uppi einhliða áróðri gegn
höftum sem tímabundnu
neyðarúrræði, og t.d. nú myndi
almenningur efalaust sætta sig
viö einhver slik viðbrögð meðan
aðstæður þjóðarbúsins eru sem
verstar.
1 annan stað ber að lita vel á
þá hlið málanna hvort ekki er
rétt að gera auknar kröfur til
innflutningsfyrirtækja en nú er,
til þess að hindra spákaup-
mennsku og tryggja betur hag
kaupenda og neytenda. Það er
t.d. óhæfa aðekki sé þess krafizt
af innflytjendum véla og
bifreiða að þeir hafi fullkomna
varahlutaþjónustu og viðgerða-
aðstöðu. Sama gildir varðandi
fjárhagsstöðu innflutningsfyrir-
tækjanna og lánsþol þeirra.
Ráðstafanir
verst gegnir
þegar
Loks hefur það komið berlega
Iljós.bæði í Vinstristjórninni og
núverandi stjórn, að stjórnvöld
hafa allt of takmarkað vald til
að gripa til nauðsynlegra að-
gerða þegar sýnt er að i óefni
stefnir og gjaldeyrisstaðan
hriðversnar. Vafalaust er
hyggilegt að auka vald við-
skiptamálaráðherra eða Seðla-
bankans, eða beggja i samein-
ingu, til að hindra eða a.m.k.
hægja verulega á gjaldeyrisaf-
greiðslu um nokkurt skeið, þeg-
ar verst gegnir.
I meginatriðum er ljóst að
þriðji kosturinn: eftirlit og al-
menn hagstjórn með frjálsu og
f jölbreytilegu framtaki
einstaklinga og félaga, er far-
sælastur, en á þvi kerfi geta
einnig verið ýmsir hnökrar sem
þjóðin hefur ekki efni á að látnir
séu viðgangast.
— JS
Aðhald fjölmiðlanna
I lýðræðisþjóðfélögum er
nauðsynlegt, að milli kjörinna
rikisstjórnenda, hvar i flokki
sem þeir standa, og kjósenda,
riki traust. Slikt traust er m.a.
tryggt með þvi, að þeir einir
veljist til æðstu forystu, sem
vilja vel, hugsa fyrst um al-
mannaheill, þó það sé gert eftir
mismunandi hugmyndakerfum,
að ráðamenn láti ekki þröngan
einkahag sinn sitja i fyrirrúmi.
Fólkið verður að geta treyst þvi,
að forystan sýni gott fordæmi.
Kjósendur sitja alltaf i
dómarasætimeð vissu millibili i
kjörklefunum. Hugmyndin er
sú, að til þess að verða kjörinn
til æðstu forystu þurfi viðkom-
andi að hafa sýnt hvað i' honum
býr, m.a. sannsýni og heiðar-
leika. Þannig verða allir stjórn-
málamenn að ganga i gegnum
mörg „hreinsunarstig”, ef svo
má að orði komast.
Sem betur fer, er sagan um
það ólygnust, að hið venjulega á
Vesturlöndum er, að til æðstu
metorða veljast ekki skálkar.
Reynslan er þó þetta góð vegna
þess, að áhrifamenn hafa yfir-
leitt ekki komizt hjá þvi að
leggja gerðir sinar undir dóm
ýmissa hópa, svo sem frétta-
manna.
Þrátt fyrir mörg og erfið
,,hreinsunar”þrep, kemur það
fyrir, að óheiðarlegir stjórn-
málamenn i lýðræðisrikjum
komast I æðstu valdaaðstöðu.
Er skemmst'að minnast Nixons
Bandarikjaforseta og nokkurra
samstarfsmanna hans.
Vilji svo slysalega til, að slikir
menn nái valdaaðstöðu og gerist
brotlegir I þeim embættum, er
þeim tókst að ná i með þvi að slá
ryki I augu almennings, reynir
mjög á aðra þætti en kosningar
innan lýðræðiskerfanna. Þá
reynir t.d. á fjölmiðlana,
stjórnarandstöðu og sterka sið-
feröisvitund almennings.
Hér verður ekki fjallað um
aðhaldshlutverk stjórnarand-
stöðu og sterkrar siðferðisvit-
undar almennings. Hinsvegar
verður litillega fjallað um hið
þýðingarmikla hlutverk fjöl-
miðlanna.
Blöðin
Tlmaritaútgáfa á 19. öld hafði
miklu hlutverki að gegna i frels-
isbaráttu Islendinga. Vakning
áttisérstað. Baldvin Einarsson,
Fjölnismenn og Jón Sigurðsson
komu allir boðum sinum til ís-
lendinga i timaritum sinum,
prentuðum i Kaupmannahöfn.
Siðan færist útgáfan til landsins.
Isafold, Þjóðólfur og fleiri blöð
koma til sögunnar. A 20. öld
verða svo þau dagblöð til, sem
enn koma út. Visir kemur út
1910, Morgunblaðið 1913, Timinn
1917, Alþýðublaðið 1919 og Þjóð-
viljinn á 4. áratugnum.
