Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.04.1975, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 10. april 1975. TÍMINN 7 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Heigason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — augiýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. V________________________________Blaöaprent h.f. AAargt í deiglunni „íslenzku skólarnir i dag eru sennilega ólik- ari aldamótaskólunum en þeir skólunum i Odda og Haukadal, þótt lengri væri þeirra i millum. Svo örar eru þjóðlifsbreytingarnar þessi misseri, að niu aldir jafnast að þvi leyti hvergi nærri á við jafnmarga áratugina sið- ustu”. Þessi orð lét Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra falla i ræðu, sem hann flutti á menningarmálaráðstefnu Sambands is- lenzkra sveitarfélaga á sunnudaginn var. Siðan skilgreindi hann i mjög stuttu máli, hvað hann teldi, að vera skyldi aðalsmerki skóla: ,,Góður skóli býr nemanda sinn undir að starfa og lifa i þvi samfélagi, sem biður hans að námi loknu”. Undir þessa fáyrtu skilgreiningu, sem raun- ar má eins vel lita á sem stefnuskrá, munu flestir geta tekið. Hún felur i sér allt, sem mikilvægast er i skólastarfi — i senn þá miðlun þekkingar og þjálfun i hugsun og starfi, er þar fer fram, sem og þá mannrækt og glæðingu frjórra hugsjóna, sem þarf að haldast i hendur við kunnáttuna. í framhaldi af þessu vék hann að sifelldri endurskoðun og endurmati margra þátta skólamála i samræmi við fengna reynslu og nýjar og breyttar þarfir, svo sem endurskoðun iðnfræðslulaga og gerð námsskrár vegna verk- náms, og drap á mörg nýmæli, sem á döfinni eru, Þar á meðal voru frumvörp um ýmis efni, er sum hver hafa þegar verið lögð fram á Al- þingi, en önnur eru i burðarliðnum, eða alveg nýkomin fram. Nefndi hann þar frumvörp um nýskipan viðskiptafræðslunnar, skipulegan stuðning við tónlistarfræðslu, fræðslu fullorð- ins fólks, almenningsbókasöfn, leiklistarskóla rikisins og frumvarp til nýrra þjóðleikhúslaga, auk þess sem i athugun væri löggjöf um skól- ann i Skálholti. Af þessari upptalningu má ráða, að nú eru i deiglunni mörg og mikilvæg mál, sem bæði varða skipan skólamála og skólanám beinlinis, sem og almenna menntun, uppeldi og þroska- leiðir i landinu. Til dæmis má hér nefna bókasöfnin, sem mörg hver standa harla veikum fótum og eru litils megnug, svo mikilvægu hlutverki, sem þau gætu gegnt og ættu að gegna I þjóðlifinu, ef allt væri með felldu um hag þeirra og starfs- getu. „Þau ein bókasöfn standa verulega upp úr, senwaotið hafa-óvenjulegs skilnings og þar með stuðnings sveitarstjórna i viðkomandi byggðarlögum”, sagði ráðherra i ræðu sinni. . Er vitaskuld brýnt, að hagur bókasafnanna sé réttur eftir þvi sem auðið er. Þá mun stofnun leiklistarskóla rikisins á- reiðanlega verða fagnað af mörgum, þvi að slikur skóli er forsenda þess, að ungt fólk geti menntað sig til leiklistarstarfa og leiðsögu, hvort heldur það hyggst helga sig leiklist i at- vinnuleikhúsum eða hverfa til starfa meðal á- hugafólks, sem viða um land leitast við að halda uppi leikstarfsemi af miklum dugnaði, en brestur oft starfskrafta, sem hafa næga kunnáttu til þess að vera burðarásar I sliku starfi. — JH Joseph C. Harsch, The Christian Science Monitor: Klofningur vofir yfir Republikanaflokknum íhaldssamari armi flokksins þykir Ford forseti of frjálslyndur Goldwater Þeir hafa báðir reynt að sigurstranglegt í breifylk- bjóöa sig fram sem hrein- ingum bandarisku aöalflokk- stefnumenn, hvor á sinum anna. væng, en það viröist ekki McGovern IHALDSSAMIR republikan- ar héldu 3ja daga ráöstefnu I Mayflower-gistihúsinu I Washington um miðjan febrú- ar. Þeim virðist ganga treg- lega aö tileinka sér lærdóma reynslunnar, eða engu betur en fylgismönnum McGoverns handan bandarisku flokka- skilanna gekk árið 1972. Fylgismenn McGoverns höfðu að kjörorði „ákveðna stefnu” fyrir kosningarnar 1972. Þeir vildu fyrst og fremst tryggja að kjósendur gætu valið milli hægri og vinstri. Barnaleg afstaða þeirra vekur enn furðu, og þeim virtist alls ekki ljóst i upphafi — ef þeir hafa þá nokkurn tima gert sér þess grein — að þeir viðhöfðu nákvæmlega sömu rök og sveitir Goldwaters höfðu gert átta árum áður. Kjörorð fylgismanns Goldwaters i kosningabaráttunni árið 1964 var einmitt „val en ekki endurómur”. Raunin varð sú, að herferð