Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 2. april 1975. Fréttir frá Færeyjum — Fréttir frá Færeyjum Fréttir frá Færeyjum — Fréttir frá Færeyjum Líkur á olíu og gasi við Færeyjar TÍU olíufélög hafa sótt um leyfi til þess að leita að ollu við Færeyjar. Beinist áhugi þeirra sérstaklega að grunn- um suðaustur af Færeyjum þar sem likur þykja til, að sé bæði olla og gas, einkanlega eftir fund slikra auðlinda I grennd við Hjaltland og Orkneyjar. Landstjórnin færeyska er því aftur á móti andvig, að Utlend félög fái leyfi til oliu- leitar, og vill hún, að allar kannanir á færeyskum haf- svæðum verði gerðar á veg- um danska rikisins. Hefur landstjórn Færeyinga boðizt til þess að lána skip til slikr- ar leitar, ef þjóðþingið danska veitir að sinu leyti um þrjátiu milljónir is- lenzkra króna i þessu skyni. Sjálfvirkur handfæra- búnaður BJARNI OG J.K. I Miðvági i Færeyjum er kunnur fyrir hugvitsamlegar nýsmiðar. Nú er hann að hefja smiði á nýrri gerð sjálfvirks búnaðar á handfærabáta. Þessi búnaður er þannig úr garði gerður, að hann keipar sjálfkrafa á réttu dýpi, og sé mikil fiskigengd má stilla hann þannig, að hann fer ekki að snúast fyrr en marg- ir fiskar eru komnir á færið. Sé tregt fiski, má á hinn bóg- inn láta hann bregðast við jafnskjótt og bitur á. Þessi búnaður er að visu ekki óþekktur, þvi að Norð- menn hafa i mörg ár fengizt við þetta. Auk þessa handfæra- búnaðar hafa þeir Miðvogs- menn fundið upp litinn kartöfluplóg til upptöku. Flugvöllur í Vágum endur- bættur FLUGVÖLLURINN I Vág- um i Færeyjum verður endurbættur innan skamms. Meðal annars verður flug- brautlengd um þrjú hundruð metra og sett upp ýmis kon- ar Ijósabúnaður. Kostnaður við þetta er áætlaður um þrjú hundruð milljónir Is- lenzkra króna. Auk þessa á svo að búa völlinn lendingartækum af beztu gerð, stækka flugaf- greiðslubygginguna og bæta við nýjum bifreiðastæðum. Kostnaður við þetta er talinn þrjú hundruð og sextiu mill- jónir króna. Rikissjóður Dana ber allan kostnað við siðari liðinn, en hinn fyrri verður kostaður af landsjóði Færeyja að hluta. Stefna Færeyinga í útvegsmálum: Frábærar afurðir af heimamiðum Færeyjar eru ærið sæbrattar eins og öllum er kunnugt, og ekki er þar undirlendi fyrir að fara. En hvergi sést grænna gras en þar á sumardegi. Myndin er frá Skúfanesi á vestan veröri Suöurey. Þannig komst Pétur Reinert, fiskimálaráðherra Færeyinga að orði á lögþing- inu, er hann lýsti breyttu ástandi i útvegsmálum Fær- eyinga. „Það þrengir að okkur, hvarvetna á fjarlægum mið- um”, sagði hann, og við verð- um að gera okkur grein fyrir þvl, hvernig við eigum að bregðast við þessu. Við eigum nú seytján til átján vinnslu- stöðvar, sem dreifðar eru um Færeyjar og eru mikilvægar fyrir byggðir lands okkar. Þessar vinnslustöðvar hafa fengið um fimmtán þúsund smálestir af fiski af.lslands- miðum, en að meðaltali þurfa þær fjögur til fimm þúsund smálestir af hráefni á ári hver þeirra. Það eru samtals sextiu þúsund smálestir eða þar um bil. Eini kosturinn, sem okkur stendur til boða á komandi árum, er að afla þessa fisks á heimamiðum okkar sjálfra, þar sem við höfum aðeins veitt þrjátiu til þrjátiu og fimm þúsund smálestir siðustu árin. Þessi mál verðum við nú að taka til nákvæmrar ihugunar. Sá fiskur, sem veiddur er hér heima fyrir, er bezta hráefnið, sem unnt er að óska sér. Verð- um að koma upp hentugum flota veiðiskipa til