Tíminn - 08.04.1975, Qupperneq 8
8
TÍMINN
Þriðjudagur 8. april 1975.
Lagafrumvarp um
almenningsbókasöfn
BH—Reykjavik. — Til bæjar og
héraðsbókasafns greiðir bæjar-
sjóður kr. 1000 á hvern ibúa.
segir m.a. i frumvarpi til laga
um almenningsbókasöfn, sem
komið er fram á alþingi, en þar
kennir margra grasa varðandi
bókasöfnin og stuðning við þau.
Er greiðsla bæjar- og sveitar-
félaga yfirleitt 1000 krónur á ibúa
til bókasafns hérðas eða bæjar, en
til hreppsbókasafns skal viðkom-
andi hreppur greiða kr. 750 á
hvern ibúa hreppsins. Þá segir og
i frumvarpinu, að rikissjóður
skuli greiða árlega 12 milljónir
króna i Rithöfundasjóð Islands
fyrir afnot bóka islenzkra höf-
unda i þeim söfnum, sem þessi
lög gilda um. Skuli upphæðin
endurskoðuð árlega til samræmis
við verðlag.
Á siðasta ári var frumvarp um
almenningsbókasöfn lagt fyrir
Alþingi en varð eigi útrætt. Þetta
frumvarp miðar að þvi, að sett
verði rammalöggjöf, en reglu-
gerð fjalli um nánari fram-
kvæmdaatriði. Rétt þykir að
reglugerð fjalli um innri starf-
semi safnanna og verði borin
undir þá aðila, sem hlut eiga að
máli.
Vegna þess, hve lögin um al-
menningsbókasöfn voru orðin "úr-
elt, er mikill munur á ákvæðum
þeirra um fjárframlög og þessa
frumvarps. Þvi þykir rétt, að að-
lögunartimi sé um gildistöku
ákvæðanna um fjárframlög.
Verði frv. að lögum á yfirstand-
andi þingi verða 3 ár til stefnu um
gildistöku fjárframlaga að fullu.
HÚSSTJÓRNARKENNSLA OG HEIM-
ILISFRÆÐSLA í LAGAFRUMVARPI
BH—Rvik. — Um hússtjórn
og heimilisfræðslu er fjallað i
tveim stjórnarfrumvörpum,
sem lögð hafa verið fram á
alþingi. Fjallar annað um Hús-
stjórnarkennaraskóla íslands
og hitt um heimilisfræðaskóla.
Skal Hússtjórnarkennaraskóli
Islands annast menntun hús-
stjórnarkennara og matráðs-
manna og starfa i tveim deild-
um. Kennaradeildin býr
nemendur undir kennslu i
heimilisfræðum, svo og þeim
greinum öðrum, er reglugerð
ákveður, i grunnskólum og
framhaldsskólum, ásamt störf-
um við rannsóknir og Ieið-
beiningaþjónustu neytenda og
atvinnuvega. Matráðsmanna-
deild menntar starfsmenn til að
veita forstöðu mötuneytum
sjúkrahúsa, heimavistarskóla,
vistheimila og annarra stofn-
ana. Hússtjórnarkennaraskól-
inn skal vera þriggja ára skóli,
námstimi 110-120 vikur.
Hlutverk heimilisfræðaskóla
er að beita verklega og bóklega
menntun i hagnýtum greinum
heimilisfræða og búa nemendur
undir hriðingu og umönnun
heimilis og fjölskyídu, störf og
þjónustu I hússtjórnargreinum
og félagsmálum, og framhalds-
nám i æðri skólum, t.d. kenn-
araskólum, félagsmálaskólum,
fósturskólum, hjúkrunarskól-
um, hótelskólum o.fl. Ennfrem-
ur að veita nemendum á skyldu-.
námsstigi kennslu i heimilis-
fræðum svo og framhaldsskóla-
nemendum, ef þeir hafa slikt
nám sem valgrein, og skal
kveða nánar á um þetta i reglu-
gerð. Kennslan skal miða að þvi
að þroska sjálfstæði, dómgreind
og félagsanda nemenda en jafn
framt skal hvetja þá til þess að
varðveita menningararf þjóðar-
innar. Starfstimi heimilisfræða-
skóla skal vera 36 vikur.