Goldwaters endaði með skelf- ingu, og ekki hefur meiri stjórnmálasókn farið jafn herfilega út um þúfur, nema sókn McGoverns árið 1972. HÆGRISINNAÐIR repu- blikanar lýstu bjartsýni á þingi sínu og létu sig dreyma fallega drauma um stofnun þriðja flokksins i bandarisk- um stjórnmálum, þrátt fyrir áðurnefnd tvö dæmi um aug- ljósar ófarir slikra hreyfinga i bandariskum stjórnmálum fyrir örfáum árum. Vitaskuld er varla hægt að lá ihaldssömum republikönum þó að Gerald Ford hafi valdið þeim vonbrigðum. Hann reyn- ir fyrst og fremst að leggja það breiðan stjórnmálagrund- völl, að það tryggi honum og flokki hans fylgi i kosningun- um 1976, en kemur alls ekki fram sem hugsjónalega trúr Ihaldsmaður. En þetta tvennt er sitt hvað. AFSTAÐA forsetans útilok- ar auðvitað ekki, að stefna fundarmanna i Mayflower- gistihúsinu eigi rétt á sér. Hinn gifurlegi halli á fjárlög- um samrikisins i ár getur hæglega orðið bandarisku efnahagslifi til tjóns i framtið- inni. Færa má gild rök fyrir þvi, að álögur séu farsælli en takmarkalaus eyðsla. Það er þó ekki alvarlegasta úrlausnarefni skynsamra og hygginna stjórnmálamanna i Washington um þessar mund- ir, hvað þjóðinni kunni að verða fyrir beztu þegar frá lið- ur. Hitt er ef til vill meira um vert, hvað gera þurfi til þess aö Republikanaflokkurinn verði annað og meira en mátt- vana afturganga árið 1976. LJÓST má vera, að ef Gerald Ford færi i daglegum athöfnum eftir kenningum hinna hvatvisu ihaldsmanna, yrði honum tæpast væri i Hvita húsinu út kjörtímabilið, hvað þá að hann gæti vænzt endurkjörs. Þjóðin er á barmi örvæntingar vegna hins aukna atvinnuleysis, og er háski þess stórlega ýktur að mínum dómi. Þegar þannig er i pottinn búið, verður leiðtoginn I Hvita húsinu að gera allt, sem I hans valdi stendur, tií þess að draga úr atvinnuleys- inu, og þó er ef til vill enn mikilvægara að draga úr óttanum við atvinnuleysið. Bandarikjamenn hafa svo lengi búið við mikla og örugga atvinnu — eða rúm 35 ár — að fjölmargir og jafnvel flestir voru farnir að ganga út frá þvi ástandi serh sjálfsögðum hlut. Þeir eru nú sem lamaðir af ótta, enda þótt bilasmiðjumar I Detroit séu byrjaðar að ráða til sin að nýju sumt af þeim starfsmönnum, sem sagt var upp, þegar bilasalan stöðvað- ist I haust sem leið. Fyrir- sagnir blaðanna fjalla nú einkum um atvinnuleysi, en frásagnir af endurráðningum manna eru fátiðar I áberandi fréttum. AKAFLEGA fast er lagt að Gerald Ford forseta að gera allt, sem honum er framast unnt, til þess að stuðla að endurráðningum og aukinni atvinnu. Hann getur ekki hvort tveggja i senn, orðið við þessum kröfum og gert ihalds- mönnum til hæfis. En hann verður að láta undan kröfun- um, ef hann vill ekki eiga á hættu að verða að láta af störf- um sem virkur forseti. Hann uppfyllir þvi kröfurnar og Ihaldsmennirnir eru óánægð- ir. Þeir hafa við orð að yfir- gefa Republikanaflokkinn og stofna nýjan flokk sér að skapi. Hvaða lærdóma má svo draga af sögunni I þessu efni? Arið 1912 voru vinstri- sinnaðir republikanar eða „framfarasinnar” óánægðir með William Howard Taft for- seta, á sama hátt og ihalds- menn eru nú óánægðari með Gerald Ford. „Framfarasinn- arnir” yfirgáfu flokkinn, héldu sitt eigið flokksþing, til- nefndu Theodore Roosevelt sem forsetaefni og tryggðu kjör Woodrow Wilsons. En af- leiðingar klofningsins urðu þó i raun meiri og langvinnari. Forustumenn framfara- sinnanna frá 1912 gengu að siðustu i lið með Franklin Delano Roosevelt, þegar hann hóf baráttu sina. LIÐSMENN Demókrata- flokksins geta verið ánægðir með ganga mála eins og nú horfir. Heita má, að þeim hafi hlotnazt allt, sem hugurinn gimtist, nema sigurstrangleg- ur og glæsilegur frambjóðandi til aö fylkia sér um árið 1976. Ef Ihaldssömu republikanarn- ar gerðu alvöru úr þvi að efna til klofnings og stofna nýjan flokk, gætu demókratar einsk- is óskað sér framar. Þá gætu þeir sigrað með hvaða fram- bjóðanda sem væri. thaldssömu republikanarnir I Washington og vinstrisinnað- ir fylgismenn Verkamanna- flokksins i Bretlandi eiga sammerkt um margt. Báðir hóta að yfirgefa flokk sinn, ef hann vill ekki fallast i heild á skoöanir þeirra. Beinast ligg- ur við að álykta, að stofnun nýs flokks, hvort heldur er I Bandarikjunum eða i Bret- landi, yrði banabiti flokksins sem fyrir klofningnum yrði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.