Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 3
Föetudagur 4. »prtl 1975. ItMINN 3 Virk spennistöö f Reykjavlk. Lágt timburverk rifiOniOur og hiOIögboOna merki: Háspenna — Llfshetta, hvergi sjáanlegt. — Þaö er engin klæOning utan um spenni þaö trygg, aO hún sé hættuiaus meO öllu, segir forstjóri Rafmagnseftirlits ríkisins. — Engum hætta búin viö spennistöövar I Reykjavik, segir yfirverk- fræöingur Rafmagnsveitu Reykjavikur. — Timamynd: Róbert. Forstjóri Rafmagnseftirlitsins: SPENNISTÖDVARNAR ALDREI HÆTTULAUSAR MED ÖLLU — girðingar ekki nauðsyn, segir yfirverkfræðingur Rafmagnsveitu Reykjavíkur Gsal-Reykjavik — Á myndinni sem þessari frétt fylgir má sjá eina af eldri spennistöövum i Reykjavik. Spennistöö sem er virk. Litla timburverkiö sem skýla á spcnnistöðinni hefur að stórum hluta verið eyöilagt, og greiðleiðerfyrir hvern sem er aö sjálfri stöðinni. Hiö lögboöna merki: Háspenna — Llfshætta, — fyrirfannst hvergi. Þessi spenni- stöö er leikvangur barna, sagði stúlka I ibúðarhúsi sem stendur spölkorn frá stöðinni. Börnin klifra upp á stöðina, sagði hún. — Það er engin klæöning það örugg, að hún sé hættulaus með öllu. Þegar mikil selta er i lofti, eins og oft er þegar er mikið úr- felli, þá er klæðning utan um spenni langt frá þvi að vera alveg örugg, sagði Jón Bjarnason, for- stjóri Rafmagnseftirlits rikisins i gær. Getur þá verið, að spennistöð sem þessi sé beinlínis dauða- gildra? Haukur Pálmason, yfirverk- fræðingur Rafmagnsveitu Reykjavikur hafði samband við Timann i gær. — Girðingar utan um spenni- stöðvar eru ekki nauðsynlegar af neinum öryggisástæðum, þvi að búnaðurinn sem fyrir innan er, er ekki hættulegur við snertingu og menn komast ekki að neinum spennuhafahlut, þótt þeir fari inn fyrir girðinguna. Það þarf að vinna hreint skemmdarverk á mannvirkinu, — brjóta t.d. niður skápinn, — til að komast að nokkrum hlut sem spenna er á. Nokkrar stöðvar hér i bænum eru án nokkurra girðinga, og það er fullkomlega hættulaust og sam- þykkt af Rafmagnseftirliti rikis- ins. Haukur kvað fyrirsögn Timans i gær ekki vera rétta, alla vega ekki hvað Rafmagnsveitu Reykjavikur áhrærði, þvi að mánaðarlega færu eftirlitsmenn veitunnar i hverja einustu spenni- stöð, og færu yfir ákveðinn lista af atriðum, sem þeim væri skylt að skoða. Ef eitthvert atriði reyndist úr lagi, væri það lagfært. Þá nefndi Haukur, að i frétt Timans hefði veriðsagt að á flest- um eldri spennistöðvum I Reykjavik væru timburhurðir. Kvað Haukur þetta ekki rétt vera, þvi að allar timburhurðirnar væru járnklæddar, og læstar með smekklásum. EKKJUMAÐUR BORGAR KR. 123,601 ME/RA íSKATT EN KVÆNTUR MAÐUR — ef reiknað er með sömu órslaunum og að bóðir hafi tvö börn á framfæri sínu Griðrof kommúnista i leiðara MBL. i gær er fjallað um átökin i Vietnam. Blaöiö segir: ..Straumhvörf hafa nú oröiö I átökunum i Suöur-Vietnam. Viet-Conghreyfingin hefur meö liöstyrk kommúnista i öörum löndum, ekki sizt öflug- um her frá Norður-VIetnam, Iagt undir sig hverja borgina á fætur annarri og ringulreiö rikir I liði Saigon- stjórnarinnar. í janúar 1973 var samið um friö I Vietnam. Aöilar aö þvi samkomulagi voru rikis- stjórnirnar I Noröur-og Suöur- Vietnam, Viet-Cong- hreyfingin og Bandarikin. i samkomulaginu var kveðiö á um, aö allt herliö Banda- rikjanna skyldi hverfa frá Vletnam. Akveðiö var, aö halda kosningar i landinu og sérstaklega var kveöiö á um óyggjandi sjálfsákvöröunar- rétt íbúa Suður-VIetnams. Bandarík ja ntenn stóöu viö sinar skuldbiningar sam- kvæmt þessari friöargerö, en blekið var ekki þornaö eftir undirritun samninganna, þegar einhverjir blóðugustu bardagar I sögu striösátak!