011 eru þessi dagblöð túlkend-
ur ákveðinna stjórnmálavið-
horfa nú á dögum. Það er ein-
mitt eitt af sérkennum Islenzka
stjórnmálakerfisins, að ekki eru
til óháð dagblöð.
Óháð, sterk dagblöð eru mjög
mikil aðhalds- og lýðverndunar-
tæki. Til dæmis voru það hin
óháðu, virtu dagblöð I Banda-
rlkjunum, Washington Post og
New York Times, sem einkum
flettu ofan af Watergatemálinu
og Pentagonmálinu og sýndu
fram á óhugnanlegan misskiln-
ing valdamanna á lögum. Ekk-
ert islenzkt dagblað hefur öðlast
sess óháðs, sterks fjölmiðils og
er það miður.
1 íslandssögu Heimis Þor-
leifssonar segir: „Aður var
minnzt á flokksblöð, en um 1920
mótast slik ártíðurstækni.
Framsóknarmenn og Alþýðu-
flokksmenn stofnuðu fyrst sin
flokksblöð, Timann og Alþýðu-
blaðið, en stuðningsmenn
borgaraflokkanna töldu sig þá
lika þurfa örugg málgögn og
keyptu m.a. Morgunblaðið.
Ólafur Thors, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, sagði eitt sinn:
„Reynslan hefir sýnt, að fylgi
Sjálfstæðisflokksins stendur i
réttu hlutfalli við útbreiðslu
Morgunblaðsins,” en slfk um-
mæli sýna trú manna á -gildi
trausts málgagns. Á hinn bóg-
inn voru óháð dagblöð ekki til á
Islandi, og var það ónejtanlega
til tjóns frjálsri skoðanamynd-
un. Ikrafti fjármagns sins náðu
hægri menn brátt forystu i
kapphlaupi flokksblaðanna um
útbreiðslu.” (Bls. 186)
Útvarpið og
sjónvarpið
Rikisútvarpið hóf starfsemi
sina 1930. Var fljótlega þannig
um hnútana bundið, að það
skyldi gæta „hlutleysis” (óhlut-
drægni?) i hvivetna þegar um
þjóðfélagsmál var að ræða. Þó
urðu t.d. útvarpsumræður frá
alþingi, þættirnir um daginn og
veginn o.fl. þess valdandi, að
skoðanamyndun varð ekki
alveg eins einhæf og áður.
Hlustendur gátu dregið sinar
ályktanir sjálfir. Þó var það að-
eins að litlu leyti, þar sem
flokksmálgögnin túlkuðu á sina
visu það, sem þar kom fram.
Sjónvarpið hefur nú starfað i 9
ár á Islandi. Það er öflugasti
fjölmiðill nútimans, fjölmiðill,
sem flytur lifandi efni inn i stof-
ur, inn á gafl heimilanna.
Á undanförnum fáum árum
hafa æ beturmenntaðir einstak-
lingar ráðizt til starfa hjá rikis-
fjölmiðlunum, útvarpi og sjón-
varpi. Það hefur gert þessa fjöl-
miðla beinskeyttari aðhalds-
tæki. Um málefni hefur verið
fjallað á gagnrýnni hátt en áður.
Sérstaklega hafa fréttamenn
sterkasta fjölmiðilsins, sjón-
varpsins, verið ákveðnir I að fá
svör við spurningum sinum.
Það er ómetanlegt Islenzku lýð-
ræði, ef hinir sterku rikisfjöl-
miðlar, útvarp og sjónvarp.
verða til þess að draga úr hinni
einhæfu skoðanamyndun, sem
flokksmálgögnin öll gefa og
veita ráðamönnum öflugra að-
hald I störfum sinum en hingað
til hefur þekkzt.
Jón og séra Jón?
A föstudagskvöldið var, kom
fram i sjónvarpsþættinum
„Kastljós”, að svo virtist sem
gjaldeyrisyfirfærslur vegna
bilakaupa hefðu farið fram, eft-
ir að búið var að taka fyrir slika
yfirfærslur. Það er undarlegt,
að skjáspyrli skyldi ekki takast,
þrátt fyrir itrekaðar tilraunir,
að fá einhvern úr „kerfinu” til
þess að upplýsa þessi mál.
Hverju er verið að leyna?
Kannski engu, en hver láir
þeim, sem nú spyrja? Það er
einmitt i svona tilvikum sem
sterkir, óháðir fjölmiðlar sanna
gildi sitt. Fjölmiðlar á borð við
þau bandarisku stórblöð, sem
nefnd voru hér að ofan, hefðu
þegar I stað gert marga menn út
af örkinni til þess að komast til
botns i málinu og reyna að
sanna eða afsanna þær sögu:
sagnir um óheiðarlega fenginn
stórgróða nokkurra áhrifa-
manna, sem nú heyrast i borg-
inni. Slikt er nauðsynlegt til
þess að viðhalda trausti innan
stjórnmálakefisins.
H.W.H.