Tíminn - 08.04.1975, Page 15

Tíminn - 08.04.1975, Page 15
ÞriOjudagur 8. aprfl 1975. TÍMINN 15 Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson RAGN- HILDUR SIGRAÐI — en systir hennar, Sólveig, kom skemmtilega á óvart RAGNHILDUR PALSDÓTTIR hlaupa- drottningin snjalla úr Stjörnunni, varð sigurvegari I Víðavangshlaupi tslands um helgina. Systir hennar, Sólveig, sem er aðeins 13 ára, gömui, kom skemmtilega á óvart. Hún hreppti 3ja sæti, var rétt á eftir önnu Haralds- dóttur úr FH. FH-ingurinn Robert McKee varð sigurveg- ari I karlaflokki. ★ HERMANN SKORAÐI 128 MÖRK Leiknir kominn í 2. deild HERMANN GUNNARSSON og félagi hans í Leikni tryggðu sér 2. deildar sæti I handknatt- leik um helgina, þegar þeir báru sigur úr býtum I úrslita- keppni 3. deildar. Hermann skoraði 19 mörk gegn Huginn — Leiknir vann 44:16, og síðan skoraði Hermann 11 mörk gegn Leiftri — Leiknir vann 36:18. Hermann skoraði alls 128 mörk i 8 leikjum I 3. dildar keppninni, og má segja, að það sé vel af sér vikið. SVAVA MEISTARI SVAVAR JÓHANNSSON, sem verið hefur okkar bezti knatt- borðsleikari um áraraðir, vann sinn stærsta sigur um helgina. — Svavar varðsigur- vegari I fyrstu lands- keppninni, þar sem allir leika við alla, en hún var háð á laugardag og sunnudag. Svavar, sem er þekktur fyrir snilli sina I „krambúi" sýndi mikla öryggi i keppninni, en það var keppt i „snóker”. Valsmenn skoruðu 4 mörk — gegn Þrótti í gærkvöldi. Reykjavíkurmeistarar Víkings töpuðu 0:1 fyrir Fram Valsliðið átti ekki I erfiðleikum með hið unga lið Þróttar i gær- kvöldi, þegar liðin mættust á Melavellinum i Reykjavikur- mótinu. Fjórum sinnum tókst Valsmönnum að senda knöttinn I mark Þróttar — fyrst Hermann Gunnarsson, sem skoraði beint úr hornspyrnu i fyrri hálfleik, sem lauk 1:0. Siðan bættu þeir Birgir Einarsson og Ingi Björn Alberts- son (2) þremur mörkum við I siðari hálfleik og þótti það ekki of mikið. Aðstæður til að leika knattspyrnu voru mjög slæmar — sterkur vindur og kuldi. KRISTINN JÖRUNDSSON skoraði fyrsta mark Reykja- vikurmótsins á sunnudaginn, þegar Fram vann sigur yfir Reykjavikurmeisturum Vikings — 1:0. Strekkingsvindur var þegar leikurinn fór fram og náðu liðin aldrei að sýna góða knatt- spyrnu. Það litla, sem sást af henni, kom frá Vikingum, en þeir réðu gangi leiksins á miðjunni. Þeir áttu i erfiðleikum með að brjótast fram hjá landsliðsmönn- unum Marteini Geirssyni og Jóni Péturssyni, sem voru sterkir I vörninni. Kristinn skoraði eina I KRISTINN JÖRUNDSSON.... skoraði fyrsta mark Reykja- víkurmótsins. mark leiksins á 12. min. siöari hálfleiksins. ASGEIR ELÍASSON lék ekki með Framliðinu gegn Viking, en það getur farið svo, að Asgeir leiki ekki með Framliðinu i sumar. Hann hefur fengið tilboð að koma til ísafjarðar og þjálfa þar. HVAÐ GERIR HERMANN? — Leiknir mætir Fram í bikarkeppninni í kvöld ilERMANN GUNNARSSON og fclagar hans i Leikni leika sinn iyrsta stórleik á handknattleiks- sviðinu i LaugardalshöIIinni i kvöld, en þá mæta þeir Reykja- víkurmeisturum Fram í undan- úrslitum bikarkeppni HSÍ. Það verður gaman að fylgjast með Hermanni, sem hefur skorað 128 mörki 8 leikjum Leiknis i 3. deild. — Tekst honum og félögum hans að velgja Framurum undir ugg- um? Það er stóra spurningin. Leikmenn Leiknis eru ákveðnir i að gefa ekkert eftir, og ætla sér að komast i bikarúrslitin. Leikurinn i kvöld hefst kl. 21.15 I Laugar- dalshöllinni. Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast i hinum undanúr- slitanleiknum i Firðinum annað kvöld, og má búast við tvisýnum og skemmtilegum leik, eins og alltaf, þegar liðin mætast. Berg lind — Hún og Sigurður urðu stigahæst c Meistaramóti Islands GUÐRÚN SIGURÞÓRSDÓTTIR... bezta stúlka islenzka liðsins, skoraði næst flest mörk á NM — 10 að tölu. Hér sjást sænsku stúlkurnar brjóta harkalega á henni. (Timamynd Gunnar) var bezt Svíar gerðu draum íslands að engu — Lélegir finnskir dómarar komu í veg fyrir að íslenzku stúlkurnar sigruðu Dani Lélegir finnskir dómarar settu leiðinlegan svip á NM-stúlkna, sem fór fram i Laugardalshöll- inni um helgina. Finnarnir sýndu einhverja lélegustu dómgæzlu, sem sézt hefur fyrr og siðar i Höll- inni, og þeir „stálu” silfursætinu af islenzku stúlkunum, með þvi að dæma furðulega i leik tslands og Danmerkur. Islenzku stúlkurnar voru með sigurinn i höndunum gegn Dönum, en þá gripu Finn- arnir i taumana og þeir gerðu allt STAÐAN Sænsku stúlkurnar tryggðu sér Norðurlandameistaratitilinn I handknattleik en lokastaðan varð þessi á NM, sem fór fram i Laugardalshöllinni: Sviþjóð 3210 37:27 5 Danmörk 3 1 2 0 35:29 4 ísland 3 1 1 1 29:32 3 Noregur 3 0 0 3 24:38 0 sem þeir gátu, til að láta dönsku stúlkurnar sigra. Þegar staðan vaf 8:5 fyrir Island fóru þessir lélegu dómarar i gang, og með hjálp þeirra tókst dönsku stúlkun- um að jafna 9:9. Guðrún Sigurþórsdóttir og Gyða Úlfarsdóttir, markvörður, beztu stúlkur islenzka liðsins i mótinu, áttu snilldarleik gegn Dönum. Guðrún skoraði 4 mörk, Björg Jónsdóttir 3, Kristjana Magnúsdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir eitt hvor. Með þessu óvænta jafntefli, áttu islenzku stúlkurnar mögu- leika á að sigra á NM, þar sem þær sigruðu Norðmenn 12:8 i fyrsta leiknum — (mörk gegn Norðmönnum: Björg 5, Arnþrúð- ur 4, Katrin Axelsdóttir 1 og Guðrún 2). Þær þurftu að vinna Svia i siðasta leik liðanna. Svo fór ekki, þvi að Sviar gerðu draum Islands að engu og unnu sænsku stúlkurnar, sem voru beztar, stórsigur— 16:8. Það kom greini- lega fram i leiknum gegn Svium, að það vantaði stórskyttur i is- lenzka liðið, og þar að auki var breiddin i liðinu ekki nógu mikil. Þetta tap gegn Svium kostaði islenzku stúlkurnar gull- og silfúrverðlaunin, þvi að dönsku stúlkurnar, sem gerðu jafntefli við Svia og íslendinga, unnu Norðmenn i siðasta leik mótsins. Mörk islenzka liðsins gegn Svium skoruðu: Guðrún 4, Arnþrúður 2, Kristjana og Björg eitt hvor. í fimleikum Hin bráðefnilega, 13 ára gamla fimleikastúlka, Berglind Péturs- dóttir úr Gerplu, varð fimleika- meistari kvenna á meistaramóti islands i áhaldafimleikum — Berglind hlaut hæstu stigatölu allra keppenda ( 19 stig) og varð stigahærri en stúlkurnar i flokki 15-16 ára.og 17 ára og eldri. Þarna er á ferðinni mjög efnileg fim- leikastúlka. Fimleikakappinn úr KR, Sig- urður Sigurðsson,vann yfirburða- sigur i piltaflokki — hann hlaut 45,'l stig, eða 7,1 stigi meira en næsti maður -- Sigmundur Hannesson úr KK. Sigurður er okkar bezti fimleikamaður — hreint frábær. -SIGRUÐU FINNA" tslenzku strákarnir höfnuðu I fjórða sæti á NM-pilta, sem fór fram I Finnlandi um helgina, en þar urðu Svlar Noröurlandameistarar. Svíar sigruðu tsland 18:12 I fyrsta leik mótsins, en siðan töpuðu Is- lenzku strákarnir naumt fyrir Dönum — 12:13 — og slðan Norö- mönnum — 13:14. Strákarnir náðu siðan að sigra Finna — 19:11 I siðasta leiknum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.