Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 10. april 1975. FEITT FOLK OG FÖNGULEGT List til heimilisnota — Okkur finnst ekki rétt að stilla listaverkum upp i sýningarsöl- um, þar sem fólk gengur um með hendur i vösum og má ekki snerta nokkurn hlut, segja bandarisku listamennirnir Michael Coffey og Stephen Rob- in. Þess vegna hafa þeir svo til eingöngu haldið sig við hús- gagnagerð. Á meöfylgjandi mynd gefur að lita sýnishorn af verkum þeirra. Skrifborðið og stóllinn voru unnin úr einum og sama trjábolnum, feiknasver- um, sem listamennirnir létu senda sér frá Mósambik. Það leynir sér ekki, að mikil vinna hefur verið lögð i gripina, sem eru hinir glæsilegustu. Verðið er heldur ekkert slor — rúm milljón, auk sölusk;,tts og tolla! — Vinir minir kalla mig kaloriu- kónginn, segir Simon Black, sem er 43 ára breti i góðum holdum. Fram undir fertugt var hann tággrannur og spengilegur og ekki nema 70 kiló. — Það var svo sem gott og blessað, segir Simon. Vinir minir öfunduðu mig og kvenfólkinu leizt vist bara bisna vel á mig, en sjálfum leið mér bölvanlega. Ég get ekki útskýrt þessa vanliðan mina, og þótt ég reyndi, þá myndi ábyggilega enginn trúa mér. Loks ákvað ég svo að fita mig. Það gekk nú ekkert of vel i fyrstu, en nú er ég þó orðinn 130 kiló og líður miklu betur. Þetta er allt annað og betra lif! Mér liður betur, og mér finnst ég lika lita ólikt betur út. Og það finnst konunni minni sem betur fer lika. Sjálf er hún 98 kíló og hinn föngulegasti kvenmaður. Ég vildi gjarna að hún bætti við sig nokkrum kilóum, þvi að mér finnst hreinlega ekki litandi á kvenfólk undir 100 kilóum! Varagleraugu í hanskahólfi Allir svissneskir ökumenn, sem nota gleraugu, hafa nú verið skikkaðir til þess að hafa ávallt varagleraugu i hanzkahólfinu i bilnum sinum, svo að hægt sé að ★ wm. gripa til þeirra, ef eitthvað kemur fyrir. Vestur-þýzk yfir- völd ihuga nú að koma sams- konar reglugerð á þar i landi. Mikið öryggi er fólgið i þvi að geta gripið til varagleraugn- anna, ef hin verða einhverra hluta vegna ónothæf, ekki sizt fyrir þá, sem eru svo háðir gler- augum, aö þeir eru þvi sem næst ósjálfbjarga án þeirra. ★ DENNI DÆMALAUSI Það er betra að tala hratt Gina, eftir svolitla stund kemst þú ekki að lengur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.