- »anna þar I landi upphófust. Aö visu efuöust flestir um, aö kommúnistar myndu standa viö þær skuldbiningar, sem þeir tóku á sig meö þessu sam- komulagi, og þaö hefur nú komið áþreifanlega á dag- inn.” Þjóðfrelsi, sem milljónir flýja Mbl. heldur áfram: „Engum blandast hugur um, að styrkur kommúnista og bandamanna þeirra bygg- ist ekki einvöröungu á hernaöarlist og liöstyrk frá öörum kommúnistarlkjum, heldur er ljóst, aö hinn mikli sigur þeirra 'nú á einnig rætur aö rekja til uppgjafar hers Saigonstjórnarinnar. Þaö er á hinn bóginn athyglisvert, aö milljónir manna flýja undan hersveitum kommúnista.Þaö er fjarri þvi, aö þessar milljónir taki „Þjóöfrelsis- hreyfingunni” ^ eins og hún hefur sjálf nefnt sig, tveimur höndum. Þaö er a.m.k. harla kynlegt þjóöfrelsi, sem milljónir borgara flý ja undan, og fjöldi fólks virðist jafnvel heldur vilja stofna lifi sinu I tvisýnu, t.a.m. meö þvi aö eiga á hættu aö kremjast I hjólaútbúnaöi flugvéla, sem flutt hafa flóttafólk undan kommúnistum, en lenda i greipum herja þeirra. Undir forystu Saigon- stjórnarinnar hefur alþýöa manna i Suður-Vietnam ekki megnað aö veita kommúnist- um andspyrnu.” Af sama sauðahúsi Þá segir ennfremur I Ieiöara Mbl. „Menn skyldu taka undir- skriftir kommúnistaleiötoga meö sama fyrirvara og þýzkra þjóöernisjafnaöarmanna á sinum tima. Einræöisherrar og liösmenn þeirra eru alltaf samir viö sig, hvort sem þeir heita nazistar eöa kommunistar. Lærdómurinn,sem land eins og island ætti aö draga af harmleik eins og þeim, sem hefur veriö aö gerast I Kambódiu og Vletnam, er sá, aö efla tengsl sln viö lýöræöisþjóöirnar i Atlants- hafsbandalaginu, ekki slzt nú þegar aukinn þrýstingur Sovétrikjanna á noröurslóðum er lýðum Ijósari en áöur, vegna umræöna um þau mál undanfariö. Staðreyndin er sú, aö lýöræöiö I heiminum á 1 vök aö verjast.” Því eru raddírnar þagnaðar? Þegar striöiö I Vietnam var i algleymingi, var þaö næstum daglegur viöburöur, aö alls kyns friðarsamtök sendu frá sér fréttatilkynningar, þar sem „árásarstríö Bandarlkja- manna” var fordæmt. Meöal þessara samtaka voru Menningar og friöarsamtök islenzkra kvenna. Nú eru Bandarikjamenn horfnir frá Vletnam. Samt geisar striö. Hvers vegna heyrist ekkert frá friöarsamtökunum nú? Þaö er kannski ekki sama, hver drepur hvern? a.þ. fb-Reykjavik. Stjórn Félags einstæöra foreldra hefur sent fjárhagsnefndum beggja deilda Alþingis tillögur til breytingar á frumvarpi rikisstjórnarinnar um aðgerðir i efnahagsmálum, og ennfremur hefur félagiö kynnt öllum þingmönnum málið meö þvi aö senda þeim gögn, þar sem breytingatillögurnar eru birtar og rökstuddar. Meðal þess, sem FEF hefur sent þingmönnum er skatta- dæmi, þar sem sýnt er mis- ræmi, sem er i skattlagningu einstæðra foreldra miðað viö t.d. gift fólk. Niðurstaöa þessa skattdæmis er sú, að kvæntur maöur með 2 börn á framfæri og 1200 þúsund króna árstekjur greiðir samkvæmt frumvarpinu kr. 110.289,- i opinber gjöld, en ekkjumaður með tvö börn og sömu árstekjur greiðir samtals kr. 233.890,-. Mismunurinn er kr. 123.601,-. Skattadæmi FEF litur þannig út: „Jón er giftur og á tvö börn. Brúttótekjur hans eru kr. 1.200.000,-, tekjur til útsvars kr. 1.150.000,- og hreinar tekjur til skatts kr. 960.000,-. Með i tekju- skatti I útreikningi þessum er 1% álag til Byggingarsjóðs rlkisins og kirkjugarðsgjald 2,3% af útsvari. Tekjuskattur kr. 69.690,- Utsvar 11% kr. 115.599,- kr. 