Tíminn - 04.04.1975, Síða 5

Tíminn - 04.04.1975, Síða 5
Föstudagur 4. aprll 1975. ItMINN 5 Þetta er japönsk mynd og sýnir hún hvaft gert er vift hvalinn, en lir hon- um er framieiddur skóáburður, kattafæfta og snyrtivörur. Herferð til friðunar hvalnum gébé Rvik — Hér á landi er nú staddur dr. Paul Spong, á vegum Greenpeace stofnunarinnar kanadisku, til að kynna herferft, sem farin verður seinni hluta aprilmánaðar til friöunar hvaln- um. Dr. Spong sagði, aö þann 27. april muni skip leggja úr höfn i Vancouver I Kanada meö mót- mælendur frá mörgum löndum, til aö reyna aö hindra hvalveiöar Rússa og Japana. Þessi ferö er studd af ýmsum náttúru- og dýra- verndunarsamtökum, auk fjöl- margra einstaklinga. Fariö er fram á, aö tillögur um 10 ára friö- un hvala veröi samþykkt i London á fundi Aiþjóða hvalveiöinefndar- innar f sumar. Greenpeace stofnunin varð til I Brezku Kolombiu áriö 1971 sem brennipunktur almennrar and- stööu viö kjarnorkutilraunir Bandarikjamanna viö Amchitka- eyju I Aljút-eyjaklasanum. Aö- geröir þessar tókust fullkomlega, og uröu endalokin sú, aö 6 mánuö- um eftir ferðir tveggja fyrstu Greenpeace-skipanna, hættu Bandarlkjamenn viö allar fyrir- hugaðar kjarnorkutilraunir og hefur Amchitka-eyju nú veriö breytt I friðland fugla og sæotra. Þá fjármagnaði stofnunin ferö Greenpeace III til Mururoa-eyju I Suöur-Kyrrahafi,'þar sem franski herinn hafði I sjö ár gert tilraunir meö kjarnorkuvopn I andrúms- loftinu. Voriö 1974 tilkynnti svo franska ríkisstjórnin afnám allra kjarnorkutilrauna I andrúmsloft- inu viö Mururoa og frá 1975 munu allar tilraunir Frakka fara fram neöanjaröar. Nú hefur stofnunin snúið sér að friöun hvala, og verður fyrsta feröin farin nú I aprfl, eins og áö- ur er sagt og kallast hún Green- peace V. Dr. Spong sagði, aö búizt væri viö aö floti Rússa og Japana væru um túttugu skip og munu skip stofnunarinnar vera komin á veiöislóðir þeirra þegar þau byrja veiðar. — Viö munum fyrst biöja þá um aö hætta veiöunum, en ef þeir neita gripum viö til annarra ráöa, sagöi dr. Spong. — Við erum með þrjá Zodiac-gúmmibáta, sem viö munum nota til aö sigla á milli skipanna og hvalanna, og má þvi segja aö viö setjum mann- eskjur á milli skutlanna og hval- anna, sagöi dr. Spong. — Þetta er aö sjálfsögðu stórhættulegt, en viö viljum sýna meö þessu, að til er fólk sem vill fórna llfi slnu I til- raun til friöunar hvalsins. A sl. ári voru veiddir 36.300 hvalir og voru Rússar og Japanir þar langaflahæstir, eöa með um 85% veiöinnar samanlagt. Hvalveiði Islendinga er tak- mörkuö, eða um 400 hvalir á ári. Það munu aöeins vinna um tæp- lega 200 manns við hvalveiðina hér á landi og reyndist verðmæti afuröanna á sl. ári eitthvað um 200 milljónir króna. Dr. Paul Spong hefur haft við- ræöur viö ýmsa hér á landi, en hann hefur nú dvaliö hér I tvær vikur. Þar á meðal hefur hann rætt viö áhugamenn um friöun hvalsins, svo og sjávarútvegs- ráöuneytiö og fleiri aðila. Tónlistarfjör ó Akureyri ED-Akureyri — 1 slftastliöinni viku kynntu Jón Hlööver As- kelsson, skólastjóri Tónlistar- skólans á Akureyri og Roar Kvam kennari vift sama skóla, tónleika, sem fram eiga aö fara I Akureyrarkirkju dagana 6. og 7. aprfl n.k., og kallaöir eru Tón- listardagar I aprll. Þetta eru tvennir tónleikar, sem haldnir veröa I Akureyrar- kirkju og skipulagðir af Tónlist- arféiagi Akureyrar, Tóniistar- skólánum og Passíukórnum á Akureyri. Passiukórinn á Akureyri, á- samt hljómsveit og einsöngvur- um flytur verk eftir Vivaldi og Charpenter þann 6. apríl, en kórinn hefur nú starfað I 3 ár undir stjórn Roar Kvam, sem einnig er stjórnandi Lúörasveit- ar Akureyrar. Seinni tónleikarnir veröa I Akureyrarkirkju, 7. apríl, en þar kemur fram hljómsveit Tónlistarskólans I Reykjavik, sem Bjöm Ólafsson fiðluleikari stjórnar, og er hljómsveitin skipuð 46 nemendum og hljóð- færaleikurum. Þá má einnig geta þess, að Hólmfriöur Sigurðardóttir frá ísafirði, heldur pianótónleika á Akureyri 3. aprll I sal tónlistar- skólans. Hólmfrlður Sigurðar- dóttir er að ljúka námi frá Tón- listarskóla ísafjarðar, og er þetta upphaf nemendaskipta milli þessara tveggja skóla, Tónlistarskólanna á Akureyri og á tsafirði. Forseti tslands hefur sæmt Eiier Hultin stórriddarakrossi fálkaorftunnar meft stjörnu. Orftan var veitt fyrir störf hans i þágu norrænnar samvinnu, en hann var formaftur finnsku sendinefndarinnar hjá Norfturlandaráfti á árunum 1957 til 1974, er hann var kjörinn formaftur finnska þjóftþingsins. AOalræftis- maftur tsiands I Finnlandi, Kurt Juuranto, afhenti Hultin stórriddarakrossinn f Helsinki 18. marz sl. Er myndin tekin vift þaft tækifæri. Juuranto er til vinstri en Hultin heldur á orftunni. Vanti yður klæðaskáp ■ þá komið til okkar Við bjóðum vandaða og góða, íslenzka framleiðslu, sem dvallt er fyrirliggjandi í mörgum stærðum. iTSTffTi Hæð: 240 cm. Breidd: 240 cm Dýpt: 65 cm. Hæð: 240 cm. Dýpt: 65 cm. Breidd: 175 cm. Breidd: 200 cm Hæð: 240 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. Þér getið valið um viðaróferð eða verið hagsýn og mólað skópinn sjólf. Hæð: 175 cm. Breidd: 110 cm. Dýpt: 65 cm. Komið og skoðið - við bjóðum mesta húsgagna úrval landsins á einum stað. Opið til kl. 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt 28-600 Byggingavörukjördeild 28-602 Raftækjadeild 28-601 Húsgagnadeild 28-603 Teppadeild

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.