Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.04.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. aprii 1975 TÍMINN 5 Átakið í byggða. stefnumálum A undanförnum árum hefur gætt vaxandi skilnings á byggðastefnunni svokölluðu. t tið rikisstjórnar ólafs Jó- hannessonar var þessu máli sinnt sérstaklega með hinu merka átaki, sem gert var i atvinnuuppbyggingu til sjávar og sveita. Einkum og sér i lagi njóta sjávarþorp viðs vegar við strendur landsins góðs af þessu átaki, en þeim var gert kleift að kaupa atvinnutæki, sem nú eru undirstaða at- vinnulffsins á viðkomandi stöðum. Má þar nefna sér- staklega endurnýjun togara- flotans. Málefni Reykjavíkurhafnar Vist er um það, að verkefn- in, sem enn biða óleyst viða ó landsbyggðinni, eru mörg, einkum ó sviði samgöngu- mála, heilbrigðismála og fræðslumála, og sem betur fer er fullur skilningur á því með- al þingmanna allra flokka, að þau verði að leysa. En það er viðar en i dreifbýlinu, sem óleyst verkefni biða. Það er staðreynd, að i Reykjavik hafa ýmsar bráðnauðsynlegar framkvæmdir setið á hakan- um sökum fjármagnsskorts. Má þar sérstaklega nefna Reykjavikurhöfn, lifæð Reykjavikur. Fjórhagur Reykjavikurhafnar er nú svo bágborinn, að ekkert fé er til framkvæmda vegna nýrra hafnarmannvirkja. Og það sem verra er, ekki er heldur hægt að framkvæma nauösyn- legasta viðhald á þeim mann- virkjum, sem fyrir eru. Reykjavikurhöfn er eina höfn landsins, sem ekki nýtur framlags frá rikinu vegna nýrra framkvæmda. Fundir þingmanna og borgarfulltrúa Reykjavíkur Mál Reykjavikurhafnar var eitt þeirra mála, sem þing- menn Reykjavikur og borgar- fulltrúar ræddu á sameigin- legum fundi, sem haldinn var i gær, hinum fyrsta sinnar teg- Vörubíll Til sölu Scania 80 Super, árgerð 1969. Góður bíll. Til sýnis á bílasölu Matthíasar, sími 24540 Upplýsingará kvöldin i síma 43734. Til sölu Vörubíll Volvo F-88, árgerð 1967, 10 hjóla með palli og sturtum. Traktorsgrafa JCB-3C, árgerð 1967. Sími 91-40226. undar. Þingmönnum Reykja- vikur hefur verið legið á hálsi fyrir að gleyma vandamálum sins kjördæmis. Hvað sem þvi liður er sjálfsagt, að þing- menn Reykjavikur og borgar- fulltrúar hittist til að ræða vandamál Reykjavíkur á sama hátt og það hefur tiðk- azt, að einstök landshlutasam- tök sveitarstjórna úti á lands- byggðinni hafi hitt sina þing- menn reglulega. Vitaskuld ber að forðast allan rig miili þétt- býlis og strjáibýlis, en það verður að vera fullur skilning- ur á því af beggja hálfu, aö vandamálin eru mörg og margvisleg, og i flestum til- fellum sameiginleg. Hverjir eiga landið? Pagur á Akureyri fjallaði nýlega um umráða- og eignar- rétt yfir landinu. Blaðið segir: „Hverjir eiga landiö? Þessi spurning vefst tæplega fyrjr þeim, sem þekkja söguna og atvinnuvegina. En þar sem opinberar untræður og jafnvel tillögur hafa komið fram um nýja skipan á umráða- og eignarétti landsins, þykir mörgum ástæða til skoðana- skipta. En hvernig sem ntenn velta fyrir sér fyrrnefndri spurningu um eignaréttinn, virðist Ijóst, að þvi betur, sem það inál yrði rannsakað, þess betur kænii hinn sögulegi ög lagalegi réttur bændanna i Ijós, þótt segia megi að allir islendingar eigi island sam- eiginlega, en ekki allir á sama hátt”. | Að ,,hafa löndin • n opin Þá segir flagur, að þeir menn, sem yrkja jörðina, nýta gæði landsins og framleiða bú- vörurnar Itanda þjóðinni, eigi meiri rétt til landsins heldur en þeir menn, sem yfirgáfu það. í lok greinarinnar segir: ,,En þótt bændur og sveitar- félög hljóti að halda fast i lagalegan, sögulcgan og sið- ferðilegan rétt sinn til lands- ins, þurfa þeir að „hafa lö!nd sin opin” svo allir geti notið hins fegursta og bezta i nátt- úrunni, „þegar frelsarinn gef- ur veðrið blitt”. Ferðalög um landið eru öllum hin mesta nauðsyn, einnig virðast sum- arbústaðabyggðir fyrir borg- arfólk, mjög æskilegar ef ekki nauðsynlegar. Sjálft á þjóðfé- lagið ailan rétt til að nýta auð- lindir, svo sem i fallvötnum og jarðhita, i almannaþágu og má þar engin breyting á verða. j En nýir timar eru að opna augu þjóöarinnar fyrir dá- semdutn landsins og sgm flestir þyrftu að njóta þeirrá. I þvi efni eiga bændur og borg- arbúar að taka höndum sam- an, um leið og öll þjóðin geld- ur landinu skuld sina meö þvi að vernda það og auka gróöur þess”. —a.þ. Rnnir þú til feróalöngunar; þá er það vitneski um vorið erlendi sem veldur an ís 25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. maí. flucfélac LOFTLEIOIR LSLAIMDS Felög sem sjá um föst tengsl við umheiminn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.