Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.04.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 2. april 1975. TÍMINN 13 — segir eigandi brauðgerðarinnar á Blönduósi MÓ. Sveinsstööum. — Sá iðnaður, sem á sér hvað lengsta sögu á Blönduósi, er brauðgerð. Nú rek- ur Þorsteinn Húnfjörð þar Brauð- gerðina Krútt. Þar starfa sex til ellefu manns, misjafnt eftir árs- tima þvi verkefni eru mismikil. Mest er bakað að sumrinu og er það bæði vegna þess að þá er meiri sala á aðalsölus væði brauð- gerðarinnar og einnig vegna þess að bakarar á öðrum stöðum geta i mörgum tilfellum ekki annað aukinni eftirspurn og er þvi meiri sala þangað. Krútt er eina brauðgerðin á Húnaflóasvæðinu og eru brauð frá Krútt seld i flestum matvöru- verzlunum á svæðinu. Einnig eru harðbrauð frá Krútt seld viða um land, enda má segja að sérgrein bakaranna i Krútt sé að gera gömlu góðu kringlurnar, sem þykja hið mesta hnossgæti. Þorsteinn Húnfjörð sagði, að eitt stærsta vandamálið við að reka brauðgerð úti á landi, væri að koma brauðinu nýju til við- skiptavinanna. Flutningakerfið miðast allt við samgöngur milli Reykjavikur annars vegar og staða út á landi hins vegar. Aftur á móti eru mjög litlar ferðir á milli nærliggjandi staða inn- byrðis, eins og t.d. milli Blöndu- óss, Hvammstanga og Hólmavik- ur. Nú hef ég sótt um fyrir- greiðslu hjá byggðasjóði til að bæta þjónustuna við mina við- skiptavini og draumurinn er að fá bil, sem ég get látið vera i förum á milli þéttbýlisstaðanna við Húnaflóa, sagði Þorsteinn Hún- fjörð i viðtali viö blaðið. Við- skiptavinirnir verða að fá brauðin ný og ég legg allt kaupp á að koma þeim sem fyrst til þeirra. Iðulega eru birtar auglýsingar frá verðlagsstjóra um verð á brauðumog i lok þeirra er jafnan sagt, að sé brauðgerð ekki starf- andi á viðkomandi stað, megi bæta sannanlegum flutnings- kostnaði við verð brauðanna. Þorsteinn Húnfjörð sagði, að þessar auglýsingar væru dæmi- gerðar fyrir það, hvernig búið væri að iðnaði á landsbyggðinni. Eins og allir vita þarf brauðgerð úti á landi að flytja mikið af efn- inu i brauðin frá Reykjavik, enda er mest allri innfluttri vöru skip- að þar á land. Samkvæmt auglýs- ingunni mega brauðgerðir út á landi ekki bæta þessum flutn- ingskostnaði við verð sinnar framleiðslu, og ekki er um neinn verðjöfnunarsjóð að ræða til að greiða þennan kostnað. Þessi flutningskostnaður er að hluta viðurkenndur bak við tjöldin, en sú viðurkenning má samt hvergi koma fram. Sumir bakarar úti á landi bæta þessum flutnings- kostnaði við verðið þrátt fyrir all- ar auglýsingar. Og þá standa þeir uppi sem okurkarlar gagnvart viðskiptavinum sinum. Vandi iðnaðar landsbyggðar- innar er ekki leystur með þvi að tala um byggðastefnu og aftur byggðastefnu. Það verður að beita raunhæfum aðgerðum eins og t.d. varðandi þennan flutnings- kostnað og fleira mætti nefna eins og jöfnuð á rafmagns og sima- kostnaði og ótal margt fleira sem iðnaður landsbyggðarinnar stendur höllum fæti gagnvart iðn- aði þéttbýlisins. Brauðgerðin Krútt hóf starf - semi sina 1968, en starfar nú i rúmgóðu húsnæði, sem byggt var á árunum 1970-1971. Tækjabúnað- ur brauðgerðarinnar er orðinn sæmilega góðurog m.a. er þar 16 m. langur bakarofn. Litil verzlun er rekin i tengslum við brauð- gerðina, en meginhluti fram- leiðslunnar er seldur i aðrar verzlanir. Brauðgeröin Krútt á Blönduósi. Ljósm. Magnús B. Einarsson Menntamálaráðuneytið, 25. mars 1975. Vísindastyrkir Atlantshafs- bandaiagsins 1975 Atlantshafsbandalagið leggur árlega fé af mörkum til að styrkja unga vlsindamenn til rannsóknastarfa eða framhaidsnáms erlendis. Fjárhæð sú, er á þessu ári hefur komiö i hlut islendinga iframangreinduskyni.nemurum 1,9 millj. króna, og mun henni verða varið til aö styrkja menn, er lokið hafa kandidatsprófi i einhverri grein raunvisinda til framhaldsnáms eða rannsókna við erlendar visinda- stofnanir, einkum i aðildarrikjum Atlantshafsbanda- lagsins. Umsóknum um styrki af fé þessu — „NATO Science Fellowships” — skal komið til menntamálaráöuneytis- ins, Hverfisgöu 6, Reykjavik, fyrir 15. mai n.k. Fylgja skulu staðfest afrit prófskirteina, svo og upplýsingar um starfsferil. Þá skal og tekið fram, hvers konar framhaldsnám eða rannsóknir umsækjandi ætlar að stunda, við hvaða stofnanir hann hyggst dveljast, svo og greina ráðgerðan dvalartima. — Umsóknareyðu- blöð fást I ráðuneytinu. Framsóknarfélag Reykjavíkur Almennur félagsfundur— sem frestað var 13. marz — verður haldinn að Hótel Esju í kvöld klukkan 8,30 FUNDAREFNI: MENNTAMAL Frummælandi Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Námslán og lána- sjóður námsmanna Frummælandi Atli Árnason fulltrúi frá Lánasjóði námsmanna. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Framsóknarfélag Reykjavíkur Starfsfólk I brauðgerðinni að störfum. Ljósm. Magnús B. Einarsson Laklega búið að iðnaði úti á landi |lfl KSMHITUN, I ■ I ALHLIÐA PÍPULAGNINGAÞJÓNUSTA SÍMI 73500. PÓSTHÓLF 9004 REYKJAVÍK Nýlagnaþjónusta. Viðgerðaþjónusta. Hreinlætistækjaþjónusta. Hitaveitutengingar. Jafnvægisstillum hitakerfi. Gerum föst verðtilboð. Bæjar- og sveitarfélögum, sem og öðr- um húsbyggjendum úti á landi, viljum við sérstaklega vekja athygli á þjón- ustu vorri. Háseti óskast á 140 tonna netabát frá Þorlákshöfn. Upplýsingar i simum 99-3635 og 99-3625.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.