Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 1

Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HORÐUR GUNNARSSON SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 1 SLÖNGUR BARKAR TENGI Landvélar hf 40-70% verdhækkun á saltfiskinum Samkomulagi ASI og VSÍ hafnað — á fundi Verkalýðsfélags Vopnafjarðar Keykjavik. Útflutningsverðmæti saltfisks gætu hækkað úr 6.6 milljörðum króna i fyrra i 10,4 milljarða, eða um rösklega 3.8 milljarða, að þvi er segir i frétt i nýútkomnuheftiaf Sjávarfréttum. ! Sjávarfréttum segir enn- fremur, að heildarframleiðsla saltfisks i fyrra hafi verið um 43 þús. lestir. Allt bendi til þess að framleiðslan verði ekki minni i ár, og hefur Sölusamband is- lenzkra fiskframleiðenda, þegar gert samning um sölu á allt að 24 þúsund lestum, sem er rúmlega Verkfall í Eyjum BH-Reykjavik.— ,,Það gekk ekk- ert eða rak á fundinum i dag. Fulltrúi Vinnuveitendasam- bandsins, Barði Friðriksson, sat þennan fund með okkur, og ég veit ekki betur en hann sé farinn aftur, en það hefur ekki verið boðað til nýs fundar,” sagði Jón Kjartansson, formaður Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja i gær, þegar blaðið ræddi við hann, en eins og kunnugt er, er það eina félagið, sem enn hefur fellt bráðabirgðasamkomulagið um samningana. „Verkfall höfum við boðað á miðnætti miðvikudagsins 9. april, hafi samningar ekki tekizt þá.” Við inntum Jón Kjartansson eftir þeim kröfum, sem Verka- lýðsfélagið setti fram, og kvað hann þær eingöngu liggja i örlitið hærri láglaunabótum en bráða- birgðasamkomulagið segði til um, sem einnig kæmu fram á ákvæðisvinnu og bónus. helmingur þess magns, sem selt var i fyrra. Hefur útborgunarverð til framleiðenda hækkað um 40% til 70% eftir flokkum miðað við það verð, sem gilti frá 1. sept. sl. Þá segir ennfremur i Sjávar- fréttum: Útborgunarverð fyrir stórfisk i efsta flokki hefur hækkað úr 150 kr./kg um áramót i 230 kr./kg., eða um 53%. Verð fyrir stórfisk i þriðja flokki hefur Gsal-Rvik.— Stórtjón varð i elds- voða I Mosfellssveit i gærmorgun, er eldur kom upp f vélaverkstæði, þar sem áður var smurstöðin Þverholt. Eldurinn breiddist siðan út i byggingu samfasta verkstæðinu, þar sem var hækkað úr 130 kr.,/kg i 214 kr/kg eða um 64%. Millifiskur i efsta flokki hefur hækkað um 58%, i þriðja flokki um 72%. Smáfiskur i efsta flokki hefur hækkað úr 130 kr./kg I 187 kr./kg eða um 43%. Verð þetta gildir þar til öðru visi verður ákveðið. Frá þessu verði dragast svo útflutningsgjöld, en þau nema nú, frá áramótum.9.4% og magngjald kr. 5.25 á kilo. verzlun og veitingaaðstaða. Bæði húsin brunnu til kaldra kola, og einnig brunnu stórvirkar vinnu- vélar sem i verkstæðinu voru. Slökkviliðinu var tilkynnt um brunann kl. 9.02 og var slökkvi- starfi ekki lokið fyrr en laust fyrir A fundi I Verkalýðsfélagi Vopnafjarðar á laugardag var samþykkt að hafna samkomulagi Alþýðusambands og vinnu- veitenda. Boðað er til verkfalls á Vopnafirði frá og með 20. april. Fámennt var á fundinum og féllu atkvæði 17 gegn 11. í verka- lýðsfélaginu munu vera 200-300 manns. hádegi. Vaktmenn frá slökkviliðinu voru á staðnum fram á miðjan dag i gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá rafsuðu. Timamynd G.E. Fundarmenn voru á eitt sáttir um að samningarnir væru slæmir, en eining rikti ekki um verkfallsboðun. Leitazt verður við að ná samningum við vinnuveitendur á Vopnafirði, áður en verkfallið kemur til framkvæmda. Óánægju gætti meðal fundar- manna, vegna láglaunabótanna, sem þeir töldu ekki fullnægjandi. Sparnaður í orði en ekki á borði FB-Reykjavik. Menn rekur i rogastanz, þegar það spyrst út, að fjórir fulltrúar Pósts og sima skreppa tii hálfs mánaðar ráðstefnuhalds suður á Torremolinos á Spáni, nú þegar hvað mest er klifað á sparnaði i rekstri opinberra stofnana. Ráðstefnan, sem hér um ræðirter aiþjóðleg póstmálaráðstefna, og