Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.04.1975, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 3. april 1975. Nútima búskapur þarfnast BJUfER haugsugu Guöbjörn Guðjónsson GSÐI fyrirgóóan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Verður Karpov krýndur heimsmeistarí í dag? Fischer verður að hafa svarað af eða á fyrir kl. 10 í dag Reuter-New York. Fram- kvæmdastjóri bandariska skáksainbandsins, Edmund Edmundson, lét svo ummælt siödegis i gwraö Bobby Fisch- er léti hinn framlengda frest AlþjóöaskáKsambandsins Fischer: Ætlar hann að afsala sér heimsmeistaratign þegjandi og hljóöalaust. (FIDE) liklega sem vind um eyru þjóta. Fischer núverandi heims- meistari i skák á sem kunnugt er aðheyja einvigi um heims- meistaratitilinn við áskorand- ann Anatoly Karpov. FIDE veitti keppendunum fyrr i vetur frest til 1. april til að ákveða, hvort þeir ætluðu að taka þátt I einviginu. Karpov svaraði játandi fyrir tilsettan tima, en Fischer lét ekkert frá sér heyra. Rétt fyrir miðnætti I fyrrakvöld framlengdi svo framkvæmdastjórn FIDE frestinn um rúman einn sólar- hring — verður Fischer nú að hafa svarað játandi fyrir klukkan 10 f.h. i dag að is- lenzkum tfma, ella verður Karpov krýndur heimsmeist- ari. Edmundson bætti við — er hann hafði sagt, aö Fischer léti frestinn sem vind um eyru þjóta: — Mér skjátlast von- andi, en ég hef þetta á tilfinn- ingunni. Énginn veit nú, hvar Fisch- er er niður kominn, a.m.k. náðu fréttamenn ekki tali af honum I Ibúð hans i Pasadena i Kaliforniu—fylki i gær. Stjórnarherínn í S-Víetnam býst til varnar í Saigon Stjórn þjóðfrelsisfylkingarinnar er reiðubúin til viðræðna við aðra en stjórn Thieus Reuter-Saigon/Washington/Par- is. Sókn þjóðfrelsisfylkingarinnar suður með strönd Suður-Vietnam virðist hafa stöðvazt rétt I bili. Sveitir fylkingarinnar hafa náð á sitt vald hverri borginni á fætur annarri og ráða nií strandlengj- unni frá landamærum Norður- Vietnam og suður á bóginn, allt að nágrannahéruðum Saigon. Fréttir hermdu siðdegis i gær, að stjórnarherinn væri nú að undirbúa varnir höfuðborgarinn- ar — sem er slðasta vigi hans. James Schlesinger, landvarna- ráðherra Bandarikjanna, boðaði fréttamenn skyndilega á sinn fund I gær. Hann sagði, að búast mætti við árás á Saigon og næsta nágrenni höfuðborgarinnar innan einsmánaðar. Ráðherrann sagði, að varnir borgarinnar yltu á þvi, hvort stjórnarhernum tækist að safna saman liði og hergögnum, áður en skæruliðum tækist að gera árás. Dinh Ba Thi, æðsti sendimaður bráðabirgðastjórnar þjóðfrelsis- fylkingarinnar, sagði i gær, að sveitir fylkingarinnar berðust, unz stjórn Nguyen Van Thieus félli og Bandarfkjastjórn hætti allri aðstoð við her stjórnarinnar. Thi sagði, að sveitir fylkingar- innar stefndu að töku Saigon, en kvað stjórn sina reiðubúna að taka upp viðræður við einhverja aðra en stjórn Thieus. I þvi sam- bandi benti hann á, að hið svo- nefnda „þriðja afl” i suður-viet- nömskum stjórnmálum — sem einkum eru pólitiskir andstæðing- ar Thieus á þjóðþinginu i Saigon — hefðu mikilvægu hlutverki að gegna. [UtSHORNA Neak Luong fallinn Hernaðarsérfræðingar álíta, að Phnom Penh falli óhjákvæmilega innan hálfs mánaðar Reuter-Phnom Penh, Ferjubær- inn Neak Luong féll i fyrrakvöld I liendur skæruliöa og geta þeir nú hindrað alla aðflutninga til Phnom Penh eftir Mekongfljóti. Fall bæjarins er mikið áfall fyrir stjórnarherinn, þvi að skæruliðar eiga nú tiltölulega greiða leiö að Phnom Penh úr suöri, þar sem varnir borgarinnar eru einna yeikastar. Hemaðarsérfræðingar i Phnom Penh telja, að útlitið sé nú mjög dökkt fyrir stjórnarherinn. Að öllu óbreyttu álita þeir, að Phnom Penh falli óhjákvæmilega innan hálfs mánaðar. Lon Nol forseti er sem kunnugt er, flúinn úr landi og er alls ekki búizt við, að hann snúi aftur til Phnom Penh. Lon Nol kom I gær til ferðamannaeyjarinnar Bali i Indónesiu ásamt Long Boret for- sætisráðherra, er fylgdi forset- anum. Arsenik enn á flækingi Reuter-Helsinki Finnska flutningaskipið „Enskeri”, sem verið hefur I heimsfrétt- unum siðustu vikur, lét i gær úr höfn i Lissabon — en án hins umdeilda arseniks-farms. Eigandi farmsins — sem er finnskt oliufyrirtæki i eigu rikisins — gaf út fréttatilkynn- ingu i gær, þar sem m.a. kem- ur fram, að arsenikinu hefur verið skipað i danskt flutn- ingaskip, sem liggur enn i höfn I Lissabon. Finnska skipið lagði úr höfn i Helsinki með hinn umdeilda farm þann 15. marz s.l. Ætlun- in var að sökkva eiturefninu I sæ á sunnanverðu Atlantshafi, en frá þeirri fyrirætlun var horfið vegna kröftugra mót- mæla frá rikjum, er liggja að Suður-Atlantshafi. Forráðamenn finnska oliu- fyrirtækisins segjast nú vera að svipast um eftir heppileg- um stað, þar sem losa mætti arsenikið. Daley vann með yfirburðum Reuter-Chicago. Richard Daley vann yfirburðasigur i borgarstjórnarkosningum þeim, er fram fóru i banda- risku stórborginni Chicago I fyrradag. Daley á nú mögu- leika á aö gegna embætti borgarstjóra samfleytt I 24 ár — eða'lengur en nokkur annar I sögu Bandarikjanna. Daley hefur gegnt embætti borgarstjóra i Chicago i fimm kjörtimabil — og hefur nú verið endurkjörinn, i fimmta sinn. Þegar flest atkvæði höfðu verið taiin, hafði Daley fengið rúm 536 þúsund at- kvæða, en „skæðasti” keppi- nautur hans, repúblikaninn John Hoellen aðeins tæp 137 þúsund atkvæða. Daley er einn mesti áhrifa- maður i flokki demókrata og ekki draga þessi siðustu kosn- ingaúrslit úr áliti hans. Fréttaskýrendur velta nú fyrir sér, hvem hinn aldni borgarstjóri ætli að styðja til framboðs i forsetakosningum þeim, er fram fara á næsta ári. öruggt er talið, að Ed- ward Kennedy öldungadeild- armaður eigi stuðning Daleys visan, gefi hann kost á sér. Kennedy hefur sem kunnugt er lýst yfir, að hann ætli sér ekki að vera i framboði. Að honum frátöldum, er álitið, að Daley styðji Henry Jackson öldungadeildarmann, er þeg- ar hefur gefið kost á sér sem forsetaframbjóðandi af hálfu demókrata. Daley Shelepin, fyrrum yfirmaður sovézku leyniþjónustunnar, um mótmæli vegna heimsóknar sinnar til Bretlands: Verk fárra síonista Rcuter-Prestwick, Skotlandi. — Alexander Shelepin, fyrrum yfir- maður sovézku leyniþjónustunn- ar, hélt heimleiðis i gær eftir stormasama heimsókn til Bret- lands. Efnt var til mikilla mótmæla- aðgerða i tilefni af komu Shele- pins, sem nú er forseti sovézka verkalýðssambandsins — en hann kom til Bretlands i boði brezka verkalýðssambandsins. Þegar Shelepin sté upp i þotu þá, er flutti hann til Moskvu, stóð hópur landflótta Úkrainumanna á flugvellinum og hélt á spjöldum, er á stóð: Fjöldamorðingi og fleira I þeim dúr. Shelepin ræddi við fréttamenn fyrir brottförina og sagði, að fá- mennur hópur sionista og ann- arra öfgamanna hefðu staðið að mótmælaaðgerðunum — og vissulega hefðu aðgerðirnar spillt annars ánægjulegri heimsókri sinni til Bretlands. Arafat, leiðtogi PLO: Umleitanir Kissingers bera vonandi árangur Reuter-Kuwait. Yasser Arafat, leiötogi Samtaka Palestinu- manna (PLO), hefur veriö i stuttri heimsókn i Kuwait. Við brottförina þaðan ræddi Arafat stuttlega viö fréttamenn. Arafat sagði, að samningaum- leitanir Henry Kissingers i deil- um Araba og tsraelsmanna hefðu stöövazt I bili — en vonandi yrðu þær umleitanir ekki til einskis. Leiðtogi PLO neitaði að ræða fyrirhugaða friðarráðstefnu i G,enf, meðan samtökunum hefði ekki verið boðið formlega til ráð- stefnunnar. Eldavélin NOVA 160 Hún hefur 4 hellur með stiglausri stillingu (2 hraðhellur, 1 steikarhellu, 1 hellu með sjálfvirkum hitastilli) Tveir ofnar. Sá efri rúmar 54 lítra. Hraðræsir hitar ofninn i 200 gráður C á 6 1/2 mín. Gluggi á ofni með tvöföldu gleri. Grill með teini og rafmótor. Sjálfvirkt stjórn- borð með rafmagnsklukku, viðvörunar- bjöllu og steikarmæli. HxBxD = 850x695x600 mm. LITIR: Ljósgrænt (., ‘-'-t (kr. 106.300) og , » , iii . Athugið sérstaklega hið hags á grænu vélinni. Eigum en.. magn á þessu hagstæða verði. ÁRAAÚLA 1A • SIAAI 86-112

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.