Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. april 1975. TÍMINN n Umsjón: Sigmundur Ó. Steinarsson West Ham-Fulham á Wemblev ALAN MULLARY..... fyrirliöi Fulham. ALAN TAYLOR var hetja West Ham i gærkvöldi, þegar „Hammers” tryggði sér far- seðiiinn á Wembley með þvi að vinna sigur yfir Ipswich á Stamford Bridge I Lundúnum. Hann skoraði bæði mörk Lundúnaliðsins — fyrst meí skalia á 28. min. eftir kross- sendingu frá Trevoe Brooking og siðan skoraði hann aftur £ min. fyrir leikhlé — stöngin inn. Rétt fyrir leikhlé varð svo Billy Jénnings, markaskorar- inn mikli hjá West Ham,fyrir þvi úhappi að skora sjálfs- mark. Leikur liðanna var geysilega harður og voru 6 leikmenn búkaðir — 4 hjá Ips- wich og 2 hjá West Ham. Ipswich-liðið sútti nær lát- laust I leiknum og tvisvar sinnum komu leikmenn liðsins knettinum i mark West Ham, en I bæði skiptin var markið dæmt af vegna rangstöðu. Undir lok leiksins súttu leik- menn Ipswich nær stööugt að marki West Ham og leikmenn liðsins geröu örvæntingafulla tilraun til að jafna. En leik- menn West Ham vörðust og þeim túkst að brjúta hina þungu súkn Ipswich á bak aft- ur. Fulham tryggði sér farseðil- inn á Wembley I gærkvöldi, þegar Lundúnaliðið mætti Birmingham á Maine Road I Manchester. Það þurfti að framlengja leiknum, þar sem staðan var 0:0 eftir venjuleg- an leiktima. En i framlenging- unni túkst Fulham, sem átti meira i leiknum, að skora úr- slitamarkið. Það var John Mitchell sem skoraði sigur- markið þegar aðeins 15 sek. voru eftir af framlengingunni — með siðustu spyrnu leiksins. Geysileg fagnaðarlæti brutust út og nú er séð að það verða tvöLundúnarliö sem mætast á Wembley 3,mai, en þaö hefur aðeins einu sinni áður skeö að tvö Lundúnalið leika til úr- slita I bikarkeppninni — Tottenham og Chelsea 1967. Fulham lék 11 leiki i bikar- keppninni, en það eru fleiri leikir en nokkuö annað lið hef- ur leikiö I baráttunni um bikarinn. BILLY BOND......... fyrirliði West Ham. JUVENTUS FÉKK SKELL JUVENTUS frá Italiu fékk skell I UEFA-bikarkeppninni I gær- kvöldi, þegar liðið lék gegn F.C. Twente I tfollandi. Zuidema var hetja hollendinganna, hann skor- aði 2 mörk fyrir Twente, en Jeuring bætti þvi þriðja við. Mark italanna skoraði Altafini. V-þýzku liðin 1. FC Köln og Borussia Mönchengladbach mæt- ast i kvöld i hinum undanúrslita- leik UEFA-bikarkeppninnar. • FRAMARAR í ÚRSLIT Framarar tryggðu sér rétt tii að leika til úrslita I bikarkeppninni i handknattleik, þegar þeir unnu sigur yfir Leikni 29:20 á þriðju- dagskvöldið i LaugardalshöIIinni. FH sigraði Hauka 24:20 VILBORG OG ÞÓRUNN SETTU MET H a f n f ir ðin gu rin n Viiborg Sverrisdúttir og hin unga og efni- lega sundkona úr Ægi, Þúrunn Al- freðsdúttir, settu ný íslandsmet á Sundmúti KR á þriðjudagskvöld- ið. Vilborg setti met i 100 m skrið- sundi.—Synti hún vegalengdina á 1:03,2 min., og Þúrunn setti mjög gott met I 200 m fjúrsundi. Hún synti vegaiengdina á 2:37,1 min. Þessar snjöllu sundkonur eru nú að komast I mjög gúða æfingu og verður því gaman að fyigjast með þeim I sumar. MUNIÐ Ibúöarhappdrætti H.S.