Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Föstudagur 4. aprll 1975. Gústaf kom heim með pokaskjatta á bakinu og hattinn aftur á hnakka. Hann var magur og útitekinn, en hraust- legur og vöðvastæltur og hafði ekki breytzt til muna. Katrín tók flíkur hans til handargagns, þvoði þær og bætti. Það voru aðeins örfáir gatslitnir garmar, sem hann hafði í poka sínum, svo að Katrín spurði hann einu sinni í góðu tómi: ,,Hvenær áttu von á sjókistunni þinni heim?" ,,Sjókistunni?" „Já. Áttu ekki sjókistu, eða þá að minnsta kosti al- mennilegan sjópoka?" „Nei. Hvað hefði ég að gera við tóma kistu? Hélztu, að það væri einhver Krösus, sem kominn er heim? „ Nei, en ég hélt, að þú ættir kannski sjókistu". „Well, þá hef ur þú haldið það, sem ekki var". Gústaf fagnaði bróður sínum innilega. „Heill og sæll, kapteinn. Þú ert sjálfsagt orðinn drjúgur með þig. Þú spjaraðir þig samt vel, eins og Norðkvist gamli var van- ur að segja. Það hef ur aftur á móti djöf ulinn ekkert orð- ið úr mér. En það var ekki nema eðlilegt, að það væri eitt fúlegg i hreiðrinu. Ég er raunar ekki eldri en það, að eg gæti enn orðið stýrimaður, efég vildi, — nóga hef ég reynsluna, djöfullinn hafi annað. — Hvar heldur Saga sig?" „Hún er úti að leika sér við Gretu". „Nú-já. Er hún þá orðin barnfóstra". „Það er hennar yndi að gæla við barnið". Katrinu gramdist það, að Gústaf auðsýndi dóttur sinni aldrei neina blíðu. Hann forðaðist hana sem mest hann gat og vildi ekkert um hana tala. Einar og Saga gættu þess vandlega að vera aldrei tvö ein saman, og Saga helgaði sig telpunni ennþá meira en nokkurn tíma áður. En þrátt f yrir þetta var þeim, sem vissi, hvernig allt var í pottinn búið, vandalaust að lesa ósögð orð úr augnaráði þeirra og raddhreim. Það er erf itt að gizka á, hvort sá, sem ókunnugur var málavöxtum, skildi líka, hvað undir sló. En nokkrum vikum eftir heimanför Einars spurði Gústaf móður sína formálalaust: ,, Hvers vegna létu þau Einar ekki gef a sig saman áður en hann fór?" „Þau Einar— Einar og hver?" spurði Katrín forviða. „Saga auðvitað". „Er það í aðsigi? Hver hefur sagt þér, að þau myndu ætla að eigast?" „Ég hef nú eyru". „Þú hefur þá líka næmari eyru en aðrir". „Ég veit annars ekki til hvers andsk. þið vilduð fá mig heim. Ykkur langaði kannski til, að ég dansaði í brúðkaupinu þeirra? — Well! En þá verða þau að hafa hraðann á, því að ég fer bráðum héðan. Þessi af hólmi er ekki við mittskap. Mig langar út í heiminn, þar sem er líf og f jör. Ég erorðinn innilega þreytturá öllum þessum kerlingum, sem dag út og dag inn eru með biblíutilvitn- anir á vörunum. Og þar á Saga óskipt mál, og helt ég þó, að hún væri viti bornari en þetta. Hún er ágæt handa Einari — samansaumuðum smáborgara eins og hann er". „En væri það ekki einmitt ákjósanlegt fyrir þig að eignast kyrrlátt heimili og einhverja stoð og styttu, sem helgaði sig þig einum, — eitthvert afdrep, þar sem þú gætir hvílt þig, þegar þú kæmir heim úr storminum? Ekki á ég svo langt eftir". „Kyrrlátt heimili, sagðirðu! Ég þakka fyrir. Ég vil vera frjáls og eiga ástmey í hverri höfn, það er sjó- manna siður. En hér á Þórsey er ekki einn einasti kven- maður, sem ég gæti lagt lag mitt við, þó að það ætti að borga mér fyrir að aukheldur. Þær eru allar eins og rek- öld aftan úr forneskju. Líttu á manneskju eins og Sögu til dæmis..." „Og hvað finnst þér að Sögu?" „Ó? hó! Orðin viðskila við lífið, engin smekkvísi. Ég veit ekki, hvað það hef ur eiginlega verið, sem hreif mig hérna í gamla daga. En ég var svo mikill græningi þá. Nú er ég búinn að sjá og reyna svo margt". Katrín reiddist. „Þá skalt þú forða þér þangað, sem betra er að vera. — Skrumari, sem ekki á spjör utan á sig! Þú ert nógu mikill í munninum, þó að þú sért ekkert annað". Það vottaði fyrir þjáningarsvip á andliti Gústafs. Hann opnaði munninn til andsvars, en þagði þó og gekk út. Þannig gekk þaðtil allt sumarið, að Gústaf var sífellt að láta í Ijós fyrirlitningu sína á Sögu og öllu, sem við- kom Þórsey. Hvorugri þeirra Katrínar datt annað í hug en forn ást hans væri slokknuð fyrir fullt og allt. Saga var því fegin, en Katrín gat með engu móti glaðzt af virðingarleysinu og yfirlætinu í framkomu sonar síns. Hún heyrði alltaf eitthvert buldrandi tómahljóð í öllum hreystiyrðum hans. Gamall metnaður hans var líka glat- aður. Hann gat dormað áhyggjulaus heima á legubekkn- um og látið aldraða móður sína vinna baki brotnu fyrir heimilinu. Ef stungið var upp á því, að hann reri til f iskj- ar eða færi á veiðar, geispaði hann letilega og hummaði Tigrisdýr, ljón, birn^ ir, ernir...Þvi heita iþróttafélög dýranöfnj um? Þvi ekki að nefna þau blóm nöfnum? ^ Akureyrar-fiflarnir? Húsavikur-gleym-mér-ei? Reykjavikur-fjólurnar?. k Ó-I9 Föstudagur 4. april 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Guðrún Jónsdóttir les „Ævintýri bókstafanna” eftir Astrid Skaftfells (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli atr. Spjallað við bændur kl. 10.05. „Hin gömlu kynni”kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Morguntónleikar kl. 11.00: Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Köln leikur Sinfóniu nr. 1 i C-dúr eftir Weber / John Ogdon leikur pianósónötu i b-moll op. 36 eftir Rak- hmaninoff / Frantisek Han- tak og Filharmóniusveitin i Brno leika óbókonsert eftir Martinu. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sá hlær best...” eftir Asa i Bæ. Höfundur les (2). 15.00 Miðdegistónleikar. Pet- er Pears syngur bresk lög, Benjamin Britten leikur með á pianó. Paul Tortelier og Filharmóniusveit Lund- úna leika Sellókonsert i e- moll op. 85 eftir Elgar, Sir Adrian Boult stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Vala” eftir Ragnheiði Jónsdóttur.Sigrún Guðjóns- dóttir les (11). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá útvarpinu i Vestur- Berlin.Filharmóniusveitin i Berlin leikur. Einleikari og stjórnandi: Yehudi Menu- hin. a. Fiðlukonsert i a-moll eftir Bach. b. Tvær rómöns- ur fyrir fiðlu og hljómsveit eftir Beethoven. 20.30 Lögrétta in forna og himinhringur. Einar Páls- son skólastjóri flytur erindi. 21.05 Sænski útvarpskórinn syngur itölsk og ungversk lög, Eric Ericson stjórnar. 21.30 Útvarpssagan: „Köttur og mús” eftir Gunter Grass. Guðrún B. Kvaran þýddi. Þórhallur Sigurðsson leik- ari les sögulok (10). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir 22.35 Afangar. Tónlistarþátt- ur i umsjá Asmundar Jóns- sonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskráriok. Föstudagur 4. april 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Undur Eþiópiu Nýr breskur fræðslumynda- flokkur um dýralif og nátt- úrufar i Eþiópiu. 1. þáttur. Saltauðnin mikla Þýðandi og þulur öskar Ingimars- son. 21.05 Kastijós Fréttaskýr- ingaþáttur. Umsjónarmað- ur Svala Thorlacius. 21.55 Töframaðurinn Banda- riskur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.