FRUMVARP
UM IÐN-
ÞRÓUNAR-
ÁÆTLUN
Skemmdarverk unnin
á bjarghringum
við Akureyrarhöfn
BH—Reykjavik. —1 tillögu til
þingsályktunar um iðnþróunar-
áætlun fyrir tslendinga, sem þeir
Kristján F'riðriksson og Þórarinn
Sigurjónsson hafa lagt fram, seg-
ir svo:
,,Alþingi ályktar að skora á
iðnaðarráðherra að hraða störf-
um að gerð heildariðnþróunar
fyrir tslendinga. Að þessu máli
verði unnið m.a. þannig:
a. Sá mannafli, sem nú vinnur að
þessum störfumtverði efldur og
verkefni afmörkuð eftir því sem
fært þykir.
b. Sérstök áherzla verði lögð á að
leita að hentugum verkefnum á
sviði iðnaðar fyrir þorp og bæi úti
á landsbyggðinni.
c. Hið fyrsta verði birt handhægt
rit, er veiti upplýsingar um stöðu
þessa máls nú, hvernig að þvi
hefur verið unniö, og birtist þar
einnig upplýsingar um á hvern
hátt ráðherra og ráðuneyti hyggj-
ast vinna að þessari starfsemi,
þ.e. áætlunargerðinni, i nánustu
framtið.
Þar verði einnig birtar upp-
lýsingar um þær tillögur, sem
þegar eru fram komnar og fé hef-
ur þegar veriö variö til.”
FB-Reykjavlk. Um páskahelgina
var bjarghringur á Torfu-
nessbryggju tekinn niður og
skorin af honum liflina og hankar
skornir af hringnum, að þvi er
segir i frétt i Akureyrarblaðinu
Degi. Þar segir ennfremur, að
oftar hafi verið framin spjöll á
BH-Reykjavlk. — Leiklistarskóli
tslands er nú óöum að skapast i
eigin mynd, og hefur nú verið lagt
fram á Alþingi stjórnarfrumvarp
um skólann. Segir þar, að komið
skuli á fót I Reykjavlk skóla, er
bjarghringum við höfnina á
Akureyri, og er það haft eftir
harnarvörðum. Finnst mönnum
litið leggjast fyrir kappann, sem
þessi verk vinnur, enda ættu
menn að huga að þvi, hvilikt slys
getur hlotizt af því, er björgunar-
tæki eru eyðilögð.
veiti nemendurrf sínum þekkingu
og þjálfun til flutnings leiklistar.
Skuli skólinn vera þriggja vetra
skóli og starfa sem næst 8 mánuði
á ári. Allur kostnaður við rekstur
skólans greiðist úr ríkissjóði.
Tekur Leiklistar
skóli íslands til
starfa í haust?
Guðlaug varð
íslandsmeistari
gébé-Reykjavik. Titilinn is-
landsmeistari kvenna I skák
1975 hlaut Guðlaug Þorsteins-
dóttir, hin unga, efnilega skák-
kona, en nýlega er afstaöin
keppni I kvennaflokki, en þetta
er i fyrsta skipti sem keppt er
um þennan titil.
Guðiaug hlaut átta vinninga
af niu mögulegum. i öðru sæti
varð Birna Nordahl með sjö
vinninga og Ólöf Þráinsdóttir i
Ekki er gert ráð fyrir þvi, að
skólinn verði fjölmenn stofnun.
Skólastjórinn einn verði fastur
starfsmaður, en að öðru leyti
annast stundakennarar kennsl-
una.
Miðað er við, að skólinn taki til
starfa haustið 1975, þótt honum
hafi þá ekki verið ákveðnar fjár-
veitingar, I fjárlögum, en taka
mætti mið af þeirri fjárhæð, sem
nú er veitt i fjárlögum til leik-
listarkennslu, 2.3 millj. króna.
þriðja sæti, einnig með
sjö vinninga, en Birna vann á
stigum. Birna Nordahl var
einnig sú eina, sem gat krækt
sér I vinning frá tslands-
mcistaranum, Guðiaugu.
— Þetta var alls ekkert erfitt
mót, sagði Guðlaug I viðtali við
Timann. Ekki sagðist hún vita
um nein mót á næstunni enda
væri yfirleitt hlé yfir sumarið,
en þá eru æfingar stundaðar af
kappi hjá Taflfélaginu.
Guðlaug er nýorðin fjórtán
ára, átti afmæli i marz sl. Hún
stundar nám i Kvennaskólan-
um, en auk þess er hún að læra
á pianó i Tónlistarskólanum.
Hún hefur þvi nóg að gera, en
segir þó að skákin taki ekki svo
mjög mikinn tima frá sér, og
hún hefur sótt nokkrar æfingar i
skákheimilinu við Grensásveg
siöan kvennadeildin var stofnuð
i vetur. Hún 'nefur þó ekki haft
mikinn tima undanfarið til
æfinga, þvi að á sunnudaginn
kemur á að ferma hana. Við
óskum hinni ungu efnilegu
skákkonu til hamingju með frá-
bæran árangur og vonum að hún
haldi skákáhuganum sem
lengst.