Í. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA BILLY BREMNER VAR í ESSINU SÍNU — þegar Leeds vann sigur yfir Barcelona í gærkvöldi 2:1 ★ Evrópumeistarar Bayern Munchen gerðu jafntefli i Frakklandi BILLY BREMNER var svo sannarlega I essinu sinu, þegar Leeds vann sigur yfir Barcelona 2:1 á Eliand Road i gærkvöidi. Rúmlega 50 þús. áhorfendur fögnuðu geysilega, þegar Bremner kom Leeds á bragðið Derby á toppinn FRANCIS LEE var hetja Derby I gærkvöldi, þegar Derby skauzt upp á toppinn I baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Lee, sem hefur verið meiddur I hné og ekki leikið með Derby I 7 vikur, kom inn I liðið fyrir Alan Hinton. Lee skoraði eina mark leiksins, þegar Derby vann úlfana 1:0. Á sama tima varð Everton fyrir áfalli I hattaborginni Luton, en liðið tapaði þar fyrir Luton og má segja að möguleikar Everton á meistaratitilinum séu nú úr sög- unni. Úrslit leikja I ensku 1. og 2. deildinni I gærkvöldi, voru sem hér segir: 1. DEILD: Derby—Wolves 1:0 Luton—Everton..........2:1 Leicester—Middlesb.....1:0 eftir aðeins 13 min., þegar hann þrumaði knettinum I netið hjá Barcelona. Johnny Giies átti þá langa sendingu fram völlinn, þar sem Joe Jordan túk við sending- unni og skallaði til Bremner, sem kom á fullri ferð og sendi knöttinn i hornið fjær. Eftir markið hélt Leeds upp mikilli stúrskotaárás á mark Spánverjanna og oft munaði ekki miklu að knötturinn hafnaði i marki Barcelona. En vonir vöknuðu hjá áhang- endum Barcelona, þegar 25 min. voru til leiksloka, en þá túkst Juan Asensi að jafna 1:1 eftir umdeilda aukaspyrnu, sem Johann Cruyff túk.Leikmenn Leeds mútmæltu dúmnum og var Alan Clark búkaður fyrir mút- mæli. Hann lét það ekki á sig fá, heldur túkst honum að skora úr- slitamark leiksins með þrumu- fleyg, þegar 13 min. voru til leiksloka — Paul Reaney túk þá aukaspyrnu og gaf fyrir mark Barcelona, þar sem Jordan var rétt staðsettur og sendi knöttinn til Clark, sem þakkaði fyrir sig með þrumuskoti, sem söng i neta- möskvum Spánverjanna. Leeds-liðið hafði mikla yfir- burði I leiknum og héldu leikmenn liðsins Johann Cruyff algjörlega niðri. Félagi hans Johann Heeskens náði sér aldrei á strik i leiknum, þar sem hann meiddist strax á fyrstu minútu og fúr þá út- af. Hann kom fljútlega inn á eftir aö hafa fengið meðhöndlun hjá nuddara. Þrátt fyrir þetta tap eru Spánverjarnir bjartsýnir á að komast I úrslitin i Evrúpukeppni meistaraliða. Þeir gera sér vonir mtímm BILLY BREMNER á bragðið. kom Leeds um að ná að sigra Leeds I Barcelona eftir hálfan mánuð. Evrúpumeistarar Bayern Miinchen gerðu jafntefli 0:0 gegn St. Etirnne frá Frakklandi I hin- um undanúrslitaleiknum, sem fúr fram I Finnlandi i gærkvöldi. AIRDRIE í ÚRSLIT Airdrie mætir Celtic I úrslitaleik skozku bikarkeppninnar 3. mai. Airdrie vann sigur yfir Mother- well 1:0 i gærkvöldi í Glasgow Dynamo Kiev vann stórsigur — liðið hefur tekið stefnuna á Evróputitil bikarhafa 2. DEILD: Aston Villa—Cardiff 2:0 DYNAMO KIEV frá Rússlandi hefur nú tekið stefnuna á Evrúpumeistaratitil bikarhafa. 100 þús. áhorfendur sáu þetta sterka lið, sem einnig leikur sem landslið Rússlands i Evrúpu- keppni landsliðs, vinna stúrsigur yfir PSV Eindhoven frá Holllandi I gærdag I fyrri leik liðanna I Evrúpukeppni bikarhafa. Léikurinn fúr fram I Kiev og lauk honum 3:0. Það var fyrirliði liðsins og landsliðsins — Koiotov, sem opnaði leikinn með gúðu marki og siðan bættu þeir Onishchenko og Blokin við mörk- um. Hinn undanúrslitaleikurinn fór fram I Búdapest i Ungverjalandi — þar mættust Ferencvaros og Rauðu stjörnurnar frá Belgrad i Júgúslavfu. Ungverjarnir unnu sigur i leiknum 2:1. Það má geta þess til gamans, að aðeins eitt lið frá Rússlandi hefur leikið til úrslita i Evrúpu- keppni. Það var Dynamo Moskva, sem tapaði fyrir Glasgow Rangers 2:3 i úrslita- leik Evrúpukeppni bikarhafa, fyrir þremur árum slðan. Brian Kidd hetja Arsenal — hann skoraði tvö mörk gegn Coventry og Arsenal færðist frd botninum BRIAN KIDD var hetja Arsenal- liðsins á þriðjudagskvöldið, þegar Arsenal vann sætan sigur yfir Coventry (2:0) á Highbury i Lundúnum. Þessi snjalli leikmaður, sem Arsenal keypti frá Manchester United sl. haust á 100 þús. pund, skoraði bæði mörk Arsenal, sem er nú komið af hættusvæðinu i 1. deildar- keppninni — og hefur Kidd nú skorað 21 mark fyrir Lundúna- liðið á keppnistimabilinu. Eftirtaldir leikir voru leiknir i ensku knattspyrnunni á þriðjudagskvöldið: 1. DEILD:Arsenal-Coventry ..2:0 2. DEILD: W.B.A.-Bolton.............0:1 Sheff.Wed.-Norwich .......0:1 Það var hinn mikli marka- skorari Norwich Ted Mac- Dougall, sem hefur nú verið valinn i skozka landsliðshúpinn, sem skoraði markið og hefur hann nú skorað 22 mörk á keppnistimabilinu. West Bromwich Albion, sem rak fram- kvæmdastjúra sinn — Don Howe, i vikunni, mátti þola tap á heima- velli. DEREK DOUGAN, hinn litriki leikmaður úlfanna mun ekki leika framar með Úlfunum. McGarry framkvæmdastjúri Úlfanna tilkynnti það á mánudaginn, að hann myndi ekki velja Dougan aftur i aðallið sitt. Dougan lék 243 leiki með Úlfun- um og skoraði hann 96 mörk i þeim leikjum. Lundúnaliðin Tottenham og Chelsea eru 1 alvarlegri fallhættu i 1. deild. Þessi liö frá stúr- borginni verða i sviðsljúsinu 19. april á heimavelli Tottenham — Wh\te Hart Lane, en þá keppa þau þar. Miklar lfkur eru á þvi, að þá fáist úr þvi skorið, hvort liðið muni falla i ár. Staðan er nú þessi hjá neðstu liðunum i 1. deildarkeppninni: Arsenal .... .37 12 10 15 44: :43 34 Birmingh... .38 13 8 17 50: 55 34 Leicester .. .38 11 11 16 45: :53 33 Chelsea 38 9 13 16 40: :67 31 Tottenham . .38 11 8 19 44: :57 30 Carlisle .... .39 11 4 24 42 :57 26 Luton 38 8 10 20 37: 62 26 Að lokum ætlum við að birta þá leiki, sem Chelsea og Tottenham eiga eftir að leika: CHELSEA (4) — Heima: Manchester City, Everton og Sheffield United. Úti: Tottenham. TOTTENHAM (4) — Heima: Chelsea og Leeds. úti: Burnley og Arsenal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.