Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 16. april 1975 Slæmt ástand í síma- og öryggismálum í AAosfellssveit Mosfellssveitungar hafa í hyggju að stefna Símanum eða segja símum upp í stórum stíl BH-Reykjavik. — Astandiö i simamáium og öryggismálum, sérstaklega brunavörnum, hér i Mosfellssveitinni er með þeim ósköpum, að til stendur aö stefna simanum fyrir þjónustuleysiö, eða þá að honum verður sagt upp i stórum stll. Héðan hefur kvört- unum yfir þjónustuskortinum rignt yfir simann, en það hefur engan árangur boriö. Við fáum ekki són fyrr en eftir langa bið, og við þurfum að biða langtimum saman eftir sambandi við Reykjavik. tðulega þurfum við að hringja tuttugu sinnum i sama númer til að ná sambandi, og jafnvel oftar. Það má öllum ljóst vera, hvilikt öryggisleysi þetta er, ef ná þarf i slökkvilið eða lækni í neyðartilfellum. Þannig komst Kristján B. Þór- arinsson, varaformaður hins ný- stofnaða Framfarafélags Mos- fellssveitar, að orði, er blaðið ræddi við hann i gær. Kvaðst Kristján hafa gengið á fund póst- og simamálastjóra, ásamt öðrum stjórnarmanni félagsins, og borið upp þessi erindi nýverið, og virt- ist póst- og simamálastjóri gera sér grein fyrir, að brýnna úrbóta væri þörf. Ljósmynda- sýning í Stúdenta- kjallaranum UM HELGINA opnaði Jón Arnarr ljósmyndasýningu i Stúdenta- kjallaranum i Gamla-Garði við Hringbraut. Þetta er fyrsta ljós- myndasýning hans. Á sýningunni eru 16 myndir. Eftir einni þeirra hefur verið gert plakat i 300 tölusettum eintökum. Inn i myndina er fellt ljóð eftir Einar Braga. Slik samhæfing ljóðs og myndar er nýmæli hér á landi, en hefur rutt sér til rúms erlendis að undanförnu. Plakötin eru árituð af höfundum ljóðs og myndar og eru til sölu. Sýningin er opin almenningi á venjulegum opnunartima Stúd- entakjallarans, mánudags- til föstudagskvölds klukkan átta til hálftólf, laugardaga og sunnu- daga kl. 14-23.30. Aðgangur er ókeypis. — Það vantar endastöð til þess að geta bætt við tækjum og f jölga linum, sagði Kristján. Það þarf bara að byggja við gömlu sim- stöðina. Það er allt i lagi að hafa simstöðina þar sem hún er. Það er eins og alltaf hafi verið beðið eftir einhverju miðbæjarskipu- lagi, og hreppsnefndin getur ekki gefið skipulagsstjóra svar um þetta. Póst- og simamálastjórn- inni hefur verið úthlutað lóð, en hún hefur svarað þvi til, að hún geti ekki notað hana, af þvi að hún viti ekki til, að þarna eigi að vera neinn miðbær! Þá eru þeir að hugsa um póstþjónustu miðsvæð- is. Einnig kemur það til, að Vesturlandsvegurinn var lagður yfir hluta af þessari lóð, svo að byggingarmöguleikar hafa verið rýrðir. Hérna er sem sagt vita- hringur þriggja aðila: Hrepps- nefndin býður upp á lóð, skipu- lagsstjóri neitar að samþykkja aðilann, sem á að skipuleggja hverfið, póst- og simamála- stjórnin neitar að samþykkja lóð- ina, sem henni hafði verið úthlut- uð! — Ástandið i simamálunum er ólýsanlega slæmt, sagði Kristján enn fremur. Ef við hringjum til Reykjavikur, er það algengt, að tveir-þrir aðilar komi inn á linuna samtimis. Maður hringir aldrei svo, að maður nái strax sam- bandi, nema sérstaklega heppi- lega standi á, og það á vissum timum sólarhrings. Þetta er mjög bagalegt, ef maður þarf að ná i lækni eða slökkvilið. Við spyrjum Kristján að þvi, hvernig brunavörnum sé háttað. — Við erum búnir að athuga það mál, og höfum komizt að Brunavörnum I Mosfellssveit er mjög ábótavant, segir Kristján B. Þórarinsson, váraformaður Fram- farafélags Mosfellssveitar. Verkstæðisbruninn á dögunum er skýrt dæmi um það, segir Kristján. Tima- mynd G.E. þeirri niðurstöðu, að hér séu fjór- ir eða fimm brunahanar, og til frekari skýringar má geta þess, að þann 1. desember sl. voru 1441 ibúi i Mosfellshreppi, þannig að þetta er alveg fráleitt, ekki sizt þar sem fólki fjölgar þarna stöð- ugt, og ekki er ósennilegt, að ibú- ar séu nú komnir yfir 2000. Við rifjum upp bruna, sem ný- verið varð uppi i Mosfellssveit. — Þar er ef til vill nærtækt dæmi um þetta allt, sem hér hefur