Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 5
Miftvikudagur 2. aprll 1975. TÍMINN 5 Þrettán uýútskrifaftir þroska- þjálfar, á myndina vantar Auöi Andrésdóttur. Vaxandi aðsókn að nómi í þroskaþjólfun 14 þroska þjálfarar útskrifast SJ— Reykjavlk.— A þriftjudag út- skrifuöust fjórtán nemendur úr Þroskaþjálfaskólanum, og er þaö fyrsti hópurinn, sem stundaö hef- ur nám samkvæmt nýrri reglu- gerö. Þroskaþjálfaskólinn er til húsa i Kópavogshælinu og er forstööu- maöurinn þar Björn Gestsson skólastjóri. Nemendur eru teknir inn aö hauti og fengu 14 nemendur inngöngu sl. haust. Aösókn er mikil aö skólanum, og ekki er unnt aö taka viö öllum, sem hug hafa á þroskaþjálfa-námi. Skól- inn er nú rikisskóli og tekur nám- iö 2 1/2 ár, sem er bóklegt og verklegt. Þorbjörg Aöalheiöur Garöars- dóttir hlaut hæstu meöaleinkunn þroskaþjálfanna, sem nú voru aö útskrifast 9.25. Og I skólaslita- ræöu sagöi Björn Gestsson, aö árangur hópsins heföi veriö jafn og góöur. Viö athöfnina töluöu einnig fulltrúar nemenda og Sigrlöur Ingimars formaöur skólanefndar. óskaöi hún eina karlmanninum i hópnum Björgvini Jóhannssyni, sérstak- lega til hamingju meö aö hafa lokiö þessu námi, og óskaöi þess aö margir góöir starfskraftar kæmu til þroskaþjálfastarfa I framtiðinni, karlar og konur, beggja kynja væri þörf. Björgvin Jóhannsson er fyrsti karlmaðurinn sem lýkur námi þroskaþjálfa hér á landi, en hann er einnig sjúkraliði að mennt. Hann hefur unnið við hjúkrunar- og þroskaþjálfastörf hér á landi og f Danmörku. — Mér falla þessi störf vel, sagði Björgvin. — Og mér finnst þau ekki erfið. Fáir karlmenn leggja fyrir sig störf af þessu tagi og er orsökin eflaust sú aö þeir telji launin lág. Þetta er hins vegar mesti misskilningur, þvl að næga aukavinnu er að fá. Ég hef t.d. unnið öll kvöld á Hrafnistu með náminu. Meö hópnum hefur einnig veriö I bóklegu námi i vetur Auöur Andrésdóttir, og raunar öllum hópunum þrem, sem voru I skólanum I vetur. Hún stundaöi þroskaþjálfanám I Noregi og Sviþjóð fyrir alllöngu og starfaði siöar við þroskaþjálfun. Hún er húsmóöir og á fimm börn og hefur ekki unnið við þessi störf I ein tuttugu ár, en var nú að ná réttindunum og hyggst starfa sem þroskaþjálfi. — Börnin eru orðin stórog orðið auöveldara um vik, sagði Auður Andrésdóttir. Nýútskrifuðu þroskaþjálfarnir gáfu skóla sinum beinagrind til notkunar við liffærafræðikennslu. Fulltrúi þeirra nýútskrifuðu lét þess getið i ávarpi sinu, að fram- farir i málum vangefinna heföu oröiö miklar á siðustu árum og óskaöi þess að sú þróun héldi áfram. Dúxinn Þorbjörg Aöalheiður Garöarsdóttir og fyrsti karlmaö- urinn, sem veröur þroskaþjálfi, Hafsteinn Björgvin Jóhannsson Tlmamyndir Gunnar. Sameíginlegt takmark Sú var tíðin aö þjóðin átti tilveru sína beinlínis undir samgöngum við umheiminn. Svo er að vissu leyti enn í dag. En jafnvel þótt þjóöin gæti lifað hér sjálfri sér nóg, þá hefur hún aldrei ætlað sér það hlut- skipti að búa við einangrun, um það vitnar sagan. Takmark þjóðarinnar hefur ætíð verið að sækja allt það besta sem umheimurinn hefur boðið upp á, og einnig að miðla öðrum því besta sem hún hefur getað boðið. Þess vegna markaöi tilkoma flugsins þáttaskil í samgöngumálum íslendinga, þar opnaðist ný samgönguleið, sem þjóðin fagnaði, og þegar reglubundið áætlunarflug til útlanda hófst, varð bylting í samgöngumálunum. Það varð hlutverk félaganna beggja að hafa á hendi forystu í þróun flugmálanna. Hvernig til hefur tekist skal látið ósagt, en eitt er víst að aldrei hefur skort á stuöning landsmanna sjálfra. Nú hafa félögin verið sameinuð. Það er gert til þess að styrkja þennan þátt samgöngumála. Með sameiningunni aukast möguleikar á þjónustu við landsmenn og hagræðing í rekstri verður meiri. Þannig þjónar sameiningin því takmarki sem þjóðin hefur sett sér að hafa á hverjum tíma öruggar og greiðar samgöngur til þess að geta átt samskipti við umheiminn. Það er sameiginlegt takmark félaganna og allrar þjóðarinnar. flugfelac LOFTLEIDIR ISLA/VDS Félög sem byggðu upp flugsamgöngur þjóðarinnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.