185.289,- Frádragastbamab. + 75.000,- Alls: kr. 110.289,- Jón missir konuna. Sá armur rikisins, sem annast tryggingar, viðurkennir réttilega, að heimili hans hafi orðið fyrir tilfinnan- legu tjóni við missi annars framfærandans, en samkvæmt Islenzkum lögum framfærir konan börnin að hálfu meö vinnu sinni á heimilinu. Trygg- ingarnar endurgreiða honum þvl upp I hálfan framfærslu- kostnað barnanna, þ.e. hluta konunnar, kr. 163.848,- á ári og þar að auki feðralaun sem bæt- ur fyrir vinnu konunnar á heim- ili, kr. 76.200,- á ári. Þá kemur til skjalanna, sá armur rikisins, sem sinnir skattamálum. Að hans áliti er missir konunnar gróði en ekki tap, þar sem nú sé einum munni færra að fæða. Tekjuskattur er lagður að hálfu á framfærslu- eyri barnanna, sem ekki var skattlagöur áður, vinna konunn- ar á heimili, sem ekki var talin til tekna, er skattlögð til tekju- skatts I formi feðralauna, en undanþegin útsvari og tekju- mark 20% álagningar lækkar um kr. 250.000,- niöur I kr. 600.000,-. Tekjur Jóns mega ekki hækka mikið til að hann geti lika tekið þátt I skyldusparnaði. Virðist þar hugsað eftir sama kerfi og áður um ávinning vegna fækkunar á fóðrum, að Jón ekkjumaður hefur kr. 250.000,- lægri tekjumark til skyldusparnaðar en Jón eigin- maður. Til að kóróna allt saman á hann einnig að greiða skatt að fullu af hluta konunnar I fram- færslukostnaði bama milli 16 og 17 ára. Samkvæmt þessu veröa skatt- ar hans sem hér segir: Brúttó- tekjur kr. 1200 þús. Hreinar tekjur til skatts kr. 960.000,- 1/2 barnalifeyrir x 2 kr. 81.924,- Feöralaun kr. 76.200,- Samtals: kr. 1.118.124,- Tekjur til útvars kr. 1.150.000,- 1/2 barnalifeyrir x 2 kr. 81.824,- Samtals: kr. 1.231.924,- Tekjuskattur kr. 184.072,- Utsvar 11% kr. 124.818,- Samtals: kr. 308.890,- Frádragastbarnab. + 75.000,- Alls: kr. 233.890,- Við bendum á, aö enda þótt heimilið sé lagt að jöfnu til skattlagningar án tillits til frá- falls annars foreldris og bætur Tryggingastofnunar ekki skatt- lagöar, er samt verulegt pen- ingalegt tjón oröið. Ráðskona, sem Jón verður að fá sér, kostar minnst kr. 540.000,- á ári, þ.e. kaup, fæöi og húsnæði. Bætur Tryggingastofnunarinnar eru samtals kr. 240.048,- svo fjár- hagslegt tap Jóns er kr. 299.952,- »> Þá má geta þess, að I breyt- ingatillögum stjórnar FEF felst eftirfarandi: — að meðlag barnalifeyrir hækki um 38% eða hliðstætt þvi, sem dagvistunar gjöld hafa hækkað frá 1. nóv. sl. Skv. þvi yrði meðlag/ barnalifeyrir 9.145,- kr. — aö barnabætur verði 45 þús. strax með fyrsta bami, en ekki 30 þús. eins og gert er ráö fyrir i frumvarpi. — aö tekjumark vegna álagn- ingar tekjuskatts verði hiö sama hjá einstæðu foreldri og hjónum, þ.e. 850 þús. en ekki 600 þús. eins og frumvarpið gerir ráð fyrir, — að sá sem tekur viö meðlagi/ barnalifeyri verði ekki látinn greiða skatt af þeirri upphæð að hálfu, eins og frumvarpið gerir ■ ráð fyrir. Felagið leggur til, að það ákvæði standi áfram, að meðlaesgreiðandi fái helming greiösíuupphæðar meðlag frá- dráttarbæran frá skatti. I bréfi stjórnar FEF til al- þingismanna segir m.a.: „Það skal tekiö fram til aö vekja athygli yðar á þvi, hversu hér er um fjölmennan hóp að ræða að I hlut eiga tæplega tutt- ugu þúsund manns — rúmlega þrettán þúsund börn og á sjötta þúsund einstæðir foreldrar þeirra. Það er þvi augljóst, að hér er óskað eftir leiðréttingu á málum stærra þjóðfélagshóps en svo, að framhjá honum veröi gengið, vilji ráðamenn láta alla þegna þjóöfélagsins njóta rétt- lætis”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.