þótti yfirmönnum áðurnefndar stofnunar óhjákvæmiiegt annað en sitja hana. Brynjólfur Ingólfsson, ráðu- neytisstjóri i Samgöngumála- ráðuneytinu, staðfesti i samtali við Timann, að t-land ætti þarna fulltrúa. Sagði I _.m, að það hefði verið talið nauðsynlegt að senda þangað fulltrúa m.a. vegna þefs, aö á þessari ráðstefnu væru rædd mál, varðandi kostnaðar- skiptingu póstgjalda og annað, sem við kemur, hvernig kostnaði almennt er skipt milli landa, þegar um póst er að ræða. Norðurlönd hafa sameiginlega nefnd þarna, og er Jón Skúlason póst- og simamálastjóri formaður þessarar samstarfsnefndar, svo segja má, að hann hafi orðið að sitja ráðstefnuna. Mikil nefnda- störf eru þarna venjulega, sagði Brynjolfur, og töldu póst- mennirnir þvi, að ekki væri hjá þvi komizt að þeir færu fjórir talsins til Torremolinos, til þess að geta fylgzt sem bezt með þvi sem þarna fer fram. Þeir, sem ráðstefnuna sitja,eru Jón Skúlason póst- og simamála- stjóri, Bragi Kristjánsson for- sljóri rekstrardeildar, Sigurður Þorkelsson forstjóri tæknideilda og Rafn Júliusson póstmála- fulltrúi. Á siðasta ári var hallinn á rekstri Pósts og sima um 618 milljónir króna, og mætti þvi reikna með að menn reyndu að draga Ur kostnaðarliðunum i ár. Ef til vill er fjögurra manna ferð til Spánar ekki mikið brot af rekstri stofnunarinnar i heild, en margir munu einnig lita svo á, að það komi sér ekki siður illa, að æðstu menn hennar séu f jarver- andi svo vikum skiptir,heldur en hin beina eyðsla, sem verður af langdvölum þeirra erlendis. Menn hljóta að álykta að stofnanirnar liðr- fyrir slika fjar- vist yfirmanna. Þess má að lokum geta, að nokkuð var dregið úr yfirfærslum til fjórmenninganna, og fengu þeir ekki aðra yfirfærslu en ferðamenn fá almennt. / Peningakeðja í umferð — ólögleg starfsemi segir skatt- rannsóknarstjóri gébé-Rvik. — Nýtt peninga- keðjubréf er i gangi hér á iandi. Eins og menn rekur eflaust minni til, voru nokkrar siikar bréf- akeðjur i gangi i Reykjavik og Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. Mikili úlfaþytur var I kring um þau mál og mikiar sögur gengu af skjótfengnum og miklum gróða sumra manna. Mál þessi voru kærð, og nokkrir menn dæmdir i fjársektir, auk þess að þeir voru dæmdir tii að gefa gróða sinn upp til skatts. — Það er full ástæða til að vara fólk við þátttöku i þess- um kveðjubréfaviðskiptum, sagði ólafur Nieisson, skattrann- sóknarstjóri. —Þetta er óiögleg starfsemi, og þó að nokkrir geti grætt á þessu, þá eru alitaf ein- hverjir sem tapa. Ólafur sagðist ekki hafa heyrt um þessi nýju keðjubréf og sömu sögu hafði saksóknari rikisins að segja. Fyrir nokkrum árum gengu miklar sögur af þvi, hve auðvelt væri að hæla sér i aukapeninga með þvi að gerast þátttakandi i peningakeðjubréfunum. Og mikið rétt, sumir stórgræddu — en aðrir töpuðu. Það voru rannsökuð um þrjú mál af þessu tagi, hjá skatt- stjóra, og auk þess sem nokkrir voru dæmdir i fjársektir, voru margir aðilar skattlagðir, eða á annað hundrað manns, að sögn Ólafs Níelssonar. Var gróði þess,sem mest hafði upp úr krafsinu, allt að þrjú hundruð þúsund krónur. Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu, að um algjöra ólög- lega starfsemi væri aö ræða. — Það eru alltaf einhverjir, sem reyna að hafa fé af öðrum, sagði Ólafur, og þessi aðgerð notuð til þess. Það er þvi fulL ástæða til að vara fólk við að gerast þátt- takendur i þessum leik. Þeir,sem fá þetta nýja bréf i hendur, eiga að greiða kr. 4.500 i allt en siðan fá þeir fjögur bréf send, sem þeir selja siðan á 1.000 — hvert. Kvittanir og kr. 500.- eru siðan sendar til ákveðins aðila og slðan endurtekur sagan sig. Annars skýrir meðfylgjandi mynd aðferðina betur. Hinum megin á blaðinu eru svo nöfn þeirra, sem senda á peningana til, og bætir þátttakandi við sinu nafni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.