þess að sækja þennan fisk á miðin, og við verðum að leggja okkur alla fram um, að þessi fiskur verði frábær vara, þegar hann hefur farið i gegnum vinnslu- stöðvarnar”. Straumhvörf á síðustu tveim árum: Fleiri Fær- eyingar heim en heiman „VIÐ FÆREYINGAR stönd- um Á vegamótum I fiskveiðum okkar. Drauminn um auknar veiðar vltt um Norður- Atlantshaf verðum við að leggja fyrir róða, og kapp- hlaupið um að moka upp sem mestu af fiski er að verða úr- elt. Við verðum nú að leggja rækt við heimamiðin, og gera sjávarafurðir okkar að sér- stakri gæðavöru, sem nýtur fullrar viðurkenningar allra viðskiptavina okkar”. Pétur Reinert.fiskimálaráð- herra Færeyinga. UM LANGT skeið hefur Fær- eyingum verið það mikið áhyggjuefni, hversu margt fólk hcfur flutzt úr landi. Þetta hefur veriö mikil blóðtaka fyrir fá- mennt þjóðfélag, og þar að auki stórfcllt fjárhagstjón, þvl að yfir- leitt hefur það verið svo, að fólkið hefur flutzt burt, þegar það haföi hlotið uppeldi og menntun heima fyrir og starfsaldurinn var að hefjast. Einkum var brottflutningurinn geigvænlegur árin 1960, 1966, 1970 og 1971. Færeyingar losa nú fjöru- tiu þúsund. Hefði jafnvægi verið á brottflutningi og heimaflutningi siðan árið 1956, væru aftur á móti 43-44 þúsund manns með búsetu i Færeyjum. Þess er þó rétt að geta strax, að nú virðist vera að rofa til. Tvö siöustu árin, 1973 og 1974, hafa fleiri flutzt heim en þeir, sem burt fóru. Fæðingar i Færeyjum eru nú 20,3 á þúsund, og hefur þeim farið heldur fækkandi, en dánartala er 7,5 af þúsundi. Um langt skeið hafa verið veru- legir fólksflutningar frá smá- byggðunum, einkum hinum af- skekktustu, til hinna stærri bæja, og heldur af þessum sökum sums staðar við landauðn, svo sem á Mykinesi. En nú hefur það gerzt, samtímis þvi að færeyskt fólk er tekið að snúa heim, að fleira fólk hefur flutzt brott út I byggðirnar úr stóru kaupstöðunum heldur en þangað kemur þaðan. Gildir þetta um Þórshöfn, Klakksvik, Fugla- fjörð, Vestmanna- og Fróðbæ. Hér er þó ekki mikill munur á — 59 einstaklingar að þvi' er snertir Þórshöfn og 46 i Klakksvik. Eftir sem áöur standa þær byggðir úti um landið, sem mest hafa misst af fólki á undanförnum árum, höllum fæti, þvi að það er sjaldn- ast þangað, sem fólk flyzt. Ekki verður um það spáð, hvemig straumar muni liggja á næstu misserum og árum. Trú- legt er, að atvinnuleysi og öng- þveiti i Danmörku muni ýta undir fleiri Færeyinga að flytjast heim, en aftur á móti er margt i óvissu heima I Færeyjum eins og áður. Færeyingar eru öllum öðrum háðari verðlagi á sjávarafurðum, og þegar er farið að bera á þvi þar, að minna sé auglýst eftir fólki til vinnu en áður. I blöðum, þar sem til skamms tima voru þrjátiu slikar auglýsingar, eru nú aðeins fimm til tiu. I samvinnusáttmála hinnar nýju landstjórnar Færeyinga er grein, þar sem segir, að stjórnin muni fylgja byggðastefnu. Enn er þó ekki komið á daginn, hversu þróttmikil sú byggðastefna verð- ur, en það hefur áhrif á það, ásamt ýmsu öðru, hvort þær byggðir viðs vegar um eyjarnar, sem verið hafa iuppgangi siðustu misseri, halda áfram að draga til sin fleira fólk frá stóru bæjunum heldur en þangað flyzt utan af landinu. Eftir sem áður má gera ráö fyrir þvi, að mestur hluti þess fólks, sem kemur heim frá út- löndum, setjist að i stærri bæjun- um, likt og verið hefur tvö undan- farin ár.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.