verið um rætt. Þeir höfðu ekki nægilegt vatn til þess að slökkva eldinn, og það er staðreynd, að slökkviliðið var 40 minútur að koma á staðinn, svo að gera má ráð fyrir þvi, að simaþjónustan hafi lika tafið fyrir, og ekkert óliklegt. Mosfellshreppur hefur gert samning við Reykjavikurborg um brunavarnir og slökkvistarf, — en það hefur flogið fyrir, að kvikni i á annað borð, brenni ailt, sem brunnið getur. — Þetta hygg ég, að sé alveg rétt, það hef ég heyrt frá áreiðan- legum mönnum, að gerist jafnan, þegar eldsvoða hefur borið hér að höndum. Ég veit ekki, hversu mikla sök simaþjónustuleysið á á þessu, — en hitt vil ég undir- strika, að við búum við algjört falsöryggi i þessum efnum. Fjárhagsóætlun Sauðárkróks 1975: Tekjur bæjarins áætlaðar 100,5 milljónir króna AAesta fjárveitingin til hafnarframkvæmda eða 40 milljónir FB—Reykjavik — A fundi í bæjarstjórn Sauðárkróks fyrir fá- um dögum var gengið’ frá fjár- Blikksmiði og laghenta menn vantar okkur nú þegar. Blikksmiðja Reykjavikur Lindargötu 26. hagsáætlun fyrir árið 1975, og var hún samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Meiri hlutinn samanstendur af Framsóknar- flokknum og Alþýðuflokknum, en góðsamvinna hefur verið við full- trúa Sjálfstæðisflokksins, og var farið eftir þeirra óskum einnig um gerð fjárhagsáætlunarinnar. Helztu tekjur I fjárhagsáætlun- inni eru útsvör, 51 milljón króna, 15.2 milljónir úr fasteigna- gjöldum, aðstöðugjöld 13.5 mill- jónir og gatnagerðargjöld 4.5 milljónir. Samtals eru tekjur bæjarins áætlaðar 100.5 milljónir. Helztu fjárveitingar eru til hafnarframkvæmda, um 40 mill- jónir, en á siðasta ári var unnið að hafnarframkvæmdum fyrir 26 milljónir króna. Minni fjárveit- ingar eru til skólamála, 13 mill- jónir króna, sem ætti þó að nægja til að koma verkefnum á þvi sviði eitthvað áleiðis á árinu. Það nýmæli verður nú tekið upp, að Sauðárkróksbær tekur að sér rekstur Safnahússins. 1 september verður ráðinn launað- ur forstöðumaður til hússins. Áætlað er að rekstur hússins muni nema hátt á þriðju milljón króna á árinu 1975, enda er búizt við að Skagafjarðarsýsla muni leggja verulegan skerf af mörkum á móti. Aðeins fjórðungur af tekjum bæjarins munu fara til eigna- breytinga, 25 milljónir króna, eða þar um bil. tbúar Sauðárkróks horfa nú björtum augum til fram- tiðarinnar, þrátt fyrir það, að þessi upphæð er ekki hærri, þvi að verulegar fjárveitingar hafa komið frá rikinu, en vandkvæðin verða fyrir bæinn, að leggja það fram, sem greiða þarf á móti. Flugvellinum á Sauðárkróki er ætlað að verða varaflugvöllur i millilandaflugi, og verða miklar framkvæmdir við hann i sumar, og eru til hans komnar fjár- veitingar sem nema rúml. hundr- að millj. kr. Framkvæmdastjóri óskast Togaraútgerðarfélag i nágrenni Reykja- vikur óskar að ráða framkvæmdastjóra strax. Umsóknir, er greini frá fyrri störfum og kaupkröfum, sendist afgreiðslu blaðsins, merktar Framkvæmdastjóri XF-9. Með allar umsóknir verður farið ,sem trúnaðarmál. Verkamenn og háskóla- nemar keppa í skák Ágreiningur um með hvoru liðinu sumir þátttakendur tefldu SJ—Reykjavik — Fjarlægðin er ekki eins mikil á milli náms- manna og almúgafólks hér á landi og menn vilja oft vera láta. A sunnudaginn fór fram skák- keppni milli Háskóla tslands og verkamannafélagsins Dagsbrún- ar, og rikti fram á siðustu stundu óvissa um i hvoru liðinu ýmsir stúdentarnir tefldu. Einn verk- fræðistúdent úr Háskóla tslands tefldi t.d. með Dagsbrún, en hann er i félaginu og var um skeið trúnaðarmaður verkalýðsfélags- ins á sinum vinnustað. Ýmsir stúdentanna vinna með náminu og eru virkir félagar I Dagsbrún. Teflt var á 23 borðum, umferð. tvöföld Háskóli Islands sigraði í fyrri umferðinni með 15 1/2 gegn 7 1/2. Dagsbrún sigraði i siðari umferð með 13 gegn 10. Háskólinn vann þvi keppnina með 25 1/2 vinning gegn 20 1/2. Skákkeppni þessi fór að sögn vel fram og vakti ánægju þátttakenda og annarra. Rætt var um að halda slika keppni á hverju ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.