AUKIÐ SAMSTARF
ÞJÓÐLEIKHÚSS OG
LEIKFÉLAGANNA
BH-Reýltjavik. Margháttaðar
breytingar frá gildandi löggjöf
um Þjóðleikhús er að finna i
frumvarpi til laga um
Þjóðleikhús, sem lagt hefur
verið fram á Alþingi, og eru
þær helztar, að kveðið er
skýrar á um það en áður, að
þótt leikritaflutningur sé aðal-
hlutverk Þjóðleikhússins, beri
þvi einnig að flytja óperur og
sýna listdans að staðaldri, og
að á hverji leikári skuli eitt
eða fleiri viðfangsefni ætluð
börnum.
Þá er skipan Þjóðleikhús -
ráðs gjörbreytt. Starfstimabil
þess er tímabundið og fulltrú-
um i þvi fjölgað til þess að það
geti orðið vettvangur sem
flestra þeirra, er leikhús-
reksturinn varðar.
Þjóðleikhússtjóra skal ráða
til fjögurra ára i senn og má
endurráða sama mann einu
sinni, þannig að enginn getur
gegnt þessum starfa samfellt
lengur en átta ár. Þá verður
ráðinn lfiklistarráðunautur,
ballettmeistari og
tónlistarráðunautur.
Leikárið skal framvegis
vera frá 1. september til 31.
ágúst, Þjóðleikhúsinu er ætlað
i samráði við sjónvarpið að
koma upp leikamunasafni,
sem leikfélög geti gerzt aðilar
að, og lögð er áherzla á aukið
samstarf Þjóðleikhússins við
leikfélög áhugamanna t.d.
með þvi að láta þeim i té
leikstjóra og gistileikara.
TÓNLISTARFRÆÐSLA
FYRIR ALMENNING
BH-Reykjavlk. Menntamála-
ráöuneytið hefur taliö æskilegt,
að menn fái undirstöðufræðslu i
tónlist á jafnsjálfsagðan hátt og I
lestri og skrift. Stefnt hefur verið
að auknu og breyttu tónlistar-
námi á grunnskólastigi í sam-
bandi við grunnskólalög og
endurskoðun og' gerð námsefnis
— og nú er komið fram á alþingi
stjórnarfrumvarp um fjárhags-
legan stuðning við tónlistarskóla.
Er hér um að ræða stórmerkt
skref I þá átt að tryggja rekstur
tónlistarskólanna og lækka skóla-
gjöldin m.a.
En auk þess gerir frumvarpið
ráð fyrir virkari þátttöku sveitar-
félaganna I rekstri skólanna, sem
er aö sjálfsögðu mjög til bóta, en i
stuttu máli hefur frumvarpið þær
breytingar i för með sér, að
skólagjöld munu lækka um
helming, sveitarfélögin taka
virkari þátt I rekstri skólanna,
skólarnir losna undan áhrifum
verðbreytinga hækkandi launa-
kostnaðar og að þar sem
kennarar verða ráðnir af
sveitarfélagi, ætti að vera
auöveldara að veita þeim sömu
réttindi og öðrum kennurum, þ.e
aðild að lifeyrissjóðum o. s. frv.
TVENIMDARSKOLI,
TENGSL VIÐ
LÍFRÆNT ÞJÓÐLÍF
BH—Reykjavik. — Tvenndar-
skólinn hefur skotið upp kollinum
á Alþingi i formi tillögu til
þingsályktunar um framkvæmd
ákveðinna laga um grunnskóla,
og er Kristján Friðriksson
flutningsmaður. Segir i tillög-
unni, að Alþingi álykti að skora á
menntamálaráðherra og mennta-
málaráðneytið að hlutast til um,
að á næstu árum verði geröar
viðtækar tilraunir til að fram-
kvæma vissar greinar grunn-
skólalaganna i samræmi við hug-
myndir, sem fram hafa komið um
það fræðslu- og uppeldirfyrir-
komulag, sém nefnt hefur veriö
tvenndarskóli.
Tvenndarskóli er i meginatrið-
um hugsaður þannig, aö reglu-
bundið skólastarf innan kennslu-
stofnana standi aðeins yfir hálft
árið, en hinn helming ársins við
dagleg störf með fullorðnu fólki,
en nyti þó á þeim tima leiðbein-
inga umsjónarkennara, sem fylg-
ist með þvi, að þátttaka nemenda
i störfum verði þeim til sem
viðtækastra þroskunaráhrifa.
Telur flutningsmaður tilgang
þessara breytinga m.a. verða til
þess að tengja uppeldið nánar
hinu eðlilega og lifræna þjóðlifi
heldur en unnt er með hinum
hefðbundu langskólasetum, og
með þessu sé dregið úr þeirri firr-
ingu (tengslaleysi), sem nútima
skólastefnu er samfara. Þá telur
hann og, að með þessu megi vinna
bug á kynslóðabilinu — eða draga
úr þvi, bæta skilyrði til skóla-
starfs vegna húsrýmisrýmkunar,
og bæta aöstöðu til hagkvæmrar
nýtingar mismunandi kennslu-
krafta.