Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 16
FÓÐURVÖRUR þekktar UM LAND ALLT fyrir gæði Guðbjöm Guöjónsson Heildverzlun Siðumúla 22 Símar 85694 & 85295 fyrirgúúan nmt ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Jackson hafði - þrátt fyrir allt - á réttu að standa: Nixon hét Thieu aðstoð ef í nauðir ræki Thieu og Nixon: Fóstbræðralag eða hvað? Ford forseti gerir opi aðgerðum í Víetnam NTB/Reuter-Washington/Saigon. Blaðafulltrúi Hvlta hússins upp- lýsti i gær, að Richard Nixon, fyrrum Bandarikjaforseti, heföi heitið Nguyen Van Thieu, forseta Suður-VIetnam, öflugum stuðn- ingi Bandarikjanna, ef Norð- ur-Víetnam bryti Parfsarsútt- málann um frið i Vietnam. Áður höfðu æöstu embættismenn Bandarikjastjórnar stöðugt neit- að, að slikt loforð hefði verið gefið af hálfu Bandarikjanna. Henry Jackson, öldunga- deildarmaður og einn af þeim, nberlega grein fyrir fyrirhuguðum í þingræðu í dag sem keppir aö þvl, aö ná útnefn- ingu sem forsetaframbjóöandi demókrata, varpaði þeirri spurn- ingu fram I fyrradag, hvort Bandarlkin heföu gert einhvers konar samkomulag við Suð- ur-VIetnam um að koma stjórn Thieus til hjálpar, ef að henni yröi þjarmað. Háttsettir embættis- menn, þ.á m. Henry Kissinger utanrikisráöherra, báru þennan „orðróm” umsvifalaust til baka. Síðan gerðist það — aö sögn fréttaritara NTB I Washington — að Alexander Haig, nú æösti yfir- Samskipti Júgó- slava og Sovét- manna aukin Reuter-Mosk vu. Dzemal Bijcdic, forsætisráðherra Júgósiavlu, kom I gær til Moskvu til viöræðna viö sovézka ráðamenn. Fréttaskýrendur I Moskvu álíta, aö tilgangur viðræön- anna sé að auka efnahags- samvinnu og viðskipti Júgó- slavlu og Sovétrlkjanna — sem lengi hafa eldaö grátt silf- ur saman. För Bijedic til Moskvu var ákveðin meö skömmum fyrir- vara, að þvl talið er. Bæði Tass-fréttastofan og Izvestia — málgagn Sovétstjórnarinn- ar — lofuðu I gær framgöngu júgóslavneskra þjóðernis- sinna I slðari heimstyrjöld- inni. Þetta lof stingur I stúf við skrif tveggja háttsettra for- ingja innan Sovéthers I tékk- neskum blöðum fyrr I þessari viku, þar sem gefið er I skyn, aö þjóðernissinnar — undir forystu Titós, nú Júgóslavíu- forseta — hafi fyrst gripið til vopna gegn Þjóðverjum, er Sovéther hafi gert innrás I Balkanlönd. Titó brást að von- um hinn versti við þessum skrifum. Fréttaflutningur sovézkra fjölmiðla allt annars efnis er þvl túlkuð sem af- sökunarbeiðni — nú, þegar viðræður um aukin samskipti Júgóslavíu og Sovétríkjanna eru I þann veginn að hefjast. Giscard d'Estaing leitar sátta NTB—Paris. Valery Giscard d’Estaing F’rakklandsforseti hóf I gær aö kanna möguleika á sam- eiginiegum viðræðum deiiuaðila I Suður-Vietnam i þvl skyni að koma á friði I landinu. Forsetinn hefur farið þess á leit, að ráð það, er átti samkvæmt Parisar-sáttmálanum að koma saman og ákveða stjórnskipulega framtið Suður-Vietnam, komi saman hið fyrsta. Fulltrúar þriggja aðila — Saigonstjórnar- innar, þjóðferlsisfylkingarinnar (FNL) og svonefnds „þriðja afls” — áttu aðeiga sæti I þessu ráði, en það kom aldrei saman vegna ósamkomulags stjórnarinnar og frelsisfylkingarinnar. Franskir embættismenn hafa upplýst að siðustu daga hafi franska stjórnin lagt allt kapp á aðfá deiluaðila til að hefja friðar- viðræður — en enn sem komið er hefur sú viðleitni ekki borið árangur. Heimsókn Einars til Sovétríkjanna lokið Gromyko hefur þekkzt boð um að heimsækja Island Opinberri heimsókn Einars Ágústssonar utanrlkisráðherra til Sovétrlkjanna lauk I gær. Við lok heimsóknarinnar var gefin út sameiginleg fréttatiikynning. 1 tilkynningunni segir m.a., að Einar Agústsson hafi rætt viö þá A.N. Kosygin forsætisráðherra og A.A. Gromyko utanrfkisráðherra um samskipti Islands og Sovét- rlkjanna og möguleika á að auka þau. Fram kemur, að báðir aðilar létu I ijós áhuga á auknum sam- skiptum rlkjanna á ýmsum sviö- um. Þeir höföu og sömu afstöðu til fjölda alþjóöamála er bar á góma 1 viðræðunum. I fréttatilkynningunni segir svo orðrétt: „Þar eð gildistlma fjögurra ára samkomulags um vöruaf- hendingar lýkur á árinu 1975, lýstu aðilar yfir þeim vilja sínum að taka upp samningaviðræður með það fyrir augum að tryggja frekari aukningu verzlunarvið- skipta. Aðilar voru sammála um, að æskilegt væri að efla tengsl á sviði menningarmála, vlsinda, menntunar og feröamála. Meðan á heimsókninni stóð var undirrit- uö áætlun um samstarf Islands og Sovétrlkjanna I menningar- og visindamálum á timabilinu 1975-1979. 1 viðræðunum kom fram sú skoðun, að samvinna landanna beggja i fiskveiöirannsóknum hefði mikla þýðingu. Aðilar ákváðu aö kanna möguleika fyrir frekari samvinnu á þessu sviöi. Einar Agústsson hefur boðið Gromyko að heimsækja tsland og hefur sovézki utanrlkisráöherr- ann þegið það boö með þökkum. maður herafla Atlantshafsbanda- lagsins I Evrópu, sem var einn nánasti aðstoðarmaður Kissing- ers, meðan friðarviðræöurnar I Parls stóðu yfir, gaf I skyn, aö samkomulag þessa efnis væri til I rauninni. Og loks viðurkenndi Ron Ness- en, blaðafulltrúi Hvlta hússins, að Nixon hefði gefið Thieu fyrrnefnt heit. Nessen neitaði aftur á móti að láta uppskátt, hvort forsetinn fyrrverandi hefði lofað aö senda bandariskt herliö til Suður-VIet- nam, ef I nauðir ræki. A meöan sat Gerald Ford for- seti á fundi með öryggisráöi Bandaríkjanna og ræddi, hvað taka ætti til bragðs. Forsetinn kallaði slðar leiðtoga beggja þingflokka á sinn fund og skýrði þeim frá fyrirætlunum sinum, en I dag ávarpar hann sameiginleg- an fund tveggja þingdeilda, þar sem hann gerir opinberlega grein fyrir fyrirhuguðum aðgeröum Bandarlkjanna I Vletnam. Búizt er við, aö Ford fari fram á allt aö 500 milljón dala aukafjár- veitingu til Suöur-VIetnamstjórn- ar — en það er 200 milljónum dala hærri upphæð en hann fór fram á fyrr I vetur. Bandaríkjaþing tók sem kunnugt er mjög þunglega I þá málaleitan. Frá Saigon bárust þær fréttir I gær, að stöðugt þrengdist hringurinn um höfuöborgina, enda virðist stjórnarherinn á undanhaldi á flestum vigstöðum I nágrenni borgarinnar. Árdsarmaðurinn komst undan Reuter-Saigon. Flugliði sá, er lét þrjár sprengjur falla á for- setahöilina I Saigon I þvl skyni að granda Thieu forseta, komst undan stjórnarher Suður-VIetnam. Flugliöinn, sem er aöeins 26 ára að aldri, lenti heilu og höldnu á flugvelli, sem er á valdi þjóðfrelsisfylkingarinn- ar. Talsmaður hennar sagöi I gærkvöldi, aö flugliðinn hefði verið sæmdur heiðursmerki og hækkaður I tign fyrir fram- tak sitt. Spd Benidorm — og n n London — 15 d. London 19 26 15 29 13 22 27 Férðamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Simar 11 255 og 12940 Skipuleggjum ferðir fyrii einstaklinga og hópa — um allan heim Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.