Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 3. april 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Gdduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðaistræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. \Blaðaprenth.f. Skerðing fjárveitinga Þvi er ekki að leyna, að i mörgum byggðarlög- um úti um land er þess beðið með talsverðum ugg, hvar verður látin koma niður sú skerðing f járveit- inga til ýmiss konar framkvæmda, er boðuð hefur verið og alþingi verður að ákveða innan skamms. Á fjárlögum þeim, sem nú verða tekin til endur- skoðunar, eru margs konar fjárveitingar til brýnna framfaramála, er lengi hefur verið barizt fyrir sumum hverjum, en önnur eru þess eðlis, að það, sem þegar kann að hafa verið lagt til þeirra, kemur ekki að notum fyrr en að loknu verki. Það er þess vegna mjög að likum, að ýmsum þyki mikið i húfi, hvernig farið verður höndum um þessi mál. Mörg byggðarlög, sem volæði „viðreisnar”-ár- anna svokölluðu hvildi á eins og mara, en tóku fjörkipp jafnskjótt og farið var að gefa mikilvægi þeirra fyrir þjóðfélagið verðugan gaum eftir stjórnarskiptin 1971, eiga það nú á vogarskálinni, að hve miklu leyti verður höggvið utan úr framlög- um til nauðsynjamála þeirra. Verði nærri þeim gengið getur það orðið slæmur hemill á eðlilegan vöxt og viðgang þeirra á næstu árum — þeim sjálf- um til niðurdreps, og raunar öllum til tjóns, þegar i hlut eiga þau byggðarlög, sem drýgst hafa reynzt til gjaldeyrisöflunar og annarrar verðmætasköp- unar, sem er undirstaða þess lifs, sem við lifum, hvar á landinu sem er. Þeir, sem fjarri búa miðstöðvum fjármáia- ákvarðana og framkvæmdavalds, hafa af þvi beyg, að örðug aðstaða þeirra til þess að fylgjast með þvi, sem fram vindur, kunni að verða til þess að gera hlut þeirra verri en réttmætt er, þegar til harðrar samkeppni kemur um að halda sem mestu af þvi, sem áður hafði verið samþykkt að leggja fram. Reynir þar að sjálfsögðu mjög á þingmenn þeirra landshluta, sem lengsta sókn eiga til Reykjavikur, og ekki geta haft forsvarsmenn sveitarfélaga og byggðarlaga langtimum saman á varðbergi til þess að vaka yfir þvi, er til ber, og haldið uppi svo að segja daglegum áróðri fyrir málefnum sinum. Þar er aðstaða til málflutnings og túlkunar vissulega harla ólik fyrir landshlut- ana. Engum dylst að sjálfsögðu, að rikisútgjöld verða ekki lækkuð um milljarða, án þess að það komi ónotalega við býsna marga. Það segir sig sjálft. En einmitt þess vegna er mikið i húfi, að ekki verði allt of nærri gengið þeim framlögum, sem mestu varða fyrir hag og heill byggðarlaga og héraða, sem eru burðarásar þjóðarafkomunnar. Um allt þetta verður nú bollalagt fram og aftur næstu vikur, og ekki aðeins af þingmönnum sjálf- um, sem úrslitavaldið hafa með atkvæði sinu, heldur einnig af sendinefndum, sem gerðar verða út viðs vegar af landinu á þeirra fund og annarra, sem liklegir eru til áhrifa. Heima fyrir verður það mál málanna að fá fregnir af þvi, hvort raunveru- lega fæst fé til hafnarframkvæmdanna, sem komnar voru i sjónmál, flugvallarins, sjúkrahúss- ins eða hins upphækkaða vegarkafla, sem leysa átti marga þraut á snjóþungum vetrum, svo að eitthvað sé nefnt af þvi, sem brýnt getur verið. En hvort sem óskir bregðast meira eða minna eða verða uppfylltar að talsverðu leyti, verður fjárveitinganefnd alþingis varla öfundsverð af þvi verki, er henni ber að vinna eins og nú er ástatt. — JH Lars Ranggaard, Kristeligt Dagblad: Uppgjöf Kissingers olli miklum vonbrígðum Uppgjöfin hefur styrkt þá báða heima fyrir, Rabin og Sadat, hvaða áhrif sem það kann að hafa á frekari samninga TILRAUNIR Kissingers til friöarsamninga skref fyrir skref fóru út um þúfur, og nú er ústand mála i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs allt annað en áður. Stríðshættan á þessu svæði er nú miklu meiri, en sjaldan hefur verið frið- vænlegra þar en siðast liðið ár, eða frá þvi að Kissinger kom á fyrstu samningum um aðskilnað herja. Friðargæzlusveitum Sam- einuðu þjóðanna var á sinni tið veitt umboð til dvalar á Siani fram til 24. þessa mánaðar. Þegar sá frestur rennur út, ætti að koma skýrar fram, hver ófriðarhættan er. Egypt- ar hafa gefið í skyn, að þeir kunni að fallast á framleng- ingu umboðs friðargæzlusveit- anna um sinn, en vafasamt er, að þeir fallist á framlengingu til langs tima, nema Israels- menn láti I ljós greinilegan samningavilja. Ekkert bendir til stefnu- breytingar Israelsmanna. Fyrstu umsagnir þeirra um uppgjöf Kissingers benda ekki til, að þeir ætli að breyta þeirri ósveigjanlegu afstöðu, sem viðleitni hans strandaði á. BANDARIKJASTJÓRN hefur hvað eftir annað sakað Israelsmenn um ósveigjan- leika. En Arabar láta sér naumast nægja svo meinlaus viðbrögð. Fréttir um fyrstu viöbrögðin í Kairó sýna, að Arabaþjóðirnar ætla sér aö refsa Israelsmönnum fyrir að koma I veg fyrir samninga. Hert verður á efnahags- og stjórnmálastrlðinu gegn Israel, og gera má ráð fyrir aukinni viðleitni til að ein- angra Israel, bæði i stjórn- málum og viðskiptum. Verður meðal annars reynt að útiloka Israelsmenn frá ýmsum al- þjóðasamtökum. Fyrsta afleiðing uppgjafar Kissingers verður sameigin- leg áskorun Arabarikjanna til Bandarikjamanna og Sovét- manna um að kalla friðarráð- stefnuna I Genf saman aö nýju. Hún hófst I desember 1973, en var frestað eftir að- einstvo daga, meðal annars til þess að gefa Kissinger tæki- færi til samningaumleitana skref fyrir skref. Þetta var þá I samræmi við vilja bæði ísraelsmanna og Egypta, en Sýrlendingar, Frelsishreyfing Palestlnu-Araba og Sovét- menn voru frestuninni andvlg- ir. ENN er óvist, með hverjum hætti Frelsishreyfing Pales- tlnu-Araba fær aðild að friðar- ráöstefnunni. ísraelsmenn hafa hafnað samningum við sjálfstæöa samninganefnd hreyfingarinnar. Sýrlending- ar hafa boðið aö efna til samn- inganefndar meö Frelsis- hreyfingunni, en einnig hefur borið á góma, að Arabarikin og Frelsishreyfingin skipi sameiginlega samninganefnd. Sovétmenn koma að nýju viö sögu samninganna, þegar friðarráðstefnan sezt á rök- stóla, og hefur það mikla þýð- ingu fyrir stjórnmálafram- vinduna I löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins og veitir Sovétmönnum tækifæri til að ná aukinni fótfestu þar. Við- leitni þeirra I þá átt hefur lit- inn árangur borið, einkum I Egyptalandi, sem er I þessu efni mikilvægara en. önnur Arabarlki. Fyrsta áfallið var brottvisun mörg þúsund Sadat, forseti Egyptalands. Rabin, f ors ætis rá ðherra tsraels. hernaðarráögjafa frá Egypta- landi fyrir tveimur árum, og fyrir skömmu kvartaði Anwar Sadat Egyptalandsforseti undan þvl, að umsamdar vopnasendingar frá Sovét- rlkjunum hefðu ekki borizt. LJÓST má vera, að Egyptar hafa horfið frá samstarfi við Sovétmenn og snúið sér til Bandarlkjamanna I þess stað. Sagt er, að Sadat forseti hyggi á heimsókn til Bandaríkjanna, en af henni getur ekki orðið fyrr en að friðarsamningar hafa verið gerðir. Slik tákn- ræn tengsl við Bandarikja- menn eru ef til vill enn áhuga- verðari vegna þess, að um- saminni heimsókn Leonids Brézjnévs til Kairó hefur verið frestaö hvað eftir annað, og enn hefur ekki verið lýst yfir, hvenær úr henni verði. Sambúð Egypta og Sovét- manna hefur ekki batnað að undanförnu, eftir að Sovét- menn lýstu stuðningi við Sýr- lendinga i óánægju þeirra yfir samningaviðleitni Kissingers. Ahrif Sovétmanna i Egypta- landi hafa greinilega farið rénandi. Sovétmenn voru eðli- legir bandamenn Egypta I strlði, enda einir um að selja þeim vopn. Sadat hefur hins vegar jafnan verið ljóst, aö Bandarlkjamenn væru æski- legri samherjar i friði, ekki slzt vegna þess, hve mikils þeir mega sín I tækni, visind- um og efnahagsmálum. Hin nýja, svonefnda ,,opn- unarstefna” Sadats I utan- ríkismálum greiddi götu er- lendrar fjárfestingar I Egyptalandi, sem er mjög skammt á veg komið i efna- hagsþróun, enda var ætlun forsetans að laða bandariskt fjármagn til landsins. Banda- rlsk fyrirtæki sýndu þegar i stað greinilegan áhuga, og fulltrúar þeirra hafa streymt til Kairó undangengna mán- uði. Það var þó sameiginlegt skilyrði fyrir þátttöku í fram- kvæmdum, að friðvænlegt ástand væri tryggt á þessu svæði. Sadat ætlaði einmitt að veita slika tryggingu með samningunum um aðskilnað herja ísraelsmanna og Egypta. Þetta er meðal ann- ars skýringin á því, hve mikið far hann gerði sér um að koma samningum á. EGYPTUM var einnig kappsmál að koma á sæmi- lega öruggum friði til þess að létta róðurinn i efnahags- og atvinnulífi landsins, sem geld- ur þess, að 200 þúsund manns veröur að gegna herþjónustu. Egyptar hefðu og fengið að nýju umráð yfir Abu Rudeis- oliulindunum á Sinaí, ef Israelsmenn hefðu orðið við lágmarkskröfum þeirra, en frá þessum ollulindum geta Egyptar fengið þriðjung þeirrar oliu, sem þeir þarfn- ast. Ef ísraelsmenn hefðu hörfað lengra með hersveitir slnar á Sinai, eins og Egyptar kröfðust, var Súezskurðurinn ekki framar I gislingu Israels- manna og unnt að opna hann skjótlega. Allt hefði þetta bætt efna- hagsaðstöðu Egypta. Þá hefðu óánægjuraddirnar yfir efna- hagslegri stöðnun einnig hljóðnað. Þessi óánægja kom til dæmis fram i upphlaupi verkamanna I iðnaðarbænum Mehalla el Kobra við Nilarósa upp úr miðjum marz. Haldið er fram, að samtök marxista hafi efnt til uppþotsins, en kröfur um mat og atvinnu hafa efalaust átt rikari þátt i þvi en stjórnmálaáhugi. Um það bil helmingur landsmanna er annað hvort atvinnulaus eða býr við ófullnægjandi at- vinnu, og fátækari helmingur þjóðarinnar verður að komast af með minna en 20 egypzk pund á mánuði (um 5500 krón- ur islenzkar). EGYPZKA þjóðin gerði sér glæstar vonir um árangur af samningaumleitunum Kissingers, og hvarvetna verður vonbrigðanna vart. Reiöin I garð Israelsmanna hefur þjappað þjóðinni um Sadat forseta og komiö á þann hátt I veg fyrir, að óánægja al- mennings með efnahags- ástandið bitnaði á honum. Aðstaða Rabins forsætisráð- herra Israels hefur einnig styrkzt. ósveigjanleg afstaða hans I samningaumleitunum Kissingers hefur aflað honum þess almenna fylgis, sem hann áður brast. Uppgjöf Kissingers hefur styrkt öll þau öfl, sem auka hættuna á árekstrum I löndun- um fyrir botni Miöjarðarhafs- ins. Eðlileg afleiðing er vita- skuld ný styrjöld, nema þvi aðeins að friðarráðstefnan i Genf komi saman innan skamms, og þar miði skjót- lega I samkomulagsátt, eöa aðrar færar samkomulagsleið